Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Björgun Guðrúnar:
Hafa tryggt fé
og kafara
Samstarfshópur um björgun Guð-
rúnar Gísladóttur hefur tryggt
nægjanlegt fjármagn, um 50 milljón-
ir króna, til þess að tryggja að stað-
ið verði við nýjar aðgerðir til að
hífa fjölveiðiskipið Guðrúnu Gísla-
dóttur af hafsbotni við Leknes í
Norður-Noregi. Kostnaður við verk-
ið er áætlaður 120 milljónir króna.
Fresturinn sem norsk stjórnvöld
gáfu íshúsi Njarðvíkur leið án þess
að tryggingar bærust. íslendingar
halda verkinu áfram, þótt frestur-
inn hafi verið liðinn þegar staðfest-
ingin barst. Norsku mengunarvam-
irnar voru í startholunum að gera
samning við björgunarfyrirtækið
Riise Underwater Enginering um að
tæma olíu úr skipinu, en nú er
tryggt að íshús Njarðvíkur klári
verkið. Samningar náðust í gær-
kvöld við kafara sem fara niður að
flakinu..
Ásgeir Logi Ásgeirsson, talsmað-
ur björgunarmanna við Leknes, seg-
ir að nú verði tekið til óspilltra mál-
anna við björgunina, m.a. að koma
lyftitönkum fyrir, en ómögulegt sé
að sjá fyrir hvenær skipinu verður
lyft af hafsbotni. -GG
Allt að 800.000
króna yfirdráttur
Svokallaðir vildarvinir íslands-
banka geta fengið allt að 800 þúsund
króna yfirdráttarheimild án heimild-
argjalds og ábyrgðarmanna. Þessi
þjónusta er sögð ætluð þeim við-
skiptavinum sem eigi mikil og góð
innlánsviðskipti við bankann.Við-
skiptavinir íslandsbanka, sem eru í
svokallaðri valþjónustu, geta fengið
allt að 600 þúsund króna yfirdráttar-
heimild án heimildargjalds og
ábyrgðarmanna, að því er fram kem-
ur hjá Þórdísi Pálsdóttur hjá íslands-
banka. Yfirdráttarheimildin má þó
ekki verða hærri en þrefóld launa-
velta á launareikningi.
Umrædd valþjónusta er í boði fyr-
ir skilvísa viðskiptavini sem eru í
magvíslegum viðskiptum við bank-
ann. Um þriðjungur viðskiptavina
bankans nýtir sér yfirdráttarheim-
ildir, að því er fram kemur hjá Þór-
dísi. Meðalfjárhæð yfirdráttarheim-
ilda einstaklinga í íslandsbanka nú
er um 400 þúsund krónur.
Þorkell Jónsson hjá Landsbanka
tjáöi DV að þeir viðskiptavinir bank-
ans, sem væru í góðum og áfallalaus-
um viðskiptum við bankann, svo-
kallaðir Vörðufélagar, gætu fengið
550 þúsund króna yfirdráttarheimild
án heimildargjalds og ábyrgðar-
manna. Að öðru leyti væri ekkert
sérstakt þak á heimildunum, en um-
sóknir metnar í hverju tilviki fyrir
sig. Þorkell sagði að mjög stór hluti
viðskiptamanna bankans flokkaðist
undir þá skilgreiningu sem Vörðufé-
lagi félli undir. -JSS/vig
mssmm'.
Frjálsi á yfirverði
SPRON greiddi á
bilinu 900 til 1400
milljónum króna of
mikið fyrir Frjálsa
fjárfestingarbank-
ann. Þetta kemur
fram í verðmati
Deloitte & Touche
sem unnið var fyrir
Búnaðarbankann að beiðni funm-
menninganna sem gerðu tilboð í
SPRON sl. sumar. Pétur Blöndal,
einn funmmenninganna, segir í
samtali við mbl.is að málið verði
rætt á fundi stofnfjáreigenda
SPRON.
Eyöimerkurrall
Toyota á íslandi og í Evrópu
vinnur nú að því aö halda eyði-
merkurrall hérlendis næsta sumar.
Toyota býður blaðamönnum jafnan
þriðja hvert ár til aksturs á nýjum
jeppum á framandi slóðum.
Kennarar skoða tölvur
Um 160 kennarar í grunn- og
framhaldsskólum hérlendis sóttu
ráðstefnu I London í liðinni viku.
Kennarahópurinn var að kynna sér
allt það nýjasta í tölvubúnaði.
Minna fæst fyrir lýsi
Lægra verð fæst nú fyrir fiski-
mjöl og lýsi í upphafi loðnuvertíðar
en við upphaf siðustu vertíðar. Að
teknu tilliti til gengisbreytinga og
verðlækkana á heimsmarkaði hefur
lýsisverð lækkað um þriðjung.
Fjárnámsbeiðnum hefur farið snarfjölgandi á sl. 5 árum:
Æ fleiri fasteignir og
bílar á nauðungarsölu
- hjá Sýslumanninum í Reykjavík á síðari árum
DV-MYNDIR JULIA IMSLAND
Jökulsárbrú
vin yfir Jökulsá er 108 metra löng hengibrú og var byggö 1967. Séö frá eystri bakka viö ósinn.
Verktakafyrirtækið Nóntindur
lauk um helgina við að setja grjót-
vöm við bakka Jökulsár á Breiða-
merkursandi . Verkið tók nokkuð
lengri tíma en upphaflega var ætlað
þar sem mun meira efni þurfti til að
styrkja bakkana en upphaflega var
taliö. Alls fóru um 25 þúsund
rúmmetrar af grjóti og möl við
bakkana í stað 18 þúsund rúmmetra
sem var í útboðinu og var ástæðan
sú að fyllingin seig mikið.
Reynir Gunnarsson hjá Vegagerð-
inni segir að næsti áfangi við Jök-
ulsá verði boðinn út 20. janúar, þ.e.
að setja grjóthleöslu framan við fyll-
inguna sem var veriö að setja við
bakkana undir og neðan við brúna
beggja vegna árinnar. Einnig verð-
ur sett grjótvöm við bakkann þar
sem bátamir hafa haft aðstöðu en
þar er farið að brjóta úr bakkanum.
Tvær grjóthindranir eru þvert
yfir ána sín hvorum megin við
brúna sem eiga að hindra jakaburð
og koma í veg fyrir að dýpi árinnar
aukist.
Þessir grjótgarðar á botninum
hafa lækkað og verður bætt á þá svo
hæð þeirra frá botni verði 2-3 metr-
ar og breidd 20-30 metrar. Dýpi er
8-9 metrar þar sem áin er dýpst og
verða steinarnir sem fara í hindrun-
ina í ána um tonn á þyngd.
Reynir segir að litlar breytingar
hafi orðið við ósinn í vetur nema að
hann er núna opinn í beina stefnu
út frá Jökulsánni. Hugsanlegt er að
þetta mikla vatnsrennsli og góð
veðrátta sem verið hefur í vetur
hafi þar einhver áhrif. Ekki hafa
verið gerðar mælingar á landbroti
austur með ströndinni frá ósnum
síðan í haust en það verður gert á
næstunni segir Reynir, en ljóst er
að bilið milli sjávar og raflínu hefur
styst.
Vegagerðin fylgist vel með alvar-
legri þróun mála við Jökulsá og hef-
ur fengið Siglingarmálastofnun rík-
isins til liðs við sig til að kanna
hvað hægt verði að gera til að
stöðva landbrot og tryggja öryggi
þjóðvegar og brúar. -JI
Langir biðlistar
Um 1100 manns höfðu beðið leng-
ur en í þrjá mánuði eftir augnað-
gerðum á Landspítalanum um ára-
mót. Biðlistarnir eru langir og er það
m.a. rakiö til launadeilu sérfræðinga
fyrir ferliverk en samningum þar að
lútandi var sagt upp fyrir ári.
Fjórðungur vill aðild að ESB
Umsókn um aðild að ESB nýtur
ekki mikils stuðnings samkvæmt
skoðanakönnun Fréttablaðsins. Ef
allt úrtakið er skoðað þá eru 25,5%
hlynnt aðild, 44,5% andvíg, 27,3%
óákveðin og 2,7% neituðu að svara.
E-töfluverö í lágmarki
Götuverð á e-töfl-
um er afar lágt um
þessar mundir sam-
kvæmt _ upplýsing-
um SÁÁ. Þrátt fyrir
lágt verð kveðst lög-
reglan í Reykjavík
ekki verða mikið
vör við eitrið á göt-
um borgarinnar.
Ástæðan kann að vera fólgin í hert-
um viðurlögum við innflutningi og
umræðu um skaðsemi eiturlyfj-
anna. RÚV greindi frá.
Fákeppni veldur háu verði
Jóhannes M. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Landspít-
alanum, segir það staðreynd að lyf
sem spítalinn kaupir hérlendis séu
dýrari en á öðrum Norðurlöndum.
mbl.is greinir frá þessu í dag. Jó-
hannes segir skýringar á háu verði
geta verið að finna í fákeppni -
mörg lyfjafyrirtæki hafi sameinast
og mörg lyf sömu tegundar séu kom-
in á eina hendi.
Verði formaður
Tillaga þess efnis að
Alfreð Þorsteinsson
verður formaður borg-
arráðs var lögð fram í
borgarráði í gær. í til-
lögunni er gert ráð fyr-
ir að Alfreð gegni for-
mennsku fram á mitt
næsta ár en þá taki Árni Þór Sigurðs-
son við - það komi svo í hlut Samfylk-
ingar að manna stól formanns síðasta
ár kjörtímabilsins. Tillagan verður
tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á
morgun. -aþ
Veruleg fjölgun varð á nauðung-
arsölum hjá Sýslumanninum í
Reykjavík á síðasta ári þar sem fast-
eignir eða bifreiðar eru seldar nauð-
ungarsölu. Þær voru þá samtals
1.189 talsins. Nauðungarsölum fjölg-
aöi um 13% á milli ára og varð held-
ur meiri aukning í fjölda nauðung-
arsölu á fasteignum. Þær fóru úr
243 í 304 sem er 25% aukning. Nauð-
ungarsölur bifreiða voru 885 talsins,
samanborið við 807 árið 2001, en það
er tæplega 10% aukning milli ára.
“Það er engin einhlít skýring á
þessu,“ sagði Guðrún Árnadóttir,
formaður Félags fasteignasala, um
hugsanlega skýringu á 25% aukn-
ingu í nauðungarsölu á fasteignum.
„íbúðalánakerfið er mjög gott,
þannig að ég tel ekki því um að
kenna. Það hefur aldrei verið betra.
Það sést til dæmis á 90% lánunum
sem voru afgreidd í miklum mæli í
fyrra og verða jafnvel afgreidd í enn
ríkari mæli í ár. Þaö hafa aldrei
verið minni vanskil í íbúðalána-
sjóði heldur en nú af því að
greiðslubyrðin af þessum lánum er
viðráðanleg.
Ég tel að þarna sé fremur um að
kenna öðrum lánum með þyngri
Horft yfir Reykjavík
Nauðungarsölur í borginni fóru úr 243 í so4 á síöasta ári.
greiðslubyrði sem verða illviðráð-
anleg ef eitthvað ber út af, svo og
öðrum fjárfestingum fólks sem fall-
iö hafa í verði.“
Á siðasta ári komu alls fram
23.290 fjárnámsbeiðnir hjá Sýslu-
manninum i Reykjavík sem er um
3,6% aukning frá árinu 2001. Fjár-
námsbeiðnir hafa ekki verið fleiri
hjá embættinu síðan árið 1996 en þá
voru þær liðlega 24 þúsund.
Fjámámsbeiðnum hjá Sýslu-
manninum í Reykjavík fjölgaði hins
vegar verulega milli áranna 2000 og
2001, eða um rúm 34%. Árið 2001
voru fjárnámsbeiðnir hjá embætt-
inu 22.472 talsins á móti 16.720 árið
áður. -JSS/vb
Nóntindur lýkur verki sínu við Jökulsá á Breiðamerkursandi:
Biliö milli sjávar og
raflínu hefur enn styst