Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vegamót og arðsemi Á Suðurlandsvegi, skammt austan Reykjavíkur, hefur tveimur bifreiðum verið komið fyrir uppi á stórum trön- um til að minna vegfarendur á að akstur er dauðans al- vara. Á miðjum trönunum getur að líta skilti með tölu- stöfum sem skipt er um með nokkurra daga millibili. Vegfarendur setur gjarna hljóða þegar þeir gjóa augum á þetta skilti, enda ber það með sér dauðann og sýnir svart á hvítu hvað tiðni banaslysa í umferðinni á íslandi er að aukast mikið frá einum tíma til annars. Vegfarendur sem aka þessa leið fyrir austan höfuð- borgina eru að fara um einn allra hættulegasta vegar- kafla á landinu, ef ekki þann hættulegasta. Lengi vel hafa menn horft til Reykjanesbrautarinnar og talið vegarkafl- ann á milli Hafnarfjarðar og Keflavikur vera varhuga- verðasta kaflann á aðalþjóðvegi landsins. Þegar að er gáð er Suðurlandsvegurinn liklega enn verri. Allt þar frá sem Árbænum sleppir og austur á slóðir Njálu er að finna hræðilegar slysagildrur sem valdið hafa fjölda banaslysa. Svörtu punktarnir á þessari leið eru margir og stórir. Á þessum vegarkafla, þar sem umferð er gjarnan þung og hröð, er að finna fjölda svokallaðra T-vegamóta þar sem umferð úr uppsveitum og strandbyggðum liggur inn á þjóðveginn. Þessi vegamót hafa mörg hver verið afar illa merkt og koma vegfarendum iðulega í opna skjöldu. Dauðaslysið sem kostaði þrjár konur lífið á miðvikudag, á mótum Suðurlandsvegar og Landvegar, er aðeins hluti af skelfilegri slysasögu Suðurlandsvegar. Margsinnis hefur verið bent á mikilvægi þess að lag- færa illa hönnuð gatnamót á þessum vegarkafla og með- al annars hefur oftsinnis verið bent á slysagildrurnar á þessum slóðum í leiðurum DV á síðustu árum. Oft hefur þeim sjónarmiðum verið haldið á loft að breyta verði for- gangsröðun i vegagerð og setja endurbætur á verstu slysagildrunum efst á listann, þar á meðal einbreiðar brýr og illa hönnuð vegamót. Nokkuð hefur verið aðhafst en því fer flarri að nógu hratt sé unnið. í þessum efnum er ekki verið að tala um svimandi fjár- hæðir. Arðsemin er víðast hvar svo augljós og margfald- lega útreiknuð að með ólíkindum er að ekki skuli vera búið að ráðast i aðkallandi endurbætur á allra verstu vegaköflunum á aðalþjóðvegi landsins. Hér nægir að nefna skýrslu sem Línuhönnun og Vegagerðin gerðu 1999 um lagfæringu slysastaða á þjóðvegum. Ástandið á vegin- um þar sem slysið veirð á miðvikudag er samt enn að mestu óbreytt þótt umferð hafi aukist þar að mun. í frétt DV í gær um þennan vegarkafla segir að tiltölu- lega einfaldar endurbætur á honum, með umferðareyjum og köntum, hafi 165 prósenta arðsemi ef mið er tekið af fækkun slysa og forsendum þeirra á árabilinu 1991 til 1995. Banaslysið á miðvikudag hefur væntanlega marg- faldað arðsemishlutfall lagfæringa á þessum vegamótum en hitt er óvíst sem fyrr hvort það dugir til að ýta við ráðamönnum. Þvi er mikilvægt að almenningur láti vel í sér heyra. Um líf og heilsu er að tefla. Fyrir örfáum árum var komið fyrir hringtorgi á vega- mótunum við Hveragerði. Það var gert eftir öldu slysa á þeim fjölfarna vegi. Nýlega hófust framkvæmdir við hringtorg á gatnamótunum við Rauðavatn. Þar hafa margir landsmenn tapað lífi og heilsu. Hringtorgið við Hveragerði hefur þegar dregið úr hraða og fækkað slys- um. Allar líkur eru á að sú verði einnig raunin með nýja torgið við Rauðavatn. Talan á trönunum á ekki að þurfa að hækka meira til þess að tekið verði víðar til hendi. Sigmundur Emir DV Þrjár meyjar og þyrla „Ég vil konu,“ sagði norski millj- arðamæringurinn og í augum hans var glampi sem sagði aUt um þrá hans eftir þeirri einu fuilnægju sem kona getur veitt manni sem hefur að hætti karla allra tíma stað- ið úti í náttúrunni daglangt við að veiða. Sá norski var brattur og vildi strax fá sína konu og engar refjar. íslenskur aðstoðarmaður, sem að öllu jöfnu hafði það hlut- verk að passa upp á ánamaðkabox millans, gekk strax til þess verks að fullnægja ósk hans. Þrír á þotu Þeir komu þrír saman á einka- þotu til eyjarinnar í norðri sem að- allega var þekkt fyrir laxveiði og fagrar konur sem gjaman dönsuðu naktar í kringum þar til gerðar súl- ur. Orðspor eyjarinnar í stærri löndum var gott. Gjarnan var brugðið upp mynd af íðilfógrum meyjum að dansa umhverfls þar til gerð stálslegin rör í bjartri sum- amótt. Þetta var sú mynd sem Norðmennimir höfðu hugfasta þeg- ar þeir pökkuðu niður veiðigræjum sínum og héldu til íslands og lentu í Reykjavík. Þeir höfðu aldrei heyrt minnst á Gullfoss eða Geysi og þeim var alveg sama um öll önnur náttúruundur en þau sem voru lif- andi og syntu eða dönsuðu. Eftir stutta viðkomu í áfengis- verslun ríkisins til að kaupa orku- ríka svaladrykki var haldið áleiðis út á land. Farartæki Norðmann- anna þriggja var öflug jeppabifreið en á eftir kom sendibifreið hlaðin svaladrykkjum. Áfangastaðurinn var veiðihús við eina gjöfulustu veiðiá landsins, um tveggja tíma akstur frá Reykja- vík. Þegar dúettinn renndi í hlað í veiðihúsið var sendibifreiðinni stefnt baka tii og henni síðan bakk- að að opnum dyrum. Þannig varð hún eins konar viðbygging við hús- ið; bar á hjólum en munurinn frá hefðbundnum bar var sá helstur að þar var enginn barþjónn og þeim sem þyrsti var velkomið að sækja sér guðaveigar úr kössum. Þar skipti þjóðemi eða stétt engu máli. Eftir að bílstjóri sendibifreiðarinn- ar hafði lagt henni sem viðbygg- ingu var honum sagt að slaka á næstu fjóra dagana á meðan veiði- ferðin stæði og láta gjaldmælinn ganga. Norðmennimir yfirfóru veiðigræjur sínar og dreyptu á nokkrum bjórkössum áður en þeir ultu til hvílu. Heildsali og hestar Þetta var fyrsta ferð Norðmann- anna til íslands. Þeir áttu íslenska kunningja sem höfðu sagt þeim magnaðar veiðisögur frá landinu handan hafsins þar sem fiskur lá undir næstum hveijum steini eða við hlið hans. Samfélag laxveiði- manna átti sér stnar hetjur og margar sögur höfðu þeir heyrt af heildsalanum sem hafði heilu fiski- stofnana á valdi sinu. Sérstaklega voru þeir hrifnir af sögunni af heildsalanum og helsta keppinauti hans við veiðamar, rafvirkjanum. Þessi tvö heljarmenni laxveiða á ís- landi höfðu marga hildina háð og kepptu grimmt um þaö hvor þeirra veiddi fleiri laxa. Eitt sinn lentu þeir saman í holli sem átti aðgang að svonefndri Kjarrá. Þar var mál- um svo háttað að ófært var að ánni með bifreiðum og veiðimenn þurftu annaðhvort að ganga dagleið elleg- ar að leigja hesta af eina hrossa- bóndanum í grenndinni. íslenski hesturinn bar þá fljótt og vel á áfangastað. Hrossabóndinn var fyr- ir löngu orðinn stórríkur af þvi að leigja út bústofn sinn undir fóta- fúna laxveiðimenn. Tveimur dög- um áöur en holl heildsalans og keppinautar hans áttu bókað í veiðihúsinu sem tilheyrði Kjarrá birtist heildsalinn veiðibráði á hlaði hrossabóndans. „Ég þarf að leigja hesta,“ sagði hann þar sem hann hafði stigið út úr jeppa sínum á hlaðinu. Bóndinn tók því að vanda afskaplega vel og spurði hve marga hesta hann vildi. „Hvað áttu marga hesta?" spurði heildsalinn á móti. Bóndinn lýsti stóðinu sem var um 30 hestar. „Ég ætla að leigja þá alla í viku,“ sagði heildsalinn. Hestaeigandinn varð forviöa. Hann hafði aldrei leigt ailt stóðið í einu. „Eru svona margir að fara í Kjarrá?" spurði hann forviða. Veiðimaðurinn glotti svo skein í röð af hvítum tönnum. „Það skiptir þig engu máli. Hest- arnir eru mínir í viku,“ sagði hann og vippaði sér upp í jeppann. Þegar hann tók hringinn á hlaðinu spólaði hann svo forviða bóndinn stóð eftir í rykmekki. Þetta var uppáhaldssaga Norð- mannanna og í veiðihúsinu um kvöldið var hún sögð þrisvar. Ekki af því að hún væri flókin heldur vegna þess að áheyrendumir voru norskir og frekar lengi að skilja sögu þar sem hestar og lax voru saman en konur voru hvergi nærri. Ljós rafvirkjans Daginn áður en hollið átti að hefja veiðar mættu þeir einn af öðr- um. Heildsalinn var óvenju glað- beittur þegar hann heilsaði keppi- nauti sínum. Raunar lék hann við hvern sinn fingur og hann hafði ekki verið eins glaður síðan hann komst í fóst viðskipti við Þjóðleik- húsið. Keppinauturinn skildi minnst í gleðilátunum fyrr en hann skrapp á hestabæinn til að leigja hross. Þá rann upp ljós fyrir raf- virkjanum og hann ætlaöi að bregðast ókvæða við en náði svo stjóm á skapsmunum sínum. Rafvirkinn var stöndugur fiár- hagslega svo að hann hefði getað leigt sér hrossa- stóð ef það bara væri fáanlegt. Á leiðinni heim í veiðihúsið velti hann þessu fyrir sér. Keppinautur- inn beið á hlaðinu, svona eins og hann væri að fá sér frískt loft. Þótt rafvirkinn væri kominn í hlað kom hann ekki út úr bíln- um. Heildsalinn sá að hann tók upp símann og hringdi eitthvað. „Hann er ábyggilega að klaga mig i kellinguna stna,“ hugsaði heildsal- ann og vömb hans gekk upp og nið- ur af ólgandi, innibyrgðum hlátrin- um. Rafvirkinn lét ekki á neinu bera þegar hann kom út úr bifreiðinni. Hann heilsaði heildsalanum eins og þeir væru aldarvinir sem öllu skiptu jafnt með sér. Þessi yfirveg- un varð hinum áhyggjuefni um stund en hann jafnaði sig á því. Um kvöldiö var gleði og glaumur í veiðikofanum og sögumar runnu fram ein af annarri. Það vakti stööugt undrun heildsalans hve kátur rafvirkinn var. „Vitiði hvað þarf marga heild- sala til að skipta um pem í ljósa- staur?“ spurði rafvirkinn á ellefta glasi. Félagar hans héldu að einn ætti kannski að duga. „Nei, þaö þarf sjö heildsala til þess,“ sagði rafvirkinn grafalvar- legur. Félagamir héldu að það væri nokkuð of í lagt en rafvirkinn sat fastur við sinn keip. „Það þarf einn til aö halda per- unni en sex til að snúa staumum," sagði hann og hreinlega öskraði af hlátri svo að þakið ætlaði að rifna af kofanum. Heildsalinn var að hugsa um að móðgast en ákvað að láta kyrrt liggja. „Hann verður ekki svona brattur þegar ég held af stað í Kjarrá. Hann getur eytt deginum í að leggja kapal í kofanum," hugsaði heildsalinn með sér. „Orðspor eyjarinnar i stærri löndum var gott. Gjaman var brugðið upp mynd af íðilfögrum meyjum að dansa um- hverfis þar til gerð stálslegin rör í bjartri sumarnótt. “ Nokkuð var liðið á nótt þegar kyrrð færðist yfir kofann og menn gengu til náða. í bland við hrotur veiðimannanna mátti heyra lambsjarm i fiarska og tófa gaggaði við greni sitt. íslensk náttúra skart- aði sínu fegursta og áður en síðustu daggardropar næturinnar höfðu tyllt sér á strátoppa var ró veiði- mannanna raskað með afgerandi hætti. Úr lofti heyrðist dynur mik- ill og ókyrrð komst á jafnt villt dýr og aðrar skepnur. Reiður heildsali Dynjandi hávaði barst um kof- ann og mennimir spruttu skelfmgu lostnir fram úr rúmum sínum. „Er þetta snjóflóð?" æpti heOdsalinn þar sem hann stóð á brókinni en á sömu stundu áttaði hann sig á því að það var hásumar og aukinheldur vantaöi bratta fiallshlíð við kofann. Að utan barst hvinur og taktfast hljóð: „Klapp, klapp, klapp“ heyrð- ist þar sem fimm manns þustu út í glugga. Örskammt ffá hús- inu stóð þyrla. Aðeins rafvirkinn var ekki í glugganum. Veiðifélag- amir vom undr- andi þar sem þeir sáu að hann gekk al- klæddur að þyrl- unni, íklæddur vöðlum og vopnaður veiðbúnaði sínum. Heildsalanum féllust hend- ur. Hann hugsaði til hrossa- stóðsins sem beið friðað innan girðingar. Það tæki hann tvo tíma að ríða að Kjarrá en þyrlan yrði fimm mínútur að komast sömu leið. Hann nötraði af reiöi þar sem þyrlan hóf sig til lofts. Þar sem hún tók sveig yfir kofann sáu félagamir rafvirkjann veifa ákaft og ekki sáu þeir betur en hann væri skellihlæj- andi. „Þaö er best að ná í hestana," sagði heildsalinn mjórri röddu og andlit hans var gráhvítt. Þetta varð síðasta laxveiðiferð heildsalans sem þar eftir sneri sér að golfi. Súla við Myrkhyl Rafvirkinn staðfesti viö Nc mennina að sagan væri sönn. Ekki var að sjá að honum leiddist ævintýr- ið og hann sagðist hefði glaðm- greitt þá sekt sem hlaust af því að þvælast á þyrlu á bökkum Kjarrár, þvert á náttúruvemdarlög. Norömennimir lýstu reyndar undr- un sinn á þeirri viðkvæmni sem var á íslandi gagnvart náttúm- vemd. Einn úr hópnum hafði kom- ið að málum norsks álrisa sem átti sér þann draum æðstan að sökkva stærstum hluta hálendis íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.