Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Deila Baugsveldisins og Jóns Geralds Sullenbergers:
Hörð átök um milljón
dollara skemmtibát
- dómari í Flórída ógilti kyrrsetningu og Gaumur hyggst nú stefna Jóni
Bernard S. Shapiro, dómari í
Dade-sýslu í Flórída í Bandaríkj-
unum, ógilti á mánudag kyrrsetn-
ingaraðgerð Gaums ehf. á
skemmtibátnum Thee Viking sem
er í eigu New Viking, félags Jóns
Geralds Sullenbergers. Samkvæmt
heimildum DV var dómari greini-
lega mjög reiður í garð Gaums-
manna fyrir að sýna dómnum van-
virðu þar sem þeir hafi ekki getað
fært rök fyrir sínu máli.
Var þessari niðurstöðu dómar-
ans mótmælt af sækjanda og bent á
að stjórnarformaður Gaums, Jó-
hannes Jónsson, hafi ferðast langa
leið frá íslandi en ekki fengið tæki-
færi til að standa fyrir máli sínu.
Gaumur hafi heldur ekki fengið
tækifæri til að leggja fram sönnun-
argögn í málinu. Þá hafi Gaumur
greitt meira en 465.000 dollara
vegna kaupa og viðhalds á bátnum.
Var farið fram á framhaldsmál-
flutning sama dag eða daginn eftir.
Hörður
Kristjánsson
blaðamaður
Fréttaljós
Brást dómari ókvæða við og ít-
rekaði niðurstöðu sína með því að
handskrifa inn á hana að umleitun
Gaumsmanna til að halda mál-
flutningi áfram væri neitað.
Helgi Jóhannesson, lögfræðing-
ur Gaums, sagði i samtali við DV í
gærmorgun að í framhaldi af frá-
vísun dómara á kyrrsetningar-
kröfu Gaums yrði Jóni Gerald, eig-
anda Nordica og New Viking, nú
stefnt til greiðslu á meintu láni
Gaums upp á ríflega 37 milljónir
króna á núverandi gengi.
Deilt um uppruna peninga
Tildrög málsins eru deilur Jóns
Geralds Sullenbergers, eiganda
Hinn umdelldi Thee Viking - 62 feta af bátur Sunseeker Manhattan-gerö
Báturinn er á Miami Beach í Flórída og afárgerð 1999. Hann er verölagður á
1.195.000 dollara.
Jón Ásgeir Jón Gerald Jóhannes
Jóhannesson. Sullenberger. Jónsson.
bandarísku heild-
verslunarinnar Nor-
dica Inc., og Jóns
Ásgeirs Jóhannes-
sonar, þáverandi
stjórnarformans
Baugs Group, og
Tryggva Jónssonar
forstjóra og annarra
forsvarsmanna fé-
lagsins, en upp úr
nánum viðskiptum
þeirra slitnaði á síðastliðnu
sumri. Jón Gerald kærði Baugs-
menn til Rannsóknarlögreglu rík-
isins m.a. vegna viðskipta í
tengslum við kaup á umræddum
skemmtibáti og sakaði þá um
meint fjármálamisferli. Baugs-
menn leggja hins vegar mikla
áherslu á að hvorki Baugur né
Bónus eigi aðild að þessu máli
heldur eignarhaldsfélagið Gaum-
ur hf., en Gaumur, sem var í 90%
eigu stofnenda Bónuss, sameinað-
ist Baugi hf. í október 1998. Jón
Gerald Sullenberger framvísaði
hins vegar reikningum frá Nor-
dica sem stílaðir voru á Bónus.
Neita tengslum Baugs
Jón Ásgeir sagði í samtali við
DV á síðasta ári að Baugur Group
hf. tengdist á engan hátt skemmti-
bátnum Thee Viking. Hann sé í
eigu félags Jóns Geralds, New Vik-
ing. Fjárfestingarfélagið Gaumur
hafi lánaði Jóni Gerald 38 milljón-
ir króna vegna kaupa á þessum
báti, en félagið hafi ekki fengið af-
sal fyrir hlut í New Viking eins og
ráðgert var, né fengið fullnægjandi
tryggingar fyrir láninu þótt eftir
þessu hafi ítrekað verið leitað.
Sagði Jón Ásgeir að skuld Jóns
Geralds við Gaum væri skráð í
bókhaldi félagsins.
Thee Viking
Lögfræðingur Gaums sagðist í
samtali við DV í gærmorgun hafa
farið fram á kyrrsetningu á bátn-
um til að tryggja lán Gaums til
New Viking. Allir reikningar sem
tengjast bátnum eru sagðir
greiddir út af bankareikningi
Gaums.
Umræddur skemmtibátur, sem
er 62 fet á lengd, af gerðinni Sun-
seeker Manhattan, er verðlagður
á bátasölu í Bandaríkjunum á
1.195.000 dollara, eða um 90 millj-
ónir íslenskra króna, en á honum
mun hvíla veð upp á 600 þúsund
dollara. Fullyrt er af lögfraeðingi
Gaums að Jón Gerald hafi boðist
til að ljúka málinu með því að
selja bátinn og greiða upp
áhvílandi veð, en sjálfur hygðist
hann halda eftir hluta söluverðs-
ins.
Jón Sullenberger staðfesti þetta
i samtali við DV í gær. Hann seg-
ist hafa boðist til að ljúka þessu
máli með sölu á bátnum í maí og
aftur 30. desember. Hann segist
hafa boðist til að leggja þá fjár-
muni inn á geymslureikning hjá
dómara á meðan hlutlaus aðili
yrði fenginn til að meta stöðuna.
Því hafi Baugsmenn alfarið neitað
og talið sig eiga tilkall til bátsins
og þeir hafi farið fram á frest til
að sýna fram á það fyrir rétti.
Fallist hafi verið á að veita slikan
frest til 13. janúar. Þeir hafi hins
vegar ekki getað rökstutt sitt mál
frammi fyrir dómara.
R-listinn klofinn í afstöðu til byggingar Kárahnjúkavirkjunar:
Abyrgð borgarinnar verður
samþykkt í borgarstjórn
DV-MYND E.ÓL
Mótmæli viö Ráöhúsiö
Borgarfulltrúar fóru ekki varhluta af mótmælaröddum framan við Ráöhús
Reykjavíkur í gærdag en mótmælendur mega sín lítils gegn sannfæringu
borgarstjóra, framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Á fundi borgarráðs í gær lögðu
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
fram bókun þar sem segir að farið
hafi verið yfir gögn sem lögð hafi
verið fram vegna ábyrgðar Reykja-
víkurborgar á lántökum Lands-
virkjunar vegna
Kárahnjúkavirkjunar og þeir muni
styðja málið þegar það kemur fyrir
borgarstjórn á morgun.
í kjölfarið lýsti Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri yfir því að
hún myndi einnig styðja málið.
Þar með er ljóst að samningar við
Alcoa um álver í Reyöarfirði munu
ekki stranda á samþykki eigenda
Landsvirkjunar fyrir nauðsynlegum
lántökum.
Þrír borgarfulltrúar R-lista eru
andvígir málinu en þrír fylgjandi.
Dagur B. Eggertsson ætlar að sitja
hjá og óvíst er um afstöðu
Steinunnar V. Óskarsdóttur.
Ámi Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjómar, R-lista, og Ólafur F.
Magnússon, F-lista, standa saman
að tillögu um að borgin taki ekki
þátt í verkefninu. í greinargerð
þeirra segir að Kárahnjúkavirkjun
feli í sér umhverfisröskun á tæplega
3.000 ferkílómetra svæði, eða alls
3% landsins. Uppistöðulón hennar,
stíflur, skurðir, veitur og námur
skeri í sundur stærsta ósnortna víð-
erni Evrópu og skerði það um 1.000
ferkílómetra. Merkar jarðsögulegar
minjar fari undir vatn og hætta
verði á uppblæstri og gróðureyð-
ingu á hálendi Austurlands.
í drögum að rammaáætlun um
nýtingu vatnsorku og jarðvarma
var komist að þeirri niðurstöðu að
Kárahnjúkavirkjun væri einna sísti
kosturinn vegna óafturkræfra um-
hverfisspjalla. Þeir Árni Þór og
Ólafur F. telja náttúruspjöll af völd-
um virkjúnarinnar svo mikil að
hún standist ekki þær kröfur sem
gera verði til framkvæmdar af
þessu tagi og því geti Reykjavíkur-
borg ekki gengist í ábyrgð fyrir fjár-
mögnun hennar. Enn fremur komi
ekki til greina að skuldsetja borgina
umfram heildareignir með þátttöku
í Kárahnjúkavirkjun. Ætlast sé til
að Reykvíkingar gangist i tvöfalda
ábyrgð vegna virkjunarinnar, ann-
ars vegar sem eigendur í Lands-
virkjun og hins vegar með hludeild
í ábyrgð ríkisins. Hið pólitíska
frumkvæði í málinu liggi hjá ríkis-
valdinu, sem eigi að þeirra mati að
axla alla ábyrgð á Kárahnjúkavirkj-
un. -GG
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 16.19 15.43
Sólarupprás á morgun 10.53 10.58
Síðdegisflóö 16.51 21.24
Árdegisflóð á morgun 05.13 09.46
Kólnar í veðri
Norðaustan 8-13 m/s. Dálítil
snjókoma eða slydda, en stöku él
sunnan- og vestanlands. Austan 15-
20 m/s í nótt og snjókoma, en
slydda sunnanlands. Frost 0 til 10
stig meö kvöldinu kaldast í
innsveitum norðaustanlands.
Snjókoma eða slydda
Norðaustan 18-23 m/s á
Vestfjörðum en annars hægari
austlæg átt og áfram snjókoma eða
slydda. Frost 0-10 stig, hlýjast
syðst.
Fostudagur Laugardagur Sunnudagur
Vindun Vindur: Vindur:
10-18 "V* 10-15 "V* 9-16 "V*
NA 10-18 m/s A10-15 m/s Austlæg átt, st»
og él, en hægari sunnan- og sunnantil og
sunnanlands. vestanlands og snjókoma eöa
Skýjaö og dálrtil snjókoma slydda, en
yflrleitt þurrt. eöa slydda, en heldur hægari
Frost 0 til annars hægari og úrkomulítlö
10 stig, hlýjast og stöku él. Lítiö noröantll. Frost
vlö eltt hlýnandi 0 til 7 stlg.
suöurströndlna. veöur.
Logn
Andvari
Kul
Gola
Stinningsgola
Kaldi
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassviöri
Stormur
Rok
Ofsaveður
Fárviðri
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
B0LUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
KIRKJUBÆJARKL.
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÓSLÓ
STOKKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERLÍN
CHICAGO
DUBLIN
HALIFAX
HAMBORG
FRANKFURT
JAN MAYEN
L0ND0N
LÚXEMBORG
MALL0RCA
MONTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
0RLAND0
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
snjókoma
úrkoma I grennd
snjóél
snjókoma
slydda
skýjaö
úrkoma í grennd
skýjaö
skýjaö
rigning
snjókoma
alskýjað
hálfskýjað
rigning
heiðskírt
alskýjað
heiðskírt
heiöskírt
hálfskýjaö
léttskýjaö
alskýjað
skýjað
skafrenningur
skýjað
alskýjað
léttskýjaö
léttskýjaö
alskýjað
alskýjað
heiöskírt
skýjað
léttskýjað
alskýjað
heiðskírt
-13
7
-11
7
4
-11
9
1
2
-21
-0
-3
8
2
5
-3
-24