Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 42
46
H e Iqa rb lað DV LAUGARDACUR 24. ÁGÚST 2002
A attunda og ntunda áratugnum herjaði
palestínski flóttamaðurinn íþrem heims-
álfum með morðum, sprengingum og flug-
ránum. Það voru einkum ggðingar sem
urðu fgrir barðinu á hrgðjuverkastarfsemi
óaldarflokka Nidals en þeir herjuðu einnig
á araba sem þeim þótti sgna Israelum
óþarflega mikla linkind og létu íIjósi
áhuga á að semja við Israel um skiptingu
lands og stöðu Palestínumanna á heima-
slóð.
íraskur lögreglumaður ineð mynd sem á að sanna að Abu Nidal sé látinn, en hann er sagður hafa framið
sjálfsmorð um síðustu helgi. Það er ekki í fyrsta sinn sem opinber aðili tilkynnir lát hermdarverkaforingjans.
Skaut af sér hausinn
með 900 mannslíf á
samviskunni
„s
Síðasta hermdarverk Abu Nidal var að skjóta sjálfan
sig í höfuðið þegar leyniþjónustumenn Saddams
Husseins komu til að handtaka hann á heimili hans i
Bagdad. Þeir töldu sig hafa komist á snoðir um að hann
sæti á svikráðum við gestgjafa sína og að ekki væri við
hæfi að hann gengi lengur laus. Þar með lauk ævi eins
mest umtalaða hermdarverkamanns aldarinnar sem
leið. Hann var eftirlýstur í fjölda landa fyrir morð og
skemmdarverk og brottrækur frá mörgum arabaríkjum,
sem annars höfðu skotið yfir hann skjólshúsi í lengri
eða skemmri tíma. En ofbeldið fylgdi honum hvar sem
hann fór og Nidal skipulagði og framdi hryðjuverk hvar
sem hann fór eða dvaldi. Einkum var honum uppsigað
við ísraela og gyðinga yfirleitt og fengu þeir margsinnis
að kenna á heiftaræði hans og hefnigirni.
Margt er á huldu um ævi og tiltæki Nidals og jafnvel
við dauða hans um síðustu helgi spunnust sögur um
hvernig látið bar að og hvort líkið í ibúðinni væri í
rauninni af hermdarverkaforingjanum eða einhverjum
öðrum og kannski verður aldrei upplýst hvers vegna
honum var rutt úr vegi. Þótt Nidal væri hataður víða um
lönd og margir ættu honum grátt að gjalda og menn ótt-
uðust hann átti hann einnig marga og einlæga stuðn-
ingsmenn og má líklegt telja að einhverjir þeirra hugsi
þeim gott til glóðarinnar sem kenna má um dauða ógn-
valdsins.
Abu Nidal fæddist í Jaffa árið 1938. Faðir hans var vel
efnaður palestínskur jarðeigandi. Þegar Ísraelsríki var
stofnað 1948 var fjölskyldan rekin í útlegð og bjó eftir
það í fleiri arabalöndum. Nidal starfaði sem kennari í
Egypalandi og Sádi-Arabiu en var gerður brottrækur úr
þeim löndum vegna stjórnmálaskoðana. Árið 1967 gekk
hann til liðs við Fatah-hreyfinguna og upp úr 1970 var
hann fulltrúi hennar í Kartoum og síðar í Bagdad. 1974
sagði hann skilið við forystulið PLO og stofnaði eigin
byltingarflokk og krafðist þess að meirihluti PLO-manna
fylgdi sér að málum. Hann sló eign sinni á sjóði PLO í
Bagdad með stuðningi stjórnarinnar þar sem reyndi
leynt og ljóst að ná yfirráðum yfir allri PLO-hreyfing-
unni.
Þá var öðrum Palestínumönnum í PLO nóg boðið og
var Abu Nidal dæmdur til dauða fyrir drottinssvik.
Hann hlaut einnig dauðadóma i Líbanon og Jórdaníu.
En dauðamaðurinn kom aldrei í réttarsali og voru dóm-
arnir kveðnir upp að honum fjarstöddum.
900 ligéja í valnum
Á áttunda og níunda áratugnum herjaði palestínski
flóttamaðurinn í þrem heimsálfum með morðum,
sprengingum og flugránum. Það voru einkum gyðingar
sem urðu fyrir barðinu á hryðjuverkastarfsemi óaldar-
flokka Nidals en þeir herjuðu einnig á araba sem þeim
þótti sýna ísraelum óþarflega mikla linkind og létu í
ljósi áhuga á að semja við ísrael um skiptingu lands og
stöðu Palestínumanna á heimaslóð.
Flokkur Nidals starfaði víða í arabaríkjum og voru
höfuðstöðvarnar settar upp í Trípóli 1987. Næsta ár
Abu Nidal var einn
umsvifamesti
hryðjuverkamaður
á síðari liluta 20.
aldar. Hann end-
aði feril sinn með
því að skjóta sjálf-
an sig.
gengu tveir háttsettir
menn úr liðinu og ásökuðu Abu Nidal um að hafa myrt
156 félaga sína að ástæðulausu, en hann var haldinn
brjálæðislegu ofsóknaræði og hafði engar sannanir í
höndum um að mennirnir sem hann tók af lífi hefðu ver-
ið svikarar við málstaðinn.
Eftir að Pan Am-farþegaþotan var sprengd yfir skoska
bænum Lockerbie var Gaddafi Líbíuyforseti undir mikl-
um þrýstingi þar sem talið var að hermdarverkið hefði
verið skipulagt í skjóli hans. Stöðvum Nidals í Trípóli
var lokað og höfuðpaurinn settur í stofufangelsi.
Þá bárust fregnir um að hann hefði gengist undir
krabbameinsmeðferð í Egyptalandi og síðan flutti hann
til Bagdad.
Talið er að Nidal og menn hans hafi myrt um 900
manns á þeim tveim áratugum sem þeir voru hvað mik-
ilvirkastir.
Nidal var skipuleggjandi margra hermdarverka og
aldrei virtist hann eða hans fólk skorta fé til starfsem-
innar enda er haft fyrir satt að þeir hafi starfað á vegum
fleiri ríkisstjórna, svo sem stjórnanna í frak, Sýrlandi og
Líbíu. Þeir voru sérstaklega sendir út af örkinni til að
jafna um fylgismenn Arafats og gerðar voru tilraunir til
að ráða hann af dögum en án árangurs.
Nokkrum sinnum bárust fréttir um að Abu Nidal væri
dauður og að dauða hans hefði borið að með þessum eða
hinum hættinum. En allar voru þær sögusagnir ótíma-
bærar. Einu sinni var heimildin um dauða hryðjuverka-
foringjans ekki af verri endanum. Gaddafi sjálfur td-
kynnti í blaðaviðtali að Nidal væri allur.
En eftir hverja dánarfregn sem leyniþjónustur báru í
heimspressuna reis Abu Nidal upp aftur og hélt áfram
að myrða fólk og halda við ógninni.
Tíðar fregnir um dauða Osama bin Laden er af svip-
uðum toga og heimildir jafnvel ekki alveg ólikar þeim
sem annað slagið bárust af endalokum palestinska flótta-
mannsins sem um skeið var úthrópaður sem ógnvaldur
mannkynsins.
Að Abu Nidal skaut sig í Bagdad um síðustu helgi er
kannski ekki síðasta fréttin af dauða hans. En tíminn
mun leiða í ljós hvort hann liggur hauslaus í gröf sinni
eða á eftir að spretta upp á óvæntum stað á ný og senda
heiminum skilaboð að eigin hætti. En ef strákarnir í
CIA vilja trúa kollegum sínum í írösku leyniþjónustunni
um afdrif Abu Nidal situr ekki á okkur hinum að ve-
fengja svo ágæta heimild.
Sýnishom af aðgerðum
Hryðjuverkasamtök Abu Nidal störfuðu ýmist upp á
eigin spýtur og völdu sér fórnarlömb eða að þau tóku að
sér verkefni fyrir rikisstjórnir eða leyniþjónustur og
voru því eins konar málaliðar sem herjuðu fyrir fé.
Afrekalisti samtakanna er langur og spannar tímabil-
ið frá 1973 til 1991 að minnsta kosti. Stundum náðust ein-
hverjir úr hópunum en oftast nær sluppu árásarmenn og
leika margir þeirra enn lausum hala.
Hér verður stiklað á stóru á þeim árásum sem Abu
Nidal og hans menn stóðu að og sannanlega má rekja til
þeirra. Á áttunda áratugnum var víða ráðist á stjórn-
málamenn og embættismenn og bombur sprengdar í
flugstöðvum, samkunduhúsum gyðinga og hótelum þar
sem fundir voru haldnir um málefni sem hermdarverka-
mönnunum hugnaðist ekki.
1980 var verslunarfulltrúi ísraels í Brussel myrtur.
Ári síðar var borgarráðsmaður í Vín tekinn af lífi og
hótað var að myrða Bruno Kreiski, kanslara Austurrík-
is.
Tveir voru felldir og 17 særðir í vélbyssuárás í syna-
gógu í Vínarborg.
Reynt var að ráða sendiherra ísraels i London af dög-
um og sendimaður PLO í Róm fórst í bílasprengju.
Sex gestir á veitingahúsi í París voru felldir og 22
særðir þegar ráðist var á veitingasalinn með hand-
sprengjum og vélbyssuskothríð. Gyðingar voru þar tíðir
gestir.
Diplómat frá arabísku furstadæmunum var myrtur á
skrifstofu sinni í Kúveit og sendiráðsmaður frá sama
ríki var myrtur í Madríd. Tilraun var gerð til að myrða
jórdanska sendiherrann í Róm og sendiherra Jórdaniu í
Indlandi slapp alvarlega særður frá árás hermdarverka-
manna. Ráðist var á sendiráð Jórdaníu í Aþenu og verð-
ir þar felldir og særðir. Sprengjuárás á menningarmið-
stöð Frakklands í Tyrklandi. Sendiherra furstadæmanna
tekinn af lífi í París og breskur diplómat var myrtur í
Aþenu og háttsettur breskur sendiráðsmaður var myrt-
ur í Indlandi. Sendimaður Arafats i Róm var myrtur og
jórdanskur sendiráðsmaður í Búkarest sömuleiðis.
Breskum blaðamanni var rænt í Beirút og er álitið að
hann hafi verið í haldi mannræningjanna í allt að eitt ár
áður en hann var myrtur. Ráðist var á skrifstofur
jórdanska flugfélagsins í Róm, Aþenu og Nicosiu. Skotið
var á flugvél frá sama flugfélagi í flugtaki á flugvellinum
í Aþenu. Skrifstofa British Airways 1 Madrid var
sprengd og kona dó og 27 manns særðust. Fimm mínút-
um síðar sprakk skrifstofa jórdanska flugfélagsins í
sömu götu.
Handsprengjuárás á Café de París í Róm særði 38
manns.
Egypskri flugvél var rænt á leið til Möltu. Þegar reynt
var að yfirbuga ræningjana fórust 60 manns.
Árásir í flugstöðvunum í Vín og Róm urðu 16 manns
að bana árið 1985 og 60 særðust.
Ári síðar var Pan Am-flugvél rænt í Pakistan, 17 fór-
ust og 150 manns særðust í þeirri aðgerð.
1 sama mánuði voru 22 myrtir i samkunduhúsi gyð-
inga í Istanbúl.
15 særðust í árás á veitingahús á Vesturbakkanum 1987.
í Khartoum var ráðist á hótel og 8 manns felldir og
21 særður. Flestir gestanna voru Bretar og Bandarikja-
menn.
Hér eru aðeins talin nokkur sýnishorn af hermdar-
verkum Abu Nidals og manna hans. Þótt þeir hafi lengi
verið hundeltir í ýmsum löndum njóta þeir samúðar
margra sem eru reiðubúnir að veita þeim liðveislu og
tryggja þeim felustaði.
Þótt Nidal sé sjálfur dauður, að minnsta kosti opinber-
lega, ganga meðreiðarmenn hans margir lausir og hafa
vafalítið samlagast öðrum hryðjuverkahópum sem eru
dreifðir víða um lönd og bíða færis að gera óskunda.