Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 18
18
Tilvera
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002
Einnig Vídd: Mjarðarnes 9 — Akureyri Bæjarlind 4 — Sími 554 6800
og Ágentia ehf. — Baldursgötu 14 - Keflavík www.vidd.is — vídd(S?vicld.is
Góð kaup! (P
Range Rover DSE
Nýskr.08.1997,
2500cc vél,
5 dyra, Sjálfskiptur
rauður, ekinn 117.þ,
■>2.950/3.
575 1230
Opið mán-fos 09-18 og lau 10-16
Grjóthálsi 1
bilaland.is
m&
- imt*
JJ Soul Band með nýja plötu:
Mikið við sama
heygarðshornið
íslensk jólatré frá
skógræktarfélögunum
Skógræktarfélögin hafa I vaxandi
mæli boðið fólki i skóginn á aðvent-
unni til aö velja sér jólatré. Einnig
er á sumum stöðum boðið upp á að
fólk höggvi sér sitt eigið jólatré.
Varla er hægt að hugsa sér betri til-
breytingu frá jólastressinu en að
fara með fjölskyldunni í skóginn á
aðventunni og velja sér jólatré í fal-
legu umhverfi.
Með því að velja íslenskt jólatré
styrkist skógræktarstarfið í land-
inu. Fyrir hvert selt jólatré geta
skógræktarfélögin gróðursett 30 til
40 ný tré. Þannig er ekki gengið á ís-
lenska skóga- við jólatrjáahöggið
heldur eflist skógræktarstarfið.
Félögin rækta fjölmargar trjáteg-
undir til að nota sem jólatré, en al-
gengust eru stafafura, sitkagreni,
rauðgreni og blágreni. Stafafuran
hefur verið það tré sem hefur notið
mestra vinsælda undanfarin ár.
Hún er afar vel barrheldin og ilmar
vel. íslensku jólatrén er framleidd
Eflum skógræktarstarfið
Fyrir hvert selt íslenskt jólatré geta
skógræktarfélögin gróöursett 30 til
40 ný tré.
án allra eiturefna.
Skógræktarfélögin sjá um jóla-
trjáasölu í skóginum hjá sér. Einnig
er hægt að nálgast frekari upplýsing-
ar á hjá Skógræktarfélags fslands
eða á vefsíðunni www.skog.is
Nakin fjöll og ísbreiður
Víðátta landsins, nakin fjöllin,
sandauðnir og ísbreiður verða
Rakeli Steinarsdóttur innblástiu- í
verk sem oft eru einnig tengd
vangaveltum um manneskjuna.
Rakel opnar fyrstu myndlistarsýn-
ingu sína í dag, 19. des., milli kl. 17
og 19, í skemmu við Bræðraborgar-
stíg 16, gengið inn úr porti. Opið
verður næstu þrjár helgar, 19. des.
til 5. jan., þ.e. föstudag, laugardag og
sunnudag, auk Þorláksmessu, frá
kl. 16-19. Eftir nám i Listaháskóla
íslands 1990 hefúr Rakel stundað
glerlistarnám í Frakklandi og Edin-
borg.
Hljómsveitin JJ Soul Band kom
fyrst fram á sjónarsviðið fyrir átta
árum. Það voru burðarásar hennar,
Ingvi Þór Kormáksson og JJ Soul, sem
ákváðu að láta verða af stofnun hljóm-
sveitarinnar eftir að hafa prófað sig
saman í músíkinni: „Við vorum bara
að leika okkur í upphafi, sáum að við
áttum margt sameiginlegt i músíkinni.
Þetta samstarf vatt síðan upp á sig og
við fórum að spila opinberlega. Gunn-
ar Hrafhsson bassaleikari bættist í
hópinn og spiluðum við þrír saman
um tíma. Það varð síðan mat okkar að
gera alvöru úr þessu og stofha hljóm-
sveit og JJ Soul Band varð til,“ segir
Ingvi Þór Kormáksson, hljómborðs-
leikari og lagasmiður hljómsveitarinn-
ar.
„Þetta þróaðist siðan í að við JJ fór-
um að semja lög og texta saman og
fyrsta platan kom út 1994. Við vorum á
þeirri skoðun í upphafi að JJ Soul
Band væri og yrði blússveit en það
kom síðar í ljós að það var ekki bein-
línis þannig og má segja að við höfum
þróað okkar eigin stíl síðan. Eftir að
fyrsta platan kom út spiluðum við
mikið og komum fram á ýmsum stöð-
um í Reykjavík. Þetta gerðum við þar
til JJ Soul fluttist aftur til Englands, en
hér hafði hann búið nokkur ár. Þá má
segja að dregið hafi úr spilamennsku
og höfum við frá árinu 1997 lítið leikið
opinberlega. Við JJ höfum þó alltaf
verið í góðu sambandi og afrakstur
áframhaldandi samstarfs okkar er
meðal annars að finna á Reach for the
Sky. Þótt lítið hafi verið um spila-
mennsku er hljómsveitin enn til og við
spilum af og til og er aldrei að vita
nema við höldum tónleika á næsta
ári.“
Ný plata JJ Soul Band, Reach for
the Sky, kom út fyrir stuttu og hefur
að geyma lög sem Ingvi Þór og JJ Soul
hafa samið í sameiningu: Auk þeirra
tveggja eru í hljómsveitinni Eðvarð
Lárusson, gítar, Stefán Ingólfsson,
bassi, Steingrímur Óli Sigurðarson,
slagverk/trommur, Ingvi Rafn Ingva-
son, trommur, Davið Þór Jónsson,
rhodes píanó/hammond og DJ Intro-
plötuspilarar:
„Það má segja að tónlistin á plöt-
unni hafi orðið til í fjarsambandi á
milli okkar JJ Soul. Hann sendi mér
texta sem ég samdi lög við og smátt
og smátt varð til heild sem vert þótti
að gefa út á enn einni plötu. Titillag-
ið varð þó að meginhluta til í hljóð-
veri en textinn var ortur á leiðinni til
landsins. Við ætluðum að gera plöt-
una í fyrra og JJ Soul kom hingað þá
um vorið en í ljós kom að við vorum
ekki nógu vel samstilltir til að klára
gripinn þá. Við hittumst því aftur í
sumar, vorum þá betur undirbúnir,
bættum við mannskap og er ég mjög
sáttur við útkomuna, tel okkur hafa
náð ætlunarverki okkar. Við erum
mikið við sama heygarðshornið en
samt er viss þróun í tónlistinni frá
fyrri plötum okkar. Hún er oftast
melódísk og með nokkrum jass-,
fonk- og blúsáhrifum. Á síðasta diski
okkar, City Life, var meiri poppbrag-
ur en nú er, bæði hvað varðar spila-
mennsku og það hvernig diskurinn
hljómar. í þetta skipti var tekið upp
„live“ að mestu og það skilar sér í
meira lifandi og kannski djassaðri
hljómi. Við erum þó alls ekki djass-
hljómsveit. Ef einhverjir snerti-
punktar eru við jass látum við okkur
það vel líka. Sama má segja um blús
eða rokk ef svo ber undir.“ -HK
JJ Soul Band
Seilst til himins á nýju plötunni.
ixra
9. blutil
J ó lagetmun
Hvað heitir fjallið sem jólasveinninn er að skoða?
Áriö sem senn er á enda er ár
fjallsins og DV-jólasveinninn því
forvitinn um heiti fjalla vítt og breitt
um landið. Hann er ekki alveg viss
hvaö fjöllin heita þannig aö hann
ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér.
Til að auðvelda ykkur þrautina
gefum við þrjá svarmöguleika. Ef
þið vitið svarið krossið þið við
nafnið á hlutnum, klippið seðlana
út úr blaðinu og geymið þá á vísum
stað. Safnið saman öllum tíu hlutum
getraunarinnar en þeir birtast einn
af öðrum fram að jólum.
Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautimar hafa birst.
Vinningar finun til tíu eru bækur frá Eddu - útgáfu hf. Tiihugalíf- Jón Baldvin,
Röddin - Arnaldur Indriðason, Nafnlausir vegir - Einar Már Guðmundsson, Leiðin
til Rómar - Pétur Gunnarsson, Líf í skáldskap / HaUdór Laxness - Ólafur Ragnarsson,
LoveStar - Andri Snær Magnason, í upphafi var morðið - Árni Þórarinsson og
Páll Kristinn Pálsson, Stolið frá höfundi stafrófsins - Davíð Oddsson, Flateyjargáta
- Viktor Ingólfsson, KK Þangað sem vindurinn blæs - Einar Kárason.
jóíagetram l> j
í Snæfellsjökull | | Ulljölsfellsnæ | | Ællnsfelljöku I
Nafn:
Heimilisfang:.
Staður:_______
Sími:.
Sendisttil: DV„Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Merkt: Jólagetraun DV