Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 39
LAUOAROAC.UK 24. AOÚST 2002 H e Iga rb loö DV 43 Leni Riefenstahl er umdeildasti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Hún átti hundrað ára afmæli á fimmtudaginn. Leni er þekkt fgrir að hafa gert nasista fallega f fræg- ustu áróðursmynd allra tíma, Sigri viljans (Triumph ofthe Will). Hér verður rakin saga þessarar umdeildu konu sem eytt hef- ursíðustu fimmtíu árum ískugga sinna eigin mynda og tveir íslenskir áhugamenn um kvikmyndir leggja mat á verk hennar. Fyrstu kynnin af „Foringjanum" „Ég sá hann fyrst i maí 1932 á stjórnmálafundi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á svona fund og mig rak í rogastans er ég sá hvílík áhrif hann virtist hafa á fvlgis- menn sína. Það var líkt og hann gæti dáleitt þá og látið þá gera hvað sem væri fyrir sig." Konan sem gerði nasista fallega Leni er fædd tuttugasta og annan ágúst 1902 1 Berlín. Fullt nafn hennar er Helene Bertha Amalie Riefenstahl. For- eldrar hennar ráku fyrirtæki og vildu þau af fremsta magni sjá til þess að hún tæki við rekstrinum þegar fram liðu stundir. Leni var hins vegar listfengin og aðeins fjögurra ára var hún byrjuð að skrifa ljóð og mála. Faðir hennar var ætíð mótfailinn því að Leni legði listina fyrir sig og barðist fyrir þvi að stúikan færi í nám og lærði „eitthvað virðu- legt.“ Leni lét orð föður síns sem vind um eyru þjóta og hóf ball- etnám. Hún þótti mjög góður dansari og ferðaðist um alla Evrópu og sýndi. Hnémeiðsl áttu eftir að setja strik í reikn- inginn og fljótlega áttaði hún sig á því að hún yrði að fmna annað starf. En líf hennar breyttist í einni svipan einn sum- ardag í Berlín. Hún sat á lestarstöð, aum í hnjánum og beið eftir lest. Henni varð litið upp og hinum megin á brautar- pallinum sá hún plaggat. Á plaggatinu sá hún karlmann klífa upp á fjailstind. Þetta var auglýsing fyrir myndina Der Berg des Schicksals, eða Fjöll örlaganna, eftir dr. Amold Fanck og var ein af þessum svoköliuðu „fjallamyndum“ sem voru vinsælar í Þýskalandi á árunum 1920 til 1930. Hún varð svo uppnumin að hún tók ekki eftir því þegar lestin kom og fór rakleitt í næsta kvikmyndahús og sá myndina á hverjum degi í eina viku. Svo vildi til að náinn vinur Leni þekkti dr. Fanck og sá til þess að þau gætu hist. Aðeins þremur dögum eftir stefnumót þeirra hafði leikstjórinn skrifað handrit með Leni í huga. Biómlegur leikferill var að hefjast. Leni átti eftir að leika í mörgum „fjallamj'ndum" dr. Fancks og við gerð einnar þeirra kviknaði áhugi hennar á leikstjóm. Hún vildi vita hvemig myndimar vom gerðar í stað þess að leika í þeim sjálf. Dr. Fanck leiðbeindi henni en fljótlega kom í ljós að leikkonan var mun hæfileikararíkari en doktorinn. Fyrsta mynd Leni var Das Blaue Licht eða Blái bjarminn og var frumsýnd tuttugasta og fjórða mars 1932. Myndin fékk góðar viðtökur og hún ákvað að ferðast með hana um ailt Þýskaland. Á þessu ferðalagi varð hún vitni að hræðilegu ástandi landsins sem enn hafði ekki rétt úr kútnum eftir hörmungar fyrra stríðs. Það var á þessu ferðalagi sem hún heyrði nafhið Adolf Hitler fyrst nefrit en nasistar vom óðum að verða öflugt stjómmálaafl í Þýska- landi. Riefenstalil hittír Hitier „Ég sá hann fyrst í maí 1932 á stjómmálafundi,“ sagði Leni í viðtali fyrir skömmu um fyrstu kynni sín af Hitler. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á svona fund og mig rak í rogastans er ég sá hvílík áhrif hann virtist hafa á fylgis- menn sína. Það var líkt og hann gæti dáleitt þá og látið þá gera hvað sem væri fyrir sig. Mér fannst þetta mjög ógn- vekjandi en samt snart hann mig líka á mjög undarlegan máta. Svo undarlegan reyndar að ég veitti því sem hann sagði ekki mikla eftirtekt. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hver er þessi maður? Hvemig er hann? Ég varð mjög forvitinn og auðvitað varð ég að fá að hitta hann. í bamaskap mínum sendi ég honum bréf og bað um að fá að hitta hann. Ekki grunaði mig að hann myndi heiðra mig með svari en nokkrum dögum síðar fékk ég bréf frá honum. Hann hafði séð eina af myndum okkar Fancks og sagðist aldrei hafa séð jafn fallegan leik. Hann vildi að ég gerði mynd fyrir sig. Mér leist ekki á blikuna og tjáði honum að ég gerði einungis myndir fyrir sjálfa mig, eitthvað sem ég þráði að gera. Hann varð vonsvikinn og í næsta bréfi sagði hann að ég myndi skilja hann eftir nokkur ár þegar ég væri orðin þroskuð.“ í ágúst 1934 hefúr Hitler sennilega fundist hún vera orð- in þroskuð því að hún fékk skilaboð frá aðstoðarmanni Hitlers, Rudolf Hess, að Hitler, sem þá var orðin einráður i Þýskalandi, vildi hitta hana. Leni varð taugaóstyrk en hún Leni Riefenstahl ,,Ég sagði cinhvcrn tímann að ég leitaði að samhljómi í lífinu og ég hef fundið hann neðansjávar." vissi að ef hún færi ekki á fúnd Hitlers væri ferli hennar lokið. Sigur viljans og Ólympía Hitler vildi að Leni gerði heimildamynd um flokksþing nasista í Númberg í september 1934. Þetta átti eftir að verða stórkostleg sýning á hemaðarmætti Þýskalands. Einvaldur- inn lofaði henni algera listrænu frelsi og myndin var fram- leidd af hennar eigin fyrirtæki en ekki af áróðursráðuneyti Goebbels eins og margir hafa haldið fram. Hitler kom því skýrt til skila að hann vildi ekki fréttamynd, hann vildi list- ræna heimildamynd. Leni var sammála. Hún fékk tvær vikur til að undirbúa tökumar. „Ég skrif- aði ekkert handrit að Sigri viljans," segir Leni. „Uppbygg- ing myndarinnar var til í klippiherberginu. Oft finnst mér eins og það hafi verið átján leikstjórar að myndinni. Ég gaf myndatökumönnum mínum algert frelsi til að mynda það sem þeim fannst mikilvægt.“ Og útkoman varð ein um- deildasta kvikmynd sögunnar. Hún varð ekki heimilda- mynd í hefðbundnum skilningi. Leni vildi að áhorfandinn gæti raunverulega upplifað það sem gerðist á flokksþinginu. Myndin endurspeglar að mörgu leyti fagurfræði nasismans sem m.a. fólst í aga, hreinleika og valdi. Frægt er atriðið þegar Hitler kemur til Númberg eins og frelsarinn sem ætl- ar að bjarga hinni þýsku þjóð. Áhorfandinn er staddur i flugvélinni ásamt „Foringjanum“ en við sjáum hann aldrei. Hann sér okkur. Alltaf. Verkið var frumsýnt í í marsmánuði 1935, auk þess sem hún var gerð að skylduefni í skólum í Þýskalandi. Tæpum tveimur árum síðar var hún aftur beðin um að vinna fyrir Nasistaflokkinn. Ólympíuleikamir vora á næsta leiti og átti ekki síst að nota þá til að sýna yfirburði Þýska- lands. „Hitler hafði engan áhuga á þessari mynd,“ sagði Leni í viðtali fyrir nokkra en myndin, Ólympia, átti eftir að verða frægasta mynd hennar ásamt Sigri viljans og var fhunsýnd 20. apríl 1938, á afmælisdegi Hitlers. „Hann kom eingöngu þegar hann nauðsynlega þurfti. En Goebbels var afhn- á móti mjög afskiptasamur. Einu sinni vildi hann að ég klippti Jesse Owens og landa hans, Archie Williams, út úr myndinni." Ólympía fékk ótal verðlaun og er oft talin til bestu kvik- mynda tuttugustu aldarinnar. Myndin var óneitanlega gríð- arlega góð kynning fyrir Þýskaland nasismans en þó hvarfl- ar það að manni að stjama myndarinnar hafi fyrst og fremst verið Jesse Owens. List eða áróður? Menn deila endalaust um listrænt gildi þessara tveggja mynda. Hvar stóð Leni í þessu öllu saman? Var hún einung- is listamaður sem iil öfl náðu að virkja? Er hægt að horfa fram hjá áróðursgildi þessara tveggja mynda? Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri telur að menn geti ekki annað en aðgreint listina frá áróðursgildi myndanna. „Það er ekki hægt setjast í sæti dómarans," segir hann. „Nasism- inn var og er auðvitað viðbjóður og því miður fór megnið af sköpunarkrafti hennar i vinnu fyrir hann. Ég hef gríðarlega mikið álit á Leni og myndimar Sigur viljans og Ólympía eru stórkostleg kvikmyndaafrek og þá skiptir ekki máli hvaða pólitísku sýn þú hefur sjálfur. Ég horfi algerlega fram hjá því að þær voru hugsaðar sem áróðursmyndir. Hugtak- ið „áróður“ er líka mjög teygjanlegt. Er ekki hægt að segja að margar bandarískar myndir reki áróður fyrir óbreyttu ástandi? Getum við sagt að íslendingasögumar séu nasísk- ur áróður bara vegna þess að þær höfðu áhrif á Wagner sem aftur hafði áhrif á nasista? í Sigri viljans kemur fram ákveð- in upphafning á mannslíkamanum sem var bara viðhorf þess tíma. Myndir Leni hafa haft ótrúleg áhrif á kvikmynda- gerð og mér finnst svolítið kaidhæðnislegt að hugsa til þess að ameríski vestrinn er undir greinilegum áhrifum frá þeim. Þar kemur fram þessi sama dýrkun á mannskepn- unni og náttúrunni." Ásgrimur Sverrisson, ritstjóri kvikmyndatimaritsins Lands og sona, hefur meiri efasemdfr um gildi kvikmynda hennar en er þó sammála Friðrik í megindráttum. „Þær era bæði hræðilegar og stórkostlegar,“ segir Ásgrímur. „Þær eru geysilega formfagrar og höfðu mikil áhrif á myndmál kvikmyndanna. Leni tekur hugmyndir frá endurreisnar- tímabilinu og Fomgrikkjum og þróar þær fyrir kvikmynd- ina. Myndmálið sem birtist í hennar frægustu verkum hef- ur haft gríðarleg áhrif á kvikmyndagerð og frá því verður ekki horft. En þær era líka áróðursmyndir og þvi megum við ekki gleyma heldur. Ég hallast persónulega að því að hún hafi fyrst og fremst verið listamaður frekar en pólítíkus. Hún er mótuð af þeim hugmyndastraumum sem voru áberandi á þessum tíma árum. Hún tekur þá og býr til glæsilegar myndir en það er munur á því að vera hæfileik- aríkur leikstjóri og að vera höfundur hugmyndafræði. Hún hefur alla tíð verið hrifrn af mannslíkamanum eins og sést í öðrum myndum hennar. Við getum kannski sagt að ef Hitler var kúnninn þá var Goebbels auglýsingastjórinn og Leni var undirverktakinn sem bjó til auglýsinguna sjálfa. Ég veit hins vegar ekki hvort myndir hennar muni lifa. Þær era fyrst og fremst vitnisburður um ákveðinn tíma sem við tengjum oft hryftingi. Og kannski vegna hans munu þær lifa áfram.“ Afmæli í skugga lögsóknar Afmæli hennar er haldið í skugga ásakana um að hún hafi notað sígauna úr útrýmingarbúðum nasista í aukahlut- verk árið 1941 i myndinni Tiefland eða Láglönd. Þeir vora sendir aftur í búðimar eftir að tökum lauk og fæstir lifðu af. Á afmælisdegi hennar var tiikynnt að saksóknarar í Þýskalandi ætluðu að hefja rannsókn á því hvort Riefenstahl hefði í raun vitað um áætlanir Nasistaflokksins en því hefúr hún alla tíð neitað. En Leni er enn þá að fást við kvikmyndagerð og hún þyk- ir líka feikilega góður ljósmyndari. Neðansjávarköfún og ljósmyndun hefúr verið hennar helsta áhugamál á síðustu áram og á dögunum var frumsýnd fyrsta mynd hennar síð- an 1954. Myndin heitir Impressionen unterwasser eða Neð- ansjávar-upplifanir. Um hana segir Leni: „Það má alls ekki líta á þessa mynd sem „kombakk“. Ég hef alltaf verið virk og mun halda áfram að skapa. Nýja myndin fjallar um feg- urð heimsins undir sjávarborðinu og ég vona að fólk geti lif- að sig inn í þennan heim og að það átti sig á því hvað við missum ef við höldum áfram að menga hafið. Ég sagði ein- hvem tímann að ég leitaði að samhljómi í lifmu og ég hef fundið hann neðansjávar." JKÁ Heimildir: Benedikt Hjartarson (1999) „Fagwýrœöi áróöursins." The Guardian New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.