Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Page 21
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002
4-
25
V
DV
M
agasm
Skrífar á kortin. Geröur G. Bjarklind á kunnugtegum slóöum í hljóðveri i Útvarpshúsinu og
með föndriö á borðum. Magasín-myndir kö
Ger&ur G. Bjarklind föndrar á þularvaktinni:
„Þegar rólegt er á kvöldvöktum
í þularstofunni gríp ég oft í svona
fóndur. Mér fmnst þetta í raun
mannbætandi og óskaplega
skemmtilegt," sagði Gerður G.
Bjarklind útvarpsþula í samtali
við DV-Magasín. Með heymartól-
in á eyrum vaktar hún hvert orð
og tón sem fer út á öldur ljós-
vakans úr Ríkisútvarpinu í Efsta-
leiti. En grípur síðan í handavinn-
una milli kynninga
„Ég fer stundum í prentsmiðj-
unar og kaupi kartonpappír sem
starfsfólk sker og sníður fyrir mig.
Síðan tek ég gömul kort og klippi
þau niður, lími kannski myndim-
ar af þeim á nýju kortin og svona
leik ég mér. Líklega er ég að búa
til einhver 60 til 70 kort fyrir hver
jól og engin tvö eru eins,“ segir
Gerður.
Hún kveðst grípa í margvíslegt
fondur annað, svo sem að búa til
lítil sæt hreindýr úr pípuhreinsur-
um og engla úr gömlum undirkjól-
um. Allt sé þetta til að auka á
jólastemninguna en hjá þulum
Ríkisútvarpsins byrji hún hins
vegar ekki fyrr en á Þorláksmessu
þegar jólakveðjumar frægu eru
lesnar.
-sbs
50 ára afmæli á Brákarborg:
Hér eru afbragðsbörn
„Það eru kátir og skemmtiiegir krakkar hér í Heimahverfmu og þetta er
góður leikskóli," segir Ingibjörg Karlsdóttir, matráðskona á Brákarborg, í
samtali við DV-Magasín. Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli skólans í síð-
ustu viku og mætti þangað fjöldi góðra gesta. Ungir og gamlir; fyrrum nem-
endur skólans sem og starfsfólk ffá fyrri tímum, foreldrar og eins fulltrúar
Reykjavíkurborgar, svo einhverjir séu nefndir.
Alls komu um 200 manns á staðinn og margir tóku hraustlega undir þegar
tekinn var söngur skólans; Allir eru vinir á Brákarborg. Það eru orð með
rentu...því hér eru afbragðsböm. Þannig hefur þetta líka alla tíð verið í
þessu hverfi," segir Ingibjörg. Á leikskólanum eru sextíu nemendur i þrem-
ur deildum.
í tOefni afmælisins fékk skólinn einnig góðar gjafir, eins og til að mynda
sjónvarpstæki og vídeó. Einnig bar margs konar tónlistaratriði hátt á afmæl-
ishátíðinni, svo sem blokkflautuleikur Helgu Aðalheiðar Jónsdóttur, kennara
við skólann, og Sigrúnar Tómadóttur, eins nemanda hennar. -sbs
Kátir krakkar - og allir meö kórónu.
Blásiö í blokkflautu. Helga Aðalheiður Jónsdóttir tónlistarkennari er
fjær - og nær er Sigrún Tómasdóttir, nemandi hennar.
Morgunhrollvekjur Stormskers á Stöð 2 eru hér allar samkomnar
ásamt fjölmörgum öðrum gráglettnum pistlum hans og meinlegum
blaðagreinum síðustu 12 ára. Alls 42 talsins. Efnið er fjölbreytt: Svika-
miðlar og aðrir gjaldmiðlar, íþróttamennska, sardínur í olíu í boði Satans
Husseins, sílikonur í fegurðar- og megurðarsamkeppnum, íslenskt endur-
vinnslupopp, kirkjuræk(s)ni, jólasveinn fyrir herrétt, verðlagning, hárlagning,
kistulagning, súlustaðirnir, Omega-megabeibin o.fl.
Um 200 Ijósmyndir eru ekki í bókinni.
Ómissandi á hvert sambýli.
Osomi bin Laden: „Ég bókstaflega sprakk við lestur þessarar bókar. Hún
kveikti virkilega í mér. Bók sem enginn heilbrigður hryðjuverkamaður getur
látið framhjá sér fara."
Ásthór í Friði 2%: „Frábær bók. Við lestur hennar rak ég upp mjög stór
útstæð augu."
D. Oddsson: „Sverrir er með bláar hendur á kápumyndinni og það kann ég
vel að meta. Svo er hann blátt áfram blár í framan líka og ég kann vel við allt
sem er og verður blátt áfram. Reyndar finnst mér að það mætti vera meira blátt
í myndinni, því ég er mjög hrifinn af bláum myndum. Ég, sem blámaður, er
samt alveg hæstánægður með þessa bók. Verð að lesa hana við tækifæri."
B. Mortens: „Szchvakalega szchkemmtileg szchrudda. Ég szchegi og
szchrifa szchrudda: S-Z-C-H-R-U-L-S-D-A."
Ó.R. Grí(m)s: „Ég og kærastan mín kíktum í hana saman í rúminu og ég
verð að segja að hún var mjög góð. Bókin var sömuleiðis ágæt."
G. Bush: „Nú væri gott að kunna að lesa."
Menn og málning - sími: 562 3992 - Dreifing: JPV útgáfa