Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Fréttir DV Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli: Hugmyndir um 30 millj- arða króna uppbyggingu Stjóm Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. hefur samþykkt tillögur breska fyrirtækisins BAA plc. um framtíðarstefnu við þróun og upp- byggingu mannvirkja félagsins á Keflavíkurflugvelli. Tillögur BAA voru kynntar í sumar og er þar mið- að við umtalsverða stækkun gömlu Leifsstöðvar í takt við spár um mikla fjölgun flugfarþega. í tillögun- um er gert ráð fyrir gríðarlegum fjárfestingum í mannvirkjum á vell- inum, eða um 25-30 milljörðum króna, sem samsvarar því meira en mifljarði á hverju ári til 2025. 11% fækkun flugfarþega fyrstu 11 mán- uði ársins, eða um 142 þúsund manns, mun þó hægja á uppbygg- ingarferlinu. Athyglisvert er að skoða þetta í ljósi togstreitu og deilna sem verið hafa á milli verslunarrekenda í Leifsstöð og yflrstjómar flugstöðv- arinnar, sem reyndar stendur líka að verslunarrekstri Fríhafnarinnar. í samtölum við stjórnendur versl- ana á svæðinu hefur komið fram að þeir telji hugmyndir um vaxandi þróun verslunar þar mjög óraun- hæfar og að hún hafi dregist veru- lega saman. Kenna menn þar m.a. um háum flugvallasköttum og hönn- un svokallaðrar Schengen-bygging- ar sem sé stór mistök. Byggð fyrir milljón farþega Flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð á árunum 1983-1987 til að geta tekiö á móti 1.000.000 farþegum á ári. Stööin nær yfir 25.000 fer- metra svæði og er með 6 hlið til að taka á móti flugvélum. Yfir 1,2 miflj- ónir farþega fóru gegnum hlið stöðvarinnar árið 1998 og því var ljóst að tími væri til kominn að stækka stöðina. í fyrsta áfanga stækkunarinnar voru flugvélastæði stækkuð og byggð tveggja hæða 8.000 fermetra Rugstöð Leifs Eiríkssonar Fremst á myndinni er Suðurbyggingin, eða svokölluð Schengen-bygging, eins og hún á að líta út fullbúin, með römpum og landgönguhliðum fyrir farþegaflugvélar. Keflavíkurflugvöllur - framtíöarsýn 2025 Noröurrampur Suöurrampur 4 Upphafiegur rampur breikkaður Afgreiðsla innaniandsflugs Stækkun norðurbyggingar Flugstöö Leifs Eiríkssonar - núverandi bygglng / Bilastæöahus^ Hótel-" Skrifstofur - Hugmyndir BAA um framtíðarþróun Kefiavíkurflugvallar Eins og sjá má ergert ráð fyrir mikilli stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem á að geta tekið viö 5,2 milljónum farþega árið 2025. Á þessu ári fækk- ar farþegum frá árinu 2001 er þeir voru um 1,4 milljónir. „Suðurbygging", eða svokölluð Schengen-bygging, sem lokið var við í fyrra. Ný flugvélahlið voru tengd byggingunni þannig að helld- arfjöldi hliða í stöðinni fór í 13. Fyrsti áfanginn átti í heild að kosta um 27 milljónir dollara, eða um 3,5 mifljarða króna, en með flughlöðum um 4 milljarða. Þar af var beinn kostnaður vegna Schengen 7 til 800 mifljónir króna. Annar hluti stækkunarinnar felur í sér viðbyggingu eða rana við Suð- urbygginguna með 6 auka-flugvéla- hliðum sem á að ljúka um 2006. Þriðji og síðasti hluti stækkunarinn- ar verður önnur viðbygging eða rani við Suðurbygginguna með 3 hliðum til viðbótar. Þar með verða komin 16 ný hlið við stööina sem á þá að anna 2 mifljónum farþega á ári. Höskuldur Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri segir ekki áform um að hverfa frá því að bæta fleiri flug- vélahliðum við Suðurbygginguna þrátt fyrir hugmyndir BAA um verulega stækkun Norðurbygging- arinnar. Fækkun farþega komi þó væntanlega til með að þýða ein- hverja seinkun á uppbyggingu flug- stöðvarinnar. Stefnir í 5,2 milljónir farþega Samkvæmt bjartsýnustu spá BAA um þróun farþegafjölda um Kefla- víkurflugvöll þá sýnir hún fjölgun úr 1,4 milljónum farþega árið 2001 í 5,2 mflljónir farþega árið 2025. BAA telur þó liklegra að hefldarfarþega- flöldi verði kominn í 2,8 mflljónir árið 2015 og um 4,4 mifljónir árið 2025. Svartsýnasta spá BAA gerir hins vegar ráð fyrir að farþegum fjölgi í 3,5 mflljónir árið 2025. I dag starfa um 1.800 manns á flugstöðvarsvæð- inu en á næstu 25 árum getur þessi tala samkvæmt spám BAA hugsan- lega þrefaldast. -HKr. 100 þúsund rjúpur í boði Rjúpnaveiðin á yfirstandandi ver- tíð, sem lýkur 22. desember, hefur gengið fremur treglega, ekki síst vegna snjóleysis. Þó er áætlaö að veiðin verði um 100.000 fuglar en í fyrra veiddust 101.000 fuglar. í haust veiddust um 33.000 grágæsir og 12.500 heiðagæsir samkvæmt veiði- kortum en talið er að um 5% veið- innar komist ekki á „kortið“. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri segist mun hlynntari þvi að leyfa innflutn- ing á rjúpum frá Skotlandi en Grænlandi, enda sé vel fylgst með skoska rjúpnastofninum. Sá hluti skosku hálandanna þar sem rjúpan heldur sig sé mikið tfl ræktað land eða heiðargróður sem gefi rjúpunni viflibragðið sem allir góðir mat- menn sækist eftir. Nánast ekkert sé vitað um grænlensku rjúpuna. Vilja vernda hraunið Undirritaður var í gær samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Arkís ehf. um skipulagsvinnu 2. áfanga Valla sem er framtíðaríbúðasvæði Hafnfirðinga, vestan við Grísanes og sunnan við Reykjanesbraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir bland- aðri byggð húsa þar sem lágreista og dreifðasta byggðin er innst í hverf- inu, næst Grísanesinu og þéttari byggðin eftir því sem nær dregur að- algötunni í gegnum hverfið. Húsa- gerðir skulu vera blandaðar og að hluta sérsniðnar að markaðþörfum dagsins í dag. Lögð verður áhersla á að sérstakt hraunlandslagið fái að njóta sín eins og kostur er. Þú færð jólagjöfina hjá okkur! álparstarf V~M~y kirkjunnar LIÐ-AKTIN 60 töflur LIÐ-AKTÍN Glucosamine & Góð fæðubót fyrir þá sem eru með mikið álag á liðum Éh± rulega uhúsið Skólavðrðustig, Kringlunni A Smáratorgi Storkurinn Styrmir fær heimili í Húsdýragarði í vetur: Hélt sig helst nálægt ungum konum Húsdýragarði hjá Tómasi Guð- jónssyni og hans fólki - og í vor frelsi innan um storka sem koma sunnan frá Afríku tfl Svíþjóðar eða Danmerkur. „Það er ánægjulegt hvað þetta gekk vel. Það voru yfirgnæfandi likur á að storkurinn dræpist fyr- ir austan þegar veturinn gengur loksins í garð á þeim slóðum. Það hefur verið gaman að geta stuðlað aö því að storkinum var bjargað, síðar verður vonandi möguleiki á að flytja Styrmi til Svíþjóðar," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra í gær. Hún kom ásamt ungum syni sínum, Hákoni Juhlin Þorsteinssyni, í Húsdýragarðinn í gærkvöld um 9-leytið. Með þeim var sonur aðstoðarmanns ráðherr- ans, Þorkefl Einarsson, 11 ára, sem fann nafnið á Styrmi. „Sumir hafa viljað hafa hann eystra, en það er álit allra sem tfl þekkja að það hefði reynst von- laust,“ sagði Siv. Ráðherrann sagði að upphaf þess að hún fékk Náttúrufræðistofnun til liðs við sig í síðustu viku til að fanga storkinn hafi verið það að Daviö Oddsson forsætisráöherra hefði spurt sig hvort ekki mætti bjarga fuglinum. Henni þótti þetta góð ábending og fór strax af stað. Veiðimennirnir hafi síðan staðiö sig með eindæmum vel. Styrmir sýndi um margt gáfur sínar, komst undan veiðimönnum í fyrstu, en lá kylliflatur í gær þeg- ar hann fór inn í búrið til að ná sér í síld. Sjálfvirkur „sleppibún- aður“ brást en taug var komið fyr- ir í netið í búrinu og bil þeirra fé- DV-MYND HANNA INGÖLFSDÖTTIR Fangaður Storkurinn Styrmir genginn í gildruna sem sennilega á eftir að bjarga lífí hans. laga, sem þeir bökkuðu varlega nokkra metra þegar Styrmir var kominn inn - og búrið lokaðist. Það var um kl. 14.30 sem veiði- mennimir náðu Styrmi. Hanna Ingólfsdóttir, fréttaritari DV á Breiðdalsvík, var fljót á staðinn með myndavélina. „Hann var þama innilokaður, hræddur og stressaður, og sló til vængjunum. Ég var beðin aö flýta mér því þeir voru hræddir um að hann meiddi sig á netinu,“ segir Hanna. „Fólk hér var farið að líta á storkinn sem sjálfsagöan hluta af dýrarík- inu í dalnum og á eftir að sakna hans. Síðan hann kom í haust hef- ur hann komið við á flestum bæj- um, spígsporað innan um hey- bagga og vinnuvélar og þá helst þar sem búa ungar konur," segir Hanna. -JBP/HI Storkurinn Styrmir átti sína fyrstu nótt í Húsdýragarðinum í nótt. Um miðjan dag í gær gekk hann í gildruna austur í Breiðdal. Veiðimenn Náttúrufræðistofnun- ar, Ólafur K. Nielsen og Þorvaldur Bjömsson, komu með Styrmi 'i áætlunarfluginu til Reykjavíkur og var hann standandi í stórum pappakassa í vörurými flugvélar- innar. Þar meö lauk kafla storks- málsins, en fram undan er vetur í Tll Reykjavíkur Allt leitar til Reykjavíkur segja Aust- fírðingar. Hér er Styrmir tekinn úr vörulest fíugyéiarinnar í gærkvöld. Það eru Óiafur K. Nielsen og Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaöur Náttúrufræðistofnunar íslands, sem taka á móti kassanum á Reykjavíkurflugvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.