Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 32
Bifreiðaverkstœði Grafarvogs Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík S. 577-4478, Fax: 577-4478 Allar almonnar bílaviðgerðir Þjónustuaðill fyrir Bílabúð Benna SPORTVORUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (flT) - Loforð er loforð FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Forsætisráðherra: Styður aðgerðir gegn Saddam Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í stefhuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að þjóðir heims mættu ekki sitja hjá á meðan stjómin í írak stæði sannanlega fyrir framleiðslu ^gereyðingarvopna. „Sameinuðu þjóðunum ber að taka á málinu því það eru einmitt ályktanir þeirra sem íraksstjóm virðir að vettugi," sagði Davíð en bætti viö að ella væri hugsanlegt að famar yrðu aðrar leiðir: „Takist Ör- yggisráðinu ekki að fást við svo hættulega ógn sem þá er stafar frá íraksstjóm og brölti hennar má ekki útiloka að famar verði aðrar leiðir." Sjá nánar Á þingpöllum bls. 4. .. deCODE: Oðlast tiltrú á ný Aðhaldsaðgerðir deCODE með fækkun starfsmanna úr 650 í 450 "^hafa klárlega haft áhrif til hækkun- ar á verði bréfanna á Nasdaq-mark- aði undanfama daga að mati verð- bréfamiðlara. Þessar aðgerðir sýna að fyrirtækinu sé alvara með kostn- aðaraðhald og alvara með að reyna að láta þessa peninga sem það hefur í kassanum duga þangað til það byrjar að skila hagnaði. Fjárfestar höfðu misst tiltrúna á fyrirtækinu sem lýsti sér m.a. í mikilli lækkun hlutabréfa í sumar. Þetta hefur síð- an greinilega breyst eftir að kunn- rferðar voru stífar aðhaldsaðgerðir í fyrirtækinu. -HKr. - Sjá nánar bls. 8 Þrjú þúsund hafa séð Fálka Um 3 þúsund manns höfðu séð Fálka, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem gerð er eftir handriti Einars Kárasonar, þegar sýningum lauk á þriðjudagskvöld. Er þetta umtalsvert minni aðsókn en aö Hafinu, mynd Baltasars Kormáks, en nær 8 þús- und manns höfðu séð þá mynd þeg- ar hurðum kvikmyndahúsanna var skellt í lás að kvöldi sunnudags ^fyrstu sýningarhelgina. -hlh EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ Mirr uv som HUND! DV-MYND E.ÖL Fögnuðu afmæll SAA Hátíðarfundur í tilefni 25 ára afmælis Samtaka áhugafólks um áfengisvandann, SÁÁ, var haldinn í Háskólabíói í gær- kvöld. Húsfyllir var á fundinum þar sem fjöldi skemmtikrafta kom fram, haldin voru ávörp og frumkvöðlar SÁÁ voru heiðraðir. Á myndinni má sjá Þórarin Tyrfingsson, formann SÁÁ, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra koma til fundarins. Stórsameining í sjávarútvegi: A5 okkar frumkvæði - segir framkvæmdastjóri HB á Akranesi Haraldur Sturlaugsson. Haraldur Stur- laugsson, fram- kvæmdastjóri HB á Akranesi, segir vegna kaupa Eimskips á fyrir- tækinu að HB hafi haft frum- kvæði að við- skiptunum til að stíga nýtt skref inn í framtíðina. Ný samsteypa hefur orðið til í sjáv- arútvegi sem byggist á samstarfi þriggja félaga, þ.e.a.s. HB, ÚA og Skagstrendings. Nýja félagið mun ráða yfir 11,4% kvótans en há- markseignaraðild er 12%. Um ræðir 41.500 þorskígildistonn og er áætlað að árleg velta nemi um 15 milljörð- um króna. HB er rótgróið fyrirtæki en þrir ættliðir hafa stýrt því í 96 ár. Har- aldur segir það ekki hafa verið erf- iða ákvörðun að ganga til þessara samninga. Félagið hafi um þriggja ára skeið horft í kringum sig enda miklar hræringar í gangi í sjávarút- vegsgeiranum. Helsti ávinningur- inn sé sá að HB geti dreift áhættu sinni betur en áður í kvótasamsetn- ingu þessara félaga. „Við erum stórir í uppsjávar- fiski og karfa en Skagstrendingur og ÚA eru aftur sterkir í þorskin- um. Það er fengur fyrir okkur að fá hlutdeild í þorskinum og eins hafa þeir mikinn áhuga á að koma sterkar inn í uppsjávarfiskinn,“ sagði Haraldur í samtali við DV í morgun. Hann telur atvinnuöryggi starfsmanna á Akranesi hafa batn- að eftir samrunann og telur að það eigi við um starfsmenn hinna fyr- irtækjanna einnig. „Saman er þetta öflugur hópur og þess vegna verða þetta áframhaldandi blóm- leg félög.“ Spurður hvort kvótinn sé ekki kominn á hættulega fáar hendur sagðist Haraldur ekki sjá það. Eim- skip sé félag á opnum markaði með þúsundir hluthafa á bak viö sig. Varla sé hægt að dreifa eignaraðild betur. Forstjóri nýja fyrirtækisins verð- ur Guðbrandur Sigurðsson en Stur- laugur Sturlaugsson verður aðstoð- arforstjóri. Haraldur Sturlaugsson heldur áfram sem framkvæmda- stjóri hjá HB en félögin þrjú verða rekin sem sjálfstæðar rekstrarein- ingar innan nýja félagsins. -BÞ Hundaeigendur vilja láta loka Geirsnefi fyrir bílaumferð: Einn hundur drepinn og keyrt á tvo - fjögurra ára barn slapp naumlega - algert stríðsástand Hópur áhugasamra hundaeig- enda hefur tekið sig saman og þrýstir nú á um að útivistarsvæð- inu á Geirsnefi verði lokað fyrir allri bílaumferð. Eins og DV hefur greint frá hafa heilbrigðisyfirvöld til athugunar umgengni og um- ferð á svæðinu þar sem margar kvartanir hafa borist varðandi það. Amdís Hauksdóttir, einn tals- manna hundaeigenda, sagði ömur- legt og óþolandi þegar allir hunda- eigendur væru settir undir einn hatt þegar aðeins væru örfáir sem færu ekki eftir reglunum. „Þama ríkir algert stríðsá- stand,“ sagði hún. „Ekið hefur verið yfir einn hund með þeim af- leiðingum að hann drapst og ekið á tvo aðra á þessu ári. Böm sem þama hlaupa um em í stórhættu. Stutt er síðan næstum var búið að aka niður fjögurra ára dreng.“ Þóra Sólveig Guðmundsdóttir, annar talsmanna hópsins sem loka vill svæðinu fyrir bílaum- ferð, sagði við DV að þeir sem fæm ekki að þeim reglum sem giltu á svæðinu væru mjög fáir. Þeir settu þó svartan blett á alla hundaeigendur. „Þetta er fólkið sem keyrir hringinn í kringum svæðið og hreinsar ekki upp eftir hundana sína,“ sagði Þóra Sólveig. „Svo eru aðrir aö tína upp rusl eftir þetta fólk. Þeir örfáu sem ekki nenna að ganga með hundana sína keyra hringinn i kringum svæðið og láta hundana elta. Fyrir um það bil mánuði var fólk þama með himd- inn sinn og keyrði yfir hann. Um daginn kom fólk á sportbíl sem var með hund. Það keyrði á fullri ferð. Við hringdum í lögregluna. Minn hundur var nærri orðinn fyrir bil á dögunum. Við höfum reynt að taka niður númer og höf- um nokkrum sinnum hringt á lög- regluna." Þóra Sólveig sagði enn fremur að svæðið væri einnig notað sem tilraunasvæði fyrir bíla. Á dögun- um hefði komið hópur fólks á á aö giska tíu bílum sem hefði ekið inn á svæðið með hamagangi og lát- um. Þá hefði verið hringt á lög- regluna. Þama hefði ekki verið um hundaeigendur að ræða. -JSS Silvía spurði um Barnahúsið Silvía Svíadrotning sýndi sérstakan áhuga á íslenska Bamahúsinu á ráð-, stefnu sem haldin var í Stokkhólmi i | síðustu viku. Polisakademian í Stokk- hólmi efndi til ráðstefnunnar þar sem sátu fulltrúar ESB- og Efta-ríkja. Bragi | Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd-f arstofu, hafði verið beðinn að kynna starfsemi Barnahúss á ráðstefhunni. | Skömmu áður en hann hóf erindi sitt I var haft samband við hann og honum tjáð að Svíadrottning hefði sérstakan j áhuga á að fá upplýsingar um Bama-1 húsið. Þau áttu síðan fund, ásamt sænska ríkislögreglustjóranum. Svía-, drottning lýsti yfir hrifningu sinni afl starfsemi hússins og lét í ljós ósk um ’ að eiga þess kost að heimsækja það. Bragi sagði að aðrar þjóðir sýndu ‘ mikinn áhuga á því starfi sem rekið væri í Bamahúsi. Hefði ailoft verið leitað til sín til að biðja um kynningu á þessu íslenska módeli á erlendri grund. -JSS / V l I UV-MYND bKáUHUUH K. h Litlu árnar eins og hafsjór að sjá Gífurlegar rigningar hafa dunið á syðri hluta landsins síðustu vikur og fer ekki hjá því að ámar séu í foráttu- vexti. í Mýrdal og undir Eyjafjöllum vom meinlitlar ár eins og hafsjór yfir að líta í gær. Á myndinni sést hvemig Bakkakotsá var seinni partinn í gær- dag. Kerlingadalsá rétt fyrir austan Vík fór yfir gróið land og olli skemmd- um. í morgun var fegursta veður eystra og skin milli skúra. -JBP Skjálftavirkni færist austar Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli hefur undanfarið verið að færast austar und- ir jöklinum eða nær Kötlu. Ragnar Stef- ánsson jarðsKjálftafræðingur segir að þama sé um hefðbundna haustvirkni að ræða. „Þetta hefur verið mest í vest- anverðum jöklinum en þó smitað inn að miðjunni. En jarðskjálftavirknin er helst tÚ mikil ef miðað er við venjuna en við höfum þó séð hana meiri. Við fylgjumst grannt með framvindunni þama upp á hugsanlegt Kötlugos eða Kötluhlaup," segir Ragnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.