Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Side 42
50
Helqarblað I>'V‘ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002
Bílar
Tækjaakstur nr. 30
Umsjón
Njáll
(Junnlaugsson
Vespa og vespa er sitt hvað
Kostir: Stórt farangursrými,
kraftur, óreynslulaus
akstur
Gallar: Áseta
Hvað dettur manni i hug þegar talað er
um „vespu?“ Jú, sennilega lítil, kraftlaus
mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gaml-
ar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið
fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá
Yamaha kom þvi verulega á óvart því hvem
hefði grunað að draumurinn um „vespu“
sem hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að
veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunn-
ar“: sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo
næstiun því er hægt að hjóla í kjól og hæla-
háum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins
YAMAHA TMAX 500
Velbunaour:
Vél: 2ja strokka línuvél, vatnskæld
Rúmtak: 499 rúmsentímetrar
Þjöppun: 10,1:1
Ventlar: 8
Kerti: 2
Blöndunqar: 30 mm
Bensíntankur: 14 lítrar
Gírkassi: Sjálfskipt
Rafgeymir: 14 Ah
HELSTU TÖLUR
Lenqd/hæð: 2235/1410 mm
Hjólhaf: 1S7S mm
Veqhæð: 140 mm
Sætishæð: 795 mm
BURÐARVIRKI
Framfjöðrun: Tvöföld vökvaf jöðrun
Hreyfiqeta: 120 mm
Afturf jöðrun: Einfaldur dempari
Hreyfiqeta: 120 mm
Frambremsur: 282 mm diskur
Dælur: Ein 2ja stimpla
Afturbremsa: 267 mm diskur
Dæla: Ein
Framdekk: 120/70 14
Afturdekk: 150/70 14
HAGKVÆMNI
Verksmiðjuábyrqð: 2 ár
Verð: 985.000 kr.
Umboð: Merkúr hf.
SAMANBURÐARTÖLUR
Hestöfl/sn: 40/7000
Snúninqsvæqi/sn: 46 Nm/5500
Þurrviqt: 197 kq
vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði
það á tilfínningunni að hægt væri að setja
komabam undir stýri á þessu hjóli og það
myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó
kannski það sem kemur i veg fyrir að hjól af
þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem
velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra
mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt
mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þrátt
fyrir að um sjálfskipta „vespu“ sé að ræða.
Framúrstefnuleg hönnun
Hönnun hjólsins er verulega framúr-
stefnuleg og dálítið „speisuð", eins og ein-
hverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur
og hátt glerið auk skásettra framijósa gera
hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mæla-
borðið er einfalt með öllum helstu mælum,
s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínmæli, auk
klukku, viðvömnarljósa og stafræns kíló-
metramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins
er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma
aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþrótta-
töskunni fyrir undir sætinu án vandkvæða
en farangursrými í bifhjólum er venjulega
lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf ‘ líka
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í
-
því símann, húslyklana og peningaveskið.
Þægilegur akstur
Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægind-
um fyrir ökumann og farþega og hár skerm-
urinn og sérstök straumlínulaga hlíf að
framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta
er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn
og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess
að berjast með vindinn í fangið. Sætið er ein-
staklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og
farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt
að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt
og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði
sérstaklega um það hversu þægilegt það
væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér
ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjól-
ið er sprækt af stað á gatnamótum og engin
hætta á að maður sé skilinn eftir á umferð-
arljósum. Það var ekki fyrr en komið var í
80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira
í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálít-
ið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er
þó uppgefmn 160 km/klst og uppgefln hröð-
un er 7,5 sek. frá 0 í 100 km/klst þannig að
© „ Speisaö" útlit er mikil breyting frá gamal-
dags útliti Vespunnar.
© Fyrir framan ökumann er lítiö hanskahólf
fyrir smáhtuti.
© Hjóliö er sjálfskipt og allur akstur því
átakalaus.
© Hólf undir sæti tekur 32 lítra og rúmar því
mótorhjólahjálm meö andtitsvörn og fleira dót.
þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskipting-
arinnar og áreynslulausrar ásetunnar án
þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitt-
hvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er ein-
staklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem
á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítiila
vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt
og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vega-
lengdir.
Fyrir mömmur sem þora
Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég
myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að
ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumót-
or og vespu og eiginleikum þessara tveggja
blandað saman. Notagildið verður dálítið
annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótor-
hjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til
styttri ferða innanbæjar eða huggulegra
sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og
aukafatnaður verður ekkert vandamál enda
farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að mark-
hópurinn fyrir Yamaha TMAX hjóliö verði
því mömmur sem þora. Helstu gallamir við
hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í
hægindastól með fætur fyrir framan sig en
hún verður samt dálítið skrýtin þegar mað-
ur hefur vanist því að aka hjóli þar sem áset-
an er allt önnur og nota þarf fætur til gír-
skiptinga og hemlunar. Hún venst hins veg-
ar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af
„þoli“ hjólsins þvi þó það sé tiltölulega
snöggt af stað verður átakið meira þegar
hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið
lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá
stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúm-
gott farangursrými og nægur kraftur. -HSH