Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Page 32
Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz(nj) - Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is C^:m SECURITAS VELDU ÖRYGGI f STAÐ ÁHÆTTU! Lögreglan í Reykjavík handtók að- faranótt sunnudags mann sem er grun- aður um að hafa orðið valdur að stór- brunanum þar sem tvö hús, Laugaveg- ur 40 og 40a og bakhús þeirra, eyðilögðust. Maðurinn var úrskurðað- ur í gæsluvarðhald í gærkvöld. Dóm- ari féllst á að lögreglan fái að halda manninum fram á fóstudag vegna rannsóknar málsins. Maðurinn hefúr ofl áður komið við sögu sakamála, sér- staklega innbrotum og þjófnuðum, en þó ekki málum tengdum íkveikjum. Samkvæmt heimildum DV sáu vitni manninn koma frá þeim stað þar sem eldsupptök urðu stuttu síðar. Birgir Finnsson, yfirmaður út- kallsdeildar slökkviliðsins, segir að engu hefði mátt muna aö fleiri hús brynnu en raun bar vitni. „Á tíma- bili urðu reykkafarar okkar að hörfa. Þeir komust í hættu og urðu að forða sér út annars staöar en þeir höfðu komið inn. Þeir urðu að skilja slöngur eftir inni sem brunnu," seg- ir Birgir. DV hefur ekki fengið upp- lýst hve margir misstu heimili sín í brunanum en tölur frá lögreglu herma að það sé á annan tug manna. DV fékk upplýsingar frá 'slökkviliði um að fnnm íbúðir hafi verið í húsunum sem brunnu. Birgir segir að það hefði verið erfitt þegar ákveðið var að fara út úr hinum brennandi húsum. „Þá var aðalatriöið að verja önnur hús, númer 38 og 42. Á tímabili töldum við að litlar likur yrðu á að við gæt- Sími 580 7000 | www.securitas.is MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Mildi að ekki fór verr á Laugavegi: Maður í gæslu grun- aður um íkveikju - réykkafarar lentu í hættu og hörfuðu VAR AIRWAVES- HÁTÍ9 UM 30RÐ? nz EINN EINN TVEIR LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ um bjargað húsi númer 38 og var farið í að rýma það - lögregla og björgunarsveitarmenn. En okkur tókst að bjarga húsinu en litlu munaði því við vorum stöðugt að fá eld í klæðninguna." Vel á annað hundrað manns unnu við ýmis störf tengdum brun- anum, þar af um 90 slökkviliðs- menn, m.a. frá Suðurnesjum og Kjalamesi. I fyrstu miðaðist allt við að „leita af sér allan grun“ - að fólk væri ekki inni í húsunum. „Þegar við sáum að við gætum ekki slökkt í húsunum númer 40 og 40a fórum við að verja númer 38 og 42. Veggir voru famir að hitna í húsinu númer 42 og við gerðum allt til að hindra útbreiðslu eldsins. Þetta var stórbrimi, og aðstæður erfiðar enda eru þetta gömul hús. Það mátti engu muna að eldurinn færi víðar,“ sagði Birgir. -Ótt DVJJYND SIGURÐUR JÖKULL Mögnuð Airwaves-hátíö Sænska hljómsveitin The Hives tryllti lýöinn í Laugardalshöilinni á Airwaves-tónlistarhátíöinni á laugardagskvöld. Síö- ar um kvöldiö var höllin likust næturklúbbi í yfirstærö þegar hinn breski Fatboy Slim þeytti skífur fyrir þær þúsundir manna sem létu sig ekki vanta á þennan magnaöa tónlistarviöburö. Skoðanakönnun DV sýnir að 28% eru á móti búsetu litaðs fólks hér á landi: Andstaða við litað fölk veldur vonbrigðum - niðurstaðan mikilvæg fyrir umræðu um þessi mál, segir sr. Toshiki Toma „Niðurstaða þessarar könnunar veldur mér vonbrigðum og ég tel að þessi afstaða fólks til útlendinga sé órökstudd og ástæðulaus. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir aö and- staðan væri þetta mikil," segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra viö DV um niðurstöður skoðanakönn- unar blaðsins um afstöðuna til bú- setu fólks af öðrum litarhætti hér á landi. Samkvæmt könnuninni, sem lesa má um á bls. 6, er þriðjungur kjósenda andvígur varanlegri bú- setu fólks af öðrum litarhætti hér á landi. Páll sagði reynslu íslendinga af búsetu innflytjenda hér á landi yfir- leitt mjög góða. „Því tel ég að and- staða fólks sé ekki á rökum reist. Útlendingar hér á landi hafa auðg- að þjóðlíf og menningu okkar mikið og þar nefni ég tónlistarlíf þjóðar- innar sérstaklega. Niðurstöður könnunarinnar eru áhyggjuefni - og gefa tilefni til að efla fræðslu og umræðu um þessi mál.“ Toshiki Toma, prestur innflytj- enda á íslandi, segir niðurstöðu Páll Pétursson. Toshlki Toma. , Sigrún Árnadóttir. könnunarinnar mikilvæga fyrir umræðu um þessi mál og ljóst sé að efla þufi fræðslu um þau. „Það kemur mér á óvart hve stór hópur er á móti búsetu fólks af öðr- um litarhætti. En það kann að skipta miklu um afstöðu fólks hvort það þekkir einhvem af öðrum litar- hætti í sínu nánasta umhverfi. Þekki maður engan kann það að hafa neikvæð áhrif á niðurstöð- una,“ segir Toshiki. „Það er slæmt að fólk sætti sig ekki við þann raunveruleika sem við búum við hér á landi í dag,“ sagði Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Is- lands. „Fjöldi fólks af erlendum uppruna á hér sitt heimili. Margir eru orðn- ir íslenskir ríkis- borgarar og lifa hér sem góðir og gildir þjóöfélags- þegnar. Því finnst mér miður þegar fólk er dregið í dilka eftir því hvort það er fætt hér á landi eða ekki - eða af öðmm litarhætti en meginþorri ís- lendinga." Sigrún segir talsverða umræðu vera um málefni útlendinga hér á landi og sitthvað gert til að kynna jákvæð áhrif þeirra í þjóðlífinu. „Niðurstöður könnunarinnar sýna okkur hins vegar að nauðsynlegt er að auka umræðu um þessi mál þannig að fordómar minnki." -sbs/hlh Umfjöllun um könnunina á bls. 6 Mýrdalsjökull: Skjálftahrina á Frá miftnpptti nftfnrnnfptnr lanpnr- r Frá miðnætti aðfaranætur laugar- dags og fram yflr klukkan 20 i gær- kvöld mældust 27 skjálftar í og við Mýrdalsjökul samkvæmt óyfirfómum sjáifvirkum skjálftamælingum Veður- stofu íslands. Nokkrir skjálftar voru í miðri Kötluöskjunni, en flestir undir vesturhlíðum Goðabungu. Styrkleiki skjálftanna var yfirleitt lítill en stærstu sKjálftamir mældust 2,7 á Richter. Upp- tök skjálftanna eru á eins til átta kíló- metra dýpi. -HKr. Nemandi grunaður um tölvuglæp Lögreglan á Sauðárkróki rannsakar nú mál þar sem að minnsta kosti einn nemandi í skólanum er grunaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Skóla- yfirvöld hafa kært atvikið og í kjölfar- ið fóm lögreglumenn á heimavist skól- ans og lögðu hald á tölvu og disklinga. í bígerð er að fá aðstoð sérfræðinga til að meta innihald tölvunnar og hvort hún hafi verið notuð til glæpsamlegs athæfis. Líkur em taldar á því að nemandanum hafi opnast aðgangur á heimasvaeði kennara sem innihalda leynilegar upplýsingar. Jón F. Hjartarson skólameistari segir málið alvarlegt en umfang þess er ekki ljóst. „Þetta kann að hafa verið fikt en málið er í rannsókn." -jtr Bilaður hraðamælir blekkti sjálfsstýringuna: Mikill ótti þegar Flugleiða- vél tók eins kílómetra dýfu Mikil hræðsla greip um sig í Flugleiðavél sem tók 4000 feta dýfu yfir Atlantshafinu á leið frá Or- lando til Keflavíkur um ellefu að kvöldi laugardags á íslenskum tíma. Vélin var fullsetin þegar at- vikið varð og var 191 farþegi um borö, þar af tvö smáböm. 140 far- þeganna eru skoskir en aðrir eru flestir frá Norðurlöndunum, þar á meðal íslandi. Að sögn Guðjóns Amgrímssonar, upplýsingastjóra Flugleiða, kom upp bilun í hraðamæli vélarinnar með þeim afleið- ingum að sjálfs- stýringin virkaði ekki sem skyldi og tók að lækka vélina úr 35 þús- und fetum i 31 þúsund fet á skömmum tíma, sem jafngildir um 1,2 kílómetra lækkun í flugi. Flugstjóri vélarinnar tók þá stjóm á vélinni og lenti henni á næsta flug- Guðjón Arngrímsson. velli, sem var Baltimore. Þar fengu farþegamir gistingu og héldu áleið- is til Keflavíkur í gærkvöld að lok- inni viðgerð á flugvélinni og reynsluflugi og var áætlað að hún kæmi til landsins snemma í morg- un. Farþegar sem þess óskuðu fengu áfallahjálp i Baltimore og var hún veitt af Rauða krossinum í borg- inni. Flugleiðamenn segja atvikið aivarlegt og verður það rannsakað af opinberum aðilum eins og vani er með frávik í flugi. -jtr Bifreiðaverkstœði Grafarvogs Gylfaflöt 24-30, 112 Reykjavík S. 577-4477, Fax: 577-4478 Allar almennar bflaviðgerðir Þjónustuaðili fyrir Bflabúð Benna í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.