Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 27
LAUGARDAGU R 10. AgDST 2002
Helcjctrblacf JÖ'V"
27
Bjanii og félagar
Bjarni, lengst til vinstri, ásamt
sambýlismönnum sínum, sem
skreppa stunduin saman í jeppa-
ferðalag, þeim Theódóri, Magnúsi
og Jóni. Þeir standa við húsið
Bræðraborg og eins og lesa niá á
skilti balt við þá bjó skáldið Krist-
ján frá Djúpalæk í jjví húsi forð-
urn.
DV-MYNDIR
EVA HREINSDÓTTIR.
Bjarni Bjarna-
son er orðinn
flökkusnigill,
kominn á tíræð-
isaldurinn, og
bíður spenntur
eftir næstu ut-
anlandsferð
Maraþonhlaupari,
flakkari og vísnavinur
Einn af þeim kjamorkumönnum sem búa á Ási/Ásbyrgi í
Hveragerði er Bjami Bjamason. Líkiega er best að kalla hann
athafnamann þvi að formlegan titil hefur hann ekki eignast
enn. Bjami er nýorðinn níræður en aldurinn hefur farið vel
með hann og heilsan ágæt að hans sögn. Bjami var einn hirrn
allra fyrsti hér á landi til að hlaupa marabonhlaup. Hann
hljóp eftir holóttum malarveginum milli Reykjavíkur og
Hveragerðis.
Öldungar í jeppaferð
Fréttaritari DV hitti Bjama að máli þar sem hann var ný-
kominn úr ferðalagi um Suðurland ásamt félögum sínum úr
sambýlinu. Einn beirra á jeppa sem notaður var til fararinn-
ar. „Við fórum fjórir saman héðan úr sambýlinu og ætluðum
að keyra að Skógum. Svo fór að okkur fýsti að fara lengra og
héldum siðan til Víkur í Mýrdal. Það var eins gott að við vor-
um á jeppa því að við ókum upp á fjali og vegurinn var slæm-
ur. Útsýn yfir hafið og bæinn var stórkostleg og þetta var
skemmtileg ferð,“ sagði Bjarni sem virtist ekki þreyttur eftir
ferðalagið og svaraði spumingum fréttaritara hægt og rólega,
oft glettinn á svip, um leið og hann reri fram í gráðið.
Bjami'er fæddur í Skorradal árið 1912 og var aðeins 11
vikna þegar foreldrar hans neyddust til þess að láta hann frá
sér vegna veikinda fóður hans. Hann ólst því upp hjá afa sín-
um og síðari konu hans á sveitabýli í Flókadal. Aðspurður
um menntun sagði Bjami að lítt hefði verið um skólagöngu.
„Ég ólst þama upp á sveitabýlinu og gerðist vinnumaður þeg-
ar ég hafði aldur til. Eina skólagangan, sem svo getur talist,
er að ég var í íþróttaskólanum í Haukadal í smátíma. Um
sautján ára aldur fór ég að vinna fyrir mér utan heimilisins,
oft í nágrenni við svæðið. Eftir það vann ég við hin og þessi
störf víða um land, m.a. sem mjólkurbílstjóri og vörubílstjóri,
auk þess sem ég vann í fiski. Ég var algjör flakkari. Þar sem
best var borgað, þar var ég,“ sagði Bjami og kímdi.
Trídaði þetta einsamall
Bjami er einn af fyrstu mönnum sem hlupu maraþonhlaup á
íslandi. „Það var árið 1936 að ég fór að vesenast í íþróttum. Að-
alástæðan var að halda átti Ólympiuleikana það ár í Þýskalandi
og mig dauðlangaði að fara utan. Þá ákvað ég að reyna við
maraþonhlaup, fór að æfa og endaði með því að ég hljóp frá
Kambabrún til Reykjavíkur á þremur tímum og 12 mínútum.
Ég tritlaöi þetta einsamail með bíl á eftir mér og var ekki þreytt-
ari en svo að ég fór í vinnu morguninn eftir. Það vantaði þó eitt-
hvað upp á tímann og ég komst aldrei á Ólympíuleika."
Bjami lét þó ekki þar við staðar numið og tók þátt í og sigr-
aði í svokölluðu Álafoss-hlaupi þrjú ár í röð eftir það. Eftir
það tók hann þátt í hlaupum nokkrum sinnum þann 17. júní
en hætti síðan að hlaupa formíega. „Ég var kominn með tvö
böm og konu og hafði hvorki tima né fé til þess að halda
íþróttaiðkun áfram," segir hann.
Orðinn flökkusnigill
Þótt Bjami hafi ekki komist á Ólympíuleikana í Þýska-
landi hélt flökkueðlið áfram að blunda í honum. Á yngri
árum flakkaði hann aðallega miili landshluta vegna ýmiss
konar atvinnu. Bjami hafði þó fastan samastað ásamt seinni
sambýliskonu sinni í um fjörutíu ár í Borgamesi. Nokkram
árum eftir að kona hans lést bauðst honum herbergi í Dval-
arheimilinu Ásbyrgi þar sem hann býr nú ásamt þremur öðr-
um karlmönnum. Það var loks í hittifyrra, þegar Bjami var
orðinn 87 ára gamall, að hann fór í sína fyrstu „alvöru" utan-
landsferð. Áður hafði hann einu sinni heimsótt Færeyjar.
Þessi fyrsta utanlandsferð Bjama var hópferð með ferðaskrif-
stofu til Mexíkó.
„Ég stefni að því að fara þangað ef færi gefst. Þama var
mjög gaman og margt fróðlegt að sjá og ég ákvað strax að fara
til útlanda aftur. Það varð úr, og síðastliðið vor fór ég til Róm-
ar. í þetta skipti hafði ég sjálfur með mér túlk, unga vinkonu
mína, sem aðstoðaði mig. Eftir þessa ferð er ég orðinn algjör
„flökkusnigiir, sagði Bjami, „og bíð eftir næsta tækifæri til
ferðast, helst aftur til Mexíkó."
Saknar fjölskyldunmtr
Bjami segist vera sáttur við tilveruna þótt hann viður-
kenni að hann kysi að fjölskylda sín hefði meira samband.
„Hér í Hveragerði kann ég mjög vel við mig, og þeir sem ég
bý með em ágætir félagar, og bærinn sérstaklega fallegur og
hlýlegur með allan þennan gróður. Þetta var ekki eins í Borg-
amesi, aila vega ekki gróðurinn".
Aðspurður kvaðst hann vera löngu hættur að hlaupa, en
„dinglaði sér“ í leikfimi til þess að halda sér í formi. „Ég fer
aldrei í laugina, það þýðir ekkert, þótt ég eigi að kallast synd-
ur. Ég reyndi að synda í lauginni við hótelið í Mexíkó en
komst þá að því, að ég flýt bara ekki lengur! Og þar með var
sú líkamsrækt úr sögunni."
Bjami ekur um Hveragerðisbæ á rauðum sportbíl, Lödu,
og hefur nýverið fengið endumýjað ökuskirteini sitt til eins
árs. „Ég keyri aldrei til Reykjavíkur, forðast það. En þegar ég
ek til Selfoss eða eitthvað annað ek ég á mínum hraða, 80-90
km á klst. og hinir geta bara átt sig. Það er þó alltaf hægt að
víkja, ef einhverjir vilja böðlast áfrarn."
Ekld Freösvuntu verður
Bjami vildi lítið gera úr því, sem fréttaritari hafði heyrt,
að hann kynni skemmtilegar sögur og sé vísnaskáld. „Þessi
vitleysa er líklega komin til vegna þess að ég fer oft með vís-
ur, og þá oftast vísur eftir aðra. Ég hef að vísu hnoðað ein-
hverju saman, en best er að svara þessu á þennan hátt:
Ég hefaldrei kunnaö kveriö,
kosiö helst að mœla niö.
Ég hef alltaf vitlaus veriö
og verð þaó sjálfsagt alía tíö.
Bjami fékkst þó til þess að segja frá því, að hann hefði eitt
sinn um jól fengið ftá vinkonu sinni gátu í bundnu máli og
hann beðinn um að svara á sama hátt. Gátan var þannig:
Ein á Vestfjöröum ungfrú sat,
átti þar nafniö skráöa.
Á henni er frosiö ysta fat.
Ætlaröu gátu aö ráóa?
„Mér fannst þetta reyndar ekki mjög jólaleg kveðja,“ við-
urkenndi Bjami, „og hugsaði ýmislegt. Síðan svaraði ég með
eftirfarandi vísu, og þóttist hafa ráðið gátuna:
Fór ég víöa um víkur og tanga,
vístfann ég engan pilsfald hanga,
lagöi á fjöllin, léttur í spori,
líkt og ég vœri hreindýr aö vori.
Fór ég víöa um fjallanna sali,
fann þar marga grösuga dali,
staldraöi við á stórum hnjúkum
stóð þar aleinn á örþreyttum kjúkum.
Nú er ég þreyttur, þyrstur, svangur,
þetta er oröinn dagur langur.
Ég malinn tek og mat minn háma,
nafnið er fundið og það er Gláma.
„Svo var það nú ekki Gláma, segir Bjami og brosir í kamp-
inn. Þegar ég fékk að vita svarið, svaraði ég þessari vinkonu
minni aftur:
Dagarnir lengjast, draumamir styttast,
drjúglangt er þar til viö fáum aó hittast,
en svo er ég illa af Guöi geröur
aó ekki er ég Freösvuntu verður.
Bjami sagðist aðallega lesa ljóð í tómstundum sínum, sem
væm ófáar. Þaðan væri kunnátta hans um ljóðlist komin.
Uppáhaldsljóðahöfundar hans væru systkinin frá Grafardal,
sérstaklega Einar Beinteinsson. -eh
Flökkusnigill
Bjarni komst upp
á það fvrir
nokkruni árum að
ferðast erlendis og
er viðþolslaus síð-
an. Hann byrjaði á
Mexíkó, fór síðan
í vor til Ítalíu og
ráðgerir fleiri
ferðir.