Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 Helgarblað DV Glæpahegðun sem smitar út frá sér: Feðgar í vítahring afbrota og fíkniefna - gangandi tímasprengjur Bræðurnir á Skeljagranda eiga ekki langt að sækja fyrirmynd sína á glæpaferlinum. Faðir þeirra, sem tók þátt í síðasta ódæði þeirra, hef- ur sjálfur verið dæmdur margsinnis fyrir hvers kyns lögbrot. Hann hef- ur hlotið 14 refsidóma frá árinu 1977 og gengist undir 8 sáttir. Bræöur í glæpum Apríl 1993 Bræðurnir frá Skeljagranda bitu og spörkuöu í unga móöur sem reyndi að koma í veg fyrir að þeir áreittu börn hennar. Börnin voru aö halda tombólu þegar Skeljagrandabræður, þá 11 og 12 ára, komu aðvífandi og byrjuðu að hrækja á tombóluboröiö. Áður höfðu þeir rænt tombólupeningum frá börnunum. Þeir voru þá þegar alræmdir í hverfinu og höfðu alloft komiö viö sögu lögreglu. September 1996 Eldri bróðirinn keyrir bifreiö ölvaður og réttindalaus og er sviptur ökuleyfi í 12 mánuöi. September 1997 Eldri bróöirinn kýlir mann nokkrum hnefahöggum eftir aö þeir höfðu rekist saman á strætisvagnabiðstöðinni viö Lækjartorg. Hinn aöilinn sló ekki á móti og reyndi aö komast undan inn í strætisvagn en árásarmaöurinn elti hann uppi og nefbraut hann. Október 1997 Vngri bróðirinn ræðst fýrin/aralaust á mann á Eiöistorgi og veitir honum ítrekað hnefahögg í andlit og sparkar svo í hann liggiandi. Að því loknu hrifsaði hann GSM- síma mannsins og hljóp á brott. Desember 1997 Eldri bróðirinn ógnar 23 ára gömlum manni með hníf meö 10 sentímetra löngu blaði í Hafnarstræti t Reykjavík. 1. janúar 1998 Skeljagrandabræöur ráöast á mann á sextugsaldri við áramótabrennu á Ægisíðu og slá hann báðir og sparka í andlit hans og líkama. Hann nefbrotnaöi og hlaut skurö á enni. Mars-maí 1998 Bræöurnir fremja saman sex innbrot, meöal annars hjá næsta nágranna og I Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Strákarnir stálu tveimur rifflum, myndavél- um, myndbandstækjum, geislaspilurum úr bifreiðum, dekkjum og þar fram eftir götunum. Sá eldri framdi einn eða í félagi við aðra fimm önnur innbrot á Seltjarnarnesi og í vesturbænum á sama tímabili. 9. apríl 1998 Yngri bróðirinn kýlir mann á fimmtugsaldri í andlitið fyrir utan sjúkrastöðina Vog. Hann elti síöan manninn inn í stöðina og felldi hann í gólfið með þeim afleiöingum að gervitönn brotnaöi og hann skarst í andliti og maröist víða. 23. april 1998 Bræöurnir sameinast um að ganga í skrokk á 36 ára gömlum manni viö Hlíðardalsskóla í Ölfusi, nærri Hveragerði. Þeir kýldu hann ítrekaö í andlitiö og héldu því áfram þegar hann lá í gólfinu. Bræðurnir voru dæmdir til aö borga manninum 3400 krónur í skaöabætur. September 2000 Eldri bróöirinn, laus úr fangelsi á reynslulausn, fer um húsnæöi Háskóla íslands ásamt félaga sínum og rænir þar tækjum að verömæti rúmlega 700 þúsund krónur. Hann var í kjölfariö dæmdur í 16 mánaöa skilorðsbundiö fangelsi. 2. ágúst 2002 Skeljagrandabræður berja ásamt fööur sínum tvítugan mann meö þeim afleiðing- um að hann höfuðkúpubrotnar og blæöir inn á heila. Bræöurnir sáust bera manninn illa leikinn á milli sín og er taliö að þeir hafi ætlað aö fela hann þar sem þeir héldu aö hann væri látinn. í stríði við umhverfi sitt Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð- ingur og dósent í félagsfræði við Há- skóla íslands, segir bræðuma sorg- legt dæmi um síbrotamenn. „Þessir drengir eru í miklum vanda með sjálfa sig og umhverfið. Bakgrunnur þeirra og nánasta umhverfi virðist ekki hafa náð að ala upp í þeim eðli- lega siðvitund og tilhlýðilega virð- ingu fyrir samborgurum sínum. Þeir fylgja vafalítið því mynstri sem faðir þeirra hefur átt þátt í að skapa og allir eru þeir lentir í vítahring sem endar með ósköpum, eins og nýlegt ofbeldisverk sýnir,“ segir hann og bendir á að ferli þeirra megi líklega rekja allt aftur til fé- lagslegra aðstæðna þeirra í æsku. Helgi segir bræðurna hafa farið í gegnum ferli sem er bæði í senn fé- lagslegt og sálfræðilegt. „Þeir virð- ast hafa alist upp við veikburða fé- lagslegt umhverfi og sálrænar af- leiðingar lýsa sér meðal annars í margvíslegum ranghugmyndum um umhverfi sitt og aðra meðborgara. Þeir lenda upp á kant við umhverf- ið og ef ekkert er gert í málum þeirra eða annarra í svipuðum spor- um eru þeir jafnvel eins og gang- andi tímasprengjur," segir hann. Að sögn Helga munu bræðumir þurfa að horfast í augu við að lífið sem þeir hafa verið að lifa gengur ekki upp. „Brotaferill drengjanna er mikil rauna- saga og á bak við allt ofbeld- ið leynist í raun vanmáttur og örvænting. Það er ljóst að úrræði samfélagsins þurfa að vera ákveðnari og markvissari. Þar er ég ekki endilega að tala um hertar refsingar heldur þarf að stiUa enn betur saman úr- ræði réttar- kerfís- ins og félags- lega kerfið til að draga ' úr ógöngum af þessu tagi. Það þurfa óneitanlega að eiga sér staö áþreifanlegar breytingar í lífl þessara ung- menna sem síðan leiða til hugar- farsbreytingar og breyttrar hegðun- ar í kjölfarið,“ segir hann. Vettvangur glæps Skeljagrandabræöur skildu eftir síöasta fórnarlamb sitt viö göngustíg í Vesturbænum á föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Fréttaljós Vakning til umhugsunar Vitað er að Skeljagrandabræöur hafa stundað glæpi sína í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjamarnesi frá blautu bamsbeini. Lögreglan veitti þeim snemma athygli. í upphafi sprengdu þeir upp póstkassa og kúg- UkuKSMit* í KSUBtam* í Þrir úrskurðaðir í gæsluvarðhald - tánattamto uwlir 0« «r íu UMkaK w þröskuld sem ekki var snúið aftur yfir. Bræðumir réðust á unga móð- ur sem reyndi að koma upp á milli þegar þeir hrelldu börn hennar. Síð- an þá hafa líkamsárásir og þjófnað- ir hrannast upp á ferilskrá þeirra. Helgi afbrotafræðingur segir lík- legt að þeir glæpir sem bræðurnir hafa verið dæmdir fyrir séu einung- is brot af raunverulegum umsvifum glæpastarfsemi þeirra. Hann segir mikilvægt að samfélagið sé vakandi yfír þeim börnum sem snemma sýna af sér andfélagslega hegðun. „Þetta mál ætti að vekja okkur til umhugsunar," segir hann. Hallgrímur Sveinn Sævars- son kennari, sem varð fyrir árás annars bróðurins fyrir fimm árum, sagði í samtali við DV á fimmtudag að Skeljagrandabræður hafi virkað sem útungunarstöð fyrir imga glæpamenn. Helgi afbrotafræðingur segir ekki ósjaldan sem glæpahegð- un smiti út frá sér á þenn- an hátt, ekki síst til ann- arra sem svipað er ástatt fyrir. Þannig hafi bræðumir til dæmis vafalítið orðið fyrir áhrifum af föður sínum og aðstæðum hans. „Við emm að tala um ferli tugi ára aftur í tímann sem nú er því miður að ala af sér óhæfuverk af þessu tagi.“ -jtr Faðir í fíkniefnum Faðir Skeljagrandabræðra hefur verið viðloðandi fíkniefnaheiminn í Reykjavík um áratugaskeið. Á föstudaginn fyrir verslunarmanna- helgi var hann handtekinn ásamt sonum sínum, 20 og 21 árs að aldri, og var þeim lýst af lögreglu sem í óviðræðuhæfu ástandi. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi á meðan mál þeirra er í rannsókn. Faðir bræðranna hefur á aldar- íjórðungslöngum afbrotaferli sínum verið dæmdur fyrir líkamsárásir, þjófnaði, hótanir, ijársvik, hylm- ingu, rán, skjalafals, fíkniefnabrot og áfengislagabrot, svo eitthvað sé nefnt. Sakaskrá fóðurins er keimlík sona hans, þó hún spanni mun fleiri ár aftur í tímann. Síðast var faðir- inn dæmdur til 7 mánaða skilorðs- bundins fangelsis í apríl á síðasta ári fyrir að stela myndbandsspólum i Bónus-versluninni við Laugaveg og áfengispela og bjórdós í verslun ÁTVR í Austurstræti. Innlendar fréttir vikui Lögregla leggur hald á málverk Lögreglan á Patreksfirði lagði hald á þrjú málverk sem voru á Muggssýn- ingunni á BUdudal í júlí. Forsvars- maður sýningarinncir, sem var á veg- um Tónlistarskóla Vesturbyggðar, hefur verið kærður fyrir að hafa stolið verkunum sem eru í eigu rosk- innar konu sem býr í Króksfjarðar- nesi. Fangar ósáttir viö líkamsleit Greint var frá því i vikunni að fangar væru ósáttir við að líkamsleit væri gerð á gestum þeirra og ætla þeir að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir segja lagaheimUdir skorta fyrir slikri leit og að hún sé þar að auki óþörf þar sem heimUt sé að gera slíka leit á fongimum sjálfum að heimsókn lokinni. Þorsteinn Jónsson, forstjóri Fangelsisstofnunar, segir að laga- heimUdin sé háð almennum reglum um meðalhóf. Bílstjóri barinn í höfuðið Maður réðst á strætisvagnabUstjóra á miðvikudag og barði hann í höfuðið með plastpoka, fuUum af glerbrotum. BUstjórinn, Guðbrandur R. Axelsson, neitaði að hleypa manninum inn með fyrrgreindum afleiðingum en árás- armaðurinn virtist vera í annarlegu ástandi. Sjónarvottur voru að atvik- inu og segir einn þeirra að um greini- legan ásetnmg hafí verið að ræða. Guðbrandur hefur kært verknaðinn tU lögreglu. Eldsvoði í Reykjavík Mikið hættuástand skapaðist í byggingu við Fákafen 9 en þar bloss- aði upp eldur um þrjúleytiö á mið- vikudag. Fjöldi fyrirtækja er á svæð- inu, auk geymslu Listasafns íslands, og óttast var á tímabUi að eldurinn myndi ná yfir í geymslu listasafnsins með óbætanlegum skemmdum. Eld- varnarhólf komu þó í veg fyrir það. Um var að ræða fimmtíu höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson og verk eftir Finnboga Pétursson, Sigurð Örlygs- son og fleiri. Ekki er enn búið að meta hversu miklar vatns- og reykskemmd- ir urðu á listaverkunum en Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður safnsins, sagði þær skemmdir þó ekki óbætan- legar. Travolta horfði á ísland HoUywoodleik- arinn heims- þekkti, John Tra- volta, lét sér nægja að horfa út um gluggann á EUu, Boemg 707- þotu, sem hann flaug sjálfur hing- að tU lands. Hann fór ekki frá borði og viðdvöl hans varð því engin. Mikil vonbrigði urðu í Hveragerði því búið var að taka frá tuttugu og fimm herbergi fyrir stórstimið og llma svarta plastfilmu utan á glugga hótelsvítunnar. Sendiherrar fluttir til Miklar hrókeringar í utanríkisþjón- ustunni standa fyrir dyrum en sjö sendiherrar verða fluttir tU á næstu mánuðum. Mesta athygli vekja tU- færslur Jóns Baldvins Hannibalsson- ar og Þorsteins Pálssonar. Sá fyrr- nefndi verður fluttur frá Washington tU Helsinki en Þorsteinn fer frá Lund- únum tU Kaupmannahafhar. -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.