Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2002, Qupperneq 45
LAUGARDACUR IO. ÁGÚST 2002 / / i í) a rt> l íj c) JO"V 53 Einar Guðmundsson leirkerasmíðameistari og fyrrv. brunavörður verður sjötugur á morgun Einar Guðmundsson, leirkerasmíðameistari og fyrrv. brunavörður, Eskihlið 20, Reykjavík, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Einar fæddist í Miinchen í Þýskalandi en ólst upp í Listvinahúsinu á Skólavörðuholti og seinna að Skóla- vörðustíg 43 í Reykjavík. Hann var í Austurbæjar- skólanum, lauk gagnfræðaprófi, síðan námi í leir- kerasmíði 1953 og varð leirkerasmíðameistari 1956. Einar hefur stundað leirkerasmíði í fimmtíu og þrjú ár. Hann tók við rekstri Listvinahússins á Skóla- vörðuholti af föður sínum 1954 og starfrækti það til 1966. Þá flutti það á Skólavörðustíg 43 en 1977 keypti hann Listvinahúsið af móður sinni. Einar starfaði hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1966-99, lengst af sem brunavörður en seinni árin innvarð- stjóri. Einar var frumkvöðull að stofnun Félags íslenskra leirkerasmiða 1976 og var formaður þess í nokkur ár. Hann hefur starfaði í Oddfellowreglunni frá 1970. Fjölskylda Einar kvæntist 11.5. 1954 Jóhönnu Kristínu Odds- dóttur, f. 23.4. 1929, d. 3.9. 1992, húsmóður og verslun- armanni. Hún var dóttir Odds Tómassonar, málara- meistara í Reykjavík, og Guðbjargar Eiríksdóttur húsmóður. Börn Einars og Jóhönnu eru Guðmundur, f. 14.1. 1954, leirkerasmíðameistari og aðstoðarvarðstjóri í Hegningarhúsinu, var kvæntur Signýju Jörundsdótt- ur, f. 5.1. 1956, og eru börn þeirra Sif Heiða, f. 10.1. 1977, en sonur hennar er Jakob Zario, f. 8.12. 1998, og Silja Hanna, f. 11.8. 1986; Reynir Már, f. 27.3. 1954, d. 27.9. 1992; Guðbjörg Theresía, f. 21.2. 1962, kerfis- fræðingur og útlitshönnuður, gift Þorvaldi Sævari Pálssyni, f. 16.6. 1960, starfsmanni Flugleiða, og eru Matti Ó. Asbjörnsson Matti Ósvald Ásbjörnsson ellilífeyrisþegi, dvalarheim- ili aldraðra, Hlévangi, Faxa- braut 13, Keflavík, verður ní- ræður á morgun. Starfsferill Matti fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Eftir nám í barnaskóla vann hann fjögur sumur á skakskútum frá Dýrafirði, Flatey á Breiðafirði og Patreksfirði. Hann dvaldi á Landakoti vegna berkla af og til á árunum 1922-31 og aftur á Vífilstöðum 1938-39. Matti dvaldi og starfaði með dönskum og sviss- neskum vísindamönnum á Snæfellsjökli 1932-33. Þeir voru þar við veður- og loftskeytaathuganir á danskri og svissrieskri Polarstation TF3B. Matti sá hins veg- ar um vistir og eldamensku. Hann starfaði í fimmtán ár við skósmíðar í Keflavík og síðan í þrjátíu ár hjá íslenskum aðalverktökum. Matti var einn af stofnfélögum ungmennafélagsins Vikings í Ólafsvík og stofnfélagi Styrktarfélags aldr- aðra á Suöurnesjum og formaður þess fyrstu tíu árin en hann sat í stjórn félagsins í sautján ár. Matti dvelur nú á dvalarheimilinu Hlévangi í Keflavík. Hann hefur stálminni, saumar mikið út, málar á koddaver og vöggusett og fylgist með knatt- spyrnunni og körfuboltanum. Fjölskylda Matti kvæntist 1.10. 1936 Torfhildi Sigríði Guð- brandsdóttur húsmóður, f. 28.12. 1907, d. 16.3. 1995, húsmóður. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Sig- urðsson, hreppstjóri í Ólafsvík, og Jóhanna Valentín- usdóttir húsmóðir. Börn Matta og Torfhildar eru Gunnar Bergsteinn, f. 16.9. 1938, kvæntur Indíönu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn; Oddný Jóhanna Berglind, f. 10.1.1945, gift Stefáni Ö. Kristjánssyni og eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörn Matta og Torfhildar eru tuttugu og tvö að tölu, og langalangaafabörnin eru þrjú. Matti átti sex systkini, þau eru öll látin. Foreldrar Matta voru Ásbjörn Eggertsson, formað- ur og fiskmatsmaður í Ólafsvík, og Ragnheiður Eyj- ólfsdóttir húsmóðir, sú sem öminn hremmdi og flaug með á Skarði á Skarðsströnd. Matti verður að heiman á afmælisdaginn. börn þeirra Diljá Björg, f. 27.7. 1989, og Einar Páll, f. 6.10. 1993. Systkini Einars: Ingvi Örn, f. 19.12. 1938, flugvirki í Hafnarfirði; Auður Valdís, f. 19.6.1943, verslunarmað- ur í Reykjavík; Ari Trausti Guðmundsson, f. 3.12. 1948, jarðeðlisfræðingur, dagskrárgerðarmaður og rit- höfundur í Reykjavík; Egill Már, f. 27.1. 1952, arkitekt í Reykjavík. Hálfbróðir Einars er Guðmundur Guðmundsson, ERRÓ, f. 17.9. 1932, listmálari í París. Foreldrar Einars voru Guðmundur Einarsson frá Miðdal, f. 5.8. 1895, d. 23.5. 1963, listmálari og mynd- höggvari í Reykjavík, og Lydia Pálsdóttir, f. 7.1. 1911, leirkerasmiður frá Múnchen í Þýskalandi. Baldur Freyr Kristinsson Baldur Freyr Kristinsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Rifi, Háarifi 17a, Rifi, Snæ- fellsbæ, verður fimmtugur á morgun. StarfsferiU Baldur Freyr fæddist í Reykjavík en ólst upp á Rifi. Hann lauk gagnfræðaprófi og stýrimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1972. Eftir gagnfræðiskóla á Hellissandi stundaði Baldur Freyr sjó á bátum frá Rifi. Hann var ráðinn annar stýrimaður á Álftafell SU frá Stöðvarfirði 1972, var stýrimaður á Hamrasvani SH frá Rifi 1973-75, skip- stjóri á Hamrasvani 1975-78 og skipstjóri á Fróða SH frá Ólafsvík 1978-79. Þá festi hann kaup á Rifsnesi SH frá Rifi í félagi við Hraðfrystihús Hellissands og var skipstjóri á því skipi 1980-99. Baldur Freyr seldi síðan sinn hlut til Hraðfrysti- hússins og 1999 festi hann kaup á Rifsara SH, því skipi sem hann á og rekur i dag og er gert út frá Rifi í Snæfellsbæ. Fjölskylda Baldur Freyr kvæntist 2.6. 1979 Guðrúnu Elísabetu Jensdóttur, f. 25.9. 1960, sjúkraliða og skrifstofu- manni. Hún er dóttir Jens S. Jenssonar skipstjóra sem nú látinn, og Þorbjargar F. Jónsdóttur húsmóður. Sonur Baldurs Freys frá því áður er Fannar, f. 1974 en unnusta hans er Rán Kristinsdóttir. Börn Baldurs Freys og Guðrúnar Elísabetar eru Hjalti Már, f. 1980, en unnusta hans er Anna Ýr Böðv- arsdóttir; Aron, f. 1983; Birkir Freyr, f. 1990; Birgitta Rún, f. 1995. Systkini Baldurs: Elvar Guðvin pípulagningameist- ari; Dóra Sólrún lyfjatæknir; Jóhann Rúnar, skip- stjóri og útgerðarmaður; Helena Sólbrá, sjúkraliði og skrifstofumaður; Hafalda Elín, skrifstofumaður; Jó- fríður Soffía, nú látin; Snædís Elísa, skrifstofumaður; Guðbjörg Huldís förðunarfræðingur. Foreldrar Baldurs: Elías Kristinn Haraldsson, nú látinn, vörubílstjóri, og Ester Úranía Friðþjófsdóttir húsmóðir. Baldur Freyr verður að heiman á afmælisdaginn. Ætt Guðmundur var bróðir Sveins, veiðistjóra og leirkera- smiðs, föður Einars arkitekts. Annar bróðir Guðmundar var Tryggvi, b. í Miðdal, faðir Einars Valgeirs arkitekts. Þriðji bróðir Guðmundar var Haukur prentari, faðir Rúnars arkitekts. Guðmundur var sonur Einars, b. í Miðdal, bróður Guðbjargar, ömmu Skúla H. Norðdahls arkitekts. Bróðir Einars var Eiríkur, afi Vigdísar Finn- bogadóttur. Einar var sonur Guðmundar, hreppstjóra í Miðdal, bróður Margrétar, langömmu Ólafs Kr. Magnús- sonar ljósmyndara, Auðar Sveinsdóttur Laxness og Gunnars, fóður Magnúsar, fyrrv. forstjóra SÍF. Guð- mundur var sonur Einars, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, hálfbróður Guðmundar ríka í Haukadal, föður Jóns, ætt- föður Setbergsættar. Móðir Guðmundar hreppstjóra var Margrét, dóttir Hafliða, b. á Birnustöðum á Skeiðum, Þorkelssonar. Móðir Einars í Miðdal var Vigdís Eiríks- dóttir. Móðir Guðmundar frá Miðdal var Valgerður, dóttir Jóns, formanns á Bárekseyri á Álftanesi, og Sigríðar Tómasdóttur, systur Margrétar, langömmu Einars Bene- diktssonar sendiherra. Foreldrar Lydiu voru Paul Sternberg, efnafræðingur í Múnchen, og Theresia Zeitner húsmóðir. Einar verður að heiman á afmælisdaginn. Höfuöstafir Að þessu sinni byrjum við á vísu eftir Stefán Jóns- son, fyrrum fréttamann og alþingismann. Ekki veit ég tilefnið en vísan á ágætlega við í dag: Einn gerir kannski öðrum mein, en annar er betur stœður. Hann fer í banka en hinn í stein og hamingjan veit hvað ræður. Og í framhaldi af því er rétt að rifja upp vísu sem gæti átt vel við argaþras líðandi stundar. Ef einhver veit höfundinn væri gaman að fá fréttir af því: Allt er mœlt á eina vog undir svörtu skýi, helmingurinn ýkjur og afgangurinn lygi. Næst er ein ný eftir Jón Yngvar Jónsson: Er gekk ég vestur Grandaveg af gömlum leiðum vana eina vísu orti ég. Ekki man ég hana. Þá er vísa eftir Hallmund Kristinsson sem kemur inn á svipað vandamál: Hagmœlskusnilldin úr höfði mínu hefur í taumum streymt, en þegar kemur aó þriðju línu þá er upphafið gleymt. Fyrir skömmu rakst ég á skemmtilega vísu eftir Rósberg G. Snædal: Margur gín við fölskum feng frelsi sínu tapar. Bölvað svín úr besta dreng brennivínió skapar. trunnar Haroarson orti einhverju smni pegar ið var að gera í fundastandinu: Kœtir þaö og léttir lund og lyftir huga rýrum; ég er á leið af fundi á fund með fundamöppudýrum. Hákon Aðalsteinsson orti þegar einn af kunningjum hans varð fimmtugur: Kveðjur skulu vinum valdar, verðugt er aó minnast dagsins. Nú skal hylltur hálfrar aldar höfuðverkur samfélagsins. Að lokum er vísa eftir Sigurð Óskar Pálsson, ort nýlega. Vísan skýrir sig sjálf: Umsjón Miklum ugg aó mörgum slœr, menn um vandann þinga; kanínur, refir, kóngulœr kvelja Sunnlendinga. i.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.