Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003
Tilvera I>V
'j-
i>
Buffy aö syngja
sitt sídasta?
Framleiðendur framhaldsþáttanna
um vampírubanann Buffy, sem á
frummálinu heitir Buffy the Vampire
Slayer, eru að hugsa um að slá þátt-
inn af eftir dvínandi vinsældir að und-
anförnu. Að sögn eins talsmanns CBS-
sjónvarpsstöðvarinnar eru litlar líkur
taldar á því að farið verði út í gerð
áttundu seríunnar.
Það er leikkonan Sarah Michelle
Gellar sem farið hefur með aðalhlut-
verkið i þáttunum. Hún er gift Scoo-
by-Doo-stjörnunni Freddie Prinze Jr.
þar sem hún er einnig meðal aðalleik-
ara. Að sögn talsmanns framleiðenda
er enn þá verið að skoða málið og
mun Gellar vera tObúinn í tuskið ef
haldið verður áfram. „Það er einnig
mögulegt að breytingar verði gerðar á
þáttunum og þá verði frekar spilað
inn á aðra karaktera í þáttunum,"
sagði talsmaðurinn.
Ungfrú
Dynamite ólétt
Samkvæmt fréttum bresku press-
unnar er ungffú Dynamite, hin tilfinn-
inganæma söngkona rappgrúppunnar
R&B, ólétt að sína fyrsta bami og
komin fjóra mánuði á leið.
Að sögn vina er hún yfir sig spennt
og það mun faðirinn einnig en hann
er bæði kærasti og lífvörður ungfrúar-
innar og heitir Dwayne Seaforth. Þau
kynntust i veislu fyrir rúmu ári og
hafa síöan ekki mátt hvort af öðru sjá.
Ungfrúin sem heitir réttu nafni
Niomi McLean-Daley hafði haldið
ólettunni leyndri þar til um helgina
en þó sagt fjölskyldu sinni og nánustu
vinum tíðindin.
Niomi, sem er 21 árs, hefur verið að
gera það gott á framabrautinni að
undanfomu og vann til dæmis bæði
til Mercury-tónlistarverðlaunanna og
þriggja MOBO-verðlauna á síðasta ári.
Kiefer í hlut-
verki alvöruhetju
Hollywood-
hetjan og Lost
Boys-stjaman,
Kiefer Suther-
land, brá sér í
hlutverk alvöru-
hetjunnar á
dögunum, þegar
hann gómaði
alvöruþjóf á
heimili vina
í kvik-
myndaborginni. Kiefer, sem að
undanfómu hefur slegið í gegn á
lögregluþáttunum „24“, var nætur-
gestur hjá umræddum vinum sínum
og vaknaði upp við það um miðja nótt
að innbrotsþjófúr var að láta greipar
sópa í stássstofúnni.
Hann læddist aftan að manninum,
sem þegar tók til fótanna út um
svaladymar og út í bakgarðinn. Þar
náði Kiefer honum og hélt honum
með hálstaki þar til lögreglan kom á
staðinn.
Sýningin Flying/Dying í Gerðarsafni:
Hélt ég væri að deyja
- segir Bjargey Olafsdóttir sem sýnir myndbrot úr umferðarslysi
Best aö taka þetta upp!
Bjargey útskrifaðist úr Mynd-
listaskólanum 1996, eftir hefðbundið
nám og skellti sér beint til Finn-
lands í masterinn. „Þá fór ég að fók-
usera á ljósmyndir og kvikmynda-
gerð. Þannig að menntunin mín er
gott bland í poka og ég vinn í alla
mögulega miðla,“ segir hún.
Innt nánar eftir slysinu sem hún
lenti í úti í Finnlandi segir hún
strætó hafa keyrt í veg fyrir hana og
vini hennar á hraðbraut rétt utan
við Helsinki. Bíllinn valt og bensín-
ið flóði. „Þetta var eldgamall Saab
með engin belti og við vorum þrjú
af fimm sem slösuöumst. Ég áttaði
mig á því þegar ég var dregin út úr
flakinu að ég hélt á 8 mm kvik-
myndavélinni svo mín fyrsta hugs-
un var: Það er best að taka þetta
upp! svo ég náði þama vettvangs-
myndum áður en mér var skutlað
upp í sjúkrabílinn."
Bjargey rifjar upp að sem ung-
lingur hafi hún haft uppáhald á
slysamyndinni Weekend eftir Godd-
DVWND E.ÓL.
Ustakonan
J mastersnáminu fór ég að fókusera á Ijósmyndir og kvikmyndagerö. Þannig að menntunin mín ergott bland í poka
og ég vinn í alla mögulega miöla, “ segir Bjargey Ólafsdóttir.
ard sem fjallar um fólk á ferðalagi.
Að lenda í slíku slysi sjálf segir hún
hins vegar óskemmtilega reynslu.
„Þetta var hræðilegt. Ég hélt að ég
væri að deyja og var farin aö sjá
myndir úr ævi minni líða hægt hjá
eins og gerist víst þegar dauðinn er
að hvelfast yfir.“
Bleikrósóttur barnadraugur
Spurð hvort henni hafi þá ekki
þótt erfitt að setja slysið upp á sýn-
ingunni svarar hún: „Nei, það er
svo langt um liðið að ég er farin að
sjá það út um baksýnisspegilinn og
svo fannst mér það passa við efnið
sem fyrir var.“ Þar á hún við mynd-
ir af bleikrósóttum bamadraug sem
er að koma út út heimagrafreit uppi
í sveit og er að spranga um í ís-
lenskri sumarnótt og stórar myndir
af henni og litlum frænda hennar
liggjandi eins og dauðum. „Við
erum í leiknum „Hver deyr flott-
ast?“ segir hún og bætir við: „Ég tek
myndimar af okkur á myndavél
með gikksnúru og hún sést, þannig
að það er eins og dautt fólk sé að
mynda sjálft sig. Þegar þessi stemn-
ing var komin ákvað ég að blanda
slysinu inn í.“ Blóðpollur á gólfi
sýningarsalarins magnar enn þá
dauðastemningu sem Bjargey talar
um. Hann er úr limdúk þannig að
fólk getur lagst í hann og þóst liggja
í blóði sínu - án þess að óhreinkast.
Hún segir nokkra hafa prófað það
þegar sýningin var opnuð. „Krakk-
amir voru að minnsta kosti mjög
ánægðir með pollinn," segir hún.
Bfógagnrýni
Smárabíó/Regnboginn - The Transporter ★ ★
Með hnefa og
fætur að vopni
Flutningamaðurinn Frank Martin
(Jason Statham) er ekki í venjulegum
póstflutningum. Hann er flutninga-
maður fyrir þá sem hafa kosið að lifa
utan við lög og reglur. Martin hefur
náð miklum árangri í starfl sínu með
því að fylgja eftir þremur reglum sem
hann hefur sett sér: Aldrei að breyta
gerðum samningi: Engin nöfn: Aldrei
að kíkja eftir því hvað er í pakkanum.
Meö þetta að leiðarljósi sjáum við
hann í löngu byrjunaratriði þar sem
hann ekur á BMW 730 með tugi lög-
reglubíla á hælunum. Auðvitað hefur
hann betur og skilur eftir í valnum
lögreglubílana meira og minna ónýta.
Þetta atriði lofar ekki góðu, er allt of
langt og klisjukennt og minnir okkur
á að Luc Besson, sem er einn fram-
leiðanda myndarinnar og handritshöf-
undur, gerði slíkt hið sama í Taxi-
myndunum tveimur sem hann fram-
leiddi einnig.
Sem betur fer er þetta aðeins byij-
unin. Það sem á eftir kemur er betra
en engu að síður jafn innantómt.
Gæfumuninn gerir breski leikarinn
Jason Statham sem fer með miklum
látum í gegnum myndina, slær frá sér
út og suður með löppum og höndum
og hittir ávallt einhvern óvininn. Um
Einn gegn mörgum
Jason Statham í hlutverki flutningamannsins sem er mikill reglumaöur
Fríðindi og heiður
Næsta verkefni Bjargeyjar er ný-
stárleg sýning í Múnchen í mars.
Þar kveðst hún ætla að búa til eitt-
hvað músíktengt. „Við erum nokkr-
ir ungir listamenn frá hinum og
þessum löndum sem vorum valdir
til að breyta listasafninu í hvað sem
við vildum. Við hittumst núna á
reglulegum fundum til að plotta.“
Þetta hljómar sannarlega spenn-
andi. í lokin er Bjargey spurð hvort
henni gangi vel að lifa á listinni.
„Ja, mér tekst að framfleyta mér á
henni og svo fylgja henni fríðindi og
heiður."
-Gun.
leið bítur ekkert á hann hvort sem
það eru sérfræðingar í karate eða ein-
hverri álíka slagsmálaíþrótt eða skot-
ið er á hann með sprengjuvörpum.
Statham er einn breskra leikara
sem Guy Ritchie kom á framfæri í
Lock, Stock and Two Smoking
Barrels. Hann er talsvert breyttur
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
líkamlega síðan þá, hefur stundað
ræktina vel og kemur vel út sem
harður töffari og er greinlega tilbú-
inn í slaginn viö Vin Diesel og fleiri
töffara um aðdáun almennings.
Statham verður samt ekki langlifur
í hlutverkum á borð við það sem
hann leikur í The Transporter. Við
vitum enn ekki hvort hann hefur
einhveija leikhæfileika. í þessari
mynd þarf hann ekki á slíku að
halda.
Það kemur ekki á óvart að leik-
stjórinn, Corey Yuen, hafi fengið
sinn frama í Hong Kong hasar-
myndum, hann á að baki um þrjátíu
slíkar. Myndin ber það með sér að
vera gerö af mátulegu kæruleysi
gagnvart viðfangsefninu. Leikarar
taka hlutina ekki alvarlega, setja
upp svip sem við á í hvert skipti og
hreyta út úr sér þeim örfáu orðum
sem þeim er boðið upp á. Áhorfend-
ur fá þessi skilaboð og það er kost-
ur myndarinnar að ekki er verið að
klína raunsæi upp á þá heldur er
gammurinn látin geisa eins hratt og
hann kemst.
Leikstjórl: Cory Yuen. Handrit: Luc Bes-
son og Robert Mark Kamen. Kvikmynda-
taka: Pierre Morel. Tónlist: Stanley Clar-
ke. Aöalleikarar: Jason Statham, Qi Shu,
Matt Schulze, Francois Berland og Ric
Young.
Bjargey Ólafsdóttir er ein þriggja
myndlistarmanna sem sýna verk
sín í Gerðarsafni um þessar mund-
ir. Sýning hennar heitir Flying/Dy-
ing og þemað er dauðinn. Meðal
þess sem þar ber fyrir augu er
myndbrot úr slysi sem hún sjálf
lenti í úti í Finnlandi og hjó nærri
lífi hennar.
Bjargey er fædd í Reykjavík og
ólst upp í nágrenni Gerðarsafns í
Kópavogi.
Síðustu ár hefur hún verið á ferð
og flugi, bæði vegna náms og starfs.
Hún var í mastersnámi í myndlist
úti í Finnlandi en kveðst hafa farið
sem skiptinemi til Svíþjóðar, Bret-
lands og Spánar. Eftir námið dvaldi
hún i Stokkhólmi og Frakklandi,
„þvældist" til Bandaríkjanna, eins
og hún orðar það sjálf og var í
Þýskalandi sl. haust. Nú er hún ný-
flutt til íslands og sest að í eigin
íbúð í Vesturbænum í Reykjavík.
„Hér ætla ég að eiga samastað
næstu mánuði og fljúga út þegar ég
þarf. Ég er búin að fá nóg af því að
búa í ferðatöskum," segir hún,
ákveðin.