Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Blaðsíða 43
éíClOÁ .1)1 RUDAOHADUAJ LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 Helcjctrhlað DV Reynsluakstur nr. 695 DV-myndir Hari DVA1YNDIR PJETUR Minni vél sem dugar honum nokkuö vel Kostir: Létt vél með ágœtistog, rými Gallar: Hávœr vél, hár annar gír Ný útgáfa MMC Pajero kom á markað árið 2000 og voru breyting- arnar frá fyrri gerð mjög róttækar, svo ekki sé meira sagt. Yfirbygging- in er nú sjálfberandi en ekki á grind eins og áður var og því eru akst- urseiginleikar á malbiki betri. Hann er nú fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél sem er sú minnsta sem hægt er að fá í þennan stóra bíl. Vél- in dugar samt bílnum þokkalega eins og við fundum þegar DV-bílar reynsluóku bílnum um landið fyrr í sumar. Með mikið innanrými Með þessu byggingarlagi verður billinn allur rúmbetri en áður og ekki skortir plássið í lengri gerð- inni af Pajero. Prófunarbíllinn var með tvö barnasæti i farangursrými sem með tveimur handtökum má leggja saman og fella ofan í gólfið á farangursrýminu. Þeim fylgja höf- uðpúðar sem komið er fyrir í vasa á afturhlera þegar sætið er ekki í notkun. Mjög vel fer um framsætis- farþega í bílnum enda plássið mikið og sætin með sérstökum dempara sem tekur við í mestu dýfunum. Allt er á sinum stað og hvergi óþægilegt að teygja sig í neitt eins og oft er i jeppum af þessari stærðargráðu. Pláss í aftursætum er einnig gott, jafnvel með framsæti í öftustu stöðu. Bíllinn er þokkalega búinn, framsæti eru með upphitun og geislaspilari staðalbúnaður, svo að eitthvaö sé nefnt. Vel er gengið frá vélinni og góð botnplata úr stáli undir henni sem tók vel við þegar bíllinn rakst einu sinni upp undir á moldarbarði í reynsluakstrinum. o Mælaboröiö er elnfalt en þægilegt í notkun þótt flelri stillingar mættu vera á stýrishæö. O 2,5 litra vélln er léttari en dugar bíln- um ágætlega viö flestar aðstæöur. 0 Bamasæti í farangursrými má fella niöur í gólfið meö nokkrum handtökum en höfuöpúöum er komiö fyrir i hólfi á aftur- hlera. Léttari vél meö þoklcalegt tog Nýja 2,5 lítra DID vélin mætti varla vera minni fyrir þennan stóra bíl. Upptakið er ekkert til að hrópa húrra fyrir en hún hefur þó þann kost að hafa mikið tog sem dugar honum vel við langflestar aðstæður. Langa brekkan í Kjósinni var ekkert mál í fimmta gír með þessa litlu en duglegu vél. Vélin er nokkuð hávær, sérstak- lega þegar reynir á hana, en góð hljóð- einangrun minnkar hávaða í farþega- rými. Gírkassinn er sá sami og fyrir stærri vélarnar og því fmnur maður aðeins fyrir því í öðrum gír að það dynur mikið í bílnum ef skipt er of snemma upp úr fyrsta gír. Það sem þessi vél hefur hins vegar fram fyrir aðrar vélar sem fáanlegar eru í þenn- an bil er að hún er mun minni og þar af leiðandi léttari en það hjálpar bíln- um upp á aksturseiginleika. Undir- stýringin, sem flnnst mjög vel í bílun- um með stærri vélunum, er mun minni í þessum bfl. Þess vegna má keyra hann nokkuð greitt í beygjur án þess að hann missi mikið grip. Fjöðr- un er líka nokkuð stíf miðaö við jeppa og minna aksturseiginleikamir meira á jeppling en bíllinn hefur samt alia kosti jeppans. Sá helsti er mjög fúll- komin driflína þar sem meðal annars er hægt að læsa afturdrifl með takka í mælaborði. Bfllinn er talsvert ódýrari með þessari vél en hann mun kosta 3.990.000 kr. sem er hálfri milljón minna en með næstu vélarstærö og munar um minna. -NG jp'""’ n wir-w r.TD , U.,u. U . hrr ,ji l,. , n ".-'„LL. _ MITSUBiSHI PAJERO 2,5 DÍSIL Vélbúnaður: Vél: 2,5 lítra, 4ra strokka dísilvél. Rúmtak: 2477 rúmsentímetrar. Ventlar: 8 Þjöppun: 21:1 Gírkassi: 5 gíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð fjöðrun með tvöföldum spyrnum Fjöðrun aftan: Sjálfstæð gormaf jöðrun með fjölliðafestingum Bremsur: Diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastærð: 265/70 R16 YTRI TÖLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4775/1845/1850 mm Hjólahaf/veqhaeð: 2780/220 mm. Beygjuradíus: 11,4 metrar. INNRI TÖLUR: Farþeqar m. ökumanni: 7 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 7/4 Farangursrými: 1293 lítrar. Hagkvæmni: Eyðsla á 100 km: 10,6 l/trar Eldsneytisgeymir: 74 Iftrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/6 ár Verð: 3.990.000 kr. Umboð: Hekla hf. Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður með slysavörn, rafdrifnir speglar með raf- stýrðum aðdrætti og rafhitun, fjarstýrðar samlæsingar, 4 öryggispúöar, hæðar- stillanleg framsæti með dempara, útvarp m. geislaspilara, upphituð framsæti, aldrifsbúnaður með fjölvali, álfelgur, 3 sætaröð fellanleg í afturgólf, 100% læs- inq á afturdrifi. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 115/4000 Snúningsvægi/sn.: 240 Nm/2000. Hröðun 0-100 km: 17,8 sek. Hámarkshraði: 150 km/klst. Eigin þyngd: 2085 kg. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 7/99, ek. 76 þús. Verð kr. 990 þus. Nissan Terrano II Lux dísil. Skr. 11/98, ek. 62 þús. Verð kr. 2290 þus. Suzuki Vitara JLX, 3 d. bsk. Skr. 7/98, ek 75 þús. Verð kr. 970 þus. Honda CRV sjsk. Skr. 9/97, ek. 80 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---//M-------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, sfmi 568-5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.