Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 44
52 Helqctrblað 33V LAUGARDAGUR IO. ÁGÚST 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson * rf Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna er fertug í dag Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, er fertug i dag. Starfsferill Siv fæddist í Ósló en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún var í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1982 og BS-prófi í sjúkraþjálfun frá HÍ 1986. Siv var sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986-88, starfaði sjálfstætt sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988-95, var um skeið sjúkraþjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Víkingi, var bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi 1990-98, hefur verið alþm. Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi frá 1995 og er umhverfisráðherra og sam- starfsráöherra Norðurlandanna frá 1999. Siv var Scriba Scholaris í MR 1980-81, sat í rit- stjórn Stúdentablaðs HÍ 1983-84, í stjórn Badminton- sambands íslands 1984-85 og 1998-2002, í samstarfs- nefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Is- lands 1986-90, í sambandsstjórn Æskulýðssambands íslands 1988-90, í framkvæmdastjórn Norræna félags- ins 1989-95, var formaður SUF 1990-92, sat í fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1990-92 og frá 2001, í landsstjórn og miðstjórn flokksins frá 1990, í jafnréttisnefnd flokksins og er ritari Framsóknar- flokksins frá 2001. Hún sat i utanrikismálanefnd Al- þingis 1995-99, var varaformaður heilbrigðisnefndar og félagsmálanefndar Alþingis 1995-99, sat í íslands- deild Norðurlandaráðs 1995-99, varaformaður Evr- ópunefndar Norðurlandaráðs, í íslenskri sendinefnd Vestur-Evrópusambandsins 1995-99, í eftirlitsnefnd Norræna Fjárfestingabankans 1995-99 og hefur m.a. verið formaður bygginganefndar barnaspítala Hrings- ins 1999, samstarfsnefndar um launamun kynjanna 1999 og nefndar um aukin hlut kvenna í stjórnmálum 1998-99. Siv keppti í badminton um langt skeið, varð ís- landsmeistari í tvíliðaleik í unglingaflokki og íslands- meistari í tvenndarleik í A-flokki 1991 og 1999. Fjölskylda Maður Sivjar er Þorsteinn Húnbogasson, f. 24.9. 1960, viðskiptafræöingur. Hann er sonur Húnboga Þorsteinssonar, f. 11.10. 1934, fyrrv. ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu, og Jónu Vilborgar Jónsdótt- ur, f. 5.8. 1942, húsmóður. Stjúpmóðir Þorsteins er Erla Ingadóttir, f. 19.2. 1929, hjúkrunarfræðingur. Synir Þorsteins og Sivjar eru Húnbogi, f. 24.1. 1985, nemi; Hákon, f. 18.5. 1993, nemi. Alsystkini Sivjar eru Ingunn Mai, f. 31.5.1964, tann- læknir; Árni, f. 25.5. 1968, lögregluvarðstjóri; Friðleif- ur Kristinn, f. 30.3. 1970, deildarstjóri. Hálfsystkini, samfeðra: Hildur Kristin, f. 22.11. 1956, lögfræðingur; Stefán, f. 5.6. 1958, flugmaður. Foreldrar Sivjar: Friðleifur Kristinn Stefánsson, f. 23.7. 1933, tannlæknir í Reykjavík, og Björg Juhlin Árnadóttir, f. 23.6. 1939, BA, B.Ed. og kennari. Ætt Friðleifur Kristinn er sonur Stefáns Jóns, verka- manns á Siglufirði, Friðleifssonar, útvegsb. á Lækjar- bakka og eins af stofnendum Framsóknarflokksins, Jóhannssonar, b. í Háagerði, Jónssonar. Móðir Frið- leifs á Lækjarbakka var Kristín Friðleifsdóttir. Móð- ir Stefáns Jóns var Sigríður Elísabet Stefánsdóttir, b. í Hofsárkoti, Björnssonar og Önnu Jónsdóttur. Móðir Friðleifs Kristins var Sigurbjörg Hjálmars- dóttir, b. á Húsabakka í Aðaldal, Kristjánssonar, b. í Ystahvammi, Hjálmarssonar, b. á Laugarhóli í Reykjadal, bróður Jóns, föður Kristjáns fjallaskálds. Hjálmar var sonur Kristjáns, b. i Krossdal, Jónsson- ar, bróður Sigurðar á Gautlöndum, föður Jóns, alþm. á Gautlöndum, föður ráðherranna Péturs og Krist- jáns; afa ráðherranna Haralds Guðmundssonar og Steingrims Steinþórssonar forsætisráðherra, og langafa Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Kristjáns í Ystahvammi var Sigurbjörg Þorgrímsdótt- ir, b. á Sveinsströnd, Jónssonar. Móðir Sigurbjargar var Halldóra Guðmundsdóttir. Móðir Halldóru var Ólöf Hallgrímsdóttir, systir Jóns, langafa Björns, afa Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, föður Stein- gríms, fyrrv. forsætisráðherra. Systir Ólafar var Ingi- björg, langamma Kristjáns, afa Jónasar frá Hriflu. Móðir Hjálmars á Húsabakka var Kristjana Ólína Guðmundsdóttir, b. í Sandfellshaga, Einarssonar. Móðir Sigurbjargar Hjálmarsdóttur var Kristrún Snorradóttir, b. á Geitafelli og eins af hvatamönnum að stofnun Kaupfélags Þingeyinga, Oddssonar, b. á Langavatni, Þórðarsonar. Móðir Snorra var Guðrún Snorradóttir, b. á Stórubrekku, bróður Vatnsenda- Rósu og Sigríðar, langömmu Sigurðar Nordal og Jónasar Kristjánssonar læknis. Snorri var sonur Guðmundar, b. í Fornhaga, Rögnvaldssonar, og Guð- rúnar Guðmundsdóttur, b. í Lönguhlíð, ívarssonar, bróður Björns, föður Halldórs, langafa Björns, afa Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra. Foreldrar Bjargar Juhlin voru Arne Juhlin, verk- taki í Asker og Nordstrand við Ósló, og k.h., Inger Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrrv. húsfreyja að Svínhóli í Dölum verður sjötug á morgun Ragnheiður Guðmundsdótt- ir húsmóðir, Maríubakka 12, Reykjavík, verður sjötug á morgun. Starfsferill Ragnheiður fæddist á Árna- stöðum í Seyðisfirði og ólst þar upp fyrstu fimm árin en síðan í Reykjavík. Hún lauk húsmæðraskólaprófi 1951. Ragnheiður flutti vestur í Dali 1950 og var húsfreyja á Svinhóli í Miðdalahreppi 1951-85 er þau hjónin brugðu búi og fluttu f Kópavog. Þar starfaði hún við heimilisþjónustu og var síðan gangavörður við grunnskóla 1989-99. Ragnheiður hefur sungið í kirkjukórum frá því um 1950, fyrst í kór Kvennabrekkukirkju og síðan við Kópavogskirkju. Hún sat í sóknarnefnd Kvenna- brekkukirkju um árabil og var meðhjálpari. Þá hefur hún fengist lítilega við ljóðagerð en ljóð eftir hana hafa birtst í blöðum og tímaritum. Hún er félagi í bókmenntaklúbbi Hana nú hópsins í Kópavogi. Fjölskylda Ragnheiður giftist 26.6. 1951 Óskari Jóhannessyni, f. 30.12. 1921, d. 17.6. 1994, bónda á Svinhóli. Hann var sonur Jóhannesar Ólafssonar, kennara og bónda á Svínhóli, og k.h„ Halldóru Helgadóttur húsfreyju. Börn Ragnheiðar og Óskars eru Guðmundur Már, f. 10.2. 1952, kórstjóri og kennari í Mosfellsbæ, kvænt- ur Rósu M. Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn auk þess sem Ómar á barn frá því áður; Heimir Már, f. 13.4.1954, vaktstjóri í Reykjavík, kvæntur Önnu Adelu Óskarsson og eiga þau tvö börn en annað þeirra er látið; Auðbjörg Vordís, f. 25.5. 1958, húsfreyja í Fljótshlíð, gift Hans G. Magnússyni og eiga þau eitt barn; Jóhannes Halldór, f. 10.5. 1963, bóndi að Svínhóli, í sambúð með Guðnýju Björnsdótt- ur og eiga þau eitt barn en Jóhannes á tvö börn frá fyrrv. hjónabandi; Ólafur, f. 2.2. 1966, járniðnaðar- maður í Mosfellsbæ, i sambúö með Eygló Kjartans- dóttur og eiga þau eitt barn en Ólafur á barn frá fyrri sambúð; Alvar, f. 23.11. 1969, sölufulltrúi í Kópavogi, kvæntur Jónu Dóru Steinarsdóttur. Hálfsystkini Ragnheiðar, sammæðra: Guðmunda Ragnarsdóttir Pettersen, f. 6.1. 1941, húsfreyja í Guð- brandsdal í Noregi; Skafti Axel Ragnarsson, f. 4.3. 1943, þungavinnuvélastjóri í Reykjavík; Sigríður Pálina Ragnarsdóttir, f. 27.7. 1944, rannsóknarmaður í Garðabæ; Klara Margrét Ragnarsdóttir, f. 16.10. 1950, afgreiðslufulltrúi í Kópvogi. Foreldrar Ragnheiðar voru Guðmundur Þorgríms- son, f. 18.5. 1897, d. 19.10. 1944, búfræðingur og verka- maður á Siglufirði, og Gróa Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, f. 1.8. 1911, húsmóðir í Reykjavík. Ragnheiður tekur á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Kópavogskirkju 11.8. kl. 15.00-17.00. Marie Juhlin. Föðurætt Bjargar er frá Ilvsborg í Sví- þjóð og hafa ættfeður einkum verið prestar og kenn- arar. Móðurættin er frá Hallingdal og hafa ættfeður verið bændur á bæjum við Ál, ofarlega í dalnum. Siv verður að heiman á afmælisdaginn. Laugardagurinn 10 ágúst 85 ÁRA Jón Finnbogason, Hraunbæ 20, Reykjavík. Sigríður Egilsdóttir, Austurbyggð 19, Akureyri. 75 ÁRA___________________ Ása Bjarnadóttir, Háteigsvegi 17, Reykjavík. Hannes Alfonsson, Hamraborg 30, Kópavogi. Valgerður Guölaugsdóttir, Smáraflöt 16, Garöabæ. Þórarinn Sæmundsson, Blásölum 24, Kópavogi. Hann er að heiman. 70 ÁRA Arnlaug Lára Þorgeirsdóttir, Vesturvegi lOc, Vestmeyjum. Guðjón Guðjónsson, Ásholti 2, Reykjavlk. Hann er aö heiman. Jónína Ósk Kvaran, Álftamýri 56, Reykjavík. Sveinn G. Sveinsson, Tjörn, A-Hún. Akranesi, 11.8. kl. 16.00. Sigurður Gíslason, byggingameistari, tæknifræðingur og trillukarl á Hóli II, Bolungarvík, verður áttræöur á mánudag. Hann býður vinum og vandamönnum í gleðskap í bátaskemmunni á Hóli II laugard. 10.8. eftir kl. 20.00. Jóhanna Gunnarsdóttir, Vogatungu 63, Kópavogi. Hún siglir um Breiöafjörðinn á afmælisdaginn. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, Kópavogsbraut la, Kópavogi. Margrét Guðmundsdóttir, Miklubraut 16, Reykjavík. Reynir Ármannsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 75 ÁRA_____________________ Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hraunbæ 48, Reykjavík. Ingunn Sveinsdóttir, Bólstaðarhllð 26, Reykjavík. 60 ÁRA Hafdís Magnúsdóttir, Irabakka 10, Reykjavík. Ingveldur Sigurðardóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Vilborg Reimarsdóttir, Sólvöllum 17, Akureyri. 50 ÁRA Björk Kristjánsdóttir, Hæðargarði 3a, Reykjavík. Elísabet Karlsdóttir, Smárahvammi 13, Hafnarfirði. Guöný Hildur Árnadóttir, Klapparholti 4, Hafnarfirði. ívar Guömundsson, Flyðrugranda 12, Reykjavík. Lárus Sighvatsson, Jörundarholti 118, Akranesi. Magnús Magnússon, Árbakka, Árnessýslu. Margrét Jóhannsdóttir, Álfaheiði 22, Kópavogi. Sólveig Berndsen, Meistaravöllum 19, Reykjavlk. Svanfríður Kristjánsdóttir, Brávöllum 4, Egilsstöðum. 40 ÁRA Elín María Guðjónsdóttir, Hrauntungu 75, Kópavogi. Elva Björk Siguröardóttir, Neöstabergi 2, Reykjavik. Hafije Zogaj, Grýtubakka 26, Reykjavík. Halldór Björnsson, Vættaborgum 35, Reykjavlk. Haraldur Eiríksson, Þorláksgeisla 68, Reykjavík. Hrafnkell Marinósson, Lækjarbergi 33, Hafnarfirði. Jón Magnús Jónsson, Suðurreykjum 1, Mosfellsbæ. Ólafur Ágúst Þorgeirsson, Lyngmóum 7, Garðabæ. Ragnheiður Sigurðardóttir, Blikastlg 3, Bessastaðahreppi. Særún Ósk Gunnarsdóttir, Holtabyggð 2, Hafnarfirði. Tómas Haukur Heiðar, Mávanesi 17, Garðabæ. Wojciech Mudz, Selvogsgrunni 26, Reykjavik. Sunnudagurinn 11. ágúst 85 ÁRA Kristín Sigurbjörnsdóttir, Auðbrekku 4, Húsavlk. Sigrún Stefánsdóttir, Höfða, Akranesi. 80 ÁRA Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Merkigerði 21. Akranesi, varð áttræö 3.8. Eiginmaður . hennar er Óli H. Ananíasson. Þau taka á móti gestum I Jónsbúð, Akursbraut 13, 70 ÁRA_____________________ Árný Enoksdóttir, Sjónarhóli, Grindavik. Ingibjörg J. Þóröardóttir, Álfaheiði 2c, Kópavogi. 60 ÁRA_____________________ Borghiidur Óskarsdóttir, Laufásvegi 3, Reykjavik. Kristín Kristinsdóttir, Karlagötu 5, Reykjavík. Olga Óla Bjarnadóttir, Koltröð 21, Egilsstöðum. 50 ÁRA Anna Kristín Einarsson, Eyktarási 6, Reykjavík. Anna María Eyjólfsdóttir, Heiðarbrún 42, Hverageröi. Birna Birgisdóttir, Torfufelli 25, Reykjavík. Halldór Stígsson, Lindarbergi 66, Hafnarfiröi. Katrín Þorvaldsdóttir, Hrísrima 17, Reykjavík. Óskar Jónsson, Nestúni 11, Hellu. Sigþrúöur Siglaugsdóttir, Rauðumýri 15, Akureyri. Stígur Arnórsson, Hrannargötu 9, Isafiröi. Þóra Ingibjörg Guðnadóttir, Efstahjalla 21, Kópavogi. 40 ÁRA Atli Leifsson, Kársnesbraut 53, Kópavogi. Árni Magnús Björnsson, Garðbraut 68, Garöi. Benedikt Hjaltason, Skálagerði 6, Akureyri. Elín Steiney Kristmundsdóttir, Háhæð 27, Garðabæ. Herdís Jónsdóttir, Öldugötu 59, Reykjavlk. Karólína M. Þorleifsdóttir, Kjarrmóa 18, Njarövík. Kjartan Jóhann Kjartansson, Suöurtúni 18, Bessastaðahr. Kristín Lukka Þorvaldsdóttir, Bleiksárhllö 2, Eskifirði. Kristín Valgerður Jónsdóttir, Sunnubraut 1, Keflavlk. Páll Reynir Pálsson, Orrahólum 5, Reykjavík. Rúnar Valgeir Þórmundsson, Miötúni 6, Keflavik. Sveinn Sigurður Gunnarsson, Reyrengi 1, Reykjavík. Valdimar Þ. Valdimarsson, Hlíðarbraut 8, Hafnarfirði. Valgeir Jakobsson, Brekkuhjalla 12, Kópavogi. Valur Þór Valtýsson, Hæðargerði 29b, Reyöarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.