Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Page 9
9 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002________________________________________________ I>V Fréttir Áður vel staddur Raufarhafnarhreppur hangir nú á horriminni: Draumafjárfestingarn- ar uröu að martröð - gróðinn af sölu Jökuls gufaði upp á þrem árum Raufarhöfn Hagnaöurinn af sölu sjðvarútvegsfyrirtæksins Jökuls 1999 hefur á stuttum tíma horfið í skuldir og óaröbæra fjárfestingu í fyrirtækjum og hlutabréfasjóöum. Miklir erfiðleikar í fjármálum Raufarhafnarhrepps hafa vakið at- hygli, ekki síst í ljósi þess að fyrir þrem árum var hreppurinn í hópi ríkustu sveitarfélaga landsins með 220 milljónir króna í sjóðum. Um nýliðin mánaðamót átti sveitarfé- lagið hins vegar í mestu vandræð- um með að greiða laun starfsmanna sinna. Félagsmálaráðuneytið hefur fjárhagsstöðu hreppsins nú í alvar- legri skoðun. Fulltrúi ráðuneytis- ins, Garðar Jónsson, var á Raufar- höfn um helgina til að fara yfir fjár- mál hreppsins og áætlanir sem gerðar hafa verið. Hreppurinn hefur þó ekki enn verið sviptur fjárfor- ræði og er því formlega ekki enn kominn í gjörgæslu. Búið er að segja upp öllum launasamningum við starfsmenn sveitarfélagsins og renna þeir út um áramót. í maí 1999 seldi Raufarhafnar- hreppur hlut sinn í sjávarútvegsfyr- irtækinu Jökli á Raufarhöfn og var söluverðið um 580 milljónir króna. Um 300 millj. kr. lán á sveitarsjóði var greitt upp. Hluti söluverðsins var notaður í framkvæmdir í bæjar- félaginu og fjármunir voru lagðir í atvinnuuppbyggingu. Þá fjárfesti hreppurinn í ýmsum fyrirtækjum, þeirra á meðal íslenskri miðlun. Gunnlaugur A. Júlíusson, hag- fræðingur og sveitarstjóri, baðst lausnar í byrjun júní 1999. Þá um veturinn hafði hann sótt um bæjar- stjórastöðu á Höfn í Homafírði og var það talið hafa valdið ákveðnum trúnaðarbresti. Við stöðu hans tók Reynir Þorsteinsson, sem verið hafði staðgengill Gunnlaugs, og sat hann sem sveitarstjóri fram að kosningum í vor og hefur verið fjár- fest grimmt í hans valdatíð. Keypt var í erlendum tækni- og vaxtarsjóðum 1999 fyrir 20 milljónir króna. Þetta voru China Opportunity Fund, International Global Growth Fund, European Growth Fund, Intemational Asia Paciflc Fund, UK Equity Income Fund, International Japan Growth Fund og Technology Fund. Hafa bréf í þessum sjóðum öll verið seld og að stærstum hluta eftir mitt þetta ár. Fyrir þá sölu hafa fengist saman- lagt rúmar 10 milljónir króna sem þýðir að tapið vegna sjóðanna á þremur árum er um 10 milljónir króna. Þá var líka keypt í Arthur Treacher’s, íslandssima og Flugleið- um. Haldið var áfram að fjárfesta og m.a. keypt í deCODE fyrir stórar upphæðir í nóvember 1999. Einnig var keypt í Aberdeen Global Tech Fund árið 2000 og lagt aukiö fé í ís- lenska miðlun og fjárfest í Netveri, fyrirtæki sveitarstjórans, auk kaupa á bréfum í OZ. DeCODE eina vitið í samtali við DV 19. janúar 2000 um kaupin á hlutabréfunum í deCODE í nóvember 1999 á genginu 25 sagði þáverandi sveitarstjóri: „Þessi ákvörðun var tekin af sveitarstjóminni og henni er algjör- lega heimilt að gera það sem henni sýnist i þessum efnum. Það em ekki öll sveitarfélög sem geta státað af því að græða á hlutabréfamarkaði,“ segir Reynir Þorsteinsson, sveitar- stjóri Raufarhafnarhrepps, um þá ráðstöfun að verja 20 milljónum króna af fjármunum hreppsins til kaupa á hlutabréfum í deCODE. Bréfin höfðu þá tvöfaldast í verði og innleysti hreppurinn 20 milljóna króna hagnað með sölu á helmingi bréfanna en hélt hinum helmingn- um eftir, bréfum þá að andvirði 20 mUljónum króna. Reynir segir að sveitarstjómin hafi samþykkt að fela fjárfestingar- fyrirtæki 200 milljónir króna af fé hreppsins og hafi 20 milljónir króna verið eyrnamerktar fjárfestingum í óskráðum félögum en 180 milljónir eru festar í „tryggum bréfum“; m.a. ríkisskuldabréfum og skráðum ís- lenskum hlutafélögum. Að sögn Reynis heföi engin ástæða verið til að óttast þessa fjár- festingu því ef bréfm hefðu lækkað hefði hreppurinn bara haldið þeim öllum lengur þar til úr rættist. „Við höfðum mjög mikla trú á deCODE og eigum áfram í félaginu og bréfm eiga eftir að hækka enn þá meira. Mín persónulega skoðun er sú að deCODE sé sennilega eina fé- lagið sem vit er f að fjárfesta í dag,“ sagði Reynir Þorsteinsson þá í sam- tali við DV. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjarað undan mörgum þeirra fyrirtækja sem Reynir taldi rétt að veðja á. Það sem eftir stendur af bréfum í deCODE var í sumar aðeins um 1,5 milljóna króna virði. Óinnleyst tap vegna deCODE nemur því um 8,4 milljón- um króna og er hagnaðurinn frá ár- inu 2000 nær alveg gufaður upp. 72 milljóna tap Tap Raufarhafnar vegna hluta- bréfakaupa á árunum 1999-2000 er um 45 milljónir króna. Mest tapið var vegna kaupa á bréfum í OZ. Þar voru keypt hlutabréf fyrir 11,9 millj- ónir króna á árinu 2000. Þau bréf voru um mitt ár innan við 12 þús- und króna virði. Þá er, eins og fyrr sagði, um 10 milljóna króna tap vegna sjö erlendra tæknisjóða. Auk þess hefur hreppurinn tapað 27 milljónum króna vegna fjárfestinga í íslenskri miðlun og Netveri, en bæði fyrirtækin hafa verið lýst gjaldþrota. Samtals nemur tapið því nærri 72 milljónum króna. Bréf sem keypt voru fyrir rúmar 10 milljónir króna í Íslandssíma árið 2000 voru um mitt þetta ár met- in á um 750.000 krónur. Bréf sem keypt voru í Arthur Treacher’s árið 2000, fyrir rúmar 1.100 þúsund krón- ur, eru innan við 100.000 króna virði í dag. Þá er óinnleyst tap um 7,8 milljónir króna vegna bréfa i Aber- deen Global Tech Fund sem keypt voru þetta sama ár fyrir 10 milljón- ir króna. íslensk miðlun og Netver Raufarhafnarhreppur stofnaði í mars 1999 íslenska miðlun í sam- vinnu við móðurfyrirtæki með sama nafni í Reykjavík og átti sveit- arfélagið 40% hlut í fyrirtækinu. Gekk félagið illa og í október 2000 samþykkti hreppsstjórn að auka hlutafé í fyrirtækinu, að gefnum ákveðnum forsendum um 8-10 millj- ónir króna. Mikill styr stóð þá um 10 milljóna króna víkjandi lán sem samþykkt var á sama tima til Net- vers, fyrirtækis sveitarstjórans Reynis Þorsteinssonar. Netver átti m.a. að sjá um símsvörun fyrir Seðlabankann. Hafþór Sigurðsson, núverandi oddviti, sem þá sat í minnihluta, gagnrýndi þessa ráðstöfun m.a. harðlega. „Þetta er algjörlega sið- laust og út fyrir allt velsæmi," sagði Hafþór þá í samtali við DV. Til viðbótar röngum ákvörðunum um íjárfestingar á umliðnum árum hefur Raufarhafnarhreppur glímt við stöðuga og mikla fólksfækkun allt frá árinu 1998, er þar bjuggu 407 íbúar. Meira en 100 manns hafa flutt á brott á aðeins þremur árum. Ný sveitarstjóm, undir forystu Hafþórs Sigurðssonar oddvita, tók við völdum á Raufarhöfn eftir sveit- arstjómarkosningamar í vor og var reyndar sjálfkjörin. Réð hún Guð- nýju Hrund Karlsdóttur sem nýjan sveitarstjóra í sumar. Áhættuijárfestingin skilaði Raufarhöfti stórgróöa: DeCode er eina vitið - segir sveitarstjórinn sem græddi 20 milijónir Jwssl íkí'íirðun var tekin of svcit- vsgnaþeírra.l).aaisi!tthi!taito8bréf. Að sögn Reynis hefíi engta ístœOa arstþinttan] í* henni er algksrlega anna en heldur hlnum hehnlngnum verií til a6 óttaal þessa OSrfestinsu hcunilt að gera þnö sem hcnni sýníst i tftlr, hrMUm að andvirSi 20 mlUkmum þvl ef hrtftn belhu tekltað heOi þcssunt efitum. had cru ekki óU sveit- krtna. hreppurinn bara laldií þeim SUum arféiögsein ketastátaðafþviaðgraeOa Reynir segir að sveitarstjðmin hafi lengur þar tíi úr nettísL i hlutabréfamarkaðí." segir Reynir samþykkt að rela Odrfestingarfyrir- ..Við hölðum m)6g mlkia trd á l«rstelnsson. svcitarstjðri Ratdárhofh. tæki 200 miliiðnlr krðna af fé iu-epps- DeCode og cigum álhun 1 félaginu og aritreþps, um þá láðstoám að vcrja 20 ins ag haH 20 mdljónir krtna verið bréfln ciga eftir að harkka eiut þi rmlijómiin króna af ftánnunum eymamcrklar UárfesUngum i áskráð. meira. Mln persónuleei sknðun er sO hreppsins tu kaupa á hlutabrfftlm í um ielögum en 180 mUljónir eni fcstiir að DeCode sé sennílega eina félagið DeCode i nóvember sl. Brffin hafa nú I „tryöcum brffum": m.n rUtisskuída- sem vit er að öáriesta I i dag. tvðfaidast i verði og hteppurinn heftir brfftim og skráðum íslenskum hiutafé- rfSAR tanieyst 20 miUióna krðna hagnaö iðgum. Frétt i DV 19. janúar árlð 2000 Aukin ÖKURÉTTINDI Hægt erað hefja nám alla miðvikudaga (Áfangakerfi) Frábær kennsluaðstaða Reyndir kennarar og góðir kennslubílar Aukið við atvinnumöguleikana Hringið eða komið og leitið upplýsinga Sími 5670300 Ökuskólinn í Mjódd Þarabakka 3 -109 Reykjavík S. 567 0300 - mjodd@bilprof.is <fb •• OKU skounn I MJODD Gólfþjónustan ^4LD • KOMDU . PARKETIIMU A FYRIR JOL! ...3 gegnheil tilboð á parketi, niður komið og full unnið! átturinn Utvarpi Sögufm 94.3 dllt Ihh) (iluipmwksht í lieimi Miptu í dup Þáttur um viðskipti og efna- hagsmál þar sem blaðamenn Viðskiptablaðsins rýnaíþaö helsta á markaðnum á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 -þaðborgdrsigdóhlusta Landsbankinn Landsbréf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.