Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 PV___________________________________________________________________________________________________ Menníng Villimannsleg tónlist DV-MYND SIG. JÖKULL Tvö píanó og Benda „Tæknilega var spilamennskan örugg og útkoman „déskotigóö“. Tónleikar með tveimur píanóleikurum eru sjaldgæf- ir í okkar blómlega tónlist- arlífl og var því skemmtileg tilbreyting að heyra Hrefnu Eggertsdóttur og Færeying- inn Jóhannes Andreasen leika á flyglana tvo í Salnum í Kópavogi á sunnudags- kvöldið. Slagverkshópurinn Benda, sem sló eftirminni- lega í gegn á nokkrum 15:15 tónleikum á síðasta ári, kom einnig fram og voru verkin á efnisskránni eftir Britten, Cage og Bartók. Þau Hrefna og Jóhannes léku fyrst Introduction og Rondo alla Burlesca eftir Britten, glæsilega en dálítið kuldalega tónsmíð með glettnislegu yfirbragði. Verkið var prýðilega flutt, samspilið nákvæmt og hend- ingamótun mjög svipuð hjá báðum píanóleikurunum. Sömu sögu er að segja um hina tónsmíðina eftir Britt- en, Mazurka Elegiaca sem var samin í minningu pólska píanóleikarans og forsætisráðherrans Paderewski. Túlkun beggja píanóleikarana var sannfærandi, inn- hverf og allt að því þunglyndisleg, en það breytti þó engu um að þetta verk Brittens er fremur ómerkilegt og hugmyndasnautt, grvmnhugmyndirnar ómarkvisst þróaðar og stígandin takmörkuð, ef nokkur. Skemmtilegri var tónlistin eftir John Cage í flutningi slagverkshópsins Bendu, sem samanstóð að þessu sinni af þeim Eggerti Pálssyni, Steef van Oousterhout og Frank Aamink. Benda á heiður skilinn fyrir að vera svona dugleg að spila tónlist eftir Cage, en hún hefur elst ótrúlega vel. Þegar Cage heimsótti íslendinga á Listahátíð fyrir um tuttugu árum man ég að einn eldri borgari sem ég hitti á fómum vegi kallaði tónskáld- ið „fokk“ og það virtist vera viðhorf margra. Sá tími er löngu liðinn, enda varla hægt að hneyksla fólk lengur, og verkin tvö eftir Cage á umræddum tónleikunum voru síður en svo eitthvert ógeð. Fyrst flutti Benda tríó fyrir þrjá slagverks- leikara og var þar slegið ákaflega nett á nokkra spýtukubba. Tónlistin var fyrst og fremst leikur að misflóknum hrynhending- um og kom þægilega út, sem og hin tónsmíðin, Forever and Sunsmell, en þar bættist rödd Egg- erts við slagverkið. Egg- ert er vanur söngvari enda liðsmaður í Voces Thule og ljóðið sem hann söng (eða öllu heldur tónaði) var eftir E.E. Cumming. Var það ljúf hugleiðing um alls konar andstæður sem einkenna lífið og tilver- una og ómþýður áslátt- urinn i bakgrunni átti ágætlega við. Síðasta verkið á efnis- skránni, og jafnframt það langstærsta, var Sónata fyrir tvö píanó og slagverk eftir Bartók. Þetta er geysilega mikil- fengleg tónlist, stemn- ingin myrk og stundum allt að því villimanns- leg; fá tónskáld hafa náð jafnvel að skapa hryll- ing með tónsmíðum sín- um. Shining eftir Stanley Kubrik væri til dæmis ekki svipur hjá sjón ef tónlistar Bartóks hefði ekki notið við. Hér var flutningur píanóleikaranna tveggja, ásamt Eggerti og Steef, sérlega glæsilegur, heildaruppbygging verksins kom skýrt fram og smæstu atriði sett fram af nákvæmni. Tæknilega var spila- mennskan örugg og útkoman því „déskoti góð“ eins og einn hrifinn tónleikagestur orð- aði það. í stuttu máli sagt: frábær skemmtun og enn einir athyglisverðir tónleikar þar sem Benda kemur við sögu. Jónas Sen Snegla hættir Snegla listhús, Grettisgötu 7, mun hætta starf- semi frá og með 18. janúar 2003 svo nú eru síð- ustu forvöð fyrir viðskiptavini að gera sér ferð þangað. Listhúsið hefúr verið starfrækt í rúm 11 ár. Um 15 konur, útskrifaðar úr myndlistar og hönnunarnámi, hafa rekið listhúsið og komið listmunum sínum þar á framfæri. Nokkur end- urnýjun hefur átt sér stað í hópnum en þó nokkrar hafa verið með frá upphafi. Sjónarsviptir verður að lishúsinu úr miðbæ Reykjavíkur en það er eitt elsta starfandi listhús Reykjavíkur. Fyrirlestur um geðslag Fyrsti rabbfundur vormisseris í Rannsókna- stofu í kvennafræðum verður haldinn í sam- starfi við mannfræðiskor Háskóla íslands í há- deginu á morgun, kl. 12-13, í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesari er Emily Martin, prófessor í mann- fræði við New York University. í fyrirlestrinum, „Cultures of mania: Towards an anthropology of mood“, fjallar Emily Martin um nýjustu rannsókn sína þar sem hún skoðar geðslag fólks út frá mannfræðilegu sjónarhomi. Meðal þess sem hún skoðar eru áhrif þess á manneskjur að fá geðlyf við hvers konar sveifl- um í skapi. Dr. Emily Martin er heimskunn fræðikona sem hefur skrifað fjölda greina um viðfangsefni sín, m.a. mannfræði vísinda og læknisfræði, kynferðis og peninga. Hún hefur haft mikil áhrif á femíníska mannfræði og er bók hennar „The Woman in the Body: A Cultural Analysis of Reproduction" tímamóta- verk á því sviði. Rabbfundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavikur STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og KarlÁgúst Úlfsson 3. sýn. fö. 17/1 kl. 20, rauð kort 4. sýn. lau 18/1 kl. 20, græn kort, UPPSELT ' 5. sýn. fö. 24/1 kl. 20, blá kort Lau. 25/1 kl. 20 Fö. 31/1 kl. 20 Lau. 1/2 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Millcr Su. 19/1 kl. 20 Su. 26/1 kl. 20 Fi. 30/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir alla jjölskylduna. (!) SINFÓNÍUHLJÓMSVHIT ÍSLANDS Nýr íslenskur flautukonsert á Stnfóníutónleíkum Tónleikar fimmtudaginn 16. janúar 2002 kl. 19.30 í Háskólabíói Béla Bartók: Divertimento fyrir strengjasveit Hin smyrjandi jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sól. Sýnt íIðnó: Kvöldsýning Sun. 19. jan. kl. 20.00 Síðdegissýning Sun. 19. jan. kl. 15.00 „Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijújfengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhœtt lofa þeim sem taka allan pakkann nœrandi kvöldstund fyrir sál og líkama.“ H.F., DV Su. 19/1 kl. 14 Su. 26/1 kl. 14 __________________ NÝJASVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar eróttskt lciktrit íprcm páttum c. Gabor Rassov Fö. 17/1 kl. 20 Lau. 25/1 kl. 20 Fö. 31/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH cftir Stcvcn Bcrkoff, ISAM5TARFI VIÐ Á SENUNNI Lau. 18/1 kl. 21 Su. 26/1 kl. 21 Ath. breyttan sýningartíma ÞRIÐJA HÆÐIN GINUSÖGUR-VAGINA MONOLOGER-PÍKUSÖGUR á færeysku, dönsku og islensku. Birita Mohr, Chorlotte Böving, Kristbjörg Kjeld og María Eilingsen. Leiksýning, KAFFI, TÓNLEIKAR. Eyvör PAlsdóttir syngur. Lau. 25/1 kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OGJÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi vio VESTURPORT Lau. 18/1 kl. 19 Fi. 23/1 kl. 20 ALLIR I LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjöiskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá fritt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir ekki á söngleiki og barnasýningar.) Haukur Tómasson: Flautukonsert nr. 2 (frumflutningur) Charles Ives: Fjórir hátíöisdagar á Nýja- Englandi Hljómsveitarstjóri: Ilan Volkov Einleikari: Sharon Bezaly Kór Langholtskirkju Stjórnandi: Dýrlingagengiö Rétt er aö minna leikhúsáhugamenn á aö leiksýningin Dýrlingagengiö sem Egg-leikhúsið sýnir 1 Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi veröur aöeins á fjölunum í janúar, kl. 16 alla laugardaga og sunnudaga. Þetta eru þrír einþáttungar eftir Neil LaBute - þrir harmleikir úr nútímanum - leiknir af Birni Hlyni Haraldssyni, Agnari Jóni Egilssyni, Þórunni E. Clausen og Ragnheiði Skúladóttur. Persónurnar eiga sér skelfileg leyndarmál og finna sig knúnar til aö segja okkur sögu sína. Viöar Eggertsson leikstýrir. "Leikmátinn er hófstilltur og agaöur en þrunginn tilfinningum og öllum leikurunum tekst ab skapa sannfær- andi og eftirminnilegar pers-ónur." HF, DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.