Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Harkaleg forræðisdeila á milli íslands og Texas: Eg hef ekki séð syni mína í eitt ár - segir móðirin. Dómstóll í Texas hundsaði íslenska dómsátt „Ég hef ekki séð syni mína síðan í september í fyrra. Vonin um að fá þá aftur dvínar stöðugt," segir Ágústa Dúa Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri sem á í harðvítugri forræðisdeilu við fyrrver- andi eiginmann sinn sem býr í Dallas í Texas ásamt tveimur sonum þeirra, 14 ára og 12 ára. Yngsti sonurinn, 10 ára, er á íslandi hjá móður sinni. Ágústa Dúa er með undirritað sam- komulag við fyrrverandi mann sinn, Sigurð Samúel Sigurðsson, um að hún hafi forræði yflr sonunum þremur. Samkomulagið var lagt fram i Héraðs- dómi Reykjavíkur 18. maí 2000 og undir- ritað af Gesti Jónssyni, lögmanni fyrr- verandi eiginmanns Ágústu, og henni. Á fylgiskjali er umboð til lögmannsins undirritað af Sigurði. 1 sáttargjörðinni er nákvæmlega útlistað hvemig um- gengnisrétti skyldi háttað og að drengimir ættu að vera hjá foður sínum í Dallas 9 vikur eftir að skóla lýkur og að auki um önnur hver jól og á íslandi mátti faðirinn heimsækja drengina að vild. Ágústa segir að samkomulagið hafi haldið árið 2000 og drengimir hafl kom- ið aftur til íslands eftir að hafa dvalið í sjö vikur úm sumarið hjá fóður sínum. En árið 2001 hafl allt bmgðist og faðir- inn hafi neitað að skila drengjunum eft- ir sumarfríið. Siðan hafi allt staðið fast. Ágústa Dúa og Sigurður gengu í hjónaband árið 1986 og settust að í Iowa. Hún var með bandarískan ríkisborgara- rétt og maður hennar fékk græna kortið við giftinguna. Ágústa hafði starfað sem hjúkrunarfræðingur í New York en Sig- urður var læknir og þurfti ekki að inna af hendi tveggja ára vinnuskyldu á ís- landi eftir að hafa fengið græna kortið. Forsagan Hún segir að hjónabandið hafi gengið þokkalega framan af og drengimir fæddust einn af öðrum. í janúar árið 1997 hafl hjónabandið hins vegar verið brostið. í mars 1998 gekk lögskilnaður í gildi og þar var kveðið á um að Ágústu bæri að halda drengjunum innan lög- sagnarumdæmis Dallassýslu. Ágústa Dúa greip til þess ráðs að fara með drengina heim til íslands gegn vilja Sig- urðar Samúels. Faöirinn ákvað þá að höfða forsjármál til að fá drengina til Texas þar sem hann býr enn. DV-MYND ÞÖK Örvilnuð móðir Ágústa Dúa Jónsdóttir stendur í harö- vítugri forræöisdeilu vegna tveggja sona sinna sem hún hefur ekki séö í rúmt ár. Samkomulag sem gert var fyrir íslenskum dómstóli hefur ekki reynst pappírsins viröi. „Hann réð sér lögmann á íslandi en tapaði forsjármálinu fyrir Hæstarétti. Niðurstaðan varð sú að gert var sam- komulag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2000 þar sem Sigurður féll frá for- sjármálinu. Ég var hálfsmeyk við að undirrita þetta samkomulag en lögmað- ur hans fullvissaði mig um að Sigurður myndi standa við samkomulagið. Bæði minn lögmaður og Sigurðar lögðu hart að mér að skrifa undir sáttina. Ég gerði það fyrst og fremst til að drengimir hefðu þann rétt skýlausan að umgang- ast fóður sinn,“ segir Ágústa. Samkomulagið brást En ótti hennar reyndist á rökum reistur. Samkomulagið hélt í eitt ár en síðan neitaði eiginmaðurinn fyrrver- andi að skila drengjunum heim til ís- lands eftir að þeir höfðu dvalið hjá hon- um i umsamdan tíma sumarið 2001. „Þremur dögum áður en hann átti að skila drengjunum, í fyrrasumar, hafði hann samband og sagði að þeir færu ekki til Islands. Ég fór til Bandaríkjanna til að sækja þá og fór með málið fyrir dómstól í Dallas. Þar lagði ég til grund- vallar samkomulagið sem gert var heima á íslandi. Faðir drengjanna gerði þar kröfu til þess að halda þeim. Til grundvailar þeirri kröfu sinni hélt hann því fram að á íslandi fengju drengimir ekki menntun við hæfi og þess vegna væri það þeim fyrir bestu að vera í Texas. Dómarinn gekk þvert á sam- komulagið sem gert var á íslandi og úr- skurðaði að tveir eldri drengimir skyldu vera hjá fóðumum en ég fengi þann yngsta. Það stakk mig að í úr- skurðinum segir dómarinn að það sé drengjunum hættulegt að snúa til ís- lands með mér. Þetta er órökstutt og afar einkennilegt," segir Ágústa sem hélt heim til íslands með yngsta dreng- ixm i september í fyrra. Aðskilnaður Hún segir að það hafi verið sársauka- fullt að aðskilja drengina sem höfðu alist upp saman. „Öllum þremur drengjunum líður illa vegna aðskilnaðarins. Þetta er það versta vegna málsins og ég vil engum bömum svo illt að þau þurfi að upplifa slík örlög,“ segir Ágústa. Hún segist hafa ráðið lögfræðing í Texas til að gæta hagsmuna sinna og knýja það fram að samkomulaginu frá því í maí 2000 yrði fylgt. En málinu hafi ekki verið áfrýjað. „Lögfræðingurinn vildi fá fyrirfram 15.000 dollara að lágmarki eða sem nem- ur á aðra milljón íslenskra króna til að halda áfram með málið. Fiárhagur minn leyflr ekki slík útgjöld og því er allt fast og vonin dvínar stöðugt," segir Ágústa Dúa. Hún má hitta drengina ytra gegn því að afhenda fyrrum eiginmanni sínum vegabréf sitt og í annan stað að fara ekki með böm sín lengra en nemur ákveðnum radíus frá heimilinu. Hún segist hafa rætt mál sitt við dómsmála- ráðherra sem hafi sýnt skilning og sam- úð. „En úrræðaleysið er algjört og svo virðist sem undirréttur í Texas geti hundsað íslenska dómstóla. Ég er ráða- laus,“ segir hún. Gestur Jónsson lögmaður vildi ekki tjá sig um málið þegar DV bar það und- ir hann. -rt Móðir og synlr Ágústa Dúa ásamt sonum sínum þremur. Hún hefur þann yngsta hjá sér en hina hefur hún ekki séð í ár. Myndin var tekin fyrir nokkrum árum, Fjórfalt færri suður? Gert er ráð fyrir minnsta flutningi íbúa af landsbyggðinni til höfúðborgar- svæðisins í áratug í skýrslu fjármála- ráðuneytisins sem fjallar um horfur í þjóðarbúskapnum. Þar er reiknað með að um 500 manns flytji suður. Gangi þessi þróun eftir verður um nærri fjór- falda fækkun að ræða miðað við árin 1994 til 1998 en þá fluttu 1.800 manns að meðaltali frá landsbyggðinni. Ráðherra staðfestir Þorfínn Menntamálaráð- herra, Tómas Ingi 01- rich, hefur formlega gengið frá því að Þor- finnur Ómarsson taki á ný við stjóm Kvik- myndasjóðs íslands. Ráðherrann er engu að síður ósammála þeirri niðurstöðu nefiidar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að honum hefði ekki borið að víkja Þorf- inni tímabundið frá - telur óvissu skapast hjá stjómvöldum þegar grunur vakni um að lög og reglur um bókhald séu ekki virtar. Mbl. greindi frá. Perlan bleik Perlan verður ein af fjölda mann- virkja í heiminum sem verður lýstur upp í bleikum lit í tilefni átaks um brjóstakrabbamein. Vigdís Finnboga- dóttir, vemdari Krabbameinsfélags ís- lands, kveikir á lýsingunni í Perlunni í kvöld. Starfsmaður með berkla Starfsmaður í heilbrigðiskerfmu, smitaður af berklum, hefur verið settur í einangrun sem standa mun í nokkra daga. Haraldur Briem sóttvamalæknir segir slík tiIfeOi ná rúmlega einum tug hér á landi á ári - smittilfeUin séu að líkindum vegna þess að fólk beri það frá útlöndum eða „gamalt" taki sig upp hjá eldri íslendingum. Halldór fari fram í Reykjavík Formenn sam- banda framsóknar- manna í Reykjavík héldu í gær fund að fmmkvæði Ólafs Amar Haraldssonar þingmanns þar sem samþykkt var að skora á HaUdór Ás- grimsson að bjóða sig ffarn í efsta sæti lisa framsóknarmanna í norðurkjör- dæmi Reykjavíkur. Fatlaðir sitja ekki við sama borð og aðrir í bíómálum á Akureyri: Krefst úrbóta eða lokunar Nýja bíós - verið að vinna í málum um betra aðgengi, segir framkvæmdastjóri bíósins Bergur Þorri Benjamínsson, sem bundinn er við hjólastól, hefur sent samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra og Sambióunum harðort bréf þar sem hann gagnrýnir bágt aðgengi hreyfi- hamlaðra að sölum Nýja bíós á Akur- eyri. Nýja bíó er eitt Sambíóanna og krefst maðurinn úrbóta. Hann vUI aö annaðhvort verði lyfta sett upp við fyrsta tækifæri í húsnæði Nýja bíós eða bíóinu verði lokað að öðrum kosti. Hann segir að Nýja bíó á Akureyri skeri sig algjörlega úr frá öðrum kvikmynda- húsum landsins hvað þetta varði. Bergur Þorri segir að aUt fiá því að Nýja bíó hafi verið opnað á ný eftir elds- voða í skemmtistaðnum 1929 hafi að- gengismálin verið tU „háborinnar skammar". Brattur stigi liggi að aðalsal og sé fótluðum gert að koma inn um út- göngudyr þar sem þeir neyðist tU að sitja fremst. „Það eitt að fatlaðir geti einungis nýtt sér lökustu sæti salarins segir meira en mörg orð um afstöðu bíósins tU fatlaðra," segir Bergur Þorri. Þá er salur B í Nýja bíói algjörlega óað- gengUegur fyrir fatlaða að sögn hans og telur Bergur Þorri að eigendum sé ekki stætt á að skýla sér á bak við að húsið MYND -BÞ í verstu sætunum Bergur Þorri Benjamínsson segir óþolandi aö hann þurfi ab fara inn bakdyra- megin í Nýja bíó og veröi aö sitja í verstu sætum hússins. sé gamalt. Það hafi verið endurbyggt nánast frá grunni fyrir aðeins örfáum árum. Hann hefur átt samtöl við starfsmenn Akureyrarbæjar vegna málsins og hafa þeir staðfest að lyfta hefði verið inni á teUmingum þegar bíóið var endurbyggt. Svo virðist sem Nýja bíó hafi ekki feng- ið lokaúttekt vegna málsins og í raun teljist húsið enn í byggingu. „Er hægt á okkar tímum að koma á fót bíói sem uppfyUir ekki öU skUyrði fyrir fatlaða? Það eiga aUir að vera jafn- ir. Ég tel þetta vera brot á grundvaUar- mannréttindum," sagði Bergur Þorri í samtali við DV í gær. Davíð Rúnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýja bíós á Akureyri, seg- ir að málið sé tU skoðunar en kostnaður sé mikiU og nefnir hann að lyfta gæti kostað um fjórar mUljónir króna. Hann segir vafa leika á hvort húsinu sé skylt að láta gera breytingar sem bæta að- stöðu hreyfihamlaðra en fuUur viiji sé að aðhafast í málinu. Davíð Rúnar segir að aðeins hafi borist kvörtum frá einum hreyfihömluðum, þ.e.a.s. frá Bergi Þorra. -BÞ Ráðuneyti styridr Hrafn Umhverfisráðuneytið styrkir fræðslukvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar sem nefnist Island í öðru ljósi. Ástæðan er sú að efiii hennar fjaUar um skipulagsmál, að áliti Sivjar Frið- leifsdóttur. ____________________-ótt f ókus Á MORGUN Bílar unga fólksins í Fókus á morgun er umfjöllun um draumabUa unga fólksins. Við skoðum hvað þú þarft að gera tU að eignast þinn uppáhaldsbU og hvaða bílar eru heit- astir í dag. Þá ræð- um við við nokkur ungmenni sem lagt hafa metnað sinn í að skreyta bUana sína tU að gera þá athyglisverðari. Heitasti myndbandaleikstjóri lands- ins, Samúel Bjarki Pétursson, segir frá erfiðum en skemmtUegum bransa og við skoðum hvaða frægir Islending- ar eiga von á bömum á næstunni. Þá hitum við upp fyrir Airwaves-tónlist- arhátíðina sem nálgast eins og óð fluga og kUcjum á hvað er komið í stað allra strippbúUanna í borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.