Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 12
12 _______MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 Skoðun J3V Spurning dagsins Hvaða tómstundum mynd- irðu vilja bæta við skólann? Þorvaröur Eiríksson nemi: Ég myndi vilja hafa golfkennslu. Unda Hrönn Hlynsdóttir nemi: Frjálsum íþróttum. Hrefna Fanney Árnadóttir nemi: Ég myndi vilja hafa hestamennsku. Ása Björk Halldórsdóttir nemi: Einhverju hljóöfæraspili. Tjörvi Þorgeirsson neml: Ég myndi vilja hafa handboltatíma. Rúnar Bjarki Elvarsson neml: Handboltatímum. Sameining - lykilorð dagsins 11 m tm 1 hljómar vel Fyrirtækl eru sameinuð Fólki sagt upp í hagræöingarskyni. Konráð R. Friðfinnsson skrifar: Tvennt má segja aö hafi ein- kennt árið 2002. Umræðan um Kárahnjúkavirkjun sem fáir vita nákvæmlega hvar er á landakortinu, og sameiningar- talið. Bankar sameinast og fyr- irtæki. Sumt hefur gengið eftir, annað bíður síns tíma, eins og sala Landssímans. Samson-hóp- urinn svokallaði náði að undir- rita og staðfesta kaup á Lands- bankanum rétt fyrir áramótin. Það getur verið skynsemi í því að reka fyrirtæki sem fást við svipaða hluti undir einum hatti. Gleymum samt ekki hinu að öll mál hafa á sér tvær hlið- ar. í mörgum tilvikum hefur starfsfólki verið sagt upp og það misst sína vinnu. Jafnvel fólk sem í áraraðir hefur starfaö hjá viðkomandi fyrirtæki stendur skyndilega frammi fyrir þeim veruleika að vera orðið at- vinnulaust. Fyrirtæki er sam- einað öðru og fólki sagt upp í hagræðingarskyni. Með sam- einingunni undanfarin ár hafa hundruð karla og kvenna orðið at- vinnulaus - þvert ofan í eigin áætl- anir. Og þarna hefur verkalýðs- hreyflngin sýnt að hún er handónýt þegar á reynir. Við hömpum hinum nýríku mönnum á Islandi sem ekki vita aura sinna tal sem merkilegum og um þá eru gerðar stórar og fyrir- ferðarmiklar fréttir og tekið við þá spjall. En hvað um aiit fólkið sem missti atvinnuna vegna eigenda- skiptanna? Heyrst hafa fregnir af að sumt af þessu fólki hafi þurft á áfallahjálp að halda. Kannski nýbú- ið að fjárfesta í húsnæði eða öðru og sem skyndilega breyttist vegna þess að fastar launatekjur voru ekki lengur til staðar og óvissan ein fram undan. Við verðum að horfa á þetta fólk „Með sameiningunni und- anfarin ár hafa hundruð manna og kvenna orðið at- vinnulaus - þvert ofan í eigin áætlanir. Og þarna hefur verkalýðshreyfingin sýnt að hún er handónýt þegar á reynir. “ sem þannig lendir í vandræðum sem staðreynd en ekki mál sem bara reddist einhvem veginn. Ef fram heldur sem horfir í þessu landi gerist það sem gerst hefur í svo mörgum löndum að við missum að mestu niður „miðstéttina" sem flest- ir íslendingar tilheyra enn og eftir verður annars vegar „hástétt" með miklar tekjur og eignir, og hins veg- ar „lágstétt" sem ekkert á og hefur enga leið til að bjarga sér, og við for- um að sjá hér í fyllingu tímans fá- tækrahverfi með illa hirtum húsum eins og víða í stórborgum heimsins. Gerist það hefur sagan endurtekið sig og við farið í hring. Og fólk leyfir þessu að gerast fyr- ir þær sakir að það sefur á verðin- um eða lætur sér á sama standa og heiðrar mennina með allt fjármagn- ið - með fullri virðingu fyrir þeim. Ríkidæmi manna getur verið bless- un spili þeir rétt úr sínum spilum og horfi ekki bara á eigin hag, held- ur lika hag starfsmannanna og fólksins í landinu. Öll ríki þurfa á framkvæmdamönnum með fjár- málavit og góðar hugmyndir að halda. - En tO að allt fari nú vel er samt visku þörf. Klassapíur í stjórnmálum Hildur skrifar: Klassapíur í stjórnmálum eru ekki á hverju strái. Enda er það svo á tím- um jafnréttis að ekki þykir við hæfi að taka konu fram yfir karl, eða öf- ugt, kynferðisins vegna. Það er því óskiljanlegt hvernig borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún, hefur komiö ár sinni fyrir borð hjá jafn- ingjaflokkunum. Hún hefir aldrei þurft að taka þátt í forkönnunum eöa prófkjöri R-list- ans, hún hefur aldrei þurft að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar, hún er töluð upp eins og hlutabréf og nú er hún tekin fram fyrir alla fram- bjóöendur Samfylkingarinnar og er „Hvað segja frambjóðendur flokksins sem starfað hafa fyrir hann í áraraðir eins og t.d. hinar klassapíumar, þœr Jóhanna, Bryndís og Ásta Ragnheiður. Eru þœr virkilega svo pólitískt lítil- látar að þœr sœtti sig við svona vinnubrögð?“ þó nýliði. Henni er stillt upp í 5. sæti á lista og boðið forsætisráðherrasæti, hvort sem hún nær kjöri eða ekki. Hvað segja frambjóðendur flokks- ins sem starfað hafa fyrir hann i áraraðir eins og t.d. hinar klassapí- umar, þær Jóhanna, Bryndís og Ásta Ragnheiður. Em þær virkilega svo pólitiskt lítillátar, að þær sætti sig við svona vinnubrögð? Þetta er vissulega ósmekklegt og niðurlægjandi fyrir aðra frambjóð- endur sem hlotið hafa kjörfylgi ofar- lega á lista, einnig fyrir kjósendur sem ómakað hafa sig á kjörstað, og ekki síst klassapíuna, sem þiggur góssið. Og svo átti aö fara eins að með karlpeninginn, Ellert í ÍSÍ átti að taka sæti Einars Karls, þannig að menn gætu séð að jafningjaflokkur- inn kæmi eins fram við alla menn. Að skafa ekki utan af því Garri vaknaör í gærmorgun upp við þann óþverra að þurfa að skafa rúðuna á bílnum sínum. Það er ömurlegt verk. Garri er að vísu húðlatur og viðurkennir það fyrstur manna svo hann skóf aðeins pínulítið gat á ísinguna á framrúðunni og eina rák á hvora hliðarrúöuna og lét þar við sitja, enda sætir það nokkurri furðu hvað ökumaður þarf lítiö útsýni til að geta ekið bifreið sinni nokkurn veg- inn skammlaust. Svo lagöi hann af stað í vinnu sína eins og gengur. Blá blikkandi Ijós Ekki hafði Garri ekið nema nokkra kílómetra þegar hann var truflaður við næsta öruggan akstur sinn með bláum blikkandi ljósum. Þar var komin lögregla hverfisins sem sveigði bil sínum í veg fyrir Garra. Það var ekki laust við að Garri fengi svolítið adrenalínhögg við þessa uppákomu, ekki ósvipað og Eiður Smári Guðjohnsen fær þegar hann legg- ur undir í Lundúnaborg. Þetta virtist grafalvarlegt. Saklaust hverfi um sjöleytið að morgni og nokkuð feitur og pattaralegur lögregluþjónn á miðjum aldri steig út úr bifreið sinni og gekk hægum skrefum í átt að einkabifreið Garra sem sat á bak við stýrið og kyngdi munnvatni. Lélegur verkmaður! „Hvar læröir þú að skafa, vinurinn?" spurði löggumaðurinn inn um frosna rúð- una sem gekk erfiðlega að snúa niður. Garri opnaði dyrnar og sat aumingjalegur í bifreið sinni og svaraði því til að hann hefði bara verið að flýta sér og væri þess utan nokkuð latur maður að eðlisfari, aUt- ént lélegur verkmaður. Það hnussaði í lög- reglunni sem fór þess á leit við Garra að hann mundaði sköfuna á ný og skæfi snjóalagið almennilega af rúðum bílsins. Það gekk eftir, orðalaust. Þarna stóð Garri undir lögreglueftirliti og hreinsaði svo gott sem hvert korn af bílnum sínum. Hann slapp við þyngri refs- ingu og ók á burtu, kalinn á höndum. Cjyffu Farþegaskipið Norröna Veröur til sýnis í Reykjavík. Til Reykjavíkur Elín Guðmundsdðttir skrifar: Tilkynnt hefur verið að ný Nor- röna (í eign Smyrilline þess fær- eyska) komi til landsins upp úr miðj- um marsmánuði og verði kynnt landsmönnum, m.a. í Reykjavík. Nýja skipið er þrefalt stærra en það sem áður sigldi til Seyðisfjarðar. Ég get ekki ímyndað mér að skipið nái góðri nýtingu nema íslenskir farþeg- ar verði uppistaðan til jafns við út- lendinga. Því er ljóst að skipið þyrfti að koma við hér á suðvesturhorninu til að ná einhverjum rekstrarmögu- leikum. Ég legg tU að borgaryfirvöld reyni að fá þetta farþegaskip tU að koma hér við í sumar - eða stuðli að því að það komi þá a.m.k. tU Þorláks- hafnar þar sem öU aðstaða er fyrir hendi fyrir farþega. Hefjum nú far- þegasiglingar til vegs á ný. Ekki fá Duranona Kristinn Sigurðsson skrifar: Það á alls ekki að fá Duranona í landsliðið í handbolta. Ég skU ekki hvers vegna nafniö Duranona kemur upp þegar vaiið er í landsliðið. Hann var góður, frábær skytta, en er það ekki lengur. Minna má á að hann fær hvergi pláss í 1. deUd í þýska hand- boltanum. Við eigum unga og kraft- mikla stráka í öUum liðum sem eru miklu fljótari og betri en Duranona. Ég vona að sá sem nú er landsliðs- stjóri átti sig á þessu, og ef hann ætl- ar að hampa Duranona þá er hann líka að lítUsvirða unga og frábæra handboltastráka í öUum liðum Skattar á bensín Lárus skrifar: Skattar á oliu og bensín eru hvergi hærri í heimin- um en á ís- landi. Því er bensín dýrast hér á landi. Bensín er hins vegar langódýrast í Bandaríkjunum, varla hærra en í kringum 30 kr. lítrinn. Skattlagning á bensín í Evrópu er mjög mikU þótt hún nái ekki þeirri fjarstæðukenndu skattlagningu sem hér tíðkast. Eigum við að stefna á þátttöku í ESB fáum við fyrst að kynnast skattlagningu og öðrum ríkiskvöðum á almenning fyr- ir alvöru. Með inngöngu í ESB erum við líka orðin eitt ríkið í ríkjasam- bandi Evrópu. Ég kysi þá frekar að ís- land gerðist ríki í Bandaríkjunum þar sem verðlag og hagsæld er langt fyrir ofan það sem gerist í Evrópu- ríkjunum. - Er það ekki rökrétt? Heimilisföngin í Reykjavík Karl Sigurðsson hringdi: Mér brá er ég las nöfnin á fram- boðslista Framsóknar í Norðaustur- kjördæminu sem nýlega hefur verið samþykktur og sá að efstu menn á listanum voru aUir með heimilisföng í Reykjavík og svo í Kópavogi. Eru virkilega engir sterkir einstaklingar sem fylgja Framsókn búsettir í kjör- dæminu? Eins er þetta orðið meö frambjóðendur hér í Reykjavík, margir þeirra eru utanbæjarmenn. Hvaða öfugþróun er þetta, að utan- bæjarfólk ætli aö skipta sér af mál- efnum Reykjavíkur. Mér er sem ég sjái upplitið á fólki á landsbyggðinni ef Reykvíkingar flykktust í framboð í þeirra umdæmi. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: graðdv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24,105 Reyk)avík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Viö bensíndæluna Hæst verö hér, lægst í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.