Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 DV r 4______ Fréttir Kunnur bandarískur dálkahöfundur segir búið að bjarga hvölunum: Segir baráttu gegn hval- veiðum ekki eiga rétt á sér - sammála, segir Sverrir Hermannsson. Nýting felst í fleiru en veiðum, segir Ásbjörn Björgvinsson Nicholas D. Kristof, einn af kunn- ustu dálkahöfundum í Bandaríkjun- um, skrifaöi grein í New York Times um að hvalveiðar ættu að hefjast að nýju þar sem oífjölgun væri á ákveðnum stofhum, s.s. hrefnum, grind- og búrhvölum. Stofninn væri einfaldlega oröinn of stór og færi stækkandi. „Það er kominn tími til aö víkja tilfinninga- seminni til hliðar. Baráttan gegn hvalveiðum í atvinnuskyni átti rétt á sér fyrir nokkrum áratugum, þeg- ar búiö var að ganga freklega á flesta stoftia stóru hvalanna, og raunar standa sumir þeirra illa enn,“ segir Kristof en bætir við að slagorðið „björgum hvölunum" eigi ekki lengur við og að rökin um að þetta væru svo stórkostlegar skepn- ur og fallegar séu ekki nægileg til að banna hvalveiðar. Þá segir Kristof að eins megi segja að lömb- in séu of sæt til að drepa þau. Skrifað af viti „Loksins, loksins, loksins kemur grein sem skrifuð er af viti,“ segir Sverrir Hermannsson, formaður Sverrir Hermannsson. Frjálslynda flokksins. „Ég er sammála hverju einasta orði sem þessi maður skrifar. Ég var á sínum tíma hræddur við þvinganir en þær erú nauðsynlegar og maður sér það i dag. Ég er sam- mála einu og öllu í greininni en geri ráð fyrir að harðsnúinn hópur með nóg af peningum geri lítið úr grein Kristofs og komi með hörö við- brögð,“ segir Sverrir sem segir jafn- framt að ekkert vit sé í öðru en að veiða þessi dýr þar sem þeim fari svo fjölgandi þó ekki væri til annars en að fæða hungraðan heim- inn,“ segir Sverrir. Kolbrún Halldórsdóttir þingmað- ur segir að menn deili enn um þaö hvort stofnamir séu að rétta úr kútnum eða ekki. „Mér flnnst það skipta máli að við fórum ekki að hefja veiðar á stofnum sem áhöld eru um hvort þoli það en eins og ég Kolbrún Halldórsdóttir. Asbjörn Björgvinsson. hef alltaf sagt: Sjálfbærar veiðar úr þeim stofnum sem allir geta verið sammála um að þoli veiðar. Þó vit- um við að mjög sterk umhverfis- vemdarsamtök víða um heim hafa gert hvalina að einhvers konar tákni fyrir vemd lýðrikisins og það er eðlilegt að sjónarmið slíkra sam- taka séu skoðuð í þessu samhengi," segir Kolbrún. Þá segir Kolbrún að það skipti mestu máli að allar at- hafnir mannsins séu skoðaðar í heildstæðu samhengi. Stefnubreyting ekki í nánd Ásbjöm Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvar Húsavíkur, ségir aö hann sjái ekki að neinar stefnubreytingar í hvalamálum verði í nánustu framtíð þrátt fyrir grein dálkahöfundarins Kristof. „Mikill einhugur er meðal Cites, al- þjóðlegra samtaka sem sjá um versl- un og viðskipti með dýr sem eru i útrýmingarhættu, og þar em allir stórhvalir enn á lista. Það þarf að flytja þessa hvali um flokk svo hægt sé að versla meö afurðir af þessum dýrum,“ segir Ásbjöm en segir jafti- framt að hann sjái ekki að sú þróun sé í sjónmáli. „Sú nýting á hvala- stofnunum hér við land sem á sér stað í dag verður þó að vera viður- kennd af stjómvöldum og almenn- ingi. Nýtingin felst því ekki einung- is í því að drepa dýrin heldur einnig að sýna þau,“ segir Ásbjöm. í dag eru starfrækt um 12 fyrirtæki sem stunda hvalaskoðun. „Velta í þess- ari grein er farin að skipta hund- ruðum milljóna og því engar for- sendur sjáanlegar fyrir því að önn- ur nýting gefi meira af sér eins og staðan er í dag,“ segir Ásbjöm. -ss DV-MYND: ÖRN ÞÓRARINSSON Margt býr í moldinni „Þetta er ábyggilega mjög gamalt, “ segir Guörún Lárusdóttir. Hér heldur hún á tveimur af hauskúpunum sem fundist hafa í Keldudal. AGFA ^ fyriraugað FILMUR & FRAMKOLLUN STÆKKUM SETJUM Á GEISLADISKA YFIRLITSMYND FYLGIR FRÍTT MEÐ Gæða framköllun HEIMSMYNDIR AQFA <$> Smiðjuvegi 11,- gulgata -, 200 Kópavogur, slmi 544 4131. Skagafjörður: Finna hauskúpur úr heiðnum sið - í Keldudal í Hegranesi Fjórar hauskúpur og bein fúndust í fyrradag þar sem verið var að grafa húsgrunn á bænum Keldudal í Hegra- nesi i Skagafirði. I gær kannaði Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra, aðstæður á vettvangi. Hann úti- lokar ekki að þessar jarðnesku leifar kunni að vera frá heiðnum tíma en vill þó ekkert fullyrða um máhð að svo komnu. „Ég fór þama á vettvang í gær og þá var búið að vísu að raska ansi miklu. Það var því ekki gott að átta sig full- komlega á aðstæðum. Fundarstaðurinn er þama í bæjarhól og utan í gömlum öskuhaug. Engar heimildir eru fyrir því að nokkru sinni hafi verið kirkju- garður í Keldudal og það gefúr okkur vissulega tilefhi til þess að þetta séu grafir frá heiðnum tíma. Síðan getur auðvitað hafa verið þama kirkjugarð- ur enda þótt heimildir um það séu ekki til staðar," sagði Þór Hjaltalin í samtali við DV. Hann kvaðst ætla að fara á staðinn eftir helgina með fomleifafræð- ingi og kanna aðstæður betur. Guðrún Lárusdóttir í Keldudal segir að þegar minjavörðurinn var á staðn- um hafi þijár hauskúpur verið fundn- ar. Síðan hafi hún sjálf farið að róta í haug sem búíð var að moka upp og þá hafi hún fundiö eina hauskúpu til við- bótar. „Þetta er ábyggilega mjög gamalt, beinin fmnast tO dæmis neðan við ösk- una sem kom úr Heklugosinu árið 1104. Við fyrstu sýn finnst mér því allt benda til þess að þetta sé kumi úr heiðnum sið,“ sagði Guðrún. Hún sagði að hins vegar myndu aldursgreining og frekari rannsóknir væntanlega taka af ailan vafa í þessu sambandi. Hún sagði enga gripi hafa fúndist með beinunum. -sbs Átak á Akureyri: Safnað til styrktar Sigrúnu Maríu - sem lenti í slysi í Danmörku Stofnað hefur verið til átaks og fjár- söfnunar til stuðnings fjölskyldu Sig- rúnar Maríu Óskarsdóttur á Akureyri sem lenti í alvarlegu bílslysi í Dan- mörku i byrjun júlí sl. Það eru vinir foreldra Sigrúnar, þeirra Óskars Þórs Haildórssonar og Lovísu Jónsdóttur, sem standa að þessari söfnun en með henni verður reynt eftir mætti að létta fjölskyldunni róðurinn peningalega. Framfarir Sigrúnar hafa verið miklar síðustu vikur. Hreyfigeta hennar er enn sem komið er skert og hún þarf á hjólastól að halda, hvað sem síðar verður. Ljóst þykir því að Sigrúnar Maríu, fjölskyldu hennar og annarra, bíður langt ferli við endurhæfmgu. Efnt er til þessarar fjársöfnunar þar sem slysið og afleiðingar þess hafa bein áhrif á afkomu fjölskyldunnar þar sem fer saman tekjusamdráttur vegna vinnutaps og útgjöld vegna slyssins sem tryggingafélög bæta ekki. Einnig vega þungt kaup á stórum bíl og breyt- ingar á húsnæði, en Sigrún María og fjölskylda hennar búa í tveggja hæða raðhúsi við Dalsgerði á Akureyri. „Hér kemur til sögunnar samhjálpin sem við vonum að muni stuðla að því að draga sem mest úr fjárhagslegu áfalli sem fjölskyldan verður óhjá- kvæmlega fyrir," segir í tilkynningu frá hópi fólks sem stendur að þessu átaki. Hefur verið opnaður hlaupa- reikningur í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík undir heitinu Stuðningur við Sigrúnu Maríu og fjölskyldu í Dals- gerði. Reikningsnúmerið er 1177-26- 4242. Kennitala reikningsins er 280463- 2139. Hver króna sem safnast mun skila sér óskert til viðtakenda, en Sparisjóöur Svarfdæla ætlar til dæmis að annast það án endurgjalds. Friðrik Friöriksson sparisjóðsstjóri er ábyrgð- armaður stuðningssjóðsins. -sbs Flutningalest yfir Kjöl: í hjólför frum- kvöðlanna Löng lest um 20 flutningabíla frá Flytjanda ekur sem leið liggur yfir kjöl í dag. Páll H. Halldórsson, sölu- og þjónustustjóri Flytjanda, segir að með þessari ferð séu flutningabíl- stjórar að láta gamlan draum ræt- ast Vignir Sigurgeirsson á Ólafs- firði, Sigurður A. Magnússon á Ak- ureyri og fleiri hafi lengi gengið meö það í maganum að bílstjórar tækju sig saman og ækju flutninga- bílum sínum þessa gömlu þjóðleið um Kjöl. „Þetta væri jú stysta leiðin á milli Norðurlands og Suðurlands auk þess sem þannig mætti heiðra minningu frumkvöðlanna og reyna að upplifa það sem þeir áttu við að glírna," sagði Páll í samtali við DV. Tilgangurinn væri svo auðvitað líka að hafa gaman af tiltækinu. Leggja átti af stað frá Varmahlíð klukkan 8 í morgun og er dagskráin alla leiðina þaulskipulögð og í nánu samráði við Vegagerðina. Verður ferðalagið tekið upp á myndband, en ráðgert er að bílalestin komi að höfuðstöðvum Flytjanda við Kletta- garða klukkan 17 í dag. Lýkur ferð- inni með bílasýningu og grillveislu þátttakenda. -HKr. Hvarf ítalans: Ekkert sem bendir til glæps ! dag verður aftur leitað að ítalska ferða- manninum Dav- ide Paita við Látraströnd eftir nokkurra daga hlé. Daníel Guð- jónsson, yfirlög- regluþjónn á Ak- ureyri, segir að ekkert hafi kom- ið fram um ann- að en að ítalinn sé á þessu svæði og menn vilji taka af allan vafa. Engar nýjar vísbendingar hafi þó beinlínis borist frá því að leit var hætt. Lögreglan hef- ur lýst eftir upplýsingum frá fólki sem kynni aö hafa tekið ferðalang á Akureyri upp í bíl sinn 10. ágúst sl. en það hefur ekki skilað árangri. Orðrómur hefur gengið um að vís- bendingar væru um voðaverk en Daníel hafnar því alfarið og segir það algjörlega úr lausu lofti gripið. Sýslumaður kallar málið ráðgátu. Viö leitina í dag mun fjöldi hjálp- arsveitarmanna kanna svæðið auk þess sem bátar munu leita og þyrla Landhelgisgæslunnar mun skoða svæðið úr lofti. -BÞ Skeiðavegamót: Bíll á Ijósastaur Bíll fór út af veginum á Skeiða- vegamótum í Ámessýslu síödegis í gær. Bílinn lenti á ljósastaur og skemmdist nokkuð. Farþegi í afur- sæti bifreiðarinnar lærbrotnaði og var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild. Þetta er enn eitt óhappið sem verður á þessum skeinuhættu vega- mótum og er þá skemmst að minn- ast banaslyss sem þama varð fyrir tæpu ári. Þá kom einnig til afskipta Selfoss- lögreglunnar innbrot í veitingastað- inn Við fjöruborðið á Stokkseyri í fyrrinótt. Þar var farið inn og stolið áfengi. Málið er i rannsókn. -sbs Daníel Guöjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.