Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 -• i Sport n>v ítalski kart-meistarinn Cristiano Da Matta mun aka fyrir Toyota-liðið í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta tímabili. Miklar vonir eru bundnar við Da Matta en auk hans mun Frakkinn Oliver Panis aka fyrir Toyoyta á næsta tímabili. „Ég er búinn aö ná einu af mark- miðum mínum með því að vinna kart-meistaratitilinn. Nú tekst ég á við nýja áskorun sem veröur án nokkurs vafa mjög skemmtileg," sagði Da Matta við blaðamenn í gær. Victoria Beckham, eiginkona Davids Beckham, og enska 2. deildar liðiö Peterborough eiga nú í harðvítugum deilum um eignarétt á viðumefninu „Posh“ sem útleggst sem „Hiö fína“. Peterborough hefur borið þetta viður- nefni síðan 1920 og segist hafa fuilan rétt á þvi en Victoria segir að nafnið sé óumdeilanlega tengt henni síðan 1996 þegar hljómsveitin Spice Girls var stofnuð. Þá fékk viöurnefnið „Posh Spice“ eða „Fína kryddið" og því eigi hún rétt á nafninu. Geoff Davey, einn forsvarsmanna Peterhorough, segist vonast eftir far- sælli lausn en segir jafnframt að fé- lagið sé 1 vondum málum ef þetta snúist um peninga því Beckham-fjöl- skyldan sé margfalt ríkari en félagiö sem er til sölu fyrir 1,5 milljónir punda. New York Knicks gengur allt i mót i NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið tapaði sínum fjórða leik í jafnmörg- um leikjum aðfaranótt þriðjudags gegn Milwaukee og það þótti við hæfi i kjölfar gengisins að met sem félagið átti stoppaði í sama leik. Þannig var mál með vexti að það haföi verið upp- selt i Madison Square Garden, heima- völl New York Knicks, á 433 leiki í röð, allt þar til í leiknum gegn Milwaukee en þá mættu aöeins 18.100 manns í höllina. Þaö vantaöi um 1600 manns til að fylla höllina og þvi er metið, sem er það lengsta í sögunni i öllum fjórum helstu íþróttagreinum Bandaríkjanna, isknattleik, hafna- bolta, amerískum fótbolta og körfu- bolta, stoppaö í 433 leikjum. -ósk íslandsmeistaramótið í einstaklingskeppni í boccia haldið á Akranesi: 200 keppendur - skemmtu sér frábærlega á vel heppnuðu móti íslandsmeistaramótið í einstak- lingskeppni í boccia var haldið á Akranesi helgina 26.-27. október síðastliðinn. Undirbúningur og framkvæmd mótsins var í höndum íþróttafélags- ins Þjóts, sem er íþróttafélag fatl- aðra á Akranesi, en félagið verður tíu ára á föstudaginn kemur. Framkvæmd og skipulagning mótsins var með miklum sóma en alls tóku 200 keppendur frá 16 félög- um þátt i mótinu. Keppt var í opnum flokki og rennuflokki auk deildakeppni en á þessu móti var í fyrsta sinn keppt í sjö deildum. Mótið fór fram á þrem- ur stöðum, í íþróttahúsunum við Vesturgötu og á Jaðarsbökkum og í Brekkubæjarskóla. Ellefu félög unnu til verölauna Ellefu félög unnu til verðlauna á mótinu og hlutu Iþróttafélag fatl- aðra í Reykjavík og Nes á Suður- nesjum flest verðlaun eða fimm. Akur á Akureyri og Gróska á Sauðárkróki hlutu þrenn verðlaun, Völsungur frá Húsavík, Kveldúlfur frá Borgamesi, Gnýr frá Sólheimum í Grímsnesi og gestgjafar mótsins í Þjóti hrepptu tvenn verðlaun hvert lið og Viljinn frá Seyðisfirði, Suðri frá Selfossi og Gáski frá Mosfellsbæ hlutu ein verðlaun hvert á mótinu á Akranesi. -ósk jsMÖUÆ«*HANDBðK Dv kemus u,s f ólagj afahandbók Jólagjafahandbók DV hefur verid ómissandi við undirbúning jólanna og val jólagjafa í yfir 20 ár. ' ;■ Hr Camilla Th. Hall- grímsson, varafor- maður ÍF. ósl^ar hér Árna Jónssyni, sem keppir fyrir Kveldúlf fra Borg- arnesi, til hamingju með sigurinn í 2. deildinni í einstak- lingskeppninni í w r MMpt mmm .Mss Ess&t ... - Urslit a Islands- mótinu í Boccia á Akranesi 1. deild 1. Stefán Thorarensen, .. . .. . . Akri 2. Kristbjöm Óskarsson, . Völsungi 3. Svava Vilhjálmsdóttir, . 2. deild 1. Ámi Jónsson Kveldúlfi 2. Hallmar Óskarsson, . . . ....ÍFR 3. Elínrós Benediktsdóttir, . . . . Nesi 3. deild 1. Jón Sigfús Bæringsson, . Grósku 2. Kristófer Ástvaldsson, . Viljanum 3. Ingunn B. Hinriksdóttir, .... iFR 4. deild 1. Vilhjálmur Þór Jónsson, ... Nesi 2. Róbert Aron Ólafs, .... 3. Ólafur Þormarr .. Gáska 5. deild 1. Oddný S. Stefánsdóttir, . .. Akri 2. Kamma Viðarsdóttir, . . .... Gný 3. Guðmundur Pálsson, i . .. . Þjóti 6. deild 1. Ólafur Rafn Ólafsson, .. . Grósku 2. Garðar Jónasson .... IFR 3. Þröstur E. Elíasson, . . . Kveldúlfi 7. deild 1. Guðmundur Einarsson, . . . . Nesi 2. Andrés Sveinsson, .... . . . Þjóti 3. Kristín Þóra Albertsdóttir, . Suðra Rennuflokkur 1. Margrét Edda Stefánsdóttir,. . ÍFR 2. ívar Öm Guðmundsson, ....ÍFR 3. Aðaiheiður B. Steinsdóttir, Grósku U-flokkur 1. Ármann Ó. Kristjánsson, Völsungi 2. Halldór Hartmannsson, . ... . Gný Blcand 1 P oka Ef þú, auglýsandi góður, vilt ná til þíns markhóps þá er þetta miðillinn þínn. Þetta er stórt og efhismikið blað þar sem lögð er áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólin og undirbúning þeirra. Við viljum minna auglýsendur á að tekið er við pöntunum til 22. nóvember. Með jólakveðju. Auglýsingadeild DV. Sími 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.