Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Side 32
L
H
Smiðjuvegl 48 (Rau& gata) - Kópavogi
Síml 567 0790 - Fax 567 0798
*ár
SjM®mmebn*r tjíl
Tjónaskoðun
Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianz(fíj)
- Loforð er loforð
MIÐVIKUDAGUR 13. NOVEMBER 2002
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
Veifaði hníf
Ungur maður sem neitaði að yfir-
gefa veitingastaðinn 22 á Laugavegi
um eittleytið i nótt dró upp hníf og
veifaði honum framan í dyraverði
þegar þeir báðu hann að yfirgefa
staðinn. Lögreglan var kvödd til að-
stoðar, afvopnaði manninn og lagði
jafnframt hald á annan hníf. -JSS
Bíll út af
Betur fór en á horföist þegar bíll
fór út af veginum í Botnsdal í Súg-
andafirði í gærkvöld. Hafnaði bill-
inn um fimm metra fyrir neðan veg-
inn. Ökumaðurinn, sem var einn i
bílnum, slapp ómeiddur og bíllinn
skemmdist lítið. -hlh
Spýja úr
Botnabrúnum
* Aurskriða féll um hádegið í gær
úr Botnabrúnum ofan Seyðisfjarðar-
kaupstaðar og niöur að húsum sem
standa við Austurveg. Nóttina áður
féll aurskriða á rústir gamla sam-
komuhússins á Vestdalseyri, sem er
norðan fjarðarins, og færði þær að
mestu í kaf. Gróðurskemmdir urðu
nokkrar við Austurveg þegar aur
rann yfir lóðir og lagðist að húsum.
Síðdegis í gær hafði stytt upp eftir
gríðarlegt úrhelli síðustu daga sem
gerði jarðveg mjög vatnsósa. Lög-
reglan á Seyðisfirði bað íbúa að
hafa varann á sér í nótt en engar
aðrar spýjur hlupu fram. -GG
Sjálfvirk slökkvitækí
fYrir sjónvörp
Símí 517-2121
H. Blöndal ehf.
Audbrekku 2 ■ Kópavogi
Innflutningur og sola ■ www.hblondal.com
112
EINN EINN TVEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
ÞARF STURLA B0
ÞÁ A£> LÆRA
FRÖNSKU?
DV-MYND GVA
Jólasvipur á verslunum
Nú sér þess oröiö merki í mörgum verslunum landsins aö jólin nálgast óöfluga. Jóiaskreytingar hafa víöa veriö settar
upþ og ekki er tangt þar til ilmurinn frá jólahlaöborðum veitingahúsanna liöast um stræti og torg. Lilja Marteinsdóttir,
starfsmaöur Blómavals, er þegar komin í jólastellingar en hún skreytir hér „hrímaö" tré meö snoturrí jólakúlu.
Breytingar í ríkisgeiranum:
Fyrirtækjaskrá til
Ríkisskattstjóra
Samkvæmt heimildum DV er ver-
ið að leggja drög að því að flytja fyr-
irtækjaskrá sem nú er undir Hag-
stofu íslands til embættis ríkisskatt-
stjóra. Er það gert í Ijósi hagræðing-
ar þar sem Ríkisskattstjóri hefur
þegar umsýslu með ársreikninga-
skrá fyrirtækja. Þar starfa nú um 85
starfsmenn og búast má við fjölgun
starfa hjá embættinu ef af þessu
verður. Þrátt fyrir nær látlausa um-
ræðu um flutning ríkisstofnana út á
land þá hefur samkvæmt heimild-
um DV ekki komið til tals að flytja
Ríkisskattstjóraembættið út á land.
Þá hvorki til Akureyrar eða Akra-
ness eins og sögusagnir eru á kreiki
um. Innan veggja stofnunarinnar
höfðu menn heldur ekki heyrt nein-
ar hugmyndir um að slíkt stæði til
og ekki heldur þingmenn sem blað-
ið ræddi við í gær. Að margra mati
er slíkur flutningur talinn óhag-
kvæmur i ljósi nálægðar stofnunar-
Indriöi H. Þorláksson.
innar við mestan fjölda landsmanna
og fyrirtækja í dag.
Indriði H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri staðfesti að uppi væru áætlan-
ir um að flytja fyrirtækjaskrána
undir embætti ríkisskattstjóra.
Ástæðuna sagði hann vera þá, að
eins og komið hefði fram í frum-
varpinu þegar Þjóðhagsstofnun
hefði verið lögð niður og verkefni
hennar færð til Hagstofunnar að
hluta, þá hefði jafnframt verið fyrir-
hugað að skilja á milli eiginlegra
hagstofuverkefna, þ.e. alls sem lyti
að hagsýslugerð og þess háttar og
hins vegar hluta eins og stjómsýslu-
verkefna eins og að halda fyrir-
tækjaskrá.
„Niðurstaðan varð sú að vista fyr-
irtækjaskrána hér, sem er eðlilegt
með tilliti til þess að skattkerfið not-
ar þessa skrá mjög mikið,“ sagði
Indriði. „Þetta er grundvallarvinnu-
gagn í vinnu skattyfirvalda. Við
höldum þessa skrá meira og minna
hvort eð er.“
Indriði kvaðst telja að þeir starfs-
menn sem hefðu unnið við fyrir-
tækjaskrána á Hagstofunni myndu
flytjast milli staða með verkefninu,
en um það bil sjö manns vinna við
fyrirtækjaskrána.
-HKr./JSS
Óvenjuleg heimsókn í Sportbúðina Títan:
Rjupur eltu uppi veiðimanninn
- heilsuðu ófeimnar upp á skotfærasölumanninn
Róbert Schmidt, ijúpnaskytta og
verslunarstjóri í Sportbúð Títan á Krók-
hálsi 5 g í Reykjavík, varð fyrir óvenju-
legri reynslu um þrjúleytið í gær. í
versluninni selur hann meðal annars
skotfæri og ýmsan búnað til rjúpna-
veiða. 1 stað þess að þurfa að eltast við
ijúpu upp um fjöll og fimindi virðist
rjúpan hafa ákveðið að snúa dæminu
við og elta uppi veiðimanninn. Fyrir
utan gluggann mátti þá sjá nokkrar
rjúpur kroppa eftir æti á grasbala við
bílastæði verslunarinnar. Brá veiðimað-
urinn skjótt við, en í stað byssu var
hann vopnaður myndavél.
„Þetta var dálítið skondið," sagði Ró-
bert í samtali við DV. „Hingað kom við-
Sex rjúpur og hvergi bangnar
Þær kiþþtu sér ekkert upp þótt
veiöimaöurinn skyti á þær í sífellu
meö myndavélinni.
skiptavinur og kvartaði sáran yfir
rjúpnaleysi á Suðurlandi. Um leið og
hann sleppti orðinu settust á planið sex
ijúpur og fóru að vappa hér um allt í ró-
legheitunum. Maðurinn varð orðlaus
enda ekkert skrýtið. Ég myndaði þær í
bak og fyrir og það er dálítið sérstakt að
sjá þær vappa hér fyrir utan búðina sem
selur skotvopn, skotfæri og rjúpnaveiði-
búnað,“ sagði Róbert Schmidt sem er
landsþekktur veiðmaður og ijúpna-
skytta. Virtust ijúpumar ekkert kippa
sér upp við það þó að Róbert sniglaðist
í kringum þær og hleypti af myndavél-
inni í gríð og erg. Taldi Róbert þetta
augljós merki um að ijúpnastofninn
væri ekki í eins hábölvuðu ástandi og
margir vilja vera láta. Hann segist
margoft hafa orðið var við rjúpur á þaki
verslunarinnar þegar hann hafi mætt í
vinnu á morgnana. -HKr.
Rúmenski
hælisleitand-
inn farinn
Rúmenski hælisleitandinn, Sandor
Pal, er farinn af landi brott. Hann
komst í fréttir fjölmiðla meðan hann
dvaldi hér vegna mánaðarlangs hung-
urverkfalls sem hann fór í. Mál hans
höfðu hins vegar ekki verið afgreidd
hér á landi þegar hann hélt fyrirvara-
laust til Amsterdam sl. laugardag, sam-
kvæmt upplýsingum Þóris Guðmunds-
sonar, upplýsingafulltrúa Rauða kross
íslands.
Að sögn Þóris hafði maðurinn feng-
ið dvalarleyfi hér meðan mál hans
vora til umfjöllunar. Það þýddi að
hann hefði getað unnið hér á landi á
þeim tíma. Hann kaus hins vegar að
dvelja á sjúkrahóteli RKÍ og fara í
hungurverkfall.
Maðurinn var af ungverskum upp-
runa og kvaðst sæta ofsóknum í heima-
landi sínu þar sem hann á konu og
böm. Að sögn Þóris er ekki vitað hvert
hann hyggst fara eftir dvölina hér. -JSS
Eldur á
iðnaðarlóð
Eldur kviknaði á iðnaðarsvæði við
Óseyrarbraut í Hafnarfirði um
tvöleytið i nótt. Náði eldurinn að læsa
sig i vörubíl, tvo gáma og plastbát á
lóðinni. Slökkvilið var um klukku-
stund að ráða niðurlögum eldsins og
var tjón umtalsvert. Grunur leikur á
að um íkveikju hafi verið að ræða.
SlökkvOið fór í annað útkall í Hafnar-
firði skömmu áður en um miðnætti
hafði verið kveikt í ruslagámi á
Strandgötu. -hlh
ísland í tísku:
Sturlunga á
frönsku
Hið aldagamla og virðulega franska
forlag Les belles lettres hefur ákveðið að
hefla nýja ritröð sígildra norrænna bók-
mennta og hefur Régis Boyer, prófessor
emerítus við Sorbonne-háskólann í Par-
ís, verið falið að velja verk í ritröðina.
Hann segir í viðtali við DV í dag að
þetta sé árangur áratugavinnu við að
koma Norðurlöndum og íslandi á kortið
hjá Frökkum og nú hafi tekist að gera
þau að tiskufyrirbæri í Frakklandi.
í ritröðinni verða meðal annars
nokkrar íslendingasögur, Passíusálm-
arnir og Sturlunga saga, sem Régis
Boyer er nú að þýða. Hann skrifaði á
sínum tíma doktorsritgerð um trúarlíf
á íslandi á 11., 12. og 13. öld eins og það
birtist í Sturlungu og biskupasögum
og á síðan þýðingarappkast að Sturl-
ungu. Röðin byijar að koma út á
næsta ári og Sturlunga kemur að öll-
um líkindum út 2004. -SA
Sjá bls. 14.
BYSSUR
OG SKOT
k /
SPORTVÖRUGERÐIN
SKIPHOLT 5 562 8383
Brother PT-2450 merkivélin er komin
Mögnuö vél
sem, meö þinni hjálp,
hefur hlutina í röö
ogreglu.
Snjöll og góö lausn á
óreglunni.
Bafport
Nýbýlavegi 14 *sími 554 4443 ‘WWW.rafport.is
I