Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Page 16
16
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py
Cervantes. I könnun meöal rithöfunda var mesta verk hans, Don Kíkótl,
valln besta bók í heiml. „Ef þaö er bara eln bók sem maöur á aö lesa áöur
en maöur deyr þá er þaö Don Kíkótl," var sagt þegar úrsllt voru tllkynnt.
Bestu bækur
í heimi
Fyrir nokkru var tilkynnt um úrslit í skoöanakönnun meö-
al rithöfunda um bestu bækur í heimi. Líflegar umræöur
uröu á Netinu um úrslitin og í Guardian sögöu bóka-
menn sína skoöun. Óhætt er aö segja aö skoöanir hafa
verið nokkuö skiptar.
Það voru hundrað rithöfundar frá 54 löndum sem
kusu hundrað bestu bækumar. „Ef það er ein bók
sem maður á að lesa áður en maður deyr þá er það
Don Kíkóti," sagði nígeríski rithöfundurinn Ben Okri
þegar hann tilkynnti að skáldsaga Cervantes, Don
Kíkóti, heíði verið hlutskörpust.
í hópi þeirra rithöfunda sem greiddu atkvæði voru
Doris Lessing, Salman Rushdie, Nadine Gordimer,
Seamus Heaney, Carlos Fuentes, Norman Mailer og
Astrid Lindgren sem náði
að greiða atkvæði áður en
hún lést og bók hennar
um Línu langsokk komst á
listann. Isabella Allende
neitaði þátttöku og sagðist
vera á móti könnunum af
þessu tagi. Gabriel Garcia
Marquez vildi sömuleiðis
ekki taka þátt en hann á
tvær bækur á listanum.
Samkvæmt heimildum
var Einar Kárason meðal
þátttakenda en svar hans
skilaði sér ekki á réttum
tíma. Það kom því í hlut
annarra rithöfunda að
halda uppi heiðri Islands
og það var gert svikalaust
því bæði Njála og Sjálf-
stætt fólk komust á lista
yfir hundrað bestu bækur
í heimi.
Don Kíkóti vann með
nokkrum yfirburðum. Tíu
höfundar átti fleiri en eina
bók á listanum. Dostojev-
skí átti fjórar, Shakespe-
are átti þrjú leikrit og
Kafka kom þremur bókum
sínum á listann, eins og
Leo Tolstoy. Rúmlega
tveir þriðju bókanna voru
skrifaðir af Evrópubúum
og ellefu bækur af þeim
hundrað bestu voru eftir
konur.
Ekki val almennings
Skemmtilegar umræður
urðu um niðurstöðumar á
spjallrás á Netinu. Einn
sagði um Don Kíkóta:
„Listamennimir hafa dá-
læti á henni. Gagnrýnend-
ur þykjast hafa dálæti á
henni til að vera í takt við
listamennina. Almenningi
er nákvæmlega sama um
bókina. Ég las hana og*
hætti eftir þijú eða fjögur
hundrað blaðsíður af leið-
indum.“
Annar þátttakandi,
Kasper, sagði: „Ég býst við
að rithöfúndamir hafi ver-
ið einlægir í vali sínu en
ég geri ráð fyrir að þeir
hefðu ekki þorað að greiða
Pratchet, Tolkien eða
Stephen King atkvæði, jaihvel þótt þeir hefðu viljað
það.“ Kasper bætti því viö að hann hefði verið á krá
þar sem spurt hefði verið hvaða bók hefði verið ný-
lega valin besta bók í heimi og hann hefði svaraö:
„Ulysses". Þegar sagt var að Don Kíkóti hefði unnið
heyrðist frá nemendum í næsta bás: „Við þekkjum
hana ekki."
„Það er engin ástæða fyrir almenning að hafa
áhuga á þessari könnun, hann tók ekki þátt í henni.
Ég efast um að venjulegur Breti þekki nokkra bók á
þessum lista, fyrir utan Shakespeare kannski," sagði
einn netveiji. Kasper svaraði: „Ég held að flestir
myndu þekkja höfunda Glæstra vona, Hroka og
hleypidóma og 1984. Og kannski höfúnda Ferða Gúlli-
vers, Fýkur yfir hæðir, Stikilsbeija-Finns og Stríðs og
friðar. Ég er ekki eins viss um hinar.“
Yfirlætísfullur listi
The Guardian leitaði til nokkurra bókamanna og
bað þá að leggja mat á niðurstöðumar. John Suther-
land, fræðimaður og kennari, furðaði sig á að Söngv-
ar Satans væm ekki á listanum. Hann sagði að eftir
dauðann yrði Salman Rushdie viðurkenndur sem
mesti rithöfundur 20. aldarinnar. Aðspurður um Don
Kíkóta benti Sutherland á að W.H. Auden hefði sagt
að Don Kítóti væri bókin sem enginn lyki við að lesa.
Doug McAvoy, framkvæmdastjóri breska kennara-
sambandsins, sagði: „Ég hef lesið Don Kíkóta en var
ekki óskaplega hriflnn. Ég byijaði einu sinni að lesa
Stríð og frið en las bara helminginn, ég þoldi ekki
meira. Ég er mjög venjulegur maður." Robert Palmer,
verslunarstjóri í Foyles, sagði að Moby Dick væri sitt
eftirlæti „af því ég las hana þegar ég var veikur og
hafði nógan tíma. Ég byrjaði á Don Kíkóta en lauk
aldrei við hana. Hún er svo óskaplega löng. Ég verð
sennilega að veikjast til að geta lesið hana.“
Rithöfúndurinn Nicholas Blincoe sagði að spyrja
hefði átt yngra fólk um álit þess, listinn sé dæmi um
smekk gamals fólks. „Mér fmnst listinn líka yflrlætis-
fullur," sagði hann. „Rithöfundar halda sig vera stór-
gáfaða og þessi listi endurspeglar hversu háar hug-
myndir þeir gera sér um sjálfa sig.“
Tim Waterstone, stoinandi Waterstone-bókabúð-
anna, segir: „Ég veit ekkert um Knut Hamsun en
kannski er hann frábær. Waterstone segist ekkert
botna í valinu á Halldóri Laxness sem hann telur
heimskulegt. Rithöfúndurinn Piers Paul Read furðar
sig á því að Toni Morrison og Doris Lessing skuli
komast á listann meðan Maupassant sé þar ekki.
Read saknar fleiri höfunda og segir að einkennilegt sé
að setja Laxness á listann þegar hvorki Racine né
Moliere séu þar. Read segir Don Kíkóta frábæra bók
sem hafi staðist tímans tönn en það sama megi segja
um Stríð og frið og Hamlet. Hann klykkir út með því
að segja að fáránlegt sé að gera popplista um stórbrot-
in meistaraverk.
Veröld
Shake-
speares
William Shakespeare: A Popular
Life eftir Garry O’Connor.
O’Connor er leikstjóri, gagnrýn-
andi og rithöfundur. í þessari ein-
stöku bók
um
Shakespeare
rekur hann
ævi mesta
leikritahöf-
undar ver-
aldarsögunn-
ar, rýnir í
verk hans og
umhverfi og
túlkunin er
ætíð sjálfstæð og forvitnileg. Það
gefur bókinni aukið gildi aö höf-
undurinn er maður sem þekkir
alla króka og kima leikhússins.
Lesturinn er einstaklega skemmti-
legur því að þetta er fjölbreytileg
bók þar sem maður veit aldrei
hvað kemur næst.
Gæði og leiðindi
Þótt einhveijir nöldri vegna skoðanakannana um
bókmenntaverk er víst að mörgum þykir þær
skemmtilegur leikur. Somerset Maugham taldi sig
ekki yfir það hafinn að velja á milli bókmenntaverka.
Árið 1954 kom út bók með ritgeröum rithöfundarins
um tíu skáldsögur sem hann taldi þær bestu í heimi.
Tímarit hafði á sínum tíma beðið Maugham um að
gera slíkan lista, sem hann gerði. Bók Maughams,
Ten Novels and The authors, er bráðskemmtileg og
fróðleg lesning. Bækumar eru Tom Jones eftir Henry
Fielding, Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen, Le
Rouge et le Noir eftir Stendahl, Le Pére Goriot eftir
Balzac, David Copperfield eftir Dickens, Madame
Bovary eftir Flaubert, Moby Dick eftir Herman Mel-
ville, Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronte, Kara-
mazov-bræðumir eftir Dostojevski og Stríð og friður
eftir Tolstoy.
Árið 1950 var gerð bandarísk könnun á því hvað
lesendum þætti vera leiöinlegustu bókmenntaverk
sögunnar. í fyrsta sæti varð Ferð pílagrímsins eftir
John Bunyan. Siðan komu, í réttri röð: Moby Dick eft-
ir Herman Melville, Paradisarmissir eftir John
Milton, Faerie Queene eftir Edmund Spencer, Ævi
Samuels Johnsons eftir James Boswell, Pamela eftir
Samuel Richardson, Silas Mamer eftir George Eliot,
ívar Hlújám eftir Walter Scott, Don Kíkóti eftir
Cervantes og í tíunda sæti var Fást eftir Goethe.
Meira Ijós!
Andlátsorö Goethes
Allar bækur
1. Kortabók íslands.
Örn Siqurðsson ritst.
2. Islenska vegahandbókin.
Bókaútqáfan Stönq.
3. Grafarþögn.
Arnaldur Indriðason.
4. Mýrin. Arnaldur Indriðason.
5. Leggðu rækt við sjálfan þig.
Anna Valdimarsdóttir,
6. Hálendishandbókin.
Páll Ásqeir Ásqeirsson.
7. Hann var kallaður Þetta.
Dave Pelzer.
8. Lokavitni. Patricia Cornwell.
9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason.
Ljóð vikunnar
Augu þín eru kort af Himnaríki
- eftir Sigtrygg Magnason
Ég styð á receive alltof annað slagið
Danska stúlkan
- Jóhann Páll Valdimarsson segir frá bókunum sem
hann hefur verið að lesa undanfarið
10. Réttarkrufning.
Patricia Cornwell.
Skáldverk
1. Grafarþögn.
Arnaldur Indriðason.
2. Mýrin. Arnaldur Indriðason.
og óska þess að svarið frá þér berlst.
Ég bíð og vona, bíð en ekkert gerlst.
Ég bið tll Drottins upp á gamia laglð.
Því fátt ég meira þrál en þögul orðin
i þyrpingu á miðjum tölvuskjánum
(því ástln gerir alla menn að kjánum,
af elsku svigna hugarveisluborðin).
Ég sakna meira en orða augna þinna:
þín augu eru kort af Himnaríki
sem Guð dró sjálfur upp í ástarsýki
og englnn mátti nokkurn tíma finna.
Æ. leyfðu mér að leita í auga þínu
að leiðlnni að Himnaríkl mínu.
„Því er fljótsvarað að uppáhaldsbæk-
umar mínar eru þær bækur eða handrit
sem ég er að lesa hverju sinni. Ég hef
reyndar aldrei skilið þegar fólk segist lesa
uppáhaldsbækur sínar einu sinni á ári.
Ég kemst ekki yfir að frumlesa allar þær
bækur sem ég hef áhuga á og eru örugg-
lega þess virði að vera lesnar.
Þar sem ég hef farið tvívegis til út-
landa á árinu hef ég lesið mikið af ferða-
handbókum um þau svæði sem ég hef
dvalið á. Ég er nýkominn frá Frakklandi
þar sem við dvöldum uppi í sveit í suö-
vesturhluta landsins. Á kvöldin les ég
mér gjarnan til um svæðið til að afla mér fróðleiks
sem gerir dvölina margfalt ánægjulegri. Þegar mað-
ur hefur lesið um hinar ýmsu orrustur sem háðar
hafa verið í tilteknum köstulum, svo dæmi sé tekið,
þá heyrir maður vopnagnýinn og sér mannskapinn
falla niður af virkinu þegar maður er þar staddur.
Það eru tveir flokkar ferðahandbóka sem ég les
mest. Eyewitness frá Dorling Kindersley þar sem
fróðleikurinn er settur fram með mjög myndrænum
hætti og síðan Michelin-handbækumar sem eru
mjög góðar. Með þessu móti heyrir maður nið ald-
anna þegar maöur þvælist um landið.
Ég var að ljúka við bók sem heitir The Danish
Girl eða Danska stúlkan eftir David Ebershoff. Hún
gallar um danskan listmálara sem skírð-
ur var Einar Wegener og var fyrstur
manna til að ganga undir kynskiptaað-
gerð árið 1930. Þetta er skáldsaga en
byggð á vönduðum heimildum um líf
Einars sem hét Lili Elbe sem kona. Þetta
er saga um mikið hugrekki manns sem
ákveður að fylgja tilfinningum sínum
hvað sem það kostar. Hún er ekki síður
hetjusaga konu hans, Gerdu, sem líka
var listmálari. Hún varð einkum fræg
fyrir myndir sínar af Lili Elbe en í sög-
unni fær hún Einar mann sinn til að
hlaupa í skarðið fyrir óperusöngkonu
sem hún var að gera portrett af en forfallaðist. Þeg-
ar Einar klæðist síðan kvenfótum af þessu tilefni
vaknar með honum vitneskjan um að hann hafi
fæðst í vitlausum líkama, sem endar með kynskipta-
aðgerð hjá framsæknum lækni í Dresden.
Kynskiptaaðgerðin vakti að vonum gífurlega at-
hygli fjölmiðla á sínum tíma en síðan hefur saga
þessa fólks gjörsamlega fallið í gleymsku og tilviljun
að höfundurinn rakst á heimildir sem vöktu forvitni
hans og urðu þess valdandi að honum tókst að grafa
upp mikinn fróðleik um þessa merkilegu ævi. Á
heimasíðu höfundarins, davidebershoff.com, er með-
al annars að ftnna málverk af Lili Elbe eftir konu
hans.“
3. Lokavitni. Patricia Cornwell.
4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason.
5. Réttarkrufning.
Patricia Cornwell,___________________
6. Ást á rauðu Ijósi.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
7. Guð hins smáa. Arundhati Roy.
8. Anna, Hanna og Jóhanna.
Marianne Fredriksson.l
9. Morð um borð. Aqatha Christie.
10. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason.
Metsölulisti Eymundsson 1.8-7.8
Kiljur
1. A BEND IN THE ROAD.
Nicholas Sparks
2. HEMLOCK BAY.
Catherine Coulter
3. DIVINE SECRETS OF THE YA-YA
SISTERHOOD. Rebecca Wells
Listinn er frá New York Times