Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 Tilvera DV Beckham í skothelt vesti Knattspymukappinn David Beckham fjárfesti um helgina í forláta skotheldu vesti, sem er sérhannaö með síðum ermum og kostaði hann lítil eitt þúsund pund. Náinn vinur Beckhams sagði að hann hefði valið vesti sem féll vel að daglegum klæðum hans og það sæist alls ekki utan frá. „Hann veit að það er fullt af klikkhausum þarna úti sem gætu tekið upp á því að skjóta á hann. Það er sérstaklega hætt við því meðan umræðan er í gangi og því rétt hjá honum að taka enga áhættu,“ sagði vinurinn. í vestinu ætti Beckham að vera orðinn nokkuð öruggur gagnvart þeim byssuglöðu, því hann keyrir einnig um á 160 þúsund punda skotheldum Benz, auk þess hefur hann aukið alla öryggisgæslu um heimili sitt eftir að upp komst um samsærið um að ræna eiginkonunni, Victoríu. Minningartónleikar um Elly Vilhjálms í Salnum: - segir söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir Lögin Heyr mína bæn, Lítill fugl á laufgum teigi, Ég veit þú kemur í kvöld til min og fleiri perlur sem Elly Vilhjálms gerði ódauðlegar munu hljóma í Saln- um annað kvöld í meðfórum Guðrúnar Gunnarsdóttur, sjón- varps- og söngkonu, og fleiri góðra krafta. Óður til Ellyjar er yfirskrift tónleikanna sem hefj- ast kl. 21. Uppselt er annað kvöld svo aukatónleikar eru fyrirhug- aðir þann 16. nóvember og ber þá upp á dánardægur Ellyjar sem féll frá árið 1995, 59 ára að aldri. „Elly var ein af mínum uppáhaldssöngkonum þegar ég var að alast upp, ásamt Ellu Fitzgerald og fleiri,“ segir Guð- rún og bætir við: „Elly var stór- kostleg söngkona og það er lang- ur vegur frá því að ég komist með tæmar þar sem hún hafði hælana. En hún er hluti af fortíð minni eins og svo margra ann- arra frá því lögin hennar hljóm- uðu í óskalagaþáttunum á „gömlu gufunni" og mig langar að minnast hennar með þessum hætti." Þegar hún er spurð um eftirlætislagið úr safiii Ellyjar svarar hún: „Þau hafa skipst á um að vera í efsta sæti hjá mér en núna er það tvímælalaust Heyr mína bæn. Hæ, hvað er í matinn? Vikan er annasöm hjá Guðrúnu. Æfingar fyrir tónleikana byrja stund- um kl. átta á morgnana, áður en hald- Þau stllltu sér upp á æflngu Guörún meö undirleikurum og hljómsveitarstjóra, Siguröi Rosasyni, Birgi Bragasyni, Erik Qvick og Eyþóri Gunnarssyni. ið er í hina hefðbundnu vinnu á Stöð 2. Þar fer dagurinn í að undirbúa hinn vinsæla þátt, ísland í dag, sem þjóðin þekkir. Stundum er æft í hádeginu og dætrunum skutlað í tónlistartíma. Ofan á bætist að Guðrún er þessa dag- ana að ganga frá sjónvarpsþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 á aðvent- unni. „Stundum fer ég í klippiher- bergið þegar ísland í dag er búið á kvöldin," segir hún og viðurkennir að svona háttalag gengi ekki upp ef hún nyti ekki þeirra forréttinda að eigin- maðurinn, Valgeir Skagfjörö, ynni heima, hugsaði um dætumar og tæki líka til hendinni við eldhússtörfin. „Ég kem bara heim og segi: „Hæ, hvað er í matinn?" segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. Hún rúllaði ykkur upp Guðrún kveðst hafa kynnst Elly Vilhjálms lítillega þegar þær unnu báðar á Ríkisútvarp- inu. „Hún var mér afar góð og hvatti mig til dáða i söngnum," rifiar hún upp og minnist þess líka er þær sungu við sama tæki- færi. Það var á þjóð(vega)hátíð- inni á Þingvöllum 1994. Þá fór hópur söngfólks saman í rútu á hinn helga stað og var lengi á leiðinni en komst þó. „Við söng- konumar vorum allar yngri en Elly en eftir dagskrána, þar sem við sungum til skiptis, sagði ein- hver viö mig - ég held það hafi verið Bubbi: „Heyrðu, hún bara rúllaði ykkur upp,“ og það var hárrétt. Hún gerði allt best.“ Það kemur í hlut Jónatans Garðarssonar að flytja minning- dvaiyndþók arorð um Ellyju í upphafi tón- leikanna í Salnum og svo hefst spil og söngur. Eyþór Gunnars- son stjómar hljómsveitinni og með honum leika Sigurður Flosason á saxófón, Birgir Bragason á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Eyjólfur Kristjáns- son verður í hlutverki gítarleikarans, Borgardætur syngja raddir og Stefán Hilmarsson kemur við sögu sem gestasöngvar’. -Gun. Hún geröi allt best TOLVU NETI f FÓKUSI Á FÖSTUDAGINN VERÐUR ÍTARLEG UMFJÖLLUN UM ÞAÐ SEM ENGINN KEMST AF ÁN LENGUR. VIÐ SEGJUM FRÁ ÞVÍ ALLRA NÝJASTA í TÖLVU- O G NETMÁLUM OG ÚTSKÝRUM Á LEIKMANNAMÁLI HVAÐ ÞÚ ÞARFT TIL AÐ VERA MEÐ. EF ÞÚ VARST f VAFA UM EITTHVAÐ VERÐUR ÞAÐ LEYST f FÓKUS. FYLGSTU MEÐ Á FÖSTUDAGINN. Monas verden Opnunarmyndin er farsakennd rómantík. Bíófélagið 101: Fimm danskar kvikmyndir í dag hefst í Regnboganum dönsk kvikmyndahátíð. Er hún á vegum Bíó- félagsins 101. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af fimm nýjum dönsk- um kvikmyndum. Opnunarmynd há- tíðarinnar heitir Monas verden (2001). Er um að ræöa farsakennda rómantíska gamanmynd, með Sidse Babette Knudsen, sem sló í gegn í gamanmyndini Den eneste ene. Mona er frekar stíf að eðlisfari og á erfltt með tilfínningalífið. Hún lendir í sér- stæðri aðstöðu þegar hún er tekin í gíslingu af bankaræningjum, og einn þeirra veröur ástfanginn af henni. Anja og Viktor (2001) er róman- tísk gamanmynd eftir Charlotte Bostrup, framhald vinsællar kvik- myndar frá 1999, Kærlighed ved forste hik. Viktor og Anja náðu saman í fyrri myndinni, en nú heldur lífið áfram sinn vanagang. Hversdagsleikinn er rómantíkinni alltaf erfiður, jafnt fyrir unglinga sem þá eldri. Min sasters born (2001) er skemmti- leg fjölskyldumynd sem er endurgerð myndar frá 1966. Erik Lund er pró- fessor í uppeldisfræðum, þó svo að hann hafi litla reynslu af raunveru- legum bömum. Þegar systir hans, sem á fimm börn, fer í frí, notar hann tækifærið til að reyna kenningar sin- ar og tekur að sér að passa skarann. Þetta er hlý og fjörug gamanmynd fyr- ir alla fjölskylduna. Olsen banden (2001). Serían um 01- sen-gengið er sú langlífasta sem gerð hefur verið á Norðurlöndum og er þetta tólfta kvikmyndin. Þær eru sam- ofnar danskri þjóðarsál og rótgróinn hluti danskrar menningar. í nýjustu myndinni er horfið aftur í tímann þegar bófamir þrautseigu vora aðeins andfélagslegir óþekktarpjakkar með glæpsamlega framadrauma. I Am Dina (2002) er fjölþjóðleg kvikmynd á ensku eftir danska leik- stjórann Ole Bomedal. Titilhlutverkið er í höndum Mariu Bonnevie. Af öðr- um leikurum má nefna frönsku stór- stjömuna Gerard Dépardieu. Sagan hefst um miðja 19. öld þar sem stúlku- bamið Dina verður valdur að hrika- legu slysi sem kostar móður hennar lifið. Faðir Dinu getur ekki litið barn- ið augum eftir þetta og hún elst upp einangruð meðal þjóna á heimilinu, óstýrilát og draumlynd. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.