Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 28
28 Helqctrblað DV LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 • | ■ ' Teitur Þórðarson og lið hans, Brann, hefur verið í vandræðum í sumar en Teitur er bjartsýnn á að liðið geti bitið frá sér eftir 2-3 ár. Hér er hann á æfingu hjá liði sínu í Bergen. DV-mynd m Teitur Þórðarson hefur komið víða við sem knattspyrnumaður og þjálfari: Lék reglulega gegn Platini Teitur, sem er fimmtugur að aldri, er fæddur á Akranesi og þvi lá beint við að hann færi að æfa knattspyrnu eins og flestir strákar þar í bæ. Fjöl- skyldan lifði og hrærðist í þessu, faðir hans var þekktur knattspyrnumaður með Skagamönnum og þeir bræður, Teitur og Ólafur, sem nú þjálfar Skaga- liðið, fóru fljótlega að elta fóður sinn á völlinn. Teit- ur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 1969 og fór fljótlega að vekja athygli í fremstu víglínu hjá Skaga- mönnum. Eftir nokkur ár fór að bera á áhuga erlend- is frá og svo fór að hann gekk til liðs við Jönköping í Sviþjóð 1976. „Ég fékk þetta tækifæri í gegnum lækni á íslandi, Daníel Guðnason, sem starfaði í Jönköping á sumrin. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að leika þar og ég sagði honum að ef tilboðið kæmi myndi ég örugglega skoða það. Hann kannaði svo málið i Jönköping þetta sumar og ég fór svo út um haustið til æfmga í nokkra daga. Það gekk vel og mér var boðinn samningur og flutti út þá um áramótin." Teitur sló i gegn hjá Jönköping fyrsta árið og fékk strax þá tilboð frá Öster sem þá var eitt sigursælasta félag Svíþjóðar og er með aðsetur í Veksjö. Þar varð knattspyrnan hans atvinna. Hann varð þrisvar sænskur meistari með liöinu á þremur og hálfu ári. Lék reglulega gegn Platini Árið 1981 flutti Teitur svo til Frakklands og gerðist leikmaður með Lens, sem var mjög sigursælt félag á þeim tíma. „Síðasta tímabilið hjá öster gekk mjög vel hjá mér og það vakti ahygli. Ég fékk tilboð frá Lens og Bristol City, sem þá var í efstu deild á Englandi. Mér fannst ekki nógu áhugavert aö fara til Englands og mig langaði að læra frönsku þannig að ég flutti til Frakklands." Teitur sagði veru sína hjá Lens hafa verið stórkost- lega upplifun. „Það má segja að ég hafi verið í Frakk- landi á þeim tíma þegar franski boltinn fór að stand- ast alþjóðasamanburð og Frakkar verða til að mynda Evrópumeistarar 1984. Eitt það minnisstæöasta frá veru minni í Frakklandi er að fyrir Evrópukeppnina 1984 var landsliðið með æfingabúðir á stað rétt hjá okkur. Við æfðum með landsliðinu í tvær vikur og spiluðum síðan æfingaleik við það þriðja hvern dag. Þar kynntist ég mörgum af þessum stóru stjörnum þeirra eins og Michel Platini, Alain Giresse, Jean Tig- ana o.fl. Þetta voru frábærir knattspyrnumenn og það var virkilega gaman að æfa með þeim.“ Teitur skipti yfir í Cannes í árslok 1983 og lék með liðinu í tvö og hálft ár. Það var á þeim árum sem hon- um datt fyrst í hug að þjálfun gæti átt vel við hann. „Ég tók að mér unglingalið félagsins ásamt öðrum leikmanni liðsins yfir hálft tímabil þegar þjálfarinn hætti skyndilega. Þá fór ég að velta því fyrir mér að kannski væri þetta ekki svo galið. Ég tók einnig á þessum tíma stutt námskeið í unglingaþjálfun en ég hugsaði ekki meira um þetta þá.“ Hann lék síðan með Neuchatel Xamax í Sviss í eitt ár en sneri svo aftur til Öster sem leikmaður. „Öster hafði reyndar haft samband við mig meðan ég var í Cannes um hvort ég vildi hugsanlega koma til þeirra aftur. Þeir buðu mér vinnu við að sjá um knatt- spyrnudeild við lýðháskóla í Markarvit sem er bær fyrir sunnan Veksjö. Þessar deildir eru reknar af knattspyrnusambandi Svíþjóöar og knattspyrnusam- böndum á viðkomandi stöðum en maður verður að vera þjálfaramenntaður til að geta séð um svona deildir. Þeir lofuðu mér hins vegar að sjá til þess að ég fengi slíka menntun. Mér fannst þetta áhugavert tilboð og þáði það að lokum. Þannig gekk ég í gegn- um þjálfaraskólann í Sviþjóð og það má segja að þjálfunin hafi byrjað með þessu.“ Teitur lék með Öster og gegndi jafnframt þessu starfi í tvo vetur. Þá bauð fyrstu deildarliðið Skövde AIK honum starf spilandi þjálfara og var það fyrsta meistaraflokksliðið sem hann þjálfaði, sumarið 1987. Þetta var síðasta sumar Teits sem leikmanns. Samningur við Brarui En það er árið eftir sem ferill hans hefst í Noregi þegar honum er boðið þjálfarastarf hjá Brann. „Ég fór á landsleik íslands og Noregs í Ósló haustið 1987 og Það hafa fáir, ef nokkrir, ís- lenskir knattspyrnumenn komið jafn i/íða við á vett- vangi knattspgrnunnar en Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar lið Brann íBergen í Noregi. Teitur hefur á sínum leikmanna- og þjálfaraferli leikið og þjálfað á Islandi, Svíþjóð, Frakklandi, Sviss, Fistlandi og íNoregi þar sem hann starfar nú. DV hitti Teit á Brann Stadion í Bergen og spjallaði við hann um ferilinn, norska boltann og það sem fram undan er. hitti þar þjálfara sem ég hafði kynnst í Svíþjóð sem hét Arve Mökkelpost. Hann var þá framkvæmdastjóri Brann. Hann sagöi mér frá því að Tony Knapp, þjálf- ari liðsins, hefði verið leystur frá störfum og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við. Ég sagði honum að ég myndi alveg hafa áhuga á að skoða það og þaö varð svo úr að ég gerði samning við Brann.“ Teitur þjálfaði liðið í þrjú ár með ágætum árangri. „Fyrsta árið var mjög erfltt og við þurftum að hreinsa mikiö til. Af 22 leikmönnum sem voru í aðalhópnum voru 14 látnir fara og ungir strákar teknir inn í stað- inn. Á þremur árum urðum við topplið og til marks um það var að á síðasta tímabilinu, 1990, áttum við enn möguleika á meistaratitlinum þegar tvær um- ferðir voru eftir í deildinni.“ Þrátt fyrir góðan árangur voru ýmis vandamál í veginum. „Það var lítil samstaða í stjórninni og menn voru mikið að reyna aö koma sjálfum sér í góða stöðu í stað þess að einbeita sér að rekstri félagsins. Mér fannst sumir fara á bak við mig og það endaði með því að ég sagði þeim að ég nennti ekki að standa í þessu lengur og hætti.“ Þegar það kom fram að Teitur væri að hætta hjá Brann fékk hann tilboð frá öðru norsku liði, Lyn, og gerði Teitur tveggja ára samning. Liöiö hafði tryggt sér sæti í efstu deild haustiö 1990 en stóð sig mjög vel þessi tvö tímabil og var í toppbaráttunni bæði árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.