Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
29
Maier með á ný
Austurrlski skíðakappinn Hermann
Maier tók í gær þátt í sínu fyrsta móti í
heimsbikamum í 22 mánuöi þegar hann
keppti í stórsvigi í Adelboden í Sviss.
Maier komst ekki áfram eftir fyrri ferð-
ina þar sem hann var ekki meðal þrjá-
tíu efstu en hann hafði ekki miklar
áhyggjur af því.
„Ég er ánægður með að komast heill
niður,“ sagði Maier. -ósk
t
Staffan Johansson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur að undförnu snúið sér meira að ungum og upprennandi kylfingum á íslandi og segir að leggja þurfi mesta
rækt við líkamlega og tæknilega þáttinn hjá ungum kylfingum. DV-mynd Teitur
Meiri gaumur gefinn aö líkamsþjálfun ungra íslenskra kylfinga en áður:
Getur skipt sköpum
- segir Staffan Johansson um mikilvægi góðs líkamlegs atgervis kylfinga
Svíinn StaSan Johansson hefur
verið landsliösþjálfari íslenska
golflandsliðsins síðan í ársbyrjun
2000. Johansson er enginn aukvisi í
faginu, einn af virtustu þjálfurum
Svía og þjálfari Pierre Fulke sem
lék með Evrópuliðinu í síðustu
Ryder-keppni. Það má því segja að
hann hafi verið hvalreki á íjörur ís-
lenskra kylfmga enda sagði Hörður
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Golfsambands íslands, í samtali við
DV-Sport í gær að mikil ánægja
væri með störf hans þótt tímaskort-
ur kæmi í veg fyrir að hann gæti
sinnt starfinu eins vel og allir vildu.
Blaðamaður DV-Sports ræddi við
Staffan fyrr í vikunni um unglinga-
starf landsliðsins á íslandi þegar
Svíinn geðþekki stoppaði á landinu
í þrjá daga og var með æfmgbúðir I
Sporthúsinu og Reiðhöllinni fyrir
fimmtiu manna hóp sem er að
mestu leyti skipaður kylíingum 21
árs og yngri.
Golfíþróttin er að breytast
Hvað er að gerast í unglingaþjálf-
un á íslandi?
„Við einbeitum okkur að
nokkrum atriðum varðandi þjálfun
unglinganna. Við ætlum að byrja
fyrr á að byggja upp likamlegt at-
gervi þeirra heldur en gert hefur
verið til þessa því að golfiþróttin er
að verða meiri íþrótt heldur en hún
hefur verið þar sem meiri kröfur
verða gerðar til líkamlega þáttarins.
Það er mjög mikilvægt að vera vel á
sig kominn líkamlega í golfinu því
að það getur skipt sköpum þegar
mikið er um ferðalög, æfmgar og
erfið mót. Við höfum sett upp æf-
ingaáætlun varðandi líkamlega
þáttinn í samráði við Gauta Grét-
arsson sjúkraþjálfara sem krakk-
amir fara eftir en auk þess leggjum
við mikla áherslu á að þau hafi
grunnatriðin á hreinu og lögum þau
ef þess gerist þörf,“ sagði Staffan Jo-
hansson, landsliðsþjálfari í golfl, í
samtali við DV-Sport.
Mestar framfarir 14-18 ára
„Því miður hafa margir krakkar
farið á mis við kennslu í klúbbun-
um þó að allir klúbbar séu em með
þjálfara á sínum snærum. Það mál
horfir þó til mikils batnaðar því að
margir klúbbar eru komnir með
góða þjálfara og ég legg mikla
áherslu á að vinna náið með þeim
þannig að þeir geti kennt ungum
krökkum grundvallaratriði golfsins
eins snemma og nokkur kostur er.
Því fyrr sem krakkar ná tökum á
íþróttinni því betra. Eitt af vanda-
málunum sem við höfum þurft að
glima við hér á íslandi er að
kylfmgar eru oft komnir yfir tvítugt
þegar þeir verða góðir, sem er of
seint að mínu mati. Krakkar læra
mest á aldrinum 14—18 ára og þá
nær fólk mestum framforum ef rétt
er staðið að málum. Það er þvl mik-
ilvægt að fylgja þessum aldurshópi
þétt eftir og viö ætlum að einbeita
okkur að honum núna. Það hefur
komið fyrir að kynslóðabil hafi
myndast í golfínu á íslandi, eins og
reyndar öðrum íþróttum, en með
þessum áherslum ætlum við að
reyna að minnka það eins mikið og
hægt er. Ég mun fara með 50 manna
æfmgahóp til Orlando í lok mánað-
arins þar sem dvalið verður í viku
við toppaðstæður en stærstur hluti
hópsins er ungir krakkar, framtíð-
arkylfingar íslands."
Minni vinna meö þeim eldri
„Ég hef minnkað mikið vinnuna
með eldri kylfmgunum til að geta
einbeitt mér að þeim yngri. Ég vildi
deila reynslu minni með eldri
kylfingunum þegar ég kom hingað.
Sumir þeirra ætluðu sér að verða
atvinnumenn og ég gat sagt þeim
hitt og þetta um skipulag, einbeit-
ingu og það sem við kemur keppni
á mótum en það er mjög erfitt að
breyta stíl leikmanns sem er kom-
inn yfir tvítugt og oft og tíðum er
það ekki erfiðisins virði. Það er því
meiri þörf fyrir mig hjá þeim yngri
sem geta bætt sig endalaust, bæði
tæknilega sem kylfmgar og líkam-
lega en ég stjóma að sjálfsögðu
landsliðinu og hugsa enn um mína
leikmenn þrátt fyrir að ég hafi að-
eins slakað á taumunum.“
Margir efnilegir kylfingar
„Það er mikið af efnilegum
kylfmgum að koma upp á íslandi og
sumir þeirra geta orðið mjög góðir.
Allir þessir krakkar sem ég er að
vinna með eru ótrúlega áhugasamir
og duglegir. ísland er hins vegar lít-
ið land og það vantar sérstaklega
fleiri stelpur. Þær detta hraðar út
heldur en strákamir og vonandi
tekst okkur að halda fleiri stelpum
lengur í golfinu heldur en hefur ver-
ið hingað til. Ef þetta er borið sam-
an við önnur lönd þá eru miklu
fleiri kylfingar þar til að vinna með.
Ég get samt ekki kvartað því að þeir
krakkar sem ég hef unniö með hér á
íslandi em tilbúnir að leggja ótrú-
lega mikið á sig til að ná árangri.
Ef ég á að nefna nokkra þá er
Magnús Lárusson efni í frábæran
kylfing eins og hann hefur reyndar
þegar sýnt. Snorri Páll Ólafsson og
Þórður Rafn Gissurarson úr Golf-
klúbbi Reykjavíkur em mjög hæfi-
leikaríkir kylfingar sem þarf að
hugsa vel um og rækta. Ég treysti
klúbbunum mjög vel fyrir því að
hugsa um þessa stráka því að það er
mikil vinna að passa upp á að þess-
ir hæfileikar glatist ekki og að þeir
bæti sig jafnt og þétt.
Hjá stelpunum er ég mjög hrifinn
af stúlkunum fyrir norðan, þeim
Sunnu Sævarsdóttur og Maríu Ósk
Jónsdóttur úr Golfklúbbi Akureyr-
ar og Ömu Rún Oddsdóttur úr Golf-
klúbbi Húsavíkur. Þær geta allar
orðið mjög góðar." -ósk
Úrslit 1 nótt:
Washington-Toronto ........75-84
Jordan 22, Hughes 12 (9 frák.), Hay-
wood 10 - Peterson 21, J. Williams 14
(20 frák.), Alston 13 (11 stoös.), D.
Brown 13.
New York-Chicago...........98-86
Houston 26, Thomas 24 (13 frák.),
Sprewell 16 - Rose 23 (8 frák.),
Marshall 22 (14 frák.), Crawford 15
Miami-Detroit .............88-85
C. Butler 22 (8 frák.), R. Butler 16,
EUis 12 - HamUton 24, Robinson 18,
BiUups 18
Milwaukee-Atlanta .........97-88
CasseU 21, AUen 21, Thomas 13 -
Rahim 23 (10 frák.), Terry 22 (6
stoðs.), Ratliff 14 (9 frák.)
San Antonio-Phoenix . . . 108-100
Duncan 38 (16 frák., 9 stoð.), Parker 15,
Smith 11, Robinson 11 (14 frák.) -
Marbury 29 (8 frák., 7 stoð.), Stoude
mire 24 (15 frák.), Marion 23 (9 frák.)
Norski knattspyrnumaðurinn
Eirik Bakke, sem leikur með enska
úrvalsdeUdinni Leeds, var hirtur af
lögreglunni í Leeds aðfaranótt þriðju-
dags, grunaður um að hafa ekið bU
undir áhrifum áfengis. Bakke fékk að
dúsa í geymslu lögreglunnar í gœr en
talsmaður enska liðsins vUdi ekkert
láta hafa eftir sér þegar enskir fjöl-
miðlar forvitnuðust um máliö.
Austurriski skiðamaðurinn Hans
Knauss bar sigur úr býtum á heims-
bikarmóti í stórsvigi í Adelboden í
Sviss í gær. Knauss var 9/100 úr sek-
úndu á undan heimamanninum
Michael Von Grúnigen. Þriðji varð
Norðmaðurinn KjetU Andre Aamodt
en tveir efstu mennirnir í heimsbUc-
amum samanlagt, Bandaríkjamaður-
inn Bode MUler og Austurríkismað-
urinn Stefan Eberharter, keyrðu báð-
ir út úr brautinni í síðari umferðinni.
íslandsvinurinn Ian Rush hefur
tekiö að sér að þjálfa framherja Liver-
pool á næstu mánuðum. Rush var
mikUl markahrókur sem leikmaður
og hann hefur fuUa trú á því að hann
geti hjálpað framherjum á borö við
EmUe Heskey og E1 Hadji Diouf að
finna markiö að nýju.
„Ég hlakka mikið tU að taka þetta
verkefni að mér. Ég hef menntað mig
sem þjálfari og hef trú á aö reynsla
mín muni hjálpa þessum ungu fram-
herjum. Ef þeir taka einhverjum
framfórum og hjálpa liöinu í leiðinni
verð ég mjög hamingjusamur," sagði
Rush. -ósk