Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 2002 DV Helgarblað Sonja, eiglnkona Leos Tolstojs. HJónaband þeirra Tolstojs færöi henni litla hamingju. Hún var listræn og haföi áhuga á aö skrifa bækur en hlutskipti hennar var aö fæöa þrettán bom og missa sjö þeirra. Ógæfusama eiginkonan Leo Tolstoj kynntist Sonju Andreyvnu þegar hún var barn. Hún var ein þriggja systra og faöir hennar var hirð- læknir keisarans og góöur kunningi Tolstojs. Sonja var mislynd strax sem barn, draumlynd og ímyndunargjörn. „Vesalings Sonja, hún mun aldrei veröa fullkomlega hamingjusöm," sagöi faöir hennar viö móður hennar. Tolstoj og Sonja trúlofuðust þegar Sonja var átján ára. Tolstoj var sextán árum eldri. Hann átti litríka fortíð að baki, hafði soflð hjá fjölda kvenna og misst megnið af arfi sínum í fjárhættu- spiium. Hann vildi ekki leyna konuefni sitt neinu og ákvað að Sonja skyldi lesa dagbækur hans. Viku fyrir brúðkaupið las Sonja dagbækumar. Þessi rómantíska og hrifnæma stúlka komst að því að maðurinn sem hún ætlaði að giftast hafði sofið hjá öllum tegundum kvenna, sígaunum og hórum, konum sem voru vinkonur móður Sonju og þjónustustúlkum. Og hann átti launson. Sonja var rauðeygð af gráti og í miklu uppnámi þegar Tolstoj hitti hana næst. Hún sagðist fyrirgefa honum en lesturinn hafði haft djúpstæð áhrif á hana. Sjálf hafði Sonja skrifað dagbók frá ellefu ára aldri en eftir hjónabandið gaf Tolstoj henni nýja dagbók og sagði að þau ættu ekki að halda neinu leyndu hvort fyrir öðru og framvegis ættu þau að lesa dagbækur hvort annars. Ástlaust líf án til- gangs Sonju hafði alltaf langað til að skrifa um sjáifa sig, systur sina og fjölskyldu. Hún vissi að skrif hennar myndu aldrei jafnast á við skrif Tolstojs og svo vissi hún vel af þeirri skoðun hans að konur ættu ekk- ert erindi í bókmennta- heiminn. Hún skrifaði þó smásögur og sögur fyrir böm sín. Listrænir hæflleikar hennar fengu útrás í teikningum á dúkkulísum, byggingu brúðuhúsa og gerð leik- brúða. Hún hreinritaði einnig verk eiginmanns síns. Það var mikið verk því hann skrifaði illa og bætti inn setningum milli lína eða jafnvel á miðjum blöðum. Það var því ætíð nóg að gera hjá Sonju sem svaf venju- lega ekki meira en fimm tíma á nóttu. Tuttugu og sex ára gömul var hún orðin fimm barna móðir og börnin voru öll undir átta ára aldri. Það var Sonju mikið áfail þegar sonur henn- ar Pétur lést tæpra tveggja ára. „Hann var svo skýr og hamingjusamt bam,“ skrifaði Sonja í dagbók sína. „Ég elskaði hann svo mikið og nú er allt svo tómlegt síðan hann var jarðaður í gær.“ Sonja fæddi annan son sem lést tíu mánaða gam- all. Næsta bam var dóttir sem lifði einungis í klukkustund. Sonja hafði lifað mikla harma. Tol- stoj bar sig betur en var orðinn ansi erfiður fjöskyldu sinni. Hann hætti að mestu að skrifa og einbeitti sér að því að boða eins konar kristileg- an bændasósíalisma, klæddist eins og bóndi og hélt daglega út á akurinn til að plægja. Þegar Sonja varð barnshafandi að tólfta barni þeirra hjóna var hún á barmi örvæntingar. Hún vildi ekki eignast annað bam og kveið þeim kulda sem eiginmaður hennar sýndi henni í hvert sinn sem hún var með bami. Hún skrifaði í dagbók sína: „Ég er ekkert nema vesæll, fótum- troðinn ormur sem enginn vill, enginn elskar, til- gangslaus vera með morgunógleði og útþandan kvið.“ Sonja fæddi þrettán börn en hjónin misstu enn eitt bam sitt þegar sonur þeirra Alexei lést fimm ára gamall. Eiginmaður á flótta Hjónaband Tolstojs og Sonju varð æ erfíðara með árunum og Sonja var á mörkum geðveiki. Hún var nú orðin sannfærð um að Tolstoj væri hommi og ætti í ástarsambandi við vin sinn Chertkov. í hvert sinn sem hún sá Tolstoj yfir- gefa húsið laumaðist hún á eftir honum, sann- færð um að hann væri að fara að hitta elskhuga sinn. Hún fann bréf sem Tolstoj hafði skrifað og falið. Þar ávarpaði hann hana og lokaorðin vom: „Þú hefur gefið heiminum aUt sem þú gast; mikla móðurást og hefur fært margar fómir; fyrir það verður að meta þig. En á síðasta hluta lífs okkar saman, síðustu sextán árin, hafa leiðir okkar skil- ið. Ég get ekki litið á mig sem þann seka; ég veit að ég hef breyst en mér var ómögulegt annað en að breytast." Eitt kvöldið laumaðist Sonja inn í herbergi Tol- stojs og sneri þar öllu við til að leita að erfðaskrá hans en hún óttaðist mjög að hann hygðist gera fjölskyldu sína arflausa. Tolstoj var nóg boðið. Sannfærður um að eiginkona sín væri vitskert ákvað hann að leggja á flótta. Hann var 82 ára gamall en yfirgaf heimili sitt og hugðist leita skjóls frá eiginkonu sinni í klaustri. Hann skrif- aði dóttur sinni og sagði: „Segðu henni (Sonju) að ég þrái einungis eitt, að vera frjáls frá henni, frá falsi hennar, tilgerð og hatrinu sem hún er full af.“ Þegar Sonja komst að flótta eiginmanns síns reyndi hún að fyrirfara sér með því að henda sér í tjöm en dóttir hennar og ritari Tolstojs björg- uðu henni. Við dánarbeð Yngsta dóttir hjónanna, Sasha, fór á fund fóð- ur síns og taldi hann á að koma með sér til Kákasus. Ferðin var löng og þau urðu að skipta um lest nokkrum sinnum og biðu í kulda. Tolstoj var gamall maður og veiktist. Honum var boðin gisting í húsi jámbrautarstjórans við jámbraut- arstöðina í Astapovo sem síðar var kennd við Tolstoj. Þangað hélt Sonja ásamt þremur bömum sínum. Þegar þangað var komið var ákveðið að ekki væri ráðlegt að Tolstoj yrði sagt frá komu Sonju þar sem það gæti komið honum úr jafn- vægi og flýtt fyrir dauða hans. Fréttimar af flótta Tolstojs höfðu borist um heimsbyggðina og blaða- menn og ljósmyndarar þyrptust á svæðið. Þegar ljóst var að Tolstoj var að kveðja heiminn sagði læknir nokkur að rangt væri að meina eiginkonu að sjá mann sinn áður en hann dæi. Kallað var á Sonju. Hún gekk að rúminu þar sem eiginmaður hennar lá í dái, kyssti hann á ennið og féll á hné. „Fyrirgefðu mér,“ sagði hún. „Ég hef aldrei elsk- að neinn nema þig.“ Tolstoj gaf upp öndina stuttu síðar. Sonja grét og lagði höfuð sitt á brjóst hans. Þegar Andrei, sonur Sonju, féll í fyrri heims- styrjöldinni heimsótti sorgin hana að nýju og hún talaði um fátt annað. Þegar hún lagðist bana- leguna lét hún kalla dætur sínar tvær til sín. „Ertu að hugsa um pabba?’“ spurði Tanja, dóttir hennar. „Stööugt, stöðugt, það kvelur mig að mér samdi ekki betur við hann,“ sagði Sonja og bætti við: „Áður en ég dey, Tanja, langar mig til að segja þér að ég elskaði aldrei, aldrei neinn annan en hann.“ Sonja lést 75 ára gömul. Hún hafði ver- ið gift Tolstoj í 48 ár, fætt þrettán böm og séð á eftir sjö þeirra í gröfina. Ljóö vikunnar Hefnd Tarzan Umsjón: Koibrún Bergþórsdóttir Margradda skáldsaga A Chain of Voices eftir André Brink ANÐRESRINK ACHAINOF André Brink er í hópi bestu höf- unda Suður- Afríku. Nelson Mandela las bækur hans í fangelsi og sagði þær hafa gefið sér mik- inn styrk. Chain of Voices er grlðarlega áhrifamikil bók sem segir frá morði á rikum landeiganda. Þrælar hans eru sakaðir um morðið. Persónur sögunnar skiptast á að lýsa atburð- um. Sterk persónusköpun í mikilli sögu um grimm örlög. Vissar hugsanir eru bœn- ir. Sum augnablik er sál- in á hnjánum hver sem staða líkamans kann að vera þá stundina. Victor Hugo Allar bækur 1. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson 2. Albúm. Guðrún Eva Mínervudóttir__________ 3. Ýmislegt um risafurur og timann. Jón Kalman 4. Korkusaga. Vilborq Davíðsdóttir 5. Dönsk-isl./ísl-dönsk orðabók 6. Ensk-ísl./isl-ensk orðabók 7. Dönsk-íslensk skólaorðabók 8. Grafaþöqn. Arnaldur Indriðason 9. islensk stafsetninqarorðabók 10. Lífið í jafnvægi. Anna Valdimarsdóttir Skáldverk 1. Albúm. Guðrún Eva Mínervu- dóttir - eftir Geröi Kristnýju Bak vlð augu þín önnurkona sem fer höndum um huga þinn nóttlri hylur mlg svörtu sjall og rekur frá mér drauga í draum þlnn lœðl ég vörðulausrl þoku vef dökku hárl um hvítan háls þlnn og herði að svo þer ég ást mína út urða í dauðrl Jörð. er mannlífsstúdía Eiríkur Jónsson blaðamaður segir frá sinni uppá- haldsbók, sögunni um Tarzan apabróður „Upphaflega útgáfan af Tarzan eftir Edgar Rice Burroughs er uppáhaldsbókin mín. Þá útgáfu lánaði Gunnlaugur Snædal kvensjúkdómalæknir mér þegar ég var níu ára. Hann hafði átt hana sem barn á Jökuldal. Hún var í tveimur bindum í leður- bandi og snjáð enda verið lesin af mörgum. Þetta er mikil spennusaga sem ég las af áhuga en skildi hana ekki fyrr en þrjá- tíu árum seinna þegar ég komst að því að þessi saga er ekki Tarzans-saga í Walt Disney-stíl og ekki einungis dýrafræði held- ur fyrst og fremst mikil mann- fræði. Mannlífsstúdía sem Burroughs yfirfærir á dýr. Sem dæmi um þetta má nefna hýenumar sem fara um í hópum í myrkri og ráðast aftan að fólki en maður þarf ekki annaö en að smella fmgram þá stökkva þær í allar áttir og forða sér. Þær koma aldrei framan að manni og koma aldrei i björtu og koma aldrei einar. Ég ætla ekki að nefna neinn stjómmálaflokk en kannastu við lýsinguna? Að mínu mati er Tarzan ein- hver merkilegasta skáldsaga sem hefur verið skrifuð og sú bók sem mér hefur likað best. Ég hef líka afskaplega gaman af Bör Börssyni og hún er á vissan hátt lík Tarzan því hún er mikil stúdia á mann- legu eðli. Ég hef lika gaman af ungu bresku höfundunum sem skrifa kallabókmenntirnar, á svipaðan hátt og femínistar skrifuðu út frá reynsluheimi kvenna. Þessar bækur lýsa hugarástandi mið- aldra manna sem hafa þurft að lifa við feminismann og aðlagast honum í fjöl- skyldulífi og ástum, ástand sem er alveg sambæri- legt á við móðuharðindin. Þessar bækur era skrif- aðar af miklum húmor og eru það eina sem hefur komið fram af viti í bókmenntaheiminum í lang- an tíma.“ 2. Ýmislegt um risafurur og tímann. Jón Kalman 3. Korkusaga. Vilborg Daviðsdóttir 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 5. Kaldaljós. Viqdís Grímsdóttir 6. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 7. Salka Valka. Halldór Kiljan Laxness 8. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Kristjónsdóttir 9. Islandsklukkan. Halldór Kiljan Laxness 10. Sjálfstætt fólk. Halldór Kiljan Laxness Metsölulisti Eymundsson 15.-21. ágúst Kiljur 1.SUMMER PLEASURES. Nora Roberts 2.THESMOKE JUMPER. Nicholas Evans 3. ENVY. Sandra Brown Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.