Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Page 13
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2002
13
x>v
M,
agasm
„Það er yndisleg tilfinning að
fá listamenn á bílaverkstæöið.
Alltaf þegar fer að líða að þessari
hátíð hellist yfir mig einhver
jóla- og menningarandi sem er
alltaf jafn skemmtilegur," segir
Kristmundur Árnason hjá rétt-
ingaverkstæðinu Bílastjörnunni
við Bæjarflöt í Grafarvogi.
Hin árlega menningarveisla
þar verður nú á fostudagskvöldið
milli klukkan 18 og 20. Stjörnu-
messa er þessi uppákoma nefnd.
Þar koma hin góðkunnu Grafar-
vogsskáld fram og lesa úr verk-
um sínum. Þau eru Sigmundur
Ernir Rúnarsson, Kristín Marja
Baldursdóttir, Aðalsteinn Ingólfs-
son, Sigurbjörg Þrastardóttir,
Ari Trausti Guðmundsson og
Einar Már Guðmundsson.
Þá munu einnig koma fram
þeir Einar Kárason rithöfundur
og tónlistarmaðurinn KK í tilefni
af útkomu bókar Einars um KK.
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson flytja nokkur lög og
listamenn sem hafa vinnuað-
stöðu á Korpúlfsstöðum sýna
verk sín.
„Yfir hátíðamar ætla ég að
gefa mér tíma til þess að lesa
bækur skáldanna úr Grafarvogi.
Ég má ekki mismuna neinum og
verð að lesa bækur þeirra allra,“
segir Kristmundur. Hann segist
seinni árin hafa haft æ meiri
áhuga á menningu hvers konar.
Mikilvægt sé að fá unga fólkið
meira til þess að lesa góðar bæk-
ur i stað þess að liggja í tölvu-
leikjum og slíku. Segist Krist-
mundur hafa af þeirri þróun
áhyggjur, en bækur geri fólki
hins vegar aðeins gott - og að
betri einstaklingum. „Og ef börn
og unglingar lesa góðar bækur
mun það nýtast þeim vel á lífs-
leiðinni," segir Kristmundur.
-sbs
Grafarvogsskáldin lesa úr verkum sínum á Stjörnumessunni.
Einar Kárason les úr nýrri bók
um KK.
fSm
sinni
Menningar-
andinn alltaf
skemmtilegur
fyrir þd sem vilja kröftugan súkkulaðikeim með mikilli
Það er jafngott til átu sem í dýrindis súkkulaðirétti og til matargerðar.
NÓI SÍRÍUS
Stjörnumessa ó bílaverkstæði í Grafarvogi:
Kristján Kristjánsson leikur af
fingrum fram á Stjömumessunni.