Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu á bragðið: Allt aö koma hjá mér Eftir að hafa rekist á nokkrar hindranir á undirbúnings- tímabilinu með liði sínu er Eiður Smári Guðjohnsen allur að braggast og ekki annað að sjá á honum en að hann muni reynast íslenska landsliðinu og Chelsea vel í komandi átök- > L um. DV-Sport hitti hann að máli eftir leikinn gegn Andorra og fékk að vita hvað hefur verið að hrjá hann síðustu vik- urnar. „Ég lenti í smávægilegum veikindum einmitt þegar ég átti að fara að spila minn fyrsta æflngaleik í sumar. Þá hafði ég lent í því að vera bólg- inn í hné og byrja svo of snemma þannig að þau meiðsli rifu sig aðeins upp aftur,“ sagði Eiður. „En þetta er allt að koma hjá mér þó að þessi leikur hafi ef til vill ekki verið okkar besti. Mér sýndist leikmenn Andorra koma til leiks með þvi hugarfari að vera ekkert að reyna að sækja og skora mark heldur frek- ar að pakka í vörn. Það var því ágætt að ná að skora þessi þrjú mörk á þá snemma i leiknum en við hefðum kannski mátt bæta meiri krafti í leik okkar í siðari hálfleik. Andinn fínn í hópnum Persónulega sá ég þennan leik sem ágæt- isæflngu fyrir mig, ég hef eins og ég sagði áður ekkert spilað á undirbúningstímabil- inu og það var því ágætt fyrir mig að nota þessar 45 mínútur sem ég fékk í kvöld til að fá örlítið leikform. En hraðinn var auðvitað ekki mikill í leiknum og ef ég segi alveg eins og er þá er maður mjög varkár í leikjum sem þessum og passar sérstaklega upp á að lenda ekki í meiðslum og þess háttar. Það er auðvitað mikilvægt tímabil fram undan og maður þarf að vera tilbúinn í það. En andinn og stemningin eru fln í lands- liðshópnum, við vorum mjög afslappaðir og ég held að við höfum aiveg fundið fyrir því að þetta var æfingaleikur og við náðum að æfa nokkur föst leikatriði inni á veflinum sem var mjög gott að fá að gera. Þegar á heildina er litið var margt jákvætt að gerast í leiknum og það komu fram nokkrir ágæt- ir punktar sem við getum lært af.“ -esá Vináttulandsleikur í knattspyrnu, Laugardalsvöllur 21. ágúst 2002 Island-Andorra 3-0 (3-0) 1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (með ®skoti af markteig eftir lága fyrir- gjöf Amars Þórs Viðarssonar og skemmtilegan samleik Amars og Hjálmars Jónssonar á vinstri vængnum). 2-0 Ríkharður Daðason (með skoti ®úr markteig eftir sendingu Hermanns Hreiðarssonar og aukaspymu Eiðs Smára Guðjohnsen). 3-0 Ríkharður Daöason (vann ®„tæklingu“ við markstöngina þegar vamarmaður ætlaði að hreinsa frá eftir að Amar Þór Viðarsson hafði átt skot í stöng. Skot Amars var það þriðja í sókninni sem hófst með aukaspymu íslenska liðsins rétt utan teigs). Gul spjöid: Brynjar Bjöm (36.), Amar Þór (89.), íslandi, González (7.), I. Lima (9.), Sanchez (32.). Rauð sniöld: Antoni Lima á 48. mín fyrir að slá Helga Sigurðsson. Skot (ú mark): 24 (13)-3(1) Horn: 5-1 Aukaspyrnur: 17-23 Rangstöóur: 3-1 Varin skot: Ámi 0, Kjartan 1 - Alvarez 4 Islensku leikmennirnir (4-4-2) Ámi Gautur Arason (65. Kjartan Sturluson) - Gylfi Einarsson (60. Ólafur Stígsson), ívar Ingimarsson (46. Lárus Orri Sigurðsson), Hermann Hreiðarsson, Arnar Þór Viðarssson - Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Bjöm Gunnarsson (60. Sævar Þór Gíslason), Rúnar Kristinsson, Hjálmar Jónsson - Ríkharður Daðason (54. Marel Baldvinsson), Eiður Smári Guðjohnsen (46. Helgi Sigurösson). Lið Andorra: 5-4-1 Alvarez - Ramirez, Femandez, Antoni Lima, Alonso Jonás, Garcia Luena (74. Escura) - Sanchez (66. Pujol), Ruiz (87. Gil), Ildefons Lima, E. González (60. Áyala) - Silva (50. Pol). Engar einkunnir voru gefnar fyrir ieikinn í gær sökum þess að ekki var nokkur leið að dæma frammistöðu ís- lensku strákanna vegna lítillar mótspyrnu andstæö- inganna í gær. Dómari: Lassin Isaksen frá Færeyjum (2) auk Gæði leiks: færeysku aðstoðardómaranna Tummas Pauli Olsen og Jens Albert Simonsen. Áhorfendur: 2982. bb Maður leiksins hjá DV-Sporti: Arnar Þór Viðarsson, íslandi A mynd Hilmars Þórs Guðmundssonar hér að ofan skorar Eiður Smári Guðjohnsen fyrsta mark íslenska liðsins gegn Andorra í gær. Hér til hliöar sést Rík- harður Daðason skora fyrra mark sitt í gær en hann hefur nú skoraö 14 mörk fyrir íslenska landsliðið og vantar aöeins þrju til aö ná afa sínum Rík- harði Jónssyni sem á markametiö. DV-mynd E.ÓI. Ríkharður Daðason 14 mörk fyrir A hælum afa Færeyingurinn Lassin Isaksen hafði í nóg að snúast að glíma við öflug mótmæli leikmanna Andorra í gær. DV-mynd Hilmar Þór Ríkharður Daðason skoraði tvö mörk í 3-0 sigrinum á Andorra í gær og komst um leið upp í annað sætið yflr þá sem hafa skorað flest landsliðsmörk fyrir ísland. Ríkharð- ur er nú kominn á hæla afa sínum sem á markametið, gerði þremur mörkum fleira í þeim 33 landsleikj- um sem hann spilaði á árunum 1947 til 1965. „Það er alltaf gaman að spiia landsleiki og sérstaklega hérna heima. Hópurinn er búinn að vera mjög samrýmdur og skemmtilegur undanfarin 4-5 ár og það hefur ekk- ert breyst. Það er núna rúmt ár lið- ið síðan ég lék síðast með landslið- inu og það hefur ekkert breyst. Maður fyilist ailtaf jafnmiklu stolti þegar maður gengur út á völlinn, sama hvaöa leikur það er.“ Þad eru ekki mikil ósannindi að segja að heilladísirnar hafi fylgt þér i dag? „Það var alla vega heppnisstimp- ill á seinna markinu sem ég skoraði - boltinn datt í stöngina og til varn- armannsins sem gerði ekki betur en að sparka boltanum beint í hnéð á mér og inn í markið. En við af- greiddum hins vegar fyrra markið mjög vel, við náðum að klára rang- stöðugildruna þeirra og Hemmi var mjög óeigingjam þegar hann lagði boltann á mig. Þetta er nú samt að ég held eitt af einfaldari mörkum sem ég hef skorað á mínum ferli, verð ég að segja." Hvað viltu segja um framhaldið hjá landsliðinu? „Næst er á dagskrá vináttuleikur við Ungverja sem vonandi verður meiri „alvöruleikur". Við mættum lítilli mótspymu hér í dag og ég verð nú að segja hreint út að mér fannst þeir vera mun betri fyrir þremur árum þegar við mættum þeim síðasL Þá vora þeir mun skipulagðari í leik sínum og það var erfiðara að brjóta þá niður. En Ung- verjamir eru með gott lið og eftir það byrjar alvaran. Og það er sama hverjir koma til með að spila þá Flest landsliösmörk: Ríkharður Jónsson 17 mörk (33 leikir) Ríkharður Daðason . . . 14 (41) Amór Guðjohnsen . . . 14 (73) Pétur Pétursson . . . 11 (41) Þórður Guðjónsson . . . 11 (42) Matthlas Hallgrímsson . . . . . 11 (45) Eyjólfur Sverrisson . . . 10 (66) leiki, þá skiptir öllu máli að fá gott start. Ég held að markmiðið hljóti að vera að taka einn leik fyrir í einu og ef við horfum á leikjaniðurröðunina þá eigum við sennilega tvo erfiðustu leikina síðast, þannig að það skiptir miklu máli að einbeita sér vel að hverjum leik og sjá svo hvar við stöndum þegar við fórum i tvo síö- ustu leiki undankeppninnar." Hvað með sjálfan þig, hvernig hefur þér liðið á fótboltavellinum siðustu vikurnar? „Mjög vel. Ég er loksins heill heilsu eflir að hafa farið í tvær að- gerðir á hné síðastliðið haust og var að ná mér aftur í gang um vorið þegar ég lenti í því rétt undir lok tímabilsins að rífa liðband í ökkla. En það hefur gróið vel og ég finn ekkert fyrir meiðslum í ökklanum og hnéð hefur verið mjög gott sem hefur kannski verið minn akkiles- arhæll og fylgt mér eiginlega alla mína tíð. Nú er formið alltaf að verða betra og betra eftir því sem ég spila fleiri leiki í Noregi og það hjálpar sjálfstraustinu að hafa skor- að tvö mörk og það er vonandi að maður haldi áfram á þeirri braut.“ -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.