Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
Útlönd
Hans Blix kynnir samninginn við íraka í Öryggisráði SÞ í dag:
Litlar líkur á að samkomu-
lag náist um nýja ályktun
Hans Blix, yflrmaður vopnaeftir-
litsnefndar Sameinuðu þjóðanna,
mun í dag kynna meðlimum Öryggis-
ráðs SÞ samkomulagið sem náðist við
fulltrúa íraksstjórnar á fundum í Vín-
arborg fyrr í vikunni um endurupp-
töku vopnaeftirlits í landinu að kröfu
SÞ.
Búist er við miklum átakafundi þar
sem bandarísk stjómvöld með stuðn-
ingi Breta hafa hótað andstöðu við
samkomulagið og boðað að þeir muni
leggja fram drög að nýrri og harðari
ályktrm í ráðinu áður en vopnaeftirlit
geti hafist en þar verði hemaðarað-
gerðum hótað verði Saddam ekki við
öllum kröfum um eftirlit og afvopnun
auk þess sem hann leggi fram lista yf-
ir allar vopnabirgðir íraka.
Um þá tillögu er heldur ekki sam-
staða og hafa fulltrúar þriggja ríkja,
Rússa, Kínverja og Frakka, sem hafa
neitunarvald í ráðinu, þegar lýst and-
stöðu sinni við fram komin drög
Bandarikjamanna.
Bush ásamt leiötogum í fulltrúadeildinni
Bush Bandaríkjaforseti kynnir hér samkomulagiö sem náöist um íraksmátiö í
fulltrúadeild bandaríska þingsins í gær, sem styður áætlanir hans um ein-
hliða hernaöaraögeröir gegn írökum.
Rússar og Kínverjar hafa fagnað
samkomulagi vopnaeftirlitsnefndar-
innar en Bandaríkjamenn segja það
aðeins gamla tuggu sem geri Saddam
kleift að halda undanbrögðunum
áfram. Blix gæti hugsanlega ákveðið
að hunsa vilja Bandaríkjamanna og
hefja vopnaeftirlit strax i næstu viku,
en flestir telja ólíklegt að hann muni
gera það gegn svo valdamiklu afli sem
Bandaríkin eru. Þar með gæti verið
komin upp pattstaða og þó harkaleg
drög Bandarikjamanna yrðu sam-
þykkt í Öryggisráðinu, sem telja verð-
ur ólíklegt, eru engar líkur á að írak-
ar myndu ganga að þeim kröfum sem
þar eru gerðar.
Með málið í þessum hnút innan SÞ
styrktist staða bandarískra stjóm-
valda til muna heima fyrir í gær, þeg-
ar samkomulag náðist um drögin
milli meiri- og minnihluta í fulltrúa-
deild þingsins sem styður ráðagerðir
Bush Bandaríkjaforseta um einhliða
hemaðaraðgerðir gegn írökum.
Yasser Arafat
Forseti Palestínumanna fordæmdi í
gær lagasetningu í Bandaríkjunum
þar sem Jerúsalem er viöurkennd
sem höfuöborg ísraeis.
Útgöngubann
truflar skóla-
göngu barnanna
Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) sagði í gær að útgöngu-
bannið sem ísraelski herinn hefði
innleitt í borgum óg bæjum Palest-
ínumanna á Vesturbakkanum trufl-
aði mjög skólagöngu hundraða þús-
unda palestínskra bama.
ísraelsher hefur lagt undir sig
fjölda bæja síðan í júní, í kjölfar
tíðra sjálfsmorðsárása Palestínu-
maima. Með útgöngubanninu segj-
ast ísraelar vera að reyna að koma
í veg fyrir frekari árásir af því tagi.
„Heilli kynslóð palestínskra
bama er meinað um þann rétt sinn
að mennta sig,“ sagði Pierre
Poupard, fulltrúi UNICEF á Vestur-
bakkanum og Gaza, í yfirlýsingu
sem hann sendi frá sér.
Leiðtogar hvetja
til meiri hjálpar
Leiðtogar ríkja í sunnanverðri
Afríku hvöttu í gær erlend ríki til
að hraða matvælaaðstoð sinni og
skuldaeftirgjöf við þjóðir í þessum
hluta álfunnar þar sem milljónir
manna glima við hungur og alnæm-
isfaraldur.
„Við getum ekki gert allt sjálf og
við hvetjum alla félaga okkar til að
koma okkur til aöstoðar í barátt-
unni við þennan vanda,“ sagði José
Eduardo dos Santos, forseti Angóla,
í setningarræðu sinni á tveggja
daga leiðtogafundinum í angólsku
höfuðborginni Luanda.
Matarskorturinn sem blasir nú
við íbúum sunnanverðrar Afriku er
hinn versti í áratug. Talið er að 14,4
milljónir manna í sex löndum hafi
ekki til hnífs og skeiðar.
REUTER&MYND
Dustaö af höfuökúpunni
Sjálfboðaliöinn Míkhaíl Púsjninskij burstar varlega jaröveg frá höfuökúpu sem fannst í fjöldagröf í skóglengi á skotæf-
ingasvæði rússneska hersins um þrjátíu kílómetra frá Pétursborg. Rússnesk mannréttindasamtök telja aö í gröfmni
kunni aö vera lík allt aö þrjátíu þúsund fórnarlamba ógnarstjórnar Jósefs Stalíns.
Major guggnaði á að ræða
ástarsambandið við Currie
John Major, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands, ákvað í gær að
segja ekki orð við blaðamenn um
ástarsamband sitt við samflokks-
konuna Edwinu Currie um miðjan
níunda áratug síðustu aldar.
Til stóð að Major hitti fréttamenn
í Dailas í Texas þar sem hann flutti
ræðu á góðgerðarsamkomu í gær.
Skipuleggjendur samkomunnar af-
lýstu hins vegar fundinum og sögðu
að Major hefði ekki áhuga á að tjá
sig um málið. Þá var öllum frétta-
mönnum meinaður aðgangur að
samkomunni.
„Þar sem við höfum engan áhuga
á að þetta verði að fjölmiðlasirkus
höfum við afturkallað öll leyfi til
blaðamanna," sagði Don Stephens,
stofnandi og stjórnandi góðgerðar-
stofnunarinnar Mercy Ships.
Ian McColl lávarður, fyrrum að-
REUTERSMYND
Lesið úr umdeildri bók
Edwina Currie les úr umdeildri bók
þar sem hún greinir frá ástarsam-
bandi sínu og Johns Majors, sem
síöar varö forsætisráöherra.
stoðarmaður Majors, var með hon-
um í Dallas í gær. Hann sagði frétta-
mönnum að allir nánustu sam-
verkamenn Majors væru sem
þrumu lostnir yfir tíðindinum.
Major var ötull baráttumaður fyr-
ir hefðbundnum fjölskyldugildum í
forsætisráðherratíð sinni.
Edwina Currie, sem greinir frá
ástarsambandinu í dagbókum sin-
um sem dagblaðið Times birtir,
veittist að Major í gær og sagði að í
ljósi ástarævintýris þeirra væri sið-
ferðiskrossferð hans á meðan hann
var í embætti af hinu illa. Ástaræv-
intýrið stóð i fjögur ár.
Currie, sem um tima var heil-
brigðisráðherra Bretlands, sagði í
gær að hún hefði ákveðið að birta
dagbækumar til að hið sanna kæmi
í ljós en ekki vegna peninganna eða
athyglinnar sem þær vektu.
Slobodan Milosevic
Fyrrum Júgóslavíuforseti var haröur í
horn aö taka í stríösglæparéttar-
höldunum í Haag í gær.
Milosevic ræðst
á Króatíuforseta
Slobodan Milosevic, fyrrum
Júgóslavíuforseta, beindi spjótum
sínum að Stjepan Mesic Króatíufor-
seta í gær og sakaði hann um að
hafa fyrirskipað að leggja eld að
heilu þorpunum og reka Serba burt
frá heimilum sínum í átökunum á
Balkanskaga á síðasta áratug.
Mesic kom sem vitni fyrir stríðs-
glæpadómstólinn í Haag í gær þar
sem verið er að rétta yfir Milosevic
fyrir glæpi í Króatíu og Bosniu, þar
á meðal þjóðarmorð.
Mennimir horfðust sjaldan í
augu þegar Milosevic spurði Mesic
spjörunum úr og sakaði hann meðal
annars um að hafa svikið gömlu
Júgóslavíu.
Mnspjöld
...íeiiium
grænum!
k'
LETURPRENT
Síðumúla 22 - Sími: 533 3600
Netfang: stafprent@stafprent.is - Veffang: www.stafprent.is
STAFRÆNA
PRENTSTOFAN
Sobo/ fyrir
blöðruhólskirtilinr
náttúrulega
Gilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi