Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Meiuúng ;ov Tog og þel Umsjón: Silja Aðafsteinsdóttir silja@dv.is Ég veit ekki hvaða skilyrði innsetning þarf að uppfylla til að standa undir nafni, eða hvort einungis yfirlýstir framúrstefnumenn í mynd- list megi flokka verk sín undir innsetningar. En ef átt er við heildræna mótun sýningarrým- is út frá fyrir fram gefnum forsendum, form- rænum og hugmyndalegum, þá er vart hægt að hugsa sér áhrifameiri innsetningu en þá sem Anna Þóra Karlsdóttir hefur nú komið fyrir 1 Ásmundarsal við Freyjugötu. í sýningarsalnum á efri hæðinni svífa nokkrar óreglulega lagaðar ullarvoðir hátt yfir höfðum okkar og minna ýmist á risastóra húðflipa, fiæjur með ívafi mýrarrauða eða rifrildi af grænum torfþökum. Fíngerða, allt að því pastelkennda liti sína skapar listakonan með lituðum hálfgegnsæjum grisjum sem kembdar hafa verið saman við þel og síðan hertar með aðferðum sem ég kann ekki að nefna. Allar eru voðirnar eilítið um- komulausar að sjá, eins og slitnar úr sínu upp- runalega samhengi. Grisjurnar ýta undir þá tilfinningu áhorfand- ans að hann sé staddur i einhvers konar neyð- armóttöku, þar sem sjálf náttúran hefur orðið fyrir skakkaföllum, jafhvel óbætanlegu tjóni, og það standi upp á hann að bæta skaðann með einhverju móti. Heiti sýningarinnar, „Rjóður", er því vænt- anlega margrætt, vísar til þess skjóls sem nátt- úran veitir okkur, til eyðunnar sem skapast þegar hún er rudd eða höggvin og „skellunnar" sem myndast í skilningi okkar og skynjun þeg- ar náttúran hverfur, svo vitnað sé í sýningar- skrá. ... og gerir okkur heil í gryfjunni á neðri hæð er annar - og ekki áhrifaminni - hluti þessarar innsetningar þar sem listakonan hefur hengt upp níu samfellur úr togi og grófum flóka sem hún nefnir „Boli". Hér Frá sýnlngu Onnu Þóru, Rjóöur Grisjurnarýta undirþá tilfinningu áhorfandans aö hann sé staddur íeinhvers konar neyðarmöttöku ... Myndlist fær ullin að halda sínum upprunalegu litum, áferð og öðrum eiginleikum, og fyrir tilstilli þyngdaraflsins og ísaums myndar hún ílanga „boli" eða sekki víðs vegar í rýminu; ósjálfrátt verður áhorfanda hugsað til mjúkra og goðsagna- kenndra rýmisverka Magdaleu Abakanowicz eða Nancy Graves. Tilfinningin sem hér er særð fram er allt ann- ars eðlis en í efri sal. Okkur býðst að ganga inn í og verða hluti af „heilli" og „ósárri" náttúru, náttúru sem umlykur, vermir, nærir og gerir okkur heil. Það þarf ekki að fara i grafgötur um viðhorf listakonunnar til fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda á hálendi landsins. Til þessa hefur íslenska ullin verið stórlega vanmetinn efniviður meðal íslenskra þrívíddar- listamanna, hvort sem um er að kenna einokun handverksmanna á henni eða einhverju öðru. Mig grunar að margir listamenn telji ógjörning að virkja ullina til hugmyndafræðilegrar útlist- unar á nýju og stafrænu árþúsundi. í framhaldi af þessari sýningu Önnu Þóru og hugmyndum sem hún viðrar í verkum sínum komast kollegar hennar tæpast hjá því að taka ullina til gagngerr- ar endurskoðunar. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin stendur til 17.11. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu er opiö kl. 14-18 alla daga nema mán. Tónlist Djöfullinn kemur fagnandi „Eyjatónlist" var yfirskrift tón- leika í 15:15 seríunni á Litla sviði Borgarleikhússins síðastliðinn laugardag. Flutt var tónlist frá Bretlandseyjum, Færeyjum og ís- landi og hófst efnisskráin á því að Sigurður Halldórsson sellóleikari lék Passacagliu frá árinu 1982 eftir enska tónskáldið William Walton. Var túlkun hans á þessari frísk- legu tónsmíð lifleg og lipur, stíg- andin hnitmiðuð og heildarmynd- in skýr, og var atriðið skemmtileg byrjun á tónleikunum. Næst flutti Ólafur Kjartan Sig- urðarson baríton ásamt Sigurði og Daníel Þorsteinssyni píanóleikara fjögur lög eftir færeyska tónskáld- ið Pauli í Sandagerði. Var söngur Ólafs einkar fallegur, greina mátti alls konar tilfinningar í næmri túlkun hans án þess að neitt væri yfirdrifið, og tæknilega var frammistaðan fullkomin. Ekki síðri var hljóðfæraleikurinn sem var ákaflega vandaður og skapaði áhrifamikla „impressíóníska" stemningu. Var útkoman magnað- ur skáldskapur sem unaður var að hlýða á. Ólafur söng einnig tvö skosk þjóðlög við ljóð Robert Burns, hið fyrra segir frá þvi er Djófullinn kemur í bæinn til að taka með sér „skattmann" og mun vera i eitt af fáum skiptum sem sá vondi kemur fagnandi. Lagið var i útsetningu Robin McEw- * - ^ an, en ekki varð ráðið af .. mannsgaman T"f^PB**^TT Olafur Kjartan Siguröarson Greina mátti alls konar tilfinningar í næmri túlkun hans ... tónleikaskránni hver útsetti hið síðara, O my luv is like a red red rose. Bæði lögin voru glæsilega sungin af Ólafi og sömuleiðis var píanóleikur Daníels hinn vandað- asti. Sellóleikur Sigurðar var hins vegar nokkuð ónákvæmur í seinna laginu, þó annað á tónleik- unum hafi gengið eins og í sögu hjá honum. Hann var t.d. í ágætu formi i þremur aríettum Kristi- ans Blak, þó hugsanlega hefði meiri snerpa átt betur við í hin- um fyrstu tveimur. í síðustu arí- ettunni, sem er sú ljóðrænasta, fékk sellóið að syngja af hjartans lyst, og þar var Sigurður á heima- velli. Eitt besta atriði tónleikanna var útsetningar Hafliða Hallgrímsson- ar á sex þjóðlögum frá árinu 1973, en Ólafur Kjartan kynnti hvert stef á undan með því að spila það á langspil. Setti það útsetningarnar í sögulegt samhengi og kom vel út. Hér var sellóleikur Sigurðar prýði- lega útfærður þó inntónun í Grát- andi kem ég nú hafi ekki alltaf ver- ið fyllilega örugg. Hin lögin voru frábærlega leikin, bæði af selló- og pianóleikara, og var túlkun þeirra svo innileg að það var eins og mað- ur væri kominn aftur í tímann að hlýða á tónlistina í dimmum torf- bæ. í stuttu máli voru þetta athygl- isverðir tónleikar og kærkomin hvildarstund eftir erilsama viku. Jónas Sen / Ypsilon á einföldum stað Það er æðimörg hugsun að setja saman bók. Og beyglar heilann. Einna skrýtnast samt að taka við bókinni, sjá hana fyrsta sinni útkomna. Halda laust um hana, snúa henni eins varfærnislega og barni manns nýfæddu, dást og brosa inn í sálina, klökkna næstum og vita sem er að þetta er bókin manns, afkvæmið, úfkoman... Að gefa út bók er að gefa hluta af sjálfum sér. Opna sig. Og eigin bók er opnuð ofur rólega eins og blandist þar saman efi og kvíði, já ofboðlítið þunglyndi um að prentunin hafi mistekist. Og að yfirsjónir hafi ekki sést. Draga andann djúpt og leggjast aftur í þungan stól og fletta skjálfandi fmgrum hverri síðunni af annarri og búast við villum og sannfærast um að þær séu þarna ein- hvers staðar. Finna samt enga. Skrýtið. Loka bókinni laust en byrja svo aftur. Leita að því sem mann langar ekki að finna, en leita samt og leita lengi. Fórna hádegismat og siðdegiskaffi, jafnvel kvöldmat. Leita og vita fyrir víst að manni yfirsést. Sofna loks í djúpum stól og dreyma orðabrengl, ritvillur og ypsilon á einfóldum stað. Fara um á fiugi svefnsins milli linanna og rekast á rangar kommur og klénar skiptingar. Vakna og vita sem er að orðin standa. Verða ekki máð. Og lifa mann. -SER Ahrifavaldar Hverjir eru áhrifavaldar leikhús- fólks? Hver hefur áhrif á listamenn og hvernig? Frummælendur á fyrsta leik- húsmálafundi vetrarins í Borgarleik- húsinu kl. 20 í kvöld segja frá áhrifa- völdum sínum, svara spurmngum og taka þátt í umræðum. Frummælendur eru: Egill Heiðar Anton Pálsson leik- stjóri, Halldóra Geirharðsdóttir, leikari og leikstjóri, Stefán Baldursson, leik- hússtjóri og leikstjóri, og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Úr lausu lofti Þriðju tónleikarnir í hádegistónleikaröð íslensku óperunnar á haustmisseri verða á morgun kl. 12.15. Yf- irskrift tónleikanna er Úr lausu lofti og söngvarar að þessu sinni eru þau Sess- elja Kristjánsdóttir messósópran og Jó- hann Friðgeir Valdimarsson tenór sem bæði voru fastráðin að íslensku óper- unni í ágúst sl. Við pianóið verður Cli- ve Pollard. Á efnisskrármi er tónlist eftir amer- íska sönglaga- og söngleikjahöfunda og aðra sem sömdu í þeim anda. Meðal annars má þar heyra lög sem Frank Sinatra gerði ódauðleg á sínum tíma. Tónleikarnir standa í um 40 mínút- ur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Hægt verður að kaupa samlokur fyrir eða eft- ir tónleika, svo enginn ætti að þurfa að fara svangur úr Óperunni. Ljósmyndir og hönnun Leifur Þorsteinsson, ljósmyndari og kennari við LHÍ, kynnir eigin verk og sýnir ljósmyndir í Opna Listaháskólan- um í dag kl.12.30 í LHÍ, Laugarnesi, stofu 024. Leifur rak eigin h'ósmynda- stofu um árabil þar sem hann fékkst aðallega við auglýsinga- og iðnaðarljós- myndun. Á miðvikudaginn á sama tíma flytur Guðmundur Oddur Magnússon, pró- fessor við LHÍ, fyrirlestur um stöðu hörmunar á Bretlandi í LHÍ í Skipholti, stofu 113. Hann segir frá ferð til breskra hönnunarfyrirtækja og fjallar um hönnunarmessurnar í 100% design og Designersblock. Hönnunarsaga Fyrirlestraröð um íslenska hönn- unarsögu 1860-1960 hefst á fimmtu- daginn í fyrirlestarsal LHÍ, Skipholti 1. Timabilið hefst með brautryðj- endastarfi Sigurðar Guðmundssonar (1833-1874) og síðan verður þátttaka íslendinga í heimssýningum reifuð, iðnsýningar á íslandi kynntar og hlutverk íslenskra iðnaðarmanna, myndlistarmanna og arkitekta í hönnun 20. aldar skoðað í samhengi við rótgrónar hefðir og módernisma. Lýkur með umfjöllun um hönnunar- tilraunir sjötta áratugarins, þegar norræn hönnun öðlaðist alþjóðlega viðurkenningu. Kennari er Arndís S. Árnadóttir, innanhússhönnuður og bókasafnsfræðingur. Leiktúlkun Námskeið í leiktúlkun hefst í Leiklistardeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13, í dag. Markmiðið er að opna heim sviðs- og leiktúlkunar. Fjallað verður um það hvernig leikarar nálgast nýtt hlutverk. Rannsakað verð- ur mismunandi göngulag og hreyflng- ar, talsmáti og kækir, svo eitthvað sé nefht. Aðaláhersla verður lögð á vinnu með einleik að eigin vali eða valinn i samráði við kennarann. Einnig verða spunaæfingar og senur. Kennari er Þór Tulinius leikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.