Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Page 13
13 UmboðsaOilar: | HEILDARVIÐSKIPTI 5.596 m.kr. Hlutabréf 959 m.kr. : Húsbréf 2.270 m.kr. MEST VIÐSKIPTI vís 392 m.kr. íslandsbanki 227 m.kr. j © Baugur 55 m.kr. MESTA HÆKKUN i © Baugur 3,1% i © Bakkavör 1,9% j © Búnaöarbanki 1,3% MESTA LÆKKUN : ©Íslandssími 4,3% j © Kögun 2,1% ©Afl 1,8% ÚRVALSVÍSITALAN 1.317 - Breyting 0,87% Hagnaður 300 milljónir Hagnaður af rekstri Loðnuvinnsl- unnar h/f á Fáskrúðsfirði fyrstu 9 mán- uði ársins 2002 nam 300 milljónum króna eftir skatta. Ekki er um saman- burðartölur að ræða þar sem þetta er fyrsta rekstrarár eftir samruna Loðnu- vinnslunnar h/f og sjávarútvegshluta Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Rekstrartekjur félagsins voru 1.900 milljónir króna. Hagnaður fyrir af- skriftir var 428 miiijónir, eða 23% af tekjum. Afskriftir námu 210 miEjónum en fjármagnsgjöld eru jákvæð um 135 milljónir króna, fyrst og fremst vegna styrkingar íslensku krónunnar. Veltu- fé frá rekstri nam 379 miiljónum sem er 20% af veltu. Eigið fé 30. september 2002 var 1.343 milljónir króna sem eru 46% af niðurstöðu efhahagsreiknings. í frétt frá fyrirtækinu er tekið fram að afkoma Loðnuvinnslunnar h/f á síð- asta ársfjórðungi ráðist mjög af því hvemig síldveiðamar koma til með að ganga. Aðsókn jókst í október Um 8% fleiri gestir komu í Kringluna í október síðastliðnum heldur en í sama mánuði fyrir ári. í frétt frá Kringlunni segir að aðsókn að verslunarmiðstöðinni hafi verið að aukast jafnt og þétt síðari hluta þessa árs. Miðað við þessa þróun stefnir í að jafn margir gestir heim- sæki Kringluna á þessu ári og árið 2001. Ef horft er á samtals aðsókn það sem af er árinu þá eru gestir Kringlunar rétt rúmlega 1% færri miðað við 2001 þrátt fyrir aukna samkeppni allt árið 2002. Aðsókn að Kringlunni er mæld með teljurum og reiknilíkani og hef- ur verið mælt með sama fyrirkomu- lagi frá upphafi, til að gæta sam- ræmis. Mælingin hefur með árun- um orðið nákvæmari með bættri tækni og aukinni reynslu. Vaxtalækkanir í Evrópu og BNA? Seðlabankar í Evrópu gætu jafnvel lækkað vexti á næstunni í fyrsta skipti á þessu ári. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Englands eru taldir munu iækka vexti og eru það tölur um aukið atvinnuleysi, minnkandi tiltrú al- mennings og fyrirtækja sem hefur einna mest áhrif þar á. Undirliggjandi verðbólguþrýstingur er talinn lítili sem styður enn frekar vaxtalækkun. Almennt er gert ráð fyrir um 0,25% lækkun sem myndi minnka vaxtamun milli Evrópu og Bandaríkjanna í 1,5%. Fyrir um tíu dögum var almennt ekki búist við vaxtalækkun en síðustu daga hafa verið að birtast hagvísar sem gefa ekki nógu góða von hvað varðar framhaldið. í síðustu viku birt- ust neikvæðar tölur af atvinnuleysi bæði í Frakklandi og Bandarikjunum. Þá er tiltrú neytenda í níu ára lág- marki í Bandaríkjunum og tiltrúin í Þýskalandi hefur ekki verið minni sið- an i ársbyrjun. Hagvöxtur evrulandanna verður lík- lega 1,1% á þessu ári og er hann þá helmingi minni en meðaltal síðustu ára.Vænst er er 2,2% hagvaxtar í Bandríkjunum en búist er við sam- drætti annað árið í röð í Japan. í dag er vaxtaákvörðunardagur í Bandaríkjunum og er almennt búist við því aö vextir verði lækkaðir á bil- inu 0,25%-0,5%. Ef af verður er þetta tólfta vaxtalækkunin á undanfómum tæpum tveimur árum. MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 DV Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaöið Orkuveita Reykjavíkur kaupir IP-símkerfi af Nýherja - eitt fullkomnasta IP-símkerfi landsins framleiðslu fjarskipta- og samskipta- lausna. Fyrirtækið er afsprengi frá Lucent og meðal viðskiptavina þess í dag eru 90% af Fortune 500-fyrirtækj- um í Bandaríkjunum. Avaya sá meðal annars um öll (jarskipti á nýafstöðnu HM 2002 í knattspymu. Um 200 fyrir- tæki á íslandi eru með samskiptabún- að frá Avaya. Orkuveita Reykjavikur hefur í fram- haldi af útboði gert samning við Ný- heija hf. um kaup á fuilkomnu sím- kerfi sem byggist á IP-tækni. Símkerfið verður sett upp í nýju skrifstofuhús- næði Orkuveitunnar að Réttarhálsi 1 í Reykjavík og mun þjóna öllum starfs- svæðum Orkuveitunnar. Um er að ræða Avaya Multivantage- lausn frá Avaya Communications en Avaya Multivantage er hugbúnaðar- iausn sem keyrir á IBM-miðlurum með Linux-stýrikerfi. Við kerfið tengjast rúmlega 300 IP- og tölvusímar sem verða á öllum starfsstöðvmn Orkuveit- unnar í Reykjavík, á Akranesi og í Borgamesi. Þá fylgir kerftnu öflug hug- búnaðarlausn fyrir þjónustuver sem mun gera OR kleift að auka þjónustu gagnvart viðskiptavinum sínum. Sér- þjálfaðir starfsmenn frá Nýherja og Avaya Communications munu sjá um uppsetningu búnaðarins. Hluti búnaðarins sem Orkuveita Reykjavíkur festi kaup á er Cisco-net- búnaður en Nýherji er Cisco Premium Partner. Avaya Multivantage-lausnin er ein- stök að því leyti að hún gerir Orku- veitu Reykjavíkur kleift að nota GSM- DM og Vörubíll semja við DHL/Danzas Brimborg afhend- ir fyrstu Volvo- vegheflana í sumar afhenti Brimborg fyrstu Volvo-vegheflana sem fluttir eru hingað til lands. Hér er um að ræða nýja gerð af vegheflum og eru þetta fyrstu heflarnir sem teknir eru í notkun í Evrópu. Vegagerðin fékk afhenta þrjá veghefla og Malar- vinnslan á Egilsstöðum einn. Malar- vinnslan festi kaup á Volvo G740B veghefli og Vegagerðin á tveimur G720B og einum G740B. Vegheflar Vegagerðarinnar koma til með að verða á Patreksfirði, í Búðardal og á Húsavík. Volvo stefnir að því að verða eft- irsóttasti framleiðandi í heiminum á hvers konar tækjum til flutninga. I dag framleiðir fyrirtækið og selur Volvo-vörubíla, hópbíla og vinnu- vélar, auk Volvo Penta báta- og skipavéla. Áratugareynsla íslend- inga af framleiðsluvörum Volvo sannar án nokkurs vafa gæði þess- ara vinnuþjarka. Volvo Construction Equipment (Volvo CE) er í dag fjórði stærsti framleiðandi vinnuvéla í heimin- um. Fyrirtækið hefur vaxið mjög á siðustu árum bæði með kaupum á fyrirtækum, eins og t.d Champion, og þróun á eigin framleiöslulínum. Allar framleiðslulínur Volvo CE bera Volvo merkið í dag. Volvo CE keypti Champion í Kanada árið 1997 en það fyrirtæki átti sér 125 ára sögu í framleiðslu á heflum. Stór hluti þeirra veghefla sem eru í notk- un hér á landi eru Champion-veg- heflar. Dæmi um önnur fyrirtæki sem Volvo CE hefur fest kaup á, á síðustu árum er Pel-Job í Frakk- landi og Samsung í S-Kóreu. Á föstudaginn skrifuðu forsvars- menn Dreifingarmiðstöðvarinnar, Vörubíls og DHL/Danzas undir samstarfssamning sem felur í sér að DM mun taka að sér umsýslu með allar sendingar sem koma til lands- ins með Danzas en eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku hefur þegar verið gengið frá þvr að DHL taki við umboði fyrir Danzas á íslandi í desember nk. Að sögn Kristins Vilbergssonar, framkvæmdasfjóra DM og Vörubíls, hefur samningurinn í för með sér að DM muni sjá um vöruhús fyrir sjó- og flugfragt, auk frísvæðis og tollvörugeymslu fyrir DHL/Danzas, en Vörubíll muni síðan sjá um alla dreifingu á þeim vörum sem þama fari í gegn. „Þessi vinna mun fara fram í nánu samstarfi við DHL/Danzas og m.a. munum við vinna í samræmi við þeirra staðla, t.d. með því að innleiða allan tækni- og hugbúnað sem fyrirtækin notast við í sínum verkferlum og fylgja eft- ir þjónustuskilmálum þeirra,“ sagði Kristinn í samtali við Viðskipta- blaðið. Þessi samningur er stærsti ein- undirritun samnings Frá vinstri: Guömundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, og Þóröur Sverrisson, forstjóri Nýherja. síma starfsmanna sem þráðlausa síma við símkerfið. Starfsmenn munu hafa aðgang að símkerfinu frá GSM-símun- um og geta hringt í innanhússnúmer og stillt símsvörun sína á sama hátt og frá eigin borðsíma. Með því að nýta sér núlláskrift Íslandssíma getur Orku- veita Reykjavíkur gert ráð fyrir tölu- verðum spamaði í síma- og fiarskipta- kostnaði þar sem símtöl innan sömu kennitölu kosta ekkert. Þá býður kerf- ið upp á samþættingu talhólfs og tölvu- pósts þannig að hægt er að hlusta á tal- hólfsskilaboð á tölvu viðkomandi starfsmanns. Avaya Communications er leiðandi í F.v.: Sigurjón Sigurðsson, sölustjóri DHL Danzas, Kristinn Vilbergsson, fram- vkæmdastjóri DM og Vörubíls, Þórður Kolbeinsson, framkvæmdastjóri DHL á íslandi, og Gunnar Thoroddsen. stjórnarformaöur DM. staki dreiftngarsamningur sem fyr- irtækin hafa gert til þessa en þau eru bæði tiltölulega ný af nálinni og hófu rekstur í ágústbyrjun sl. Eru fyrirtækin þegar farin að hasla sér völl á íslenska flutningsmarkaðnum og eru með þessum samningi á leið í fulla samkeppni við stærstu flutn- ingafyrirtæki landsins. „Við erum á leið í samkeppni við Eimskip og Samskip með þessu, það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn Vil- bergsson. r ■ ■ lIáísV BFGoodrích Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna • Reykjavík Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík FGoodrich iDekk veldu aödns það besta Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 www.benni.is Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.