Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 17
16 MIÐVKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalrltstjórl: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagifi DV ehf. Plötugerð og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Miðborgin gefur efitir Samdráttur hefur oröiö í verslun í miðborg Reykjavík- ur undanfarin misseri. Versl- unin hefur færst meira í stóru verslunarmiöstöövarn- ar, í Kringlunni og Smára- lind, þar sem fólk kaupir inn og nýtur fjölbreyttrar þjónustu innanhúss, óháð rysjóttu veöurfari hérlendis. Þróunin í miöborginni, í Kvosinni, á Laugavegi og nærliggjandi verslunargötum er áhyggjuefni þeim sem unna borgarlífi með öllu sem því tilheyrir. Mið- borg Reykjavíkur er eini staðurinn hér á landi sem býður slíkt mannlíf, umhverfi og þá þjónustu sem til þarf. Það eru ekki aðeins Reykvíkingar sem sækja í miðborg sína heldur íbúar nágrannasveitarfélaganna og raunar landsins alls, auk útlendinga sem hingað koma. Miðborg, sem stendur undir nafni, er í senn fjölbreytt verslunar- og þjónustumiðstöð og vettvangur fjölbreyttrar afþreyingar, veitinga- og kaffihúsa. Miðborg Reykjavíkur býr yfir aðdráttarafli en hefur orðið að gefa eftir varðandi verslun. Þróun í verslunarrekstrinum kom fram í könnun sem Reykjavíkurborg lét vinna fyrir sig. Markmiðið var að kanna ferðatíðni fólks í miðbæ Reykjavíkur og breytingar á henni. Hlutfall þeirra sem segja að tilgangur síðustu heimsóknar í miðbæinn hafi verið að versla lækkar um meira en þriðjung milli ára. Hlutfall þeirra sem sem eiga vinnutengt erindi hækkar. Miðbærinn er því að breytast úr verslunarstað í vinnu- og þjónustumiðstöð. Haft hefur verið eftir framkvæmdastjóra Baugs að versl- unarkeðjan leggi æ meira upp úr verslun í stóru miðstöðv- unum, Kringlunni og Smáralind. Baugur hefur til dæmis nýlega ákveðið að loka versluninni Top Shop við Lækjar- götu. Rekstur þeirrar verslunar var óarðbær. Fram- kvæmdastjórinn segir að áfram megi gera ráð fyrir aukn- um tilfærslum verslana frá miðbænum. Á sama tíma grein- ir framkvæmdastjóri Kringlunnar frá því að aðsókn að henni hafi verið nánast sú sama árið 2002 og árið áður, þrátt fyrir aukna samkeppni og að nýtt aðsóknarmet hafi verið slegið í Kringlunni á Þorláksmessu. Hann er bjart- sýnn á að verslun muni aukast þar á þessu ári. Fram- kvæmdastjóri Smáralindar greinir og frá aukningu þar milli ára. Vegna þessa hljóta þeir sem stunda verslunarrekstur í miðborg Reykjavíkur að leita ráða til að snúa þróuninni við. Stóru verslunarmiðstöðvarnar eru prýðilegar en þær koma ekki í staðinn fyrir líflega miðborg. Ábyrgðin er einnig borgaryfirvalda. Þau hljóta að leita leiða til að end- urlífga miðbæinn, að sjá til þess að rekstraraðilar þar búi ekki við lakari kost en aðrir. Svava Johansen, sem lengi hefur stundað umfangsmik- inn verslunarrekstur við Laugaveg, segir í viðtali við DV- Magasín á morgun, fimmtudag, að miðborgin sé illa farin eftir aðgerðarleysi sem ríkt hafi af hálfu borgaryfirvalda um málefni hennar. Því hafi góðar verslanir á svæðinu ým- ist lagt upp laupana eða flutt annað. Svava segist hafa ver- ið að því komin að loka verslunarhúsnæði sínu við Lauga- veg í fyrra en ákveðið að þrauka áfram eftir að borgaryfir- völd gáfu loforð um að miðborgin yrði efld með marghátt- uðum aðgerðum. Umhverfisfegrun hafi verið lofað og að farið yrði í alhliða uppbyggingu á ýmsum sviðum. Nú þurf- um við að sjá, segir Svava, hverjar efndirnar verða. Hrað- ar hendur þurfi því margar verslanir hafi verið að hætta rekstri og sú þróun haldi áfram, verði ekki gripið til að- gerða. Auk sameiginlegra aðgerða kaupmanna sjálfra geti borgin stuðlað að auknu lífi í miðborginni með skipulags- aðgerðum, fjölgun bílastæða og lækkun sektargreiðslna. Málið er brýnt. Öflug miðborg Reykjavíkur er í allra þágu. Jónas Haraldsson H>V Skoðun Innlendir milljarðar Kárahnjúka Menn deila í dag um tap eða hagnað af sölu raf- magns frá nýrri virkjun við Kárahnjúka. Ef allt fer á besta veg má eflaust láta enda ná saman með sölu á raforkunni, en nettóhagnaður svo nokkru nemi á langt í land. Engin stærri óhöpp mega verða, og svo þarf álið frá Reyðarfirði að seljast vel og á háu verði. Meö fullum byggingarskuldum á óhagstæðum erlendum vöxtum er stutt í tap. Dæmið mallar, eins og sagt er, án þess að skila beinum nettógróða. Þá er ótalinn hernaður- inn gegn landinu. Svo eru ekki talin eða reiknuð margvísleg fríðindi sem svona framkvæmd nýtur frá ríki og bæ. Gagnrýna má of lágt orkuverð og þeir menn hafa mikið til síns máls sem það gera. Dæmið er hins vegar ekki hugsað þannig af hálfu Lands- virkjunar og ríkissjóðs. Markmiðið; aukin atvinna Framkvæmdir viö Kárahnjúka gera fyrst og fremst I dag og næstu árin út á veltuna og mikla aukna at- vinnu margra sem svona fram- kvæmdir skapa í þjóðfélaginu. Reiknað er með að kostnaöur við byggingu þessara mannvirkja allra verði meira en 200 milljarðar þegar álver og framleiðsla á raforku er lagt saman. Svo getur þessi tala hækkað eitthvað með óvæntum útgjöldum. Jafnvel í dag hafa einhverjir strax fengið vinnu og góðar tekjur við að undirbúa virkjun við Kárahnjúka. Af því kemur peningavelta sem ríki og bær taka sinn drjúga toll og veltu- skatta af. Á næstu árum mun þessi velta og aukin atvinna sem framkvæmdirnar skapa aukast og margfaldast. Út á þetta gera ríki og bær í bili, en hafa minni áhyggjur af endanlegum nettógróða eða smátapi af öllu dæm- inu. Það mun koma í Ijós seinna hvemig heildardæmið reiknast. - Og þá verður tekið á því vandamáli. Búrfellsvirkjun gefur tekjur Þetta var eins með Búrfellsvirkjun og Straumsvík fyrir rúmum 30 árum. í fyrstu voru miklar skuldir en svo fór þetta að mala gull þegar þær urðu minni eða voru greiddar. Pen- ingaveltan sem strax leiddi af Búr- felli og Straumsvík skapaði aukna at- vinnu og miklar skatttekjur fyrir ríkissjóö og bæjarfélög. Peningavelta sem drýpur af i raun og veru dag og nótt er drjúg tekjulind. Rafmagn við BúrfeU og ál í Straumsvík er að hluta framleitt að næturlagi þegar flestir sofa. Menn lifa i þeirri von að svipuð velgengni verði með nýja virkjun við Kárahnjúka og nýtt álver á Reyðar- firði. Það kemur auðvitað bara í ljós eins og annað. - í bUi gera menn ánægðir út á aUa veltuna og vinnuna vegna framkvæmdanna. Lífeyrissjóðirnir láni Með aukinni peningaveltu og at- vinnu vegna virkjunar við Kára- hnjúka munu lífeyrissjóðir fá ein- hverjar meiri tekjur í iðgjöldum. Þess vegna m.a. geta þeir vel lánað þessa 100 mUjarða sem virkjunin kostar í byggingu. Það getur ekki gengið að lífeyrissjóðimir flytji mik- ið fé tU útlanda og fjárfesti þar eins og þeir gera í dag. Lengi vel flutti Einokunarverslun Dana aUa peninga og arð af flskveið- um við ísland tU Kaupmannahafnar og fjárfesti í þeirri borg. AUar fjár- hagslegar framfarir og uppbygging á Islandi voru stopp í 200-300 ár meðan þessi aðferð að flytja aUa peninga og arð úr landi á íslandi var þvinguð fram af Dönum. - í dag mega lífeyr- issjóðimir ekki haga sér eins og Danir gerðu í 200-300 ár og flytja inn- lendan spamað og peninga tU út- landa tU fjárfestingar þar. Fjárfest hér í togurum Raunar varð fjárhagsbylting tU góðs á íslandi fyrst fyrir um 100 árum þegar byrjaö var að fjárfesta að ráði okkar peninga hér á landi en ekki í Danmörku. í Reykjavík var t.d. byggð ný höfn sem enn er notuð. Með þeim hafnarbótum og ýmissi annarri bættri aðstöðu var svo farið að gera hér út marga stóra togara sem skUuðu peningaarði sínum beint inn í landið. MikU aukin atvinna skapaðist. Hætt var að flytja aUan gróða og pen- inga tU Danmerkur, en eftir aldamót- in 1900 komu hingaö tU viðbótar fjár- festingarlán frá Danmörku. Það var þá sem Reykjavík og fleiri sjávar- pláss spruttu upp. Fjármögnun skapar gróða Þetta er rakið svona hér að fram- an þar sem peningar lífeyrissjóðanna geta orðið gullnáma tU að byggja upp „Peningaveltan sem strax leiddi af Búrfelli og Straumsvík skapaði aukna atvinnu og miklar skatttekjur fyrir ríkissjóð og bæjarfélög. Peninga- velta sem drýpur af í raun og veru dag og nótt er drjúg tekjulind. Raf- magn við Búrfell og ál í Straumsvík er að hluta framleitt að nœturlagi þegar flestir sofa. “ sjóðanna mikUl og margvíslegur banka- og miUUiðakostnaður verð- bréfasala. Hægt að tryggja lánið Innlent lán tU virkjunar við Kára- hnjúka getur verið með 1. veðrétti í virkjuninni. Líka fuUri og ótakmark- aðri ábyrgð ríkissjóðs. Svo gæti það verið skráð í dollurum, og kemur þá eins út fyrir sjóðina og fjárfesting líf- eyrissjóðanna erlendis í doUurum. Þessu tU viðbótar er hægt að ávísa óafturkaUanlega greiðslum frá álver- inu fyrir rafmagn beint upp í lánið. Þær greiðslur eru væntanlega í doU- urum og þvi auðvelt að greiða þær beint upp í lán lífeyrissjóðanna sem væri skráð í doUurum. Með öUu þessu er lánið að fuUu tryggt svo sem hægt er. Arðurinn fer úr landi Við verðum að finna leiðir, bæði þessa við Kárahnjúka, svo og aðrar tU að fjármagna okkar framkvæmdir með innlendum sparnaði. Annars fer t.d. mestaUur arður af framleiðslu á rafmagni við Kárahnjúka beint tU út- landa sem erlendir vextir. Ekki er það gott, og verður aldrei farsælt í langan tíma. Auka ber atvinnu hér á landi. Ef innlendir peningar fjármagna sæmi- lega arðbærar framkvæmdir á ís- landi þá malar innlent ijármagn guU fyrir okkur dag og nótt. ísland verö- ur ríkara og ríkara og hættir að skulda heU ósköp erlendis. aukna atvinnu á íslandi ef rétt er á hald- hægt að gera með fjárhags- ábyrgð ríkis- sjóðs eða á annan tryggan hátt. Peningar lif- eyrissjóðanna verða fyrst ör- uggir ef al- menn fjár- hagsstaða ís- lands er góð og trygg. Lif- eyrissjóðimir eiga 650 mUlj- arða I dag. Ef við byggjum raforkuver við Kára- hnjúka fyrir innlent lánsfé að öllu leyti þá greiðum við sjálfum okkur vextina og arðinn. Ef við tökum alla þessa 100 miUjarða vegna Kára- hnjúka að láni erlendis þá fara vext- imir og nánast aUar tekjur í fyrstu af raforkusölunni beint tU útlanda í formi vaxtagreiðslna. Peningar lífeyrissjóðanna eru lík- lega tryggari þegar á heUdina og aUt er litið, í láni tU virkjunar Kára- hnjúka en í mörgu öðru. Fjárfesting- ar sjóðanna erlendis, sem koma er- lendu fólki tU góða með aukinni at- vinnu þar, fela í sér margvíslega fjár- hagsáhættu fyrir lífeyrissjóðina. Svo feUur á slíka erlenda fjárfestingu Sandkorn sandkorn@dv.is Glœpnum stolið Bjöm Bjarnason upplýsti í borgarráði í gær að sjálfstæð- ismenn myndu aUir sem einn styðja þátttöku Reykjavíkur- borgar og ábyrgðir sem era forsenda fyrir Kárahnjúka- virkjunar. Fyrir fram þótti ljóst að Ámi Þór Sigurðsson formaður borgarráðs, Stefán Jón Hafstein, Björk Vilhelms- dóttir og „stjómarandstæðing- urinn“ Ólafur F. Magnússon F-lista myndu greiða at- kvæði gegn málinu. Fjórir höfðu lýst yflr öndverðri af- stöðu; fuUtrúar Framsóknar og þeir Bjöm og Vilhjálm- ur af D-lista. Áður en afstaða annarra fuUtrúa D-lista varð ljós var því patt-staða í borgarstjóm og óvíst að hægt yrði að ná fram því samþykki sem Landsvirkjun þaifnast. Hefðu þeir setið hjá hefðu þau þrjú getað ráðið úrslitum sem ekki hafa gefið sig upp; þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dagur B. Eggertsson og Stein- unn V. Óskarsdóttir. Með því að segjast fyrir fram ætla að sitja hjá hefðu sjálfstæðismenn því getað gefið Ingibjörgu Sól- rúnu kjörið tækifæri tU að máta sig inn í hlutverk þess sem tekur hinar stærstu ákvarðanir í landsmálunum - og það áður en hún lætur af embætti borgarstjóra. Þeim hlýtur að hafa þótt það fuUsnemmt... Ummæli Tveir á Richter „Samfylkingin sem berst bara fyrir völdum en er stefnulaus að flestu öðru leyti, fer í stjóm með þeim flokki sem gefur þeim mest í aðra hönd í áhrifastöðum, og þaö getur helst verið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur. Þeir geta ekki myndað ríkisstjóm með VG nema hugsanlega með því aö leggja niður eina skýra stefnumið sitt, sem er að ísland sé innlimað í Evrópusam- bandið." Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræð- ingur i grein í Morgunblaöinu. Aðvörun „Við fáum væntanlega tvo reffi- lega menn í forystu norðan megin og eftir að varaþingmaður flokks- ins [Vigdís Hauksdóttir] lét undan þrýstingi stuðningsmanna sinna um að endurskoða ákvörðun sína um að draga sig í hlé er útlit fyrir að hægt verði að stilla upp tveimur glæsilegum konum í forystuna sunnan megin. Það væri góð lausn til að tryggja friðinn. Friðurinn er forsenda þess að við náum árangri í vor og þvi gott að menn virðast vera fyllilega meövitaðir um að eina leiðin til að halda friðinn sé að hleypa öllum að sem tilkall eigi til. Þannig geta þeir sem völdin hafa sýnt að valdi er beitt með geð- felldum hætti í Framsóknarflokkn- um í Reykjavík." Haukur Logi Karlsson, formaöur Fé- lags ungra framséknarmanna í Reykjavík suður. Fyrsta konan í ræðu sinni fór Össur yfir tilurð Samfylkingarinnar og þær vænt- ingar sem samfylkingarsinnar bera til hinnar nýju hreyflngar. Össur sagði m.a. að í kosningunum þann 8. maí væri í fyrsta skipti mögu- leiki á því að kona, og það vinstri sinnuð kona, Mar- grét Frímannsdótt- ir, gæti orðið for- sætisráðherra ís- lands. Frétt á heimastöu Sam- fylkingarinnar um fund á vegum flokksins á Selfossi 21. apríl 1999. Rifjaö upp I Vefþjóöviljanum á Andriki.is. Fyrsta konan II Sjálfur er ég Þe'rrar skoðunar TB að Samfylkingin, W Og ég með pinulitl- um hætti, sé hér að \ j brjóta í blað því þetta er í fyrsta I ' sinn sem stjóm- málaflokkur býður upp á konu sem forsætisráðherraefni. Össur Skarphéöinsson formaöur Samfylkingarinnar á Stöö 2 12. janú- ar 2003. Rifjað upp I Vefþjóðviljanum. Tvíeykið Össur og Ingibjörg Ágúst Ólafur Ágústsson formaður Ungra jafnaöarmanna Kjallari í fyrsta skipti í mjög lang- an tíma hefur stjórnmála- flokkur mælst stærri en Sjálfstæöisflokkurinn í endurteknum skoðana- könnunum. Samfylkingin er oröin mikilvægt forustuafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin mun tefla fram sínu sterkasta liði í alþingiskosn- ingunum þar sem Össur Skarphéð- insson mun leiða flokkinn og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir verður for- sætisráðherraefni. Það sýnir styrk Samfylkingarinnar og er mikill akkur fyrir islenska kjósendur að Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa ákveðið að standa þétt saman í barátttmni. Mikill meðbyr Samfylkingar Össur Skarphéðinsson hefur lyft grettistaki á þeim tíma sem hann hefur verið formaður Samfylkingar- innar. Hann hefur tekið virkan þátt í að þróa innra starf flokksins á erf- iðum tíma og stofnað Samfylkingar- félög um allt land sem flokkurinn mun búa lengi að. Með Össuri hefur Samfylkingin farið úr 13% í skoð- anakönnunum upp í rúmlega 30% fylgi en í nóvember síðastliðnum mældist Samfylkingin með 32% fylgi. Eftir að ijóst varð að Ingibjörg Sólrún myndi ganga til liðs við flokkinn í kosningabaráttunni á virkan hátt hefur fylgið f skoðana- könnunum verið á bilinu 36%-39%. Það liggur því fyrir að öflugt tvíeyki hefur litið dagsins ljós í ís- lenskum stjómmálum. Slíkt sam- starf öflugra leiðtoga þekkist víða er- lendis, sérstaklega á Norðurlöndun- um. Tvíeyki era þó ekki óþekkt fyr- irbæri í innlendri stjórnmálasögu og þannig má til að mynda nefna Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson, Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson, Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjarnason og loks þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Konu að forsætisráðherra Össur Skarphéðinsson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir standa fyr- ir frjálslynda jafnaðarstefnu þar sem öflugt velferðar- og mennta- kerfl blómstrar á sama tíma og ein- staklingurinn og viðskiptalífið fá að njóta sín. Allir landsmenn þekkja vel til Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur sem borgarstjóra höfuðborg- arinnar í rúm 8 ár. I hennar stjóm- artíð hefur Reykjavík orðið að geta verið stoltir af. Össur Skarp- semi og dug og hefúr tekist að heimsborg sem allir íslendingar héðinsson hefur sýnt mikla elju- byggja upp öflugan stjómmálaflokk „Össur Skarphéðinsson, sem hefur skýrt umboð frá flokksmönnum, fœrir þessa persónulegu fóm sem ekki svo margir stjómmálamenn í hans stöðu myndu gera. “ og náð að mynda löngu þarft mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn. Össur Skarphéðinsson gefur nú íslenskum kjósendum einnig einstakt tækifæri til að gera konu að forsætisráðherra en kona hefur aldrei gegnt því emb- ætti áður. Össur Skarphéðinsson, sem hefur skýrt umboð frá flokks- mönnum, færir þessa persónulegu fóm sem ekki svo margir stjóm- málamenn í hans stöðu myndu gera. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið við völd lengur en nokk- ur annar forsætisráðherra. Það er stundum sagt að vald spilli. Verst er þegar menn eru með valdið of lengi í hendi sér. Undanfarin misseri hef- ur komið æ betur í ljós að það er kominn tími á Davíð Oddsson. Framkoma hans í Falun Gong-mál- inu síðastliðið sumar og ummæli hans í garð Mæðrastyrksnefndar, þar sem hann afgreiddi hið ómetan- lega starf hennar í einu vetfangi með þeim orðum að það væri alltaf til fólk sem hugnaðist að hlaupa eft- ir ókeypis mat og fatnaði, sýnir vel að breytinga er þörf. Valið er skýrt Kjósendur á íslandi hafa skýrt val í komandi alþingiskosningiun. Valið stendur annars vegar á milli áframhEddandi ríkisstjórnar sér- hagsmuna og valdhroka Davíðs Oddssonar og hins vegar frjáls- lyndrar og ferskrar ríkisstjómar Ingibjargar Sólrúnar þar sem mannúð, menntun og góð lífskjör allra era höfð að leiðarljósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.