Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR IO. AGÚST 2002
He / q ct rh ia c) H>’Vr
45
Rétt fyrir 1980 komu upp svæsnar náqrannaerjur í
húsi við Þingvallastræti á Akureyri. Málaferlin sem
upp úr þeim spunnust enduðu með einstökum dómi í
íslenskri réttarsöqu: Hvorki fyrr né síðar hefur eiq-
andi íbúðar verið dæmdur íHæstarétti til að flytja úr
eiqin íbúð af ástæðum sem þessum. Deilur sem hófust
um skiptinqu sambýlis oq afnotarétt að þvottahúsi
stiqmöqnuðust uns stríðsástand ríkti íhúsinu. Þó
ekkert hafi sannast benda qöqn málsins til þess að Iff
oq limir hafi verið íhættu á tímabili. Síld írafmaqns-
töflu, hávaðahernaður, dularfullur eldsvoði, árás með
kústi oq fyrirsát með svellbunka er meðal þess sem
ber á qóma íþessu óvenjuleqa máli.
Húsið við Þingvallastræti á Akureyri.
Síldin
í rafmagnstöflunni og
nágrannar dauðans
í ársbyijun 1975 keyptu hjón, sem hér verða köliuð Dagmar
og Rabbi, íbúð á fyrstu hæð við Þingvallastræti á Akureyri.
Með íbúðinni fylgdi hlutdeild í þvottahúsi, kjallara og annarri
sameign. Meðeigandi þeirra að húsinu, hér eftir kölluð Gyða,
bjó á efri hæðinni. Þegar þau Dagmar og Rabbi fluttust f hús-
ið kváðust þau ekki hafa vitað af neinum öðrum íbúa í hús-
inu en Gyðu. Fljótlega kom þó annað í ljós. Gömul kona, hér
kölluð Dúa, bjó í kjallaranum, nánar tiltekið i herbergi sem
hún leigði af Gyðu. Og þá byijuðu vandræðin.
Dagmar og Rabbi höfðu í fyrstu ekkert yfir Gyðu að kvarta
en Dúa gamla varð þeim strax þymir í augum. Þeim fannst
fráleitt að hún fengi yfirleitt að búa í húsinu, sögðu það tví-
býlishús og ekki gert ráð fyrir íbúðum í kjailaranum. En það
sem mest fór í taugamar á þeim var umgangur og notkun
Dúu á þvottahúsinu. Það var í óskiptri sameign, sem þýðir að
Dagmar og Rabbi áttu helminginn á móti Gyðu án þess að
kveðið væri nánar á um skiptinguna. Dúa hafði því engan
rétt til að nýta þvottahúsið, héldu þau fram. Þau sögðu auk-
inheldur að við kaupin á húsinu hafi þeim verið tjáð að Gyða
notaði þvottahúsið ekkert því hennar þvottavél væri í íbúð
hennar. Hugsuðu þau sér því gott til glóðarinnar að sitja ein
að þvottahúsinu. En hjónin vom ekki lengi í paradís því þau
„vöknuðu upp við það að eins konar þriðja íbúð var í húsinu
og íbúi hennar erfiður í sambýli".
Dúa gamla var að þeirra sögn „sí og æ eitthvað að sýsla í
þvottahúsinu", meðal annars að ná sér í heitt og kalt vatn en
slíkt var ekki fyrir hendi í herbergi hennar í kjallaranum.
Sérstaklega tóku þau fram að þvott sinn hefði hún þvegið þar
á gamla móðinn, með þvottabala og -bretti og „tilheyrandi
sullugangi". Þá sögðu þau hana hafa haft „þann leiða sið að
skvetta í sífellu úr skolpfótu á gólf þvottahússins þannig að
skolp skvettist upp á þvottavél og þurrkara [þeirra]“.
Haltu kjafti og farðu á hæli
Dúa hafði leigt og búið i íbúðinni í kjallaranum í ellefu ár
áður en hjónin fluttu inn. Hafði sambýlið við aðra íbúa á
þeim tíma gengið snurðulaust fyrir sig og sátt ríkt um not á
þvottahúsinu óháð eignarhaldi. Er hjónin fluttu inn höfðu
þau með sér talsvert af tækjum svo þvottahúsið var „undir-
lagt“ og nýttu þau það flesta daga. Kvartaði því Dúa við leigu-
sala sinn, Gyðu, um að hún kæmist ekki að lengur. Orðaði
Gyða þetta við Rabba og nefndi möguleikann á þvi að Dúa
fengi að þvo á þriðjudögum. Sagðist hann mundu orða það
við konu sina.
Næsta þriðjudag gekk Dúa gamla til þvotta og mætti Dag-
mar í þvottahúsinu. Dúa spurði hana hvort ekki hefði verið
rætt við hana um það að Dúa hefði afnot af þvottahúsinu á
þriðjudögum. Sauð þá fyrst upp úr fyrir alvöm því Dagmar
brást hin versta við og sagði Dúu ekkert eiga í þessu. Hún
skyldi bara halda kjafti og fara á gamalmennahæli. Síðar
skýrði Dagmar viðbrögð sín þannig að hún ætti erfitt með að
skilja Dúu vegna dansks hreims hennar en hún var sjálf
belgísk. Vegna þess, meintrar slælegrar umgengni hennar um
þvottahúsið og eindregins vilja hennar til áframhaldandi nota
þess hafi hún misst þolinmæðina og lesið yfir Dúu.
Eftir þetta þorði Dúa varla að nota þvottahúsið. Það fannst
Gyðu miður og fóm væringar með henni og Dúu annars veg-
ar og hjónunum hins vegar vaxandi upp frá því.
Báðir aðilar vitnuðu síðar um vaxandi „skæruhernað"
hins á hendur sér eftir þvottahúsrifrildið, meðal annars söfn-
uðu Dagmar og Rabbi sorpi í dágóðan haug á gangi í sameign-
inni sem töluverður óþefur hlaust af. Þurfti atbeina yfirvalda
til að þau fjarlægðu það. Hjónin sökuðu Gyðu hins vegar um
að hafa málað grindverk í sameigninni án þeirra samþykkis
og að hafa skrúfað fyrir vatnsinntak. Önnur samskipti ná-
grannanna eftir þetta vom af sama meiði.
Kryddsíld í leynum
17. júlí 1977, nokkrum mánuðum eftir þvottahúsrifrildið,
tók Dúa eftir því að lykill hennar að þvottahúsdymnum var
horfinn og þær læstar. Grunaði hana nágranna sína um
verknaðinn. Dagmar neitaði því síðar fyrir dómi. Fékk Dúa
son sinn til að reyna að opna dymar en var þá sprautað vatni
á hann gegnum skráargatið.
Fyrir utan leiðina gegnum þvottahúsið var eini samgang-
urinn milli kjallarans og miðhæðarinnar, þar sem hjónin
bjuggu, gegnum vængjahurð sem lá úr holi kjallaraíbúðarinn-
ar að rými þar sem var rafmagnstafla, sameiginleg fyrir hús-
ið. Einnig var hægt að komast að töflunni frá miðhæðinni.
Vængjahurð þessi hafði alltaf verið ólæst. Nokkrum dögum
fyrir lykOshvarfið hafði sonur Dúu komið þar fyrir hespum
til að læsa hurðinni en eftir hvarfið uppgötvaðist að þær
höfðu verið brotnar upp.
Viku síðar, 24. júlí, óskaði Dúa eftir lögregluaðstoð. Hún
skýrði frá ónæði og ónotum sem hún hafði orðið fyrir frá ná-
grönnum sínum að undanfömu og hún kært til lögreglu
skömmu áður. Hún sagðist um kvöldið hafa heyrt hávaða
þaðan sem rafmagnstaflan var og hefði hún séð Dagmar þar
á ferð. Skömmu síðar hefðu öll ljós í íbúðinni slokknað og
hafi hún þá hringt á lögregluna.
Þegar lögreglan kannaði rafmagnstöfluna sá hún að öll ör-
yggin fyrir íbúð Dúu vom skrúfuð laus. En það var ekki allt
og sumt: í efri hluta skápsins var staflað síldarflökum í þeim
tilgangi, ems og sagði í skýrslunni, að sá sem teygði höndina
inn í töfluna ræki handlegginn í þau.
Óþverrabragð, í bókstaflegri merkingu!
Dúa sagðist ekki vita ástæður fyrir áreitni Dagmarar en
ekki kvaðst hún vilja dvelja stundinni lengur í íbúð sinni
meðan ástandið varði.
Síðar gaf Dagmar þá skýringu á athæfi sinu að hún hefði
ætlað að skipta um öryggi i íbúð sinni en auðvelt hafi verið
að ruglast á þeim sökum ógreinilegra merkinga auk þess sem
taflan stæði hátt og erfltt væri að lesa á hana. Hún játaði að-
spurð að hafa sett síldina í töfluna. Þetta hafi verið kryddsíld-
arflök, feit og óhæf til matar, og hafi hún raðað þeim á alla
hilluna langsum til að vama því að Dúa færi gegnum skáp-
hurðina inn í kjallara hennar eða lægi á gægjum, sem hún
kvað hana eiga vanda til. Hespubrotið sagðist hún halda
þannig til komið að hún heföi af sömu ástæðu og hún beitti
síldarherbragðinu komið fyrir þremur þungum tréhurðum
við skáphurðina og hlytu hespurnar að hafa brotnað við það.
Eldur og grunsemdir
Eftir síldarævintýrið, eða 26. júlí, kom sonur Dúu í heim-
sókn til mömmu sinnar til að koma slagbrandi fyrir hurðina
að rafmagnstöflunni svo tryggilega væri læst milli íbúðanna.
Hafði hann ekki fyrr lokið verkinu en brunalykt lagði um
íbúðina. Sá hann reyk og eld handan hurðarinnar og til-
kynnti þegar um eldinn til lögreglu. Dagmar haföi þá þegar
tilkynnt um brunann gegnum síma.
Fyrir sakadómi Akureyrar daginn eftir, þegar reynt var að
komast að því hvað haföi gerst, báru Gyða og Dúa ásamt vitn-
um sem þeim tengdust meðal annars að allar rafmagnsleiðsl-
ur og hitarör hafi verið i lagi og enginn hefði farið með eld í
kjallarann þá um kvöldið.
Dagmar sagði böm sín hafa fundið reykjarlykt og hafi hún
fyrst talið að Gyða væri við flatbrauðsgerð því frá brauðgerð
hennar hefði oft lagt mikinn reyk og stybbu. Fljótlega hafi
hún þó uppgötvað hvers kyns var og þá kallað á lögreglu.
Leitt var í ljós að Dagmar haföi dagana á undan hlaðið
miklu af pappírsmsli yfir rafmagnstöfluna, þar sem eldurinn
kom upp. Einnig var þar klósettpappír, þvottaefni og ýmislegt
annað smálegt. Hún gat ekki ímyndað sér hvemig eldurinn
heföi komið upp og sagði fráleitt að olía heföi lekið af síldinni.
Þegar slökkviliðsmenn tjáðu Gyðu og Dúu að þeim sýndist
sem um íkveikju hefði verið að ræða grunuðu þær þegar Dag-
mar um græsku en hún neitaði því alfarið og spunnust af því
sérstakar ásakanir og kærur um meiðyrði eins og við var að
búast.
Eldsupptök komust aldrei upp, taflan var útilokuð en lík-
legast talið að kviknað heföi í út frá sígarettuglóð: Með það í
huga að enginn viðurkenndi að hafa reykt þetta kvöld í
námunda við staðinn má segja að yfirvöld hafi einfaldlega
sagt: Pass.
Kústabarsmíð og frostrósir
Eftir þetta urðu samvistir íbúanna nánast farsakenndar.
Bamalegir óknyttir, skemmdarverk, rúðubrot, rifrildi,
dekkjasprengingar, hávaðahemaður með hátt stifltu útvarps-
tæki - Dagmar og Rabbi áttu heiðurinn af því; ónæði að næt-
urþeli og endalausar kærur á víxl spunnust smám saman upp
í sannkallað stríðsástand i húsinu. Sem dæmi um skæruhem-
aðinn má nefna nokkra af mýmörgum óknyttum: Dagmar
kom í veg fyrir að stúlka á vegum Gyðu gæti slegið blettinn
með því að dreifa ýmsum smáhlutum um garðinn og setja
ungabam sitt þangað til að leika. Þegar stúlkan gerði athuga-
semdir sagðist hún ekki þekkja neina helvítis Gyðu og skellti
í lás. Þegar Gyða reyndi svo að færa draslið réðst Dagmar að
henni með kúst á lofti og barði hana.
Sjónarvottar báru að Dagmar hefði að næturlagi í miklu
frosti sprautað vatni á tröppumar að íbúð Gyðu og þarf ekki
að tíunda tilganginn með því. Engar sannanir lágu þó fyrir
um þetta frekar en eldsvoðann.
Hatrömm átök urðu um skipti á sameign, byggingu Gyðu
á múrvegg i kjallaranum sem hjónin unnu margháttuð
skemmdarverk á og kærðu fyrir yfirvöldum, rif hjónanna á
hluta viðbyggingar i sameigninni og þar fram eftir götunum.
Hjónin neituðu staðfastlega að gera sameignarsamning um
eignina þar sem þau töldu sig mundu verða hlunnfarin i þeim
viðskiptum. Sega má að „ógnarójafnvægi“ hafi ríkt um nokk-
urra mánaða skeið og þar sem sættir reyndust með öllu
ómögulegar veittu hvorir deUuaðUa um sig hinum „lokaað-
vörun“ gegnum lögmenn sína, en sú var eina samskiptaleið
þeirra þegar þama var komið sögu. Svo enduðu deUumar fyr-
ir dómstólum. Þar krafðist hvor aðUa um sig þess að hinum
yrði gert að yfirgefa íbúðir sínar vegna óþolandi framkomu í
sambýlinu.
Dómur héraðsdóms fyUir tæpar fimmtíu síður í dómasafni
Hæstaréttar. Eru þar rakin öU málsatvik og „skæruhemaður-
inn“ tíundaður. Hér hefur aðeins verið tæpt á því helsta. Sér-
fræðingar vom fengnir tU að meta fjölmörg atriði, sérstaklega
varðandi byggmgarframkvæmdir og sameignarskipulagið, og
mUiið var lagt á sig tU að komast að réttlátri niðurstöðu. Eða
að minnsta kosti einhverri niðurstöðu. DeUa má um hvort það
hafi tekist því hún þótti vera: Status quo. Kröfum beggja
málsaðUa var hafnað, málskostnaður feUdur niður og hið
besta vonað. Þessum dómi áfrýjuðu vitanlega báðir aðUar tU
Hæstaréttar.
Hæstiréttur sá sem var að við svo búið varð ekki unað.
Dómur féU Gyðu í vU og verður ekki annað séð af gögnum
málsins en það hafi verið réttlátt. Dagmar og Rabbi þóttu hafa
gerst sek um stórkostleg brot á lögbundnum - og að vísu afar
almennt orðuðum, sem von er - skyldum sínum gagnvart
sameiganda sínum. Þeim var gert að flytjast úr íbúð sinni og
er þetta í eina sinn í íslenskri réttarsögu sem eigandi íbúðar
hefur verið dæmdur i Hæstarétti tU að yfirgefa ibúð sína af
þess háttar ástæðum. -fin
<