Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 36
4-* HeIqqrblað H>’Vr LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 -4 Sakamál Maðurinn sem myrti út af nafninu sínu Ronald Gay var reiður maður. Hann var hundleiður á að fólk strfddi honum á nafni sínu, sem á ensku þýðir einnig að vera sam- kynhneigður, eins og kunnugt er. Synir hans höfðu skipt um nafn, hann var hættur á þunglyndislyfjunum, konan farin frá honum og eitt kvöldið ákvað hann að einhver skyldi fá að gjalda þessa. Ronald Gay, ungur liðsmaður bandaríska hersins í Ví- etnam, var að undirbúa sig undir reglubundna ferð flokks síns með birgðir til hermanna nær víglínunni. Þetta var venjulega auðveld ferð og Ronald sá um að manna 50 millí- metra fallbyssuna á fremsta vörubílnum, reiðubúinn að . bregðast við skothríð óvina ef bílalestin lenti í bardaga. En þennan fimmtudag, 15. júní 1967, gerðist nokkuð óvenjulegt. Annar hermaður bað Ronald að skipta um stað við sig. Gay neitaði í fyrstu en hinn þrábað. Að lokum lét hann undan og tók sér stöðu við fallbyssuna á öðrum vörubílnum í röðinni. Nokkrum mínútum eftir að bílalestin lagði af stað keyrði fremsti vörubillinn yfir jarðsprengju. Bíllinn og mennimir átta um borð sprungu í tætlur. Gay sá þetta allt gerast og hjálpaði við að tína saman sviðnar líkamsleifar hermannsins sem venjulega hefði verið hann sjálfur. En það geisaði stríð og enginn tími var til að velta sér upp úr hlutunum. Menn- imir átta vom settir í líkpokana og lestin hélt áíram. Þessa sögu átti Ronald Gay eftir að segja hverjum sem -- heyra vildi næstu 33 árin. Margir telja hana það fyrsta 1 röö atvika sem að lokum gerðu það að verkum að hann gekk af göflunum. Meðal þess sem átti sér stað meðan líf hans og heilsa hrundi vom skemmdar bibllur, skringileg skilaboð til nokkurra Bandaríkjaforseta, dvalir á nokkmm hermanna- sjúkrahúsum, landamerkjadeila við kanadísk yfirvöld, þrír synir sem breyttu fóðumafni sínu og sex brokkgeng hjóna- bönd, þar á meðal eitt við konu sem átti sér lesbíska fortlð. Danny Overstreet: Fórnarlamb af einskærri tilviljun Grátt skegg, svört úlpa, stór byssa Þetta var hinn tiifmningalegi farangur sem Ronald Gay rogaðist með fóstudagskvöldið 22. september 2000. Hann bar einnig á sér 22 kalíbera Ruger skammbyssu þar sem hann ráf- aði um stræti Roanoke, í Suðvestur-Virginíu. Klæddur í stóra, svarta hettuúlpu með byssuna við mjöðm sér stoppaði hann á veitingastað og næturklúbbi og spurði þjón hvar hann fyndi hommabarina í bænum. Táningurinn lagði til að hann liti við á The Park, stað í töluverðri fjarlægð. „Takk,“ sagði Gay og hneppti lítið eitt frá úlpunni þannig að byssan sást. „Ég ætla að drepa nokkra hommatitti." Byssur era tæpast óvenjuleg sjón í Virginíu og því lét þjónninn sér ekki bregða mikið. Hann taldi Gay vera að grín- ast og áleit hann drukkinn. Samt sem áður sagði hann yfir- manni sínum frá atvikinu og rétt fyrir miðnætti var hringt í lögreglu og henni tjáö að einkennilegur gráskeggjaður maður í svartri hettuúlpu stefndi vopnaður áleiðis á The Park. Lög- ' s reglubill var þegar sendur á staðinn til að leita að honum. En örlögin tóku í taumana og Gay kom aldrei á The Park. Á leiðinni kom hann auga á annan stað, Backstreet Café, og fór þangað inn í staðinn. Staðurinn er lítt áberandi samkomu- staður bæði sam- og gagnkynhneigðra og ekkert á ytri um- búnaði bendir til að hann sé sérstakur samkomustaður homma. Staðurinn er ekkert ólíkur þúsundum ámóta pöbba í Bandaríkjunum. Backstreet Café var þétt setinn þetta fostudagskvöld. Tví- tugur piltur, Gene Flowers, hafði komið um klukkustund fyrr til að spila pool og skemmta sér í spilakössum. Hann sá kunn- ugleg andlit og tyllti sér á borð við útidymar. Skömmu eftir Flowers kom inn á staðinn Danny Overstreet, 43 ára starfs- maður simafyrirtækis, og þeir Flowers byrjuðu að spjalla saman. í hópinn bættist svo John Collins, 39 ára sölumaður hjá Chevrolet-umboðinu í borginni. Flowers tók eftir skeggjaða aðkomumanninum um leið og hann gekk inn og sá á hegðun hans að hann var ókunnugur á bamum. Gay keypti sér bjór og settist við borð úti í homi án þess að fara úr úlpunni. Um þrjátíu viðskiptavinir vom á staðnum og margir famir að hugsa sér til hreyfmgs enda Roanoke ekki mikil partíborg þó svo kvöldið væri ungt og helgin gengin í garð. Gay kom að borði þremenninganna og spurði hvort hann mætti setjast hjá þeim. Þeir kinkuðu kolli og hann settist nið- ur en sneri frá þeim og virti fyrir sér pool-borðiö án þess að gera tilraun til að taka þátt í samræðunum. Þegar Collins stóð á fætur og sýndi á sér fararsnið dokaði hann við, faðmaði Overstreet og kyssti hann góða nótt. Þá lét Gay til skarar skríða. Skothríð kunnáttuinanns Hann stóð upp, stakk hendinni inn undir úlpuna og dró upp byssuna. Síðan tók hann skref afturábak og skaut þvert yfir borðið í átt að Overstreet. Skotið hitti hann nálægt hjart- anu og hann féll í gólfið. Sjónarvottar báru að eftir fyrsta skotið hefði verið dauðaþögn örskotsstund og allt virst óraun- verulegt. Svo skaut Gay á ný, í þetta skipti á Collins. Kúlan fór inn um magann og spændi sig gegnum ristilinn áður en hún fór út um hægri mjöðmina. Flowers fleygði sér í gólfið á bak við Gay, sem sneri sér við og hóf tilviljanakennda skot- hríð á aðra gesti staðarins. Þriðja og fjórða kúlan hitti löngu- töng og öxl konu nokkurrar. Flowers segir Gay hafa verið sallarólegan og augljóslega vel kunnað að fara með skotvopn: „Hann fór mjög kerfisbundið að. Ég held ekki að ein ein- asta kúla hafi farið til spillis hjá honum,“ sagði hann. Næstu fjórar kúlur Gay hittu gesti staðarins á ýmsa staði líkamans en þá varð hann uppiskroppa með skotfæri. Hann setti þá byssuna aftur í hulstrið, fékk sér bjórsopa og yfirgaf staðinn. Danny Overstreet lá dáinn á gólfi staðarins og aðrir gestir, þeirra á meðal John Collins, vom alvarlega særðir, sumir í lífshættu. Lögregla og sjúkrabílar komu á staðinn örfáum andartök- um eftir að Gay fór út og þegar hófst leit að morðingjanum. Gay hafði gengið áleiðis niður í miðbæ Roanoke þar sem hann gisti á mótelherbergi og á leiðinni farið úr jakkanum, vafið honum utan um byssuna og sett hvort tveggja í ruslagám. Áður en hann komst langt ók lögreglubíll upp að hliðinni að honum og lögreglumaður hrópaði á hann að leggj- ast með andlitiö niður á gangstéttina með handleggina út- rétta. Þjálfun Gays sem hermaður gerði honum ljóst að hann ætti enga möguleika og hann hlýddi. Á leiðinni á lögreglustöðina tjáði hann lögreglumönnunum nafn sitt og sagðist hafa fengið nóg af því að fólk gerði grín að því. Hver er Gay? Þegar Ronald Gay var leiddur fyrir rétt vildu allir fá að vita eitt. Var virkilega hægt að vera svo veikur að morðæði rynni á mann aðeins vegna þess að fólk gerði grín að nafni hans? Gay fæddist í Kanada árið 1945 og átti venjulega bamæsku. Árið 1966 stakk frændi hans upp á að hann gengi til liðs við landgöngulið flotans og þá fyrst fékk Gay að heyra brandara á sinn kostnað vegna nafnsins. „Hver er Gay?“ öskraði liðþjálfinn. „Ég, herra," hrópaði Gay á móti. Samt sem áður hafði Gay gaman af hermennskunni og hann var sendur til Víetnam skömmu eftir dauða fóður hans sem hafði átt í langri landamerkjadeilu við kanadísk yfirvöld. Á rúmu ári í Víetnam tók Gay þátt f nokkmm alræmdustu og stærstu bardögum strfðsins, varð vitni að mörgum grimmdarverkum og sá félaga sína stráfellda. „Ég held þetta hafi hrist upp í honum fyrir lffstíð," sagði eldri bróðir hans, Bill. „Ég hef afltaf sagt að líkami Rons hafi komið aftur heim en hugur hans aldrei.“ Gay kom heim aftur árið 1968 og í fyrstu virtist allt ganga vel. Hann gifti sig og eignaðist son, sem skírður var í höfuð- iö á honum. En ári síðar yfirgaf hann konu sína og hélt aft- ur til Kanada til að fylgja eftir landamerkjadeilu fjölskyld- unnar. Árið 1978 eignaðist hann annan son með kæmstu sinni, Jeannie, og þau giftu sig tveimur árum síðar. Þá segir hún að djöflar fortíðarinnar hafi farið að taka völdin. Hann hvarf svo mánuðum skipti og birtist svo aftur við kvöldmat- arborðið eins og ekkert hefði í skorist. Jeannie óttaðist um líf sitt og áttaði sig á því að maður hennar var fárveikur á geði. Árið 1986 innritaði Gay sig inn á sjúkrahús og greindist með geðveilu eða áráttu sem rakin var til áfalls í fortíðinni. Hann fékk tíu prósent örorkubætur og hjónin fluttu til Virginiu. Ronald Gay: Leiður á nafnabröndurum. Hjónabandið entist þó ekki og lauk þegar Jeannie kom að honum að sturta lyfjunum sínum niður í klósettið. Hún skildi við hann, sonur þeirra breytti um fóðumafn og Gay hóf að ráfa um landið áður en hann giftist aftur í Tennessee. Eftir aðra sjúkrahúsdvöl fluttist hann til Flórída og hafði gifst og skilið við fjórðu konu sína áður en hann kynntist fimmtu konu sinni, Laura Ramsey, sem fæddi honum son árið 1995. Laura hafði áður búið með lesbíu og sagðist hafa heyrt Gay kvarta yfir því að hommar „tækju“ nafnið hans en aldrei heyrt hann segjast hata þá. Kallið mig bara Ron Árið 1997 fór hann frá konu og syni og flutti til Roanoke- sýslu. Tveimur ámm síðar heimsótti Gay f fyrsta sinn minnis- merkið um Víetnam- stríðið í Washington DC. Sú reynsla skók hann mjög. Eftir þetta tók hann aftur saman við Jeannie og hlutimir virtust ganga vel. Þá keypti hann sér byssu og fór að ganga með hana að staðaldri. Hann hætti að tala við konu sína og borðaði lítið sem ekkert. Jeannie reyndi að hafa skipulag á lyfjagjöf hans en hann drakk mikið viskí og gat ekki notað lyfin með því. Hún gafst upp, yfirgaf hann og flutti til Flórída því hún gat ekki tjónkað við hann þegar hann hætti að nota þunglyndislyf sfn. Hún var orðin hrædd við mann sinn og varð að komast í burtu. Vorið 2000 brann hús Gay og þegar lögregla kom að sat hann á verönd nágranna síns með ferðatösku í annarri hendi en flösku í hinni. Ekki kviknaði grunur um íkveikju og elds- upptök reyndust vera ffá biluðum þurrkara. Gay flutti inn á mótel og lifði á bótum sínum. Hann keypti Ruger-byssuna f byssubúð í Roanoke stuttu áður en morðæðið rann á hann. En hvemig gat nokkrum með slíka geðræna veilu verið leyft að kaupa sér byssu? Ástæðan fyrir þvf var sú að f lög- um í Bandaríkjunum er þeim bannað að eiga byssu sem hafa verið lagðir inn á geðsjúkrahús. Gay innritaði sig sjálfur að eigin fmmkvæði. Þannig náðu lögin ekki yfir hann. Sagt var frá skotárásinni í fjölmiðlum um gervöll Banda- ríkin og vakti hún mikla reiði og sorg meðal samkynhneigðra sem fiölmenntu til bæjarins hvaðanæva að af landinu til að sýna samstöðu, syrgja og fordæma hatursglæpinn og fordóma þjóðarinnar. En fáir vissu hvað átti sér stað í huga Ronalds Gay. „Hann var frekar hreinskilinn með það,“ sagði einn lög- reglumannanna sem yfirheyrði Gay eftir handtöku hans. „Hann sagðist vera hundleiður á bröndurum á kostnað nafns síns. Hann þoldi ekki að böm hans höfðu breytt fóðumafni sínu. Ég segi ekki að þetta séu einhverjar málsbætur en svona sagðist honum líða og ég trúði honum.“ John Coflins gekkst undir skurðaðgerð og var á spítala í tvo mánuði. Hann þarf að ganga með stómapoka það sem eft- ir er. Aðrir sem særðust hafa jafnað sig líkamlega að minnsta kosti þó ekki sé hægt að fuflyrða með andlegu hliðina. Tvö hundmð manns frá öllum landshomum sóttu minn- ingarathöfh um Danny Overstreet en Gay fékk fjórfaldan lífs- tfðardóm fyrir morðið og hinar árásimar. f fangelsinu les hann biblíuna og biður fólk að kafla sig bara Ron. -fin Kransar og blóð á dyrum Baekstreet-kaffihússins þar sem skotárásin átti sér stað. Fyrir neðan sést frá minningarathöfn- inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.