Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
DV
9
Fréttir
DV í sumarskapi:
Sjónvarpinu
- Stefán H. Stephensen fékk United-sjónvarp
ríkari
með myndbandstæki
DV-MYND TEITUR
Ánægöur meö vinninginn
Stefán H. Stephensen var ánægður með tækið þegar hann veitti því móttöku. „Mér líst mjög vel á þennan grip og DV líka. “
„Mér líst mjög vel á þennan grip og
DV líka,“ sagði Stefán H. Stephensen
sem fékk United-sjónvarp með mynd-
bandstæki þegar hann var dreginn úr
áskrifendapotti DV. Stefán hefur ver-
ið áskrifandi í sjö ár „en ég hef lesið
DV alveg frá upphafl og er ánægður
með blaðið."
Aðspurður taldi Stefán líklegra að
tækið færi í sumarbústaðinn en í hús-
bóndaherbergið. „Það verður gott að
hafa það í bústaðnum þar sem ég er
ailar helgar allan ársins hring. Ætli
ég fari ekki þangað með það um helg-
ina,“ sagði Stefán. „Það er engin
spurning að þetta nýtist vel.“
Aðrir áskrifendur sem fengu
United-sjónvarp með myndbandstæki
frá DV, en tækin fást í Sjónvarpsmið-
stöðinni, eru:
Sigmundur Þorgrímsson,
Höfðavegi 20, Húsavík.
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi.
Einar Þór Skarphéðinsson,
Böðvarsgötu 12, Borgarnesi.
Inga Ingólfsdóttir,
Barmahlíð 9, Reykjavik.
Pitsuveislu fyrir 8 frá Pizza Hut
fengu:
Hildur Steingrimsdóttir,
Miðleiti 4, Reykjavík.
Halldóra Baldursdóttir,
Hvammsdal 2, Vogum.
Þrír bílar eftir
DV er í sannkölluðu sumarskapi í
allt sumar. I hverri viku verður dreg-
ið úr hópi áskrifenda DV og munu
þrir til sjö heppnir áskrifendur vinna
margs konar vinninga, eins og sjón-
vörp, DVD-spilara, heimabíókerfi,
tölvur, fartölvur, hljómtæki, stafræn-
ar tökuvélar, pitsuveislur o.fl.
Alls verða fjórir bílar dregnir úr
áskriftarpotti DV. Splunkuný Toyota
Corolla hefur þegar verið afhent
heppnum áskrifanda en hinir bílarnir
þrír verða dregnir á tímabilinu til
áramóta. Hvaða bOar það verða verð-
ur kynnt siðar.
DV vill verðlauna þá sem safna
áskriftum að blaðinu. Hver sá sem
safnar að minnsta kosti 5 áskrifend-
um að DV mun fá 14 tomma Aiwa-
sjónvarp að launum, með íslensku
textavarpi, A/V-tengi, Euroscart-tengi
og fullkominni fjarstýringu. Fyrsta
sjónvarpið er þegar farið til ötuls
áskriftasafnara, Söndru Daggar
Vatnsdal, 13 ára stúlku í Reykjavík.
Þeir sem vilja safna 5 áskrifendum
geta fengið sérstök eyðublöð á af-
greiðslu DV, Skaftahlíð 24, eða hringt
í síma DV, 550 5000, og beðið um að
fá eyðublöðin send heim.
Dido og Eneas
Ingveldur ÝrJónsdóttir er Dido í
óperunni Dido og Eneas sem frum-
sýnd verður í kvöld.
Dauðaaría í
Borgarleikhúsinu
Sumaróperan frumsýnir í kvöld í
Borgarleikhúsinu Dido og Eneas eftir
Henry Purcell. Að sýningunni koma
um 30 manns. Það er Magnús Geir
Þórðarson sem leikstýrir, Edward
Jones er hljómsveitarstjóri en aðal-
hlutverkin eru í höndum Ingveldar
Ýrar, Valgerðar Guðnadóttur, Ásgerð-
ar Júníusdóttur og Hrólfs Sæmunds-
sonar. „Þetta er barokkópera, skrifuð
rétt fyrir aldamótin 1700, og er af
mörgum talin vera ein sú alflottasta
sem skrifuð hefur verið á þessum
tíma. Þetta er harmleikur, eins og
gjarnan var á þessum tíma, og fjallar
sagan um drottninguna Dido og henn-
ar harma," sagði Hrólfur í viðtali við
DV fyrir skömmu. „Það er þó afskap-
lega létt yflr sýningunni alveg fram að
dauðaaríunni. Við reynum einnig að
gera söguþráðinn aðgengilegan svo
fólk viti nú hvað sé að gerast á svið-
inu. Tónlistin segir það sem segja þarf
varðandi tilfinningar en við munum
vera með texta svona eins og í þöglu
myndunum í hljómsveitarköflunum
og á öðrum völdum stöðum sem út-
skýrir söguþráðinn."
1
Litur. tjós
70%
eldhúshúsgögn
skrifstofuhúsgögn
tágahúsgögn
rúm
sófaborð
gólfmottur
sturtuhengi
rammar stórir/smáir
rúmteppi/púðar
kerti/kertastjakar
plaköt
matarstell
o.fl o.fl
-
J
Opnunartími
Virka daga kl. 10-18
Laugardag kl. 11-16
Sunnudag kl. 13-16
/§v
hab itat
Askalind 1 • 201 Kópavogur • Sími: 568 9700