Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 32
 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Viðbótarlífeyrissparnaður J Allianz (fii) i Loforð er loforð i FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Björgun Guðrúnar: Hlé á björgunar- starfi fram yfir jól Fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir tm- KE, sem sökk 19. júní sl. við Norður- Noreg, verður ekki hift af hafsbotni fyr- ir jólin eins og stefnt var að. Verja þarf þau tóg sem notuð verða fyrir skaða sem þau geta orðið íyrir á veltibrettum, öxlum o.fl. þar sem þau leggjast að skipshliðinni og því fylgir töluverð köf- unarvinna. Ljóst er að ekki yrði hægt að sökkva tönkum, sem eiga að lyfta skip- inu, fyrir jól og því var ákveðið að fresta verkinu frá og með fóstudeginum til 28. desember nk. „Við viljum koma í veg fyrir að þama verði olíumengun og því verður að þétta alla útloftunarstúta úr tönkum o.fl. og vera við öllu búnir þeg- ar skipinu verður velt á kjölinn á hafs- botni. Ef eitthvað kæmi upp á um hátíð- amar væm erfiðara að fá hjálp með litl- m um fyrirvara," segir Ásgeir Logi Ás- geirsson, talsmaður hópsins. -GG Keflavíkurflu^völlur: Tuga milljarða uppbygging Samkvæmt hugmyndum breska fyrirtækisins BAA plc. um framtiðar- stefnu við þróun og uppbyggingu mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. á Keflavíkurflugvelli, á að byggja þar upp fyrir tugi milljarða króna fram til 2025. Tillögur BAA voru kynntar í sumar og er þar miðað við umtalsverða stækkun gömlu Leifsstöðvar i takt við spár um mikla fjölgun flugfarþega. Samkvæmt bjartsýnustu spá BAA um þróun farþegafjölda um Keflavíkur- flugvöll sýnir hún fjölgun úr 1,4 millj- ónum farþega árið 2001 í 5,2 milljónir farþega árið 2025.11% fækkun flugfar- þega fyrstu 11 mánuði ársins, eða um 142 þúsund manns, gengur þvert á all- ar fyrri áætlanir um mikla fjölgun farþega. Mun þetta bakslag hægja á uppbyggingarferlinu. -HKr. Sjá bls. 4 dagar til jóla Y,ir 150 fyrirtæki KnKa(cu\ Í1 Hfl/lUI ITIII lllll INGIBJÖRG ÞÓ! Eldur kom upp í Dýrholti í morgun Slökkvistarf gekk illa vegna vatnsskorts en slökkviliöi tókst aö lokum aö ráöa niöurlögum eldsins. Könnun Gallups fyrir Kreml.is í ágúst: Vérst fýrir vinstri-græna Framboð Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur í Reykjavík kemur harðast niður á Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði samkvæmt skoöanakönnuninni sem Gallup gerði fyrir vefinn Kreml.is í ágúst síöastliðnum. 30% stuðningsmanna vinstri- grænna sögðu þá, að framboð Ingi- bjargar myndi breyta afstöðu þeirra til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa. 27% stuðningsmanna Frjáls- lynda flokksins sögðu að framboðið myndi breyta afstöðu þeirra og 26% stuðningsmanna Framsóknarflokks- ins. Athygli vakti að aðeins 7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins sögðust myndu kjósa annan flokk ef borgarstjóri leiddi lista Samfylkingarinnar. Könnunin sýndi að fylgi Samfylk- ingarinnar myndi aukast úr 25,9% í 34,2% ef borgarstjóri leiddi lista Hlustað af athygli Hér hlusta þau á borgarstjóra greina fjölmiölum frá ákvöröun sinni, þau Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Anna Kristín Ólafsdóttir aöstoðarmaöur borgarstjóra, Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi og Arnar Páll Hauksson fréttamaöur. hlutfallslega um 19,5%. Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins myndi minnka úr 40% í 38,1%, eða hlut- fallslega um 4,7%. Ef litið er fram hjá óvissu um úthlutun jöfn- unarþingsæta - sem ávallt er talsverð - myndu þingsæti skiptast þannig í U-manna kjör- dæmi samkvæmt þess- um tölum, að Sjálfstæðis- flokkur fengi 5 þing- menn, Samfylkingin 4, og Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin - grænt framboð 1 þing- mann hvor flokkur. flokksins. Fylgi vinstri-grænna myndi minnka úr 12,5% í 9,9%, eða hlutfalls- lega um 21%. Fylgi Framsóknar myndi minnka úr 17,9% í 14,4%, eða Ingibjörg Sólrún mun sem kunn- ugt er skipa 5. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi- norður. -ÓTG Breytingar á skrifstofuhúsnæði í Fella- og Hólakirkju: Prestar vildu jafn stórt pláss „Það var smávegis meiningar- munur í upphafi hjá okkur. En við töluðum saman eins og sannir vinir og prestar og það leystist úr því,“ sagði sr. Guðmundur Karl Ágústs- son, sóknarprestur í Fella- og Hóla- kirkju. Að undanfórnu hafa staðið yfir framkvæmdir í kirkjunni til að stækka skrifstofu sr. Guðmundar Karls til jafns við skrifstofu hins sóknarprestsins í kirkjunni, sr. Svavars Stefánssonar. Óánægju hefur gætt meðal ein- stakra sóknarbarna þar sem þeim þykir sem of miklum fjármunum hafi verið varið til breytinganna. Benda þau á að nær hefði verið að verja upphæðinni til að grafa nokkra vatnsbrunna á hungursvæð- um i heiminum. Þá telja þau fráleitt að prestamir tveir standi í „fer- metrastríði", eins og þau orða það. Sr. Guðmundur sagði að í upphafi kirkjustarfsins hefði verið reiknað með einum presti sem þá hefði ver- ið sr. Hreinn Hjartarson. Síðan kvaðst sr. Guðmundur hafa komið til starfa við kirkjuna 1987. Hann hefði þá fengið skrifstofuna sem að- stoðarprestur hefði haft áður. Síðan hefðu orðið prestaskipti. Sr. Hreinn hefði látið af störfum en sr. Svavar Stefánsson ráðinn í stað- inn. Hann tæki við embætti um næstu áramót. „Það var tekin ákvörðun um að stækka mína skrif- stofu til samræmis við skrifstofuna sem sr. Hreinn hafði áður en sr. Svavar fær nú,“ sagði sr. Guðmund ur. „Þetta eru tvær sóknir, Fella sókn annars vegar og Hólabrekku sókn hins vegar, sem eru með kirkj una. Við erum því tveir, sóknar- prestamir.“ Aðspurður um kostnað við breyt- ingamar, kvað sr. Guðmundur Karl hann nema á bilinu 5 - 600 þúsund krónum. Tækifærið hefði verið not- að og málað og skipt um ljós í lofti þar sem lýsingin sem fyrir var hefði verið afar óþægileg. -JSS Svarfaðardalur: i i Um níu hundruð A minkar drápust ^ vatnsskortur hamlaði DVJvlVND HIA Talið er að um 900 minkar hafi drepist í miklum bruna sem kom upp á minkabúinu Dýrholti i Svarfaðardal um fimmleytið í morgun. Að Dýrholti eru þrír skálar þar sem minkar eru ræktaðir og brunnu tveir þeirra. Þriðji skálinn slapp en þar eru um 400 minkar og sakaði þá ekki. Þá slapp gámur fullur af minkaskinnum en hann stóð við hlið búsins. Að sögn lögreglunnar á Dalvík gekk slökkvistarf illa þar sem mikill vatnsskortur er á svæðinu. Þurftu slökkviliðsmenn að sækja vatn og flytja langa leið. Aðeins var eldur í öðrum skálanum þegar slökkvilið kom á vettvang en ekki náðist að bjarga hinum skálanum þar sem eld- urinn breiddi of hratt úr sér. Veðrið var þó stillt og hjálpaði það við slökkvistarfið. Eldsupptök eru ókunn en líklegt er talið að eldurinn hafi komið upp í að- stöðubyggingu þar sem minkaskinnin eru verkuð. Ekki lá ljóst fyrir í morg- un hversu mikið tjón bóndans í Dýr- holti er. Eldsvoðinn er til rannsóknar hjá lögreglu. -ss i i i i i i i i Skemmdir af völdum elds i Eldur kom upp í íbúð í Skessugil um kvöldmatarleytið í gær. Slökkvilið á Akureyri fór þegar á vettvang og hófst leit að fólki innandyra. Enginn reyndist vera heima en það voru ná- grannar sem urðu fyrstir varir við eldinn og gerðu lögreglu viðvart. Slökkvistarf gekk greiðlega. Reykræsta þurfti íbúðina. Miklar skemmdir urðu á íbúðnni vegna elds og reyks en tjónið verður væntanlega metið í dag. Eldsupptök eru að sögn lögreglu ókunn en málið hefur verið sett i rannsókn. -ss joiiier merkiuélin fyrir fapienn og fyrlrtæKI, heimlli og sh6la, fyrir röð og reglu, mig og þlg. '| sfmi 554 4441 • lf.lt/rofport ] Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Sími 517-2121 1 F, /ai ___ ivaif '»i H. Blöndal ehf. Audbrekku 2 • Kópavogi Innflutnlngurog sala ■ www.hblondal.com i i i i i i i i i i i i 112 i EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ i i i SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.