Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 DV Menning 15 Lítið kraftaverk Saga um máf og köttinn sem kenndi honum að fljúga er dýrasaga eftir chileskan höf- und, Lúis Sepúl- veda, en hún gerist í Hamborg og segir frá kettinum Zor- basi sem ætlar að nýta tímann á meðan íjölskyldan hans (þ.e. sú mennska) er í sumarfríi og slappa ær- lega af. En máfurinn Kengah kemur í veg fyrir það þegar hún deyr á svölun- um hjá honum. I dauðateygjunum verpir hún einu eggi og fær Zorbas til að lofa sér þvi að unga út egginu, ann- ast ungann og kenna honum að fljúga. Kettir og fuglar eru óvinir í hugum flestra og því er einkar gaman að lesa sögu þar sem þessir náttúrulegu fjend- ur ná saman. Sagan minnir okkur á að það að vera óvinur einhvers er ekki óumflýjanlegt eða eðlilegt, hvort sem er hjá dýrum eða mönnum. Zorbas stend- ur við loforð sitt og kemur egginu til máfs, með hjálp annarra katta við Hamborgarhöfn. En eins og ítalski lið- þjálfmn segir (en svo kallast aðalkött- urinn við höfnina og minnir sá nokkuð á guðfeður í mafiunni): „Vandi eins hafnarkattar er vandi allra hafiiarkatt- anna.“ (37) Kettimir eru ólíkar persónur og nær hver og einn að standa lesanda lifandi fyrir hugskotssjónum. Zorbas er latur en samviskusamur köttur sem tekur skuldbindingar sinar mjög alvarlega. ítalski liðþjálfmn þykist vera Tony Soprano en á í mesta basli með Ritar- ann sem er nokkurs konar undirköttur hans en tekur alltaf mjálmið úr munn- inum á honum. (Reyndar er sá brand- ari kannski fulloft kveðinn.) Að lokum má nefiia Þannsemalltveit en sá er al- fræðingur í hópi katta og telur að allt sé hægt að læra af bókum, meðal ann- ars máfaflug. Persónusköpun kattanna er því með mikjum ágætum og sama má segja um þá máfa og menn sem koma við sögu. E—g Kettimir lenda í miklum vanda við að koma rnáfmum, sem kallast Lukka, á legg en mestu vandræðin hefjast þó þegar á að kenna Lukku að fljúga. Hún trúir því nefnilega ekki sjálf að hún geti flogið enda fmnst henni hún frek- ar vera köttur en fugl. Alfræðiorðabók Þesssemalltveit kemur að litlu gagni enda erfítt að læra að fljúga aðeins samkvæmt kenningum. Að lokum grípa kettimir til þess ráðs að draga þriðju dýrategundina inn í málið, mennina. Þessi saga er skemmtilegt samspil katta, manna og fugla sem hver talar sitt tungumál og reyndar má kalla tungumálakunnáttu kattanna ansi mikla þar sem þeir geta mjálmað á málum margra tegunda og í manna- máli kunna þeir mörg tungumál. Þó að íslendingar séu óvanir dýrasögum er þessi saga vel þess virði að lesa enda er hoðskapur hennar góður og frásagnar- aðferðin skemmtileg. Hún minnir okk- ur á að ólíkar tegundir geta hjálpast að og að hvert líf er kraftaverki líkast. Katrín Jakobsdóttir Lúis Sepúlveda: Saga um máf og köttinn sem kenndi honum að fljúga. Tómas R. Einarsson og Kristín Svava Tómasdóttir þýddu. Anna Cynthia Leplar teiknaói myndimar. Mál og menning 2002. Hljómdiskar Tvö og tvö Einhver kann að ætla að geisla- diskurinn með Þóru Einarsdótt- ur sópran og Birni Jónssyni tenór innihaldi dúetta, því þau standa svo þétt saman á myndinni framan á diskinum, en svo er þó ekki, nema rétt í lokin. Lögin eru eftir Schumann, Wolf, Strauss, Fauré og fleiri, og til að hafa einhverja heildar- mynd á efnisskránni eru tvö lög eftir hvert tónskáld. Helga Bryndís Magn- úsdóttir leikur með á píanó, nánar til- tekið Steinway-flygilinn í Salnum í Kópavogi. Nú ætla ég að hyrja á öfugum enda og fjalla um píanóleikinn fyrst, því hann skiptir miklu máli. Leikur Heigu Bryndísar er vandaður, ná- kvæmur, túlkunin I anda hvers tón- skálds og hún styður söngvarana ágætlega. Það breytir þó engu um að flygillinn hljómar ekkert sérstaklega vel á upptökunni, hann er of tær og kaldur fyrir þá tónlist sem verið er að flytja. Það liggur við að maður sakni gamla Bösendorfersins, sem þrátt fyr- ir miklar takmarkanir hefur sál! At- hyglisvert er að bera saman píanó- hljóminn á þessum geisladiski og þeim sem kom út nýlega með Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingimundar- syni, en þar leikur Jónas á gamla flygilinn. Hljómur Bösendorfersins er miklu fyllri og hlýrri, og auðheyrt er að hann er heppilegra hljóðfæri til undirleiks, a.m.k. í upptöku. Rétt eins og píanóleikurinn er söng- ur þeirra Þóru og Björns fallegur, túlkunin „rétt“ og samkvæmt bók- inni. Þau lifa sig inn í þær tilfínning- ar sem lögin fjalla um, en það er ekki nóg. Engin dýpt er í túlkuninni, það er eins og þau hafi aldrei reynt neitt af þessu sjálf sem þau eru að syngja um, og því tekst þeim ekki að miðla neinu markverðu til hlustandans. Vissulega er þetta vel unninn geisla- diskur í alla staði, og upptaka Hall- dórs Víkingssonar er prýðileg, en þeg- ar neistann vantar er lítið varið í þetta allt. Jónas Sen Þðra & Björn. Lög eftir ýmis tónskáld. Út- gáfufélagið Heimur hf. Bjargvættur á súlustað Aðalpersóna Crazy, fyrstu skáldsögu hins komunga Benja- mins Leberts, er byggð á ævi hans n jj r ? Y sj álfs. Bók- ” menntalegur for- faðir sögupersón- unnar Benjamins hlýtur þó að telj- ast vera Holden Caulfield, aðal- persóna Bjargvættarins í grasinu eftir J.D. Salinger og ein þekktasta skáldsagnapersóna 20. aldar. Rétt eins og Caulfield er Benja- min á eilífu flakki milli heimavist- arskóla sem hann er rekinn úr jafn- harðan. Ástæðan er þó ekki óút- skýrt eirðar- og agaleysi eins og í tilfelli Caulfields heldur stærðfræði- blinda sem fer saman við fötlun Benjamins. Hann er lamaður í vinstri fæti og hendi og á erfitt með flestar hreyfmgar. Benjamin er þannig að flestu leyti alger andhetja. Honum virðist ekk- ert til lista lagt nema þetta eitt að hann getur sagt frá og hann íhugar hlutskipti sitt og veltir því fyrir sér af hreinskilni og stundum merki- legu innsæi. í heimavistarskólanum Neu- seelen eignast Benjamin vini sem svipað er ástatt um; hver þeirra hef- ur sinn djöful að draga. Þeir bindast strax sterkum vináttuböndum og sameinast í því sem viö er að vera á dæmigerðum heimavistarskóla, fikti við bjór og sígarettur ásamt æsilegum heimsóknum yfir á heimavist stelpnanna. Hámarki nær bræðralagið í flótta þeirra til Múnchen á vit óvissunnar þar sem leynist óvæntur bjargvættur á súlu- stað sem kemur þeim aftur á réttan kjöl. Crazy er vissulega tilbrigði við kunnuglegt stef: unglingur í krísu, fjör á heimavist, fyrsta kynlífs- reynslan og svo framvegis. En hún er annað og meira. Sögumaðurinn Benjamin og vinir hans hafa upplif- að grimmd unglingsáranna í ríkara mæli en flestir jafnaldrar þeirra. Þeir eru allir utanveltu á einn eða annan hátt og þurfa að finna sína eigin leið til að lifa af i heimi sem er þeim um margt andsnúinn. Lif þeirra snýst ekki bara um tilraunir með fullorðinsleiki eins og drykkju og kynlíf, heldur er það leit að hald- reipi og sjálfsmynd sem stundum tekur á sig form heimspekilegra vangaveltna, stundum óvæntrar samúðar og samkenndar. Það er svo auðvitað lítið krafta- verk að sautján ára strákur skuli skrifa svona bók, skuli takast að sjá þennan tíma og angistina sem fylgir honum utan frá og miöla því í sann- færandi sögumannsrödd. Stillinn er einfaldur og hann er laus við tilgerð og reynir hvorki að vera háfleygur né að líkja eftir unglingamáli. Magnús Þór Þorbergsson heldur vel á þessu í íslensku þýðingunni. Jón Yngvi Jóhannsson Benjamin Lebert: Crazy. Magnús Þór Þor- bergsson þýddi. Forlagiö 2002. ArmúU 17, toa Reyk/aidl slml, 533 IZ34 fax, 5GB 043^ Leigan i þmu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.