Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Qupperneq 15
15 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV_____________________________________________________________________________________________Menning DV-MYND TEITUR Stefán Máni rithöfundur Líkt og þjóð ísraels er söguhetja dæmd til aö fara úr einum stað í annan án þess aö eiga sér neitt heimaland. Israel - maður og þjóð í nýjustu skáldsögu Stefáns Mána stlgur fram á sviðið manngerð sem lítið hefur borið á í íslenskri menningu síðan gúanórokkið var upp á sitt besta. ísrael, eða Jakob Jakobsson eins og hann heitir réttu nafni, er farandverkamaður - kannski sá síðasti af þeirri tegund. Sjálfur skýrir hann nafn sitt þannig að hann hafl barist við guð og menn líkt og nafni hans í Gamla testamentinu. Mögu- leikanum á því að hann verði ættfaðir eins og nafni hans er einnig haldið opnum í bókarlok. En ísrael er ekki bara mannsnafn heldur þjóð- ar, og þannig má lesa lífshlaup ísraels sem þráð í þjóðarsögu. Líkt og þjóð ísraels er hann dæmdur til að fara úr einum stað í annan án þess að eiga sér neitt heimaland. Hann er rótlaus, og þannig vill hann vera, ailt þar til samfélag farandverka- manna líður undir lok og hann, líkt og aðrir af hans tagi, neyðist til að setjast að fyrir sunnan, hefja fasta búsetu, taka þátt 1 lífsgæðakapphlaup- inu og krossfesta sig á kreditkorti. Rétt eins og í Hótel Kalifomíu er hér lýst sam- félagi sem er nýhorfið. ísrael iifir í samfélagi far- andverkamanna sem liðu undir lok fyrir um 15 til 20 árum. Sú Reykjavík sem hann lifir í er ein- hvers staðar við upphaf 10. áratugarins. Margar lýsinganna eru eftirminnilegar, það er nostalgíu- blær yfir þeim, en þó er ekkert dregið undan í lýs- ingum á harðneskju, kulda, kúgun og nöturleika þess lífs sem lýst er. Bókmenntir Stíll sögunnar er sérkennilegur. Hver efnis- grein er ein málsgrein þannig að punktar eru ekki notaðir nema við greinaskii. Þetta gerir stílinn flæðandi og stundum ágengan. Textinn er byggð- ur upp á nákvæmum lýsingum, oft löngum og ít- arlegum. Þær bestu gætu staðið stakar sem örsög- ur eða lítil prósaljóð. En stundum verða þessi meinlæti í notkun greinamerkja heftandi og stíll- inn eins og dettur úr gír og missir seiðmagnið. Langbest virkar stíllinn í þeim köflum sem lýsa vinnustöðum ísraels og flakki hans. Þetta á raun- ar við um söguna alla, hún rís hæst þegar lýst er farandlífi ísraels víða um land og seinna tilbreyt- ingarlitlu flakki milli vinnustaða og bara í Reykjavík. Þar tekst að magna upp stemningu og persóna ísraels sjálfs er flókin og áhugaverð. Hann gefur sig ekki allan upp en býr greinilega yflr leyndarmálum og sársauka sem lesandann getur einungis grunað. Þegar dregur loks til tíðinda í lífl ísraels versn- ar í þvi. Hann hefur sambúð með konu sem er alltof klisjukennd og yfirborðskennd til að vera sannfærandi persóna. Þetta er einn stærsti veik- leiki bókarinnar þar sem þetta gerir að verkum að örlög ísraels í lok sögunnar missa dýpt sem þau gætu annars hafa öðlast. Eftir Hótel Kalifomíu sem kom út á síðasta ári er ísrael því nokkur vonbrigði. Framvindan í seinni hlutanum er ósannfærandi og dramatíkin í lífi ísraels er miklu síðri en myndin af ísrael, manni og þjóð sem ber söguna uppi lengi vel. Jón Yngvi Jóhannsson Stefán Mánl: ísrael. Saga af manni. Forlagiö 2002. Leíklist Dagur í lífi Björns bónda Bjöm er einbúi á Hamri und- ir Bröttuhömrum, myndarlegu býli þar sem hann stundar fjár- búskap og kúabúskap auk þess sem hann á hvolpinn Trygg og eitthvaö af hrossum. í leiksýn- ingunni Heiöarsnældu í Mögu- leikhúsinu fylgjumst við með honum einn sumardag frá því að hann vaknar eldsnemma, geispar stórum og pissar mikinn og þangað til hann lognast út af seint um kvöld. Hann sækir kýmar sínar í hagann, (hand)mjólkar þær og sinnir þörfum annarra skepna, en það sem gerir þennan sérstaka dag frásagnarverðan er að heimaln- ingurinn Heiðarsnælda strýkur á flall og góði hirðirinn Björn þarf að leita hana uppi áður en hún fer sér að voða eöa lendir í kjaftinum á rebba. Reyndar fmn- ur rebbi gimbrina á undan Bimi en þetta er státið lamb þótt lítið sé og rekur rebba af klaufum sér af eigin rammleik. Þessi sýning er afsprengi söguleikhússins svonefnda þar sem skiptist á sögð og leikin saga, og á sviðinu em sömu mennimir tveir og hafa fært börnum landsins Völuspá und- anfarin tvö ár, Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson. Pétur er í fyrsta lagi Pétur sjálfur sem sýn- ir bömunum ofan í gullaskjóð- una sína, segir frá og stjómar brúðum, en þegar það á við set- ur hann upp húfu Bjöms bónda og leikur hann. Stefán Öm fram- leiðir dýrahljóð og önnur áhrifs- hljóð, leikur undir söng Pét- urs/Bjöms og segir jafnvel eina og eina setningu. Það skemmtilega við þessa sýn- ingu er að hún er öll þreföld. Bjöm bóndi, gimbrin Heiðarsnælda og hvolpurinn Tryggur eru öll í þrem- ur stærðum í sýningunni: í fyrsta lagi sem örsmá leikföng - þar er Björn bóndi á að giska 5 sm á hæð og bærinn Hamar er í hans stærð - í öðru lagi í handbrúðustærð og loks í fullri stærð. Þetta er hugvit- samlega gert og svínvirkar í sýn- ingimni þannig að hún heldur ung- um áhorfendum fóngnum þó að sagan sé fremur rýr og afskaplega kunnugleg. Sviðsumhverfi allt er smekklegt og munar þar mest um geysifagurt baktjald eftir listakonuna Kjuregej Alexöndru Argunovu. Brúðumar era sniðugar og litli bærinn sem rís upp af beði sínum ofan í sæti Péturs er óvænt augnayndi. En maðurinn við hliðina á mér var ekki sáttur við að kýmar skyldu fá tuggu á garðann eftir næturlanga dvöl úti í sumamóttinni og fannst líka að það ætti að skjóta saman í mjaltavél handa Bimi. Þessu er hér með komið til skila. Silja Aðalsteinsdóttir Pétur Eggerz meö Björn bónda í miöstærö Nú leggur Björn bóndi á fjöll til að leita lambs síns. Möguleikhúsiö sýnir: Heiöarsnælda - saga úr sveitinni. Texti: Leikhópurinn. Baktjald: Kjuregej Alexandra Argunova. Búnlngar og brúöugerö: Katrín Þor- valdsdóttir. Módelsmíöi: Justin Wallace. Hljóöfæraleikur og hljóömynd: Stefán Örn Arnarson. Lelkstjórl: Bjarni Ingvars- son. Troels Wörsel: Án titils. Vonbrigði vanmetin Eins og fylgjast mátti með í sjónvarpi var Camegie-sýningin frumopnuð í Hafn- arhúsinu í Reykjavik á föstudagskvöldið með tilheyrandi verðlaunaveitingum. Lars Nittve, formaður dómnefndar sem hefur stýrt nokkrum merkustu liststofn- unum í okkar heimshluta, Modema Museet í Stokkhólmi, Louisiana á Sjá- landi og Tate Modern í London, var hæstánægður með að Camegieverðlaun- in skuli takmarka sig við málverk. Það er affarasælla að halda sig við eina grein myndlistar í stað þess að fara út um víð- an völl, sagði hann á fúndi með blaða- mönnum, enda hafa ótrúlega margir listamenn enn þá trú á frjósemi pensils og litar og frelsið sem málverkið gefur til að uppgötva heiminn að nýju. En Nittve fullyrti líka að málverk þyrfti alls ekki að vera flatt og í ramma uppi á vegg, og óneitanlega hafa nokkur málverkin stigið niður af veggjunum, ef svo má segja, eins og gestir á Camegie-sýningunni i Hafnar- húsinu geta sannfærst um. Varðandi hin umhugsunarverðu fyrstu verðlaun (sjá mynd) þá var verðlaunahafi nr. 3, Tal R frá Danmörku, sem áður hef- ur fengið ungliðastyrk Carnegie, afar hrifinn af Wörsel. Krafinn um rök sagði hann að vonbrigði væru stórlega vanmet- ið fyrirbæri. Það væri hollt fyrir áhorf- endur að koma að verðlaunaverki með ákveðnar væntingar og verða fyrir áfalli. Sýningin stendur til 10. nóvember og það er fritt inn eins og jafnan þegar Camegie sýnir. Engin bók Ekki er aðeins að eng- in bók skuli hafa verið þýdd á íslensku eftir nýja nóbelsskáldið, Imre Kertész frá Ungverja- landi, samkvæmt Gegni - vef Landsbókasafns Há- skólabókasafns - virðist beinlínis engin bók vera til eftir hann í Þjóðarbókhlöðunni, hvorki á ungversku né öðrum tungumálum. Þeim sem áhuga hafa er bent á að nokkrar bækur hans hafa verið þýddar á ensku og á dönsku má nálgast bæði eina af hans þekktustu verkum, De skæbnelese, skáldsögu sem er að hluta sjálfsævisöguleg, og Kaddish for et ufadt bam. Kaddish er bæn gyðinga fyrir hinum dauðu og í bókinni biður sögumaður fyr- ir baminu sem hann neitar að eignast í heimi sem leyfði Auschwitz útrýmingar- búðimar. Kertész var sjálfur 15 ára flutt- ur í þær illræmdu búðir og er einn þeirra fáu sem enn lifa til að segja frá daglegu lífi þar. Skrípaleikur Enn heldur farsinn áfram á Akureyri þar sem Jafnréttisstofa heldur að hún megi meina Leikfé- lagi Akureyrar að ráða mann eftir sínu höfði í starf leikhússtjóra. Þetta er þvi bitrara vegna þess að ef einhver hefði átt að kæra þá ráðningu (sem enginn hefur að mínu mati leyfi til að gera) þá var það Halldór E. Laxness. Hann hafði mesta menntun og reynslu umsækjenda en hann gat ekki kært af því hann er af sama kyni og Þorsteinn Bachmann! Huggun harmi gegn fyrir Haildór er þó að ef Hrafnhildur Hafberg fær bætur frá LA þá er opin leið fyrir hann að kæra það - af því hann er af öðru kyni en hún - og fá líka bætur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.