Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002
Helgctrblaö 3Z>"V
33
Vinnur mikið í frítúnanum
Hvenær hefurðu skrifað þessar sögur?
„Ég byrjaði að skrifa þessa bók fyrir þremur árum.
Tíminn er afstæður þegar maður er að vinna fyrir sjón-
varp og ég hef nýtt þann tíma. Ég hef alltaf nýtt allan fri-
tima minn til að vinna og geri voða lítið annað en að
vinna. Mörg verkefni verða aldrei að veruleika, mikiil
hluti timans fer í að ýta á eftir hlutum.“
Hvert sækirðu hugmyndir og innblástur?
„Ja, bara úr hugmyndafluginu og lífinu. í bransanum
erum við mikið með penna og blað á okkur og skrifum
niður það sem okkur dettur í hug. Ég held að grínistar
fái ekki fleiri fyndnar hugmyndir en aðrir. Munurinn er
bara sá að þeir safha þeim saman.“
Hefur ekki komið fyrir þig í starfsmannafyrirlestrun-
um að ekkert er hlegið að þér?
„Ég man einu sinni eftir því að ekkert var hlegið
fyrstu tíu mínútumar. Það var hjá yfirstjóm stórfyrir-
tækis og ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að hætta en
hugsaði með mér: nei, andskotinn, ég klára þetta, mér er
skítsama hvort sem er. Þá byijaði fólk að taka við sér og
ég náði því. í lokin var komin fin stemning."
Er erfitt að standa einn frammi fyrir virðulegum
stjómum?
„Ég ber enga virðingu fyrir stjómum. Mér fmnst
stjómendur ekki merkilegri en annað fólk. En það er al-
mennt mjög stressandi að vera að grínast. Það er svolít-
ið eins og að reyna við konu. Maður verður að hafa sig
í það. Maður veit ekki alveg hvað gerist en svo þegar
maður byijar að spjalla við hana er það allt í lagi eða þá
að hún reynist vera karlmaður. Þetta er svipaður kvíða-
hnútur.“
Talandi um konur. Eftir Fóstbræðuma og sketsana -
ertu orðinn frægur. Hefur kvenhylli þín aukist?
„Ég hef verið með sömu frábæm konunni frá því ég
byijaði í Fóstbræðrum. Það hefúr því ekki reynt á kven-
hyllina."
Og ekki orðið fyrir áreitni frá konum?
„Nei. Fólk er oftast mjög kurteist og skemmtilegt og
vill spjalla um þættina. Ég hef ekki fengið morðhótanir
eins og Jón. Hann er ekki öfúndsverður af því.“
Mistök Spaugstofunnar
Em Fóstbræður alveg hættir?
„Já, við erum búin að pakka niður. Ég er ánægður
með það. Þetta var rétti tíminn til að hætta.“
Og Spaugstofan byijar í haust og leysir ykkur af.
„Já, þeir ákváðu að fara aftur af stað með sína þætti.
Ég held að það séu mistök. Þeir hefðu átt að hætta, leyfa
okkur að eiga Spaugstofúna í minningunni og gera eitt-
hvaö nýtt. Þetta em allt mjög hæfileikaríkir menn. En
ég held bara að Spaugstofúkonseptið sé alveg búið.“
Heldurðu að Ríkissjónvarpið treysti ekki nýjum hug-
myndum og fólki?
„Ég er ekki inni í því hvemig hlutir gerast í Ríkis-
sjónvarpinu en af þessu að dæma þá er það raunin. Dag-
skrárstjóm er tvískipt starf, annars vegar að halda
ákveðnu skipulagi í dagskrá og fjármálum og hins vegar
að hafa ákveðna sýn í dagskrárgerð. Ég held að síðara
hlutverkið sé vanmetið á íslandi. Ég er ekki alltaf sáttur
við að þurfa að borga fýrir RÚV því mér finnst þeir ekki
standa sig. Það er hins vegar mjög erfitt að skamma hin-
ar stöðvamar því að þær eru annaðhvort ókeypis eða þá
að maður velur hvort maður er áskrifandi eða ekki.“
Gengur í nærbuxum
Hvað er á döfrnni hjá þér?
„Ég veit yfirleitt aðeins hvað gerist mánuð fram í tím-
ann. Núna er ég að fara að skemmta og síðan ætlum við
Sigurjón upp í sumarbústað og vinna að handriti að bíó-
mynd. Við fórum í bústað í vor og nú ætlum við að taka
aðra skorpu.“
Það myndast alltaf einhverjar grínklíkur?
„Já, það gerist og það em bæði kostir og gallar við
slikar klikur. Það er gott að vinna með mönnum sem
maður þekkir því þá getur maður sleppt tímafrekri kurt-
eisi og enginn þarf að sanna sig fyrir öðrum.“
Þegar hér er komið sögu helli ég niður sódavatnsglasi
sem er á borðinu og sódavatnið rennur yfir Þorstein.
Hann tekur sér hlé, fær sér meira kaffi og ég þurrka af
borðinu. Þegar hann kemur aftur rifja ég upp: hægt að
sleppa allri kurteisi...
„Já, það em margir kostir við að vinna með sama
fólkinu en á löngum tíma getur það orðið þannig að
menn hætta að koma hver öðrum á óvart. Það er gott að
breyta tiL“
Af hveiju heldurðu að svona fáar konur séu í gríninu?
„Ég veit það ekki. Þegar konur koma inn í grínið og
standa sig vel fa þær alltaf mikla athygli. Við verðum að
halda áfram að hvetja konur til að taka þátt í þessu. Það
em til margar fyndnar konur og margir hundleiðinlegir
menn.“
Gengurðu í nærbuxum?
„Já, alltaf.“
Það skal tekið fram að síðasta spumingin er fengin að
láni frá Adda, karakter Þorsteins, í Maður eins og ég og
er það eina ástæðan fyrir því að ég ber hana upp. En
samt gott að vita svona hluti. -sm
í
i