Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Ferðu í strætó í vinnu eða skóla? Ólafur Oddsson: Nei, ég hef ekki gert það. Hildur FJóla Bridde: Nei, þaö geri ég ekki. Valdimar Kristlnn Jónsson: Nei, aldrei. Jakob Gísli Þórhallsson: Nei, ég labba í skóiann. Nei, ég geng. Sverrir Garöarsson: Því miöur. Já. Skrímslið verður að stöðva Yfirráð yfir olíubirgöunum - yfirráð yfir helmsmálum? Spytjiö hvaöa hagfræöing sem er. Ástþór Magnússon, stofnandi Friöar 2000, skrifar: Óhugnanlegt skrímsli er í fæð- ingu er reynir að draga heims- byggðina til styrjaldar sem ógnar allri framtíð mannkyns, stríðs- skrímslið. - í sjö ár hef ég skorað á íslensku þjóðina að takast á við það hlutverk að leiða heiminn til friðar. Á þeim sjö árum sem ég hef gengið niður skósólana til forseta, ráð- herra, þingmanna og biskups hefur skrímslið fengið að þróast og dafna og náð að læsa klónum með enn sterkari tökum á samfélagi þjóð- anna.Ý Menn hafa ekki viljað horfa á samlikingamar með því sem gerðist í Evrópu á síðustu öld.ÝÞað sem nú gerist í Bandaríkjunum svipar um margt til Þýskalands fyrir seirnii heimsstyrjöld. Þingið knúiö til að færa forsetanum aukin völd, enda hemaðarbrölt Bush Bandarikjafor- seta nánast sama brjálæðiö um heimsyfírráð. Nú þegar er búið að senda fjölda bandarískra hermanna til Afganist- an og fleiri ríkja til að tryggja yflr- ráð yfir olíu- og gasauðlindum í Kaspíahafi. Hvers vegna? - Spyrjið hvaða hagfræðing sem er hvort ekki sé staðreynd að þeir sem ráða yfir olíubirgðum jarðar ráði heims- byggðinni. Bandarikin styðja Israel í nær hverju sem er. Ósýnilega höndin teygir sig heimsálfanna á milli, frá Bandaríkjunum til ísraels. Aukaat- riði er hvort þúsundir, milljónir, eða jafnvel tugir milljóna einstak- linga láta lífið meðan þessar þjóðir móta heimsbyggðina eins og leir með draumsýn um heimsyfirráð. Framtíð okkar og sjálfstæði verð- „ Við gœtum haft veruleg áhrif á ad þjóðir heims átti sig á því hvað er að gerast og stöðvi skrímslið í fæðingu á pólitískum vettvangi. “ ur ekki varið með hervaldi, þótt all- ir íslendingar gengju í dátasveit Bjöms Bjamasonar, eða þótt leyni- þjónusta undir forystu Halldórs Ás- grimssonar dansi með NATO-þjóð- unum.ÝFjármagn eigum við heldur ekki til að takast á við skrímslið í spilavítum kauphallanna.Ý Ég minni hins vegar á kjörorð stofnfundar Friðar 2000 árið 1995: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Máttur okkar gæti verið mikill á vettvangi umræðunnar. Við gætum haft veruleg áhrif á að þjóðir heims átti sig á því hvað er að gerast og stöðvi skrímslið í fæðingu á póli- tískum vettvangi.ÝTillaga að einum homstein í slíkt friðarstarf íslend- inga er að finna á vef okkar; www.althing.org, en því miður hef- ur utanríkisráðherra neitað að hlusta á tillögumar.ÝMeira að segja forsetinn, sem fékk fólk til að tár- fella yfir friðarhugsjónum sínum í forsetakosningunum 1996, gekk ný- lega Keflavíkurgönguna öfugt sem gengilbeina skrimlisins - til Rúss- lands. Ekkert svar frá Svari Helgi Haraldsson skrifar: Merkilegt hvemig nöfri fyrirtækja geta snúist upp í andhverfu sína. Ég keypti fyrir rúmu ári á einu bretti þijá Nokia GSM-síma hjá þeim á Svari, og fékk ágæta þjónustu hjá tunguliprum aðilum Sama var uppi á boröinu þegar einn síminn dó drottni sínum rétt ríf- lega ársgamall, þ.e.tungulipur þjónusta og því lofað að leysa málið og bæta okk- ur skaðann með einhverju móti. Við- komandi starfsmaður hjá Svari, maður að nafni Haukur, bað um að fá að skoða málið og ætlaði síðan að hafa samband aftur. Þegar það dróst að Haukur þessi hefði samband til aö standa við stóm orðin var ítrekað reynt að ná í viðkom- andi, en hann alltaf upptekinn og svar- „Nú er ég þeirrar skoðunar að orð skuli standa. Spum- ingin er því hvort þeir Svar-menn œttu ekki að breyta nafninu á fyrirtœki sínu þannig að það sé meira í takt við raunveru- leikann. “ aði hvorki skilaboðum né heldur ítrek- uðum tölvupóstsendingum, sem verður að teljast merkilegt i ljósi þess að hann er starfsmaður fýrirtækis sem kennir sig við sögnina að svara. Nú er málið þannig vaxið að þegar kaupin vom gerð var ekki búið að taka í gildi ný lög sem segja að tveggja ára ábyrgð sé á seldum hlutum, lögin tóku gildi skömmu síðar. En í ljósi þess að keyptir vom í einu 3 símar af viður- kenndri gerð fannst mér eðlilegt að svo léleg ending sé bætt, og var áðumefnd- ur Haukur fyllilega sammála því. Efhd- imar eru hins vegar engar. Nú er ég þeirrar skoðunar að orð skuli standa. Spumingin er því hvort þeir Svar-menn ættu ekki að breyta nafninu á fyrirtæki sínu þannig að það sé meira í takt við raunveruleikann. Innantóm loforð - léleg þjónusta væri kannski nær lagi en óneitanlega er það lengra og óþjálla en Svar. Mín reynsla sýnir hins vegar að lengra nafnið væri nær raunveruleikanum. Loks í öruggu skjóli Garra er létt. Hann lifir alltaf í óvissu yfir sumartímann, óttast stjómleysi og jafnveí upp- lausn. Þessi nagandi kvíði stafar af því einu að þá starfar Alþingi ekki og það sem verra er, sumarið er langt hjá löggjafanum. Þingmenn fara í frí þegar vorar, væntanlega svo bændur í hópnum komist í sauðburð, og hittast ekki á ný fyrr en í október, að afloknum göngum og rétt- um. Enga skrúögöngu veit Garri fegurri en þá sem gengur úr Dómkirkjunni yfir til Alþingis. Það kvöld sofhar hann betur en undangengna mán- uði, öruggur og sæll. Hann veit að allt er komið í fastar skorður. Fremstur í skrúðgöngunni fer forsetinn, þá biskupinn blessaður og síðan ráð- herramir. Davíð fer þar fyrir og hinir í halarófu á eftir. Loks trítla óbreyttir þingmenn fram hjá áhorfendum og lögreglumönnum sem gera honnör. Þetta er dásamleg stund. Mjög óbreyttur Garri er mjög óbreyttur borgari, á maka og böm í fjögurra herbergja íbúð og borðar fisk hvunndags og læri um helgar. Honum finnst fiskurinn að vísu orðinn dýr en borðar hann samt, vitandi það að hann er hollur auk þess sem það er þjóðlegt að borða ýsu. Við lifum jú á sjávarútvegi. Garri og makinn vinna hins vegar allt árið utan hvað þau skreppa með krakkana hringinn I sumarfríinu, undir lok júlí. Vegna þess hve þau hjónin eru óbreytt fmnst þeim þetta líf eðlilegt. Þau vita það að þau þurfa að vinna fyrir sér til þess að geta borgað af íbúð- inni og fiskinn ofan í krakkana, að viðbættu helgarlærinu. Eitthvaö verða menn jú að láta eft- ir sér og það er gott með grænum baunum, brún- uðum kartöflum, rauðkáli og rabarbarasultu. Velferð fjöldans Þeim hjónum þykir því skrýtið, kannski vegna þess hve þau em óbreytt, að þingmenn þurfi ekki líka að vinna allt árið. Garri unir þessu varla vegna öryggisleysisins sem þvi fylgir. Hvemig er hægt að hafa heila þjóð stjómlausa nánast hálft árið? Því leggur hann til að þessu verði breytt. Varla er hann eini mörlandinn sem á erfitt með svefn í nóttleysunni vegna þessa. Af hyggjuviti sínu þykist hann vita að þetta langa frí sé tímaskekkja, arfur liöinnar tíðar. Það hef- ur bara enginn tekið á sig rögg og breytt þessu til batnaðar. Því kallar Garri þann til aðstoðar sem öllu ræður. Davíð, breyttu þessu. Veittu þegnum þín- um öryggi og vellíðan og láttu þingmennina sinna því sem þeir vom kosnir til, að sjá um okkur. Gefðu þeim frí í júlí, eins og öðmm, en láttu þar við sitja. Sauðburður og réttir geta varla vegið þyngra en velferö heillar þjóðar. CsH&ri Hvað dvelur hval- veiðar? Ragnar skrifar: Furðulegt að stjómvöld skuli ekki leyfa hvalveið- ar, þar sem talið er fullvíst að þær skaði ekki á nokkum hátt við- skiptatengsl okkar erlendis. Engin at- hugasemd hefur verið gerð við veið- ar Norðmanna, ekki Hvalveiðiskipin tilbúin Ósýnilegir „draugar" f veginum. einu sinni Bandaríkjamenn. Hér liggja hvalveiðiskipin í höfninni tilbúin til veiða nánast hvenær sem er. Eigandi hefúr greitt tilskilin gjöld til Reykjavík- urhaíhar. Biðlund hans er með eindæm- um. Þar sem nauðsyn ber til að grisja hvalastofninn með vísindalegum hætti, rétt eins og aðra dýrastofha, þá er ekk- ert í veginum nema ef vera kynni hræðsla við „drauga" án þess þó að geta bent á þá, eins og Kristján Loftsson hjá Hval hf. hefur bent á. Samræmd „Kastljós“ Eyþór hringdi:_______________ Margir em orðnir undrandi á því hve málefiiafátækt virðist hrjá stærstu sjón- varpstöðvamar, Sjónvarp og Stöð 2, þeg- ar kemur að hinum daglegu fréttaskýr- ingaþáttum þeirra, annars yegar Kast- ljósi Sjónvarps og þættinum ísland í dag á Stöð 2. Undanfarið er eins og þessar stöðvar hafi samræmt þessa þætti sína, þannig að sama efrii er til umfjöllunar, og meira að segja sömu menn til viðtals á báðum stöðvum. Auðvitað veit maður að reynt er aö taka fyrir efni sem er efst á baugi, en fyrr má nú rota... Þar sem Stöð 2 er á undan með sinn þátt þá er það beinlínis skylda Sjónvarpsins að skipta út viðmælanda eða viðmælendum, að minnsta kosti ef efnið er það sama og hjá Stöð 2. Þetta er a.m.k. mitt álit Hvar fæst Aznavour? Jón Helgason skrifar. í DV þann 11. sept ember sl. skrifaði einhver um þá söngvarana Stefán Hiimarsson og hinn Charies Aznavour franska Charles frábær túlkandi Aznavour og likti _ en hvar næst í þeim saman. Ég er hann? ekki frá því að hann — hafi nokkuð til síns máls. Ég á mikið af lögum með Stefáni og tel hann einn okk- ar bestu söngvara dægurtónlistar í dag. En Aznavour hef ég aðeins heyrt í sjón- varpi og finnst hann frábær túlkandi á lög. En hvar getur maður fundið diska eða kassettur með Aznavour? Ef ein- hver þekkir málið ætti hann að láta í sér heyra í þessum dálkum. Reynslulausn - engin lausn Kristinn SigurBsson skrifan Margir spyrja sem svo: Hver eigin- lega veitir morðingjum reynslulausn? - Nýlega gerðist það að ofbeldissinnaður sakamaður ætlaði að myrða mann hér i borginni en sem betur fer var mannin- um bjargað og ofbeldismaðurinn var tekinn fastur. Kom þá í ljós að hann var á margnefndri reynslulausn - hafði áður framið tvö morð og stutt í það þriðja! Ég held að ég og allir aðrir eigi rétt á því að vita hveijir veiti slíka „reynslulausn". Hróp ýmissa aðila um að biluðum ofbeldismönnum, oft glæpa- mönnum, sé ekki sinnt, er ofinælt og oft- ar hreinasta bull. Um 90% af öllum fóng- um eru „bilaðir" á einn eða annan hátt og Litla-Hraun er sá staður þar sem þeir eiga að vera. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24,105 ReyHiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.