Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 12
12 -t Erlendar fréttir vikunn Erlent fréttaljós LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 nv Helgarblað Tugir þúsunda sækja umhverfisráðstefnu SÞ í Jóhannesarborg: Bandarík j af orseti kýs að sitja heima George W. Bush Bandaríkjafor- seti verður efalaust á allra vörum á umhverfisráöstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg í Suður- Áfríku. Ekki þó fyrir vasklega fram- göngu sína á fundarstað, heldur vegna fjarveru sinnar. Bush ákvað að sitja frekar heima á búgarði sín- um í Texas en að slást í liö með tug- um annarra þjóðarleiðtoga, mönn- um eins og Tony Blair, Jacques Chirac, Gerhard Schröder og Ánd- ers Fogh Rasmussen sem ætla að glíma í nokkra daga við brýnustu vandamálin sem blasa við mann- kyninu. Danskir umhverfisverndarsinnar segja ákvörðun Bush um að koma ekki til Jóhannesarborgar, heldur senda Colin Powell utanríkisráð- herra í sinn stað, sé óvirðing við aðrir þjóðir. „Það er ljóst að leiðtogafundurinn mun vekja miklu minni athygli í Bandaríkjunum þegar forsetinn er ekki með,“ segir John Nordbo, tals- maður 92-hópsins, samstarfsvett- vangs tuttugu danskra umhverfis- samtaka. Ákærð fyrir stúlknamorð Breskt par, Ian Huntley og Max- ine Carr, hefur verið ákært í tengsl- um við hvarf skólastúlknanna Holly Wells og Jessicu Chapman. Huntley hefur verið ákærður fyrir að nema stúlkumar á brott og drepa þær en Carr hefur verið ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Huntley hefur veriö vistaður á rétt- argeðdeild en unnusta hans gistir Holloway-kvennafangelsið þar sem þess er vandlega gætt að hún geti ekki svipt sig lífi. Parið var hand- tekið um síðustu helgi, skömmu áð- ur en lík stúlknanna fundust á fá- fomum stað í tæplega tuttugu kíló- metra fjarlægð frá heimabæ þeirra, ISoham. Krufning leiddi ekki í ljós dánarorsök stúlknanna og verður þvi að gera fleiri prófanir sem gætu tekið nokkrar vikur. Bush rólegur í tíðinni George W. Bush Bandaríkjaforseti, sem hefur verið í ffíi á bú- garði sínum í Texas undanfarnar vikur, sagði á dögunum að hann hefði ekki enn tekið ákvörðun um E_ hvort og hvenær yrði ráöist á írak til að steypa Saddam Hussein for- seta af stóli. Það hefur verið yfirlýst markmið Bush um nokkra hríð að fjarlægja Saddam með valdi. Fyrir- ætlanir hans njóta þó mismikillar hrifningar, bæöi heima og heiman. Margir samflokksmenn forsetans hafa lýst efasemdum um skynsemi slíkra aðgerða. Bush segist ætla að ráðfæra sig við þingið og banda- menn sína erlendis áöur en látið verður til skarar skríða. Abu Nidal tók eigið líf Irösk stjómvöld staðfestu í vik- unni að palestínski skæruliðafor- inginn Abu Nidal hefði framið sjálfsmorð þegar iraskir leyniþjón- ustumenn fóru á heimili hans til að færa hann til yfirheyrslu. Ekki eru þó allir sem trúa þeirri frásögn og efast jafnvel um að Abu Nidal sé yf- ir höfuð látinn. írakar sögðu að Abu Nidal hefði komið ólöglega inn í landið. Gamall félagi Nidals sagði undir helgi að hann hefði viður- kennt að hafa grandað Pan Am þot- unni yfir Lockerbie í Skotlandi 1988. Schröder saxar á Gerhard Schröder Þýskalandskanslari hefur saxað á forskot íhaldsmannsins Ed- munds Stoibers fyrir þingkosningamar í næsta mánuði, að því er fram kom í skoðanakönnun sem birtist á fóstudag. Könnunin leiddi í ljóst að Stoiber hefur nú aðeins eins prósentustigs meiri stuðning en kanslarinn. Stjórnmálaskýrendur segja að Schröder hafi sýnt mikla leiðtogahæfileika í flóðahamforun- um að undanfömu og að það hafi styrkt stöðu hans. Al-Qaeda í írak Breska dagblaðið Guardian hafði það eftir kúrdískum leyniþjónustu- mönnum á föstudag að hryðjuverka- samtökin al-Qaeda hefðu sett á lagg- irnar nýjar þjálfunarbúðir i norðan- verðu írak. Þau nutu til þess stuðn- ings vopnaðs hóps harðlínumúslíma sem hefur tengsl við stjórnvöld bæði í Bagdad og Teheran. í nafni sjálfbærrar þróunar Umhverfisráðstefnan, sem hefst í Jóhannesarborg eftir helgi, heitir þvi háleita nafni „Leiðtogafundur heimsins um sjálfbæra þróun“. Fundurinn er framhald ráðstefn- unnar miklu í Rio de Janeiro fyrir tíu áram þegar þjóðarleiðtogar, um- hverfissinnar og Hollywoodleikar- ar, svo einhverjir séu tíndir til, komu saman til að ræða umhverfis- og þróunarmál. Búist er við rúmlega sextíu þús- und fulltrúum frá 185 löndum til Jó- hannesarborgar, auk þess sem þús- undir blaðamanna verða þar til að upplýsa lönd og lýð um það sem þar fer fram. Viðfangsefni fundarins verða fjölbreytt: vatn, hreinlæti, orkuöflun, framleiðni í landbúnaði, fjölbreytni lífríkisins, heilsa og fleira og fleira. Allt verður þetta í nafni sjálfbærrar þróunar, eða hvemig stjóma eigi hagvextinum án þess að ganga á umhverfið. Vindurinn fór úr Rio Þjóðarleiðtogamir sem sóttu ráð- stefnuna í Rio fyrir áratug höfðu há- leit markmiö, rétt eins og kollegar þeirra nú. Og i hita leiksins sam- þykktu þeir alls lags samninga um vemdun lífríkisins og aðstoð viö fá- tæk ríki. Þeir eru hins vegar fáir sem halda því fram að staðið hafi verið viö allt sem lofað var í Rio. „Menn höfðu á tilfmningunni að eitthvað yrði gert. En um leið og fundinum í Rio lauk fór allur vind- ur úr þessu,“ segir Tony Carritt, fjölmiðlafulltrúi Umhverfisstofnun- ar Evrópu i Kaupmannahöfn. Hann sótti ráðstefnuna i Rio fyrir tíu ár- um sem blaðamaður. Flest ef ekki öll málin sem voru á dagskrá Rio-fundarins, svo sem mengun, eyðilegging umhverfisins og fátækt, eru enn í fullu gildi. Hungurvofan á stjá Eitt helsta verkefni fundarins í Jóhannesarborg verður að finna leiðir til að draga úr hungri í heim- inum um helming fyrir árið 2015. Kannski ekki seinna vænna, enda hungurvofan aftur farin á stjá í Afr- íku sunnan Sahara. REUTERSTdYND Lelkið í kringum vatnskranann Stjórnvöld í Suöur-Afríku hafa á undanförnum átta árum veitt sjö milljón íbúum landsins aðgang aö hreinu drykkjar- vatni. Þaö ergreinilegt aö börnin í bæjarfélaginu Imizamo Yethu, nærri Höföaborg, kunna vel aö meta vatnskranann sem settur hefur verið upp í bænum. Vatn veröur mikiö rætt á umhverfisráöstefnu SÞ. Að minnsta kosti þrettán milljón- ir manna i sunnanverðri Afríku eru í bráöri hættu á að verða hungur- morða, auk þess sem milljónir til viðbótar líða hungur í Afganistan, Norður-Kóreu, á Vesturbakkanum og Gaza. Skiptir þá engu þótt bænd- ur á norðurhveli, sem njóta ríflegra niðurgreiðslna af hálfu stjómvalda, framleiði svo mikið að afurðirnar hrannast upp. Betur má ef duga skal Sameinuðu þjóðimar vilja fækka í hópi þeirra, sem þéna minna en eitt hundrað krónur á dag og þjást af viðvarandi næringarskorti, um rúmar fjögur hundruð milljónir, úr 815 milljónum manna í 400 milljón- ir. Áætlanir ganga þó ekki eftir því aðeins fækkar í þessum hópi um sex milljónir á ári en ekki tuttugu og tvær milljónir eins og þarf til að markmiðið náist. Það flækir svo verk þjóðaleiðtog- anna í Jóhannesarborg aö í iðnrikj- unum fara um þessar mundir fram áköf og oft á tíðum hatrömm skoð- anaskipti um erfðabreytt matvæli og ágæti þeirra, eða skaðsemi. Sum- ir segja að þau geti leyst hungur- vandann sem við blasir en aðrir líta á þau sem ógn. Tæknin getur þaö Þá eru þeir til sem segja að lausn- ina sé ekki aö finna í meiri matvæl- um, erföabreyttum eður ei, þar sem við lifum á gnægtatímum. Jacques Diouf, forstöðumaður Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), hefur haldið því fram að tiltæk tækni, og þá er erfðatæknin ekki talin með, sé þess fyllilega megnug að mæta þörf- um þróunarlandanna fyrir mat. „Það er ekki þar með sagt að þetta muni duga í framtíðinni,“ seg- ir Diouf. Hann bendir á að mann- kyninu muni fjölga úr sex mOljörð- um nú í átta milljarða á árinu 2020. „Þess vegna veröum við að gaum- hannesarborg ætlar að leggja áherslu á samninga við einkageir- ann og benda á mikilvægi hagvaxt- ar í stað bindandi sáttmála um að beijast gegn umhverfisvandamálum og fátækt. Baráttan um vatniö Bandarískir embættismenn gera sér vonir um að tilkynningar um fjölda samvinnuverkefna milli ríkis- stjóma, einkafyrirtækja og annarra hópa verði til þess að ryðja veginn fyrir árangri í málaflokkum eins og útvegun hreins drykkjarvatns og eyðingu skóglendis. Skynsamleg nýting vatnsforða heimsins verður einmitt eitt helsta umræðuefni fundarins í Jóhannes- arborg. Þótt 70 prósent jarðarinnar séu þakin höfum, er engu að síður skortur á vatni. En ferskvatn er fá- gætt. Það er aðeins um 2,5 prósent af heildarvatnsmagni heimsins og ekki er hægt að nálgast um sjö tí- undu hluta þess þar sem það er ým- ist í formi jökla eða svo djúpt í jörðu að ekki er hægt að nýta það. En drjúgur hluti nýtanlegs fersk- vatns fer til spillis, meðal annars í landbúnaði. Sameinuðu þjóðimar áætla að á árinu 2025 muni um tveir þriðju hlutar mannkyns líða vatnsskort, misalvarlegan þó. Sérfræðingar í vatnsöflun verða í Jóhannesarborg þar sem þeir munu bjóða fram þjón- ustu sína. Hórur og bófar En þeir era fleiri sem munu fal- bjóða þjónustu sina dagana sem ráð- stefnan stendur yfir. Hundruð vændiskvenna eru væntanlegar, enda vita þær sem er aö viöskiptin era aldrei líflegri en þegar fjöl- mennar ráðstefnur eru haldnar. Þá mega gestirnir eiga von á að glæpa- menn af öllu tagi muni reyna að svíkja þá og pretta á alla lund. Byggt á efhi frá Reuters, Ritzau The Guardian og Le Nouvel Guölaugur Bergmundsson blaöamaöur gæfa betri afbrigði." Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóð- anna telur að senda þurfi 1,2 millj- ónir tonna af matvælum i neyðarað- stoð til sunnanverðrar Afríku næsta árið, auk þess sem þörf verði á 2,8 milljónum tonna sem íbúamir geti keypt sjálfir. Matvælin hrannast upp í löndum Evrópusambandsins eins er að finna fimm milljónir tonna af niðurgreiddu komi í vöra- skemmum og ESB er svo mjög í mun að losa sig við rúgbirgðir sínar að hugmyndir eru uppi um að nota þær sem eldsneyti og brenna. Niðurgreiðslur sem fiest iðn- væddu löndin greiða til bænda sinna leiða til þess að upp safnast birgðir af matvælum sem enginn vUl. Á sama tíma koma tollar og álögur í veg fyrir að þróunarlöndin geti flutt framleiðslu sína og hagn- ast á viðskiptunum. Bandaríska sendinefndin í Jó- REUTERSMYND Slappar af George W. Bush Bandaríkjaforseti kaus aö vera áfram í fríi í Texas en sækja umhverfisráöstefnu SÞ. I kapphlaupi við vatnselg Mörg hundruð þúsund manns vora flutt burt frá heimil- um sínum nærri Dongting-vatni í Húnanhéraði í Kína fyrir helgi vegna yf- irvofandi flóða. Rúm- lega ein milljón I manna vann við að hlaða sandpokum til að hefta fram- gang vatnsflaumsins. Um þrjátíu þúsund hús hafa þegar orðið vatna- vöxtunum að bráð og búast Kínverj- ar við að ástandið eigi jafnvel enn eftir að versna. Um átta milljónir manna búa í héraðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.