Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2003, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 I>V Fréttir Eggert Haukdal krefst endurupptöku hæstaréttarmáls: Vill endurheimta æruna - margar skýrslur og bréf lögð fram málinu til stuðnings Eggert Haukdal, fyrrverandi þingmaður Sunnlendinga og oddviti Vestur-Landeyjahrepps, sendi 13. júni 2002 beiðni til Hæstaréttar um endurupptöku máls síns sem dæmt var í 17. maí 2001. Eggert var kærð- ur fyrir auðgunarbrot í opinberu starfi sem oddviti Vestur-Landeyja- hrepps. í fyrsta lagi var það fyrir umboðssvik í opinberu starfi með því að hafa hinn 27. desember 1994 misnotað aðstöðu sína til að gefa út í nafni hreppsins, án þess að hreppsnefnd samþykkti, skuldabréf til Búnaðarbanka íslands, að fjár- hæð kr. 1.035.000, með sjálfskuldará- byrgð ákærða og tveggja annarra hreppsnefndarmanna, og eignfæra þá Qárhæð á viðskiptareikning á nafni Eystra-Fíflholts. I öðru lagi var það fyrir fjárdrátt í opinberu starfi með því að hafa dregið sér af fjármunum hreppsins samtals 1.177.360 krónur með því að milli- færa á rekstur hreppsins sem út- gjöld vegna ábyrgðar, heimildar- laust og án vitundar hrepps- nefndarinnar, 677.360 krónur og látið færa til inneignar á við- skiptareikning sinn 500.000 krónur sem höfðu verið gjald- færðar hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppnum, án reikninga að baki þeirri færslu. Eggert Haukdat Eggert hefur alla tíð haldið því fram að um pólitískar ofsóknir hafi verið að ræða á hendur sér. Mótfærslan var í fyrstu færð á Ræktunarsamband Vestur-Landeyja en síðan millifærð sem inneign ákærða á viðskiptareikning hans. Eggert var sýknaður af tveimur fyrmefndum ákæruatriðunum en taliö var sannað að fyrir Eggerti vekti að auðgast á þessum bókhalds- færslum. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi og Hæstirétt- ur staðfesti þann dóm. 500 þúsund endurgreiddar Hinn 21. desember 1998 greiðir Guðmundur Ágústsson, lögmaður Magnúsar G. Benediktssonar endur- skoðanda, sem hefur sagt að hann hafi ekki verið endurskoðandi Vestur-Land- eyjahrepps á þessum tíma heldur stUlt reikningum upp á grundvelli þeirra gagna sem fyrir hann voru lögð, 500 þúsund krónur inn á reikn- ing sveitarfélagsins og er getið í skýringum að það sé vegna innborg- unar á viðskiptareikning E.H. (Egg- erts Haukdals), en Guðmundur seg- ir Magnús hvorki geta orðið við þeirri beiðni að skrifa afsökunar- beiðni eða ganga frá yfirlýsingu þar sem fram komi að hann hafi gert mistök við færslu bókhaldsins. Guð- rún Bogadóttir, sem færði bókhald hreppsins, segist í greinargerð hafa fært umræddar 500.000 krónur sam- kvæmt handskrifaðri færslubeiðni frá Magnúsi við uppgjör ársins 1996 og það hafi komið henni undarlega fyrir sjónir þar sem Ræktunarsam- band Landeyja hafði ekki haft nein viðskipti við hreppinn á árinu. 1 bréfi 2. desember 2001 segir Stef- án Svavarsson, dósent og endur- skoðandi, að viðskiptastaða Eggerts við hreppinn í árslok 1995 hafi ver- ið sú að hann hafi verið skuldlaus en þrátt fyrir það er því haldið fram að skuld hans hafi verið 500 þúsund krónur og gerð hafi verið leiðrétt- ingarfærsla í bókhaldi 1996 til þess að koma honum í þá skuldastöðu. ,Það sætir furðu að engar sannanir eru færðar fyrir því að Eggert hafi skuldað um- rædda fjár- hæð en þrátt fyrir það ann sekur um auðgunarbrot á báðum dómstigum." Meöferö Magnúsar fyrir neö- an allar hellur Þann 27. júlí 2002 segir Þórhallur Björnsson, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, m.a. í yfir- lýsingu að beiðni Eggerts: „Meðferð löggilts endurskoðanda Vestur- Landeyjahrepps, Magnúsar G. Bene- diktssonar, á bókhaldi og ársreikn- ingagerð fyrir árin 1994 til 1996 er fyrir neðan allar hellur - eftirágerð- ar færslur, breyttar byrjunarfærsl- ur, þ.e. ekki opnað nýtt bókhaldsár á lokaniðurstöðum ársreiknings árið áður o.s.frv., ætti að vera næg ástæða til endurupptöku málsins." Þórhallur fékk í hendur tvær útgáf- ur á sundurliðun á viðskiptamönn- um samkvæmt ársreikningi, báðar gerðar af Magnúsi G. Benedikts- syni, sem alls ekki beri saman. Á annarri skuldar Eggert Haukdal 362.014 krónur sem vandséð sé hvemig sé fundin en á hinni skuld- ar hann ekkert. Þórhallur segir í niðurlagi að auðvitað eigi að taka þetta einkennilega mál upp aftur og draga til ábyrgðar þá sem ábyrgð bera. Eggert Haukdal hefur alla tíð haldið því fram að um pólitískar of- sóknir hafi verið að ræða á hendur honum. Hann segir Einar Svein- bjömsson, endurskoðanda hjá KPMG, hafa verið fenginn til að lag- færa bókhald Magnúsar. Eggert seg- ir enn fremur að félagsmálaráðu- neytið hafi vitað af röngum málatil- búnaði á annað ár en ekkert að- hafst. Samþykki Hæstiréttur endur- upptöku málsins með nýjum gögn- um kunna niðurstöðumar að verða aðrar. -GG Elkem á 97,2% í Járnblendinu Elkem ASA hefúr eignast 10,73% hlutafjár í íslenska jámblendinu í kjöl- far kauptilboðs til annarra hluthafa fé- lagsins. Áður hafði Elkem ASA keypt 10,49% hlut íslenska ríkisinss og 3,4% hlut Sumitomo Corporation. Eftir við- skiptin mun Elkem eiga 97,2% alls hlutafjár í jámblendinu en átti fyrir 72,6%. í frétt frá Jámblendinu um viðskipt- in segir að í ljósi þess að Elkem ASA mun, eftir að viðskiptin era frágengin, eiga meira en 90% hlutafjár í íslenska jámblendifélaginu hf. og ráða yfir sam- svarandi atkvæðamagni muni félagið taka tO skoðunar hvort það leysi til sín hluti annarra hluthafa. Um leið er ljóst að íslenska jámblendifélagið hf. upp- fyllir ekki lengur skilyrði skráningar í Kauphöllinni og er fyrirsjáanlegt að hlutabréf þess verði skráð af Aðaliista Kauphallarinnar. -vb Sæplast: Stefnir í fram- leiðslumet Verkefnastaða í verksmiðju Sæplasts á Dalvík er mjög góð um þessar mundir og fyrirsjáanlegt að mikið verður að gera á þessu ári, enda hefur verið gengiö frá stórum sölusamningum, m.a. við Kassamið- stöðina í Færeyjum, eins og áður hefur komið fram í tilkynningum frá félaginu. Til þess að anna eftir- spum hefur verksmiðjan m.a. verið keyrð um helgar að undanfómu. Ef fram fer sem horfir stefnir í fram- leiðslumet í verksmiðju Sæplasts á Dalvík i þessum mánuði. -vb Metþátttaka í jólaverslun á Akureyri: Formaöur Kaupmanna- samtakanna vil aukiö fjármagn í miöbæinn DVA1YND GG Metþátttaka í jólaverslun Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar, í herrafataverslun- inni JMJ sem hann rekur við Gránufélagsgötu á Akureyri, íjaðri miöbæjarins. Mikill uppgangur hefur verið í verslun á Ákureyri síðustu misseri, ekki síst eftir aö verslunarmiðstöð- in Glerártorg tók til starfa. Miðbær- inn er hins vegar enn stærsti versl- unarkjaminn með um 200 fyrirtæki, þar af um 100 verslanir og þjónustu- fyrirtæki á móti um 20 á Glerár- torgi. Miðbærinn á undir högg að sækja, að mati Ragnars Sverrisson- ar, formanns Kaupmannasamtaka Akureyrar og verslunarmanns í JMJ herrafataverslun. Bæjaryfir- völd þurfi að gera meira fyrir mið- bærinn. Nánast ekkert hafi verið gert í tugi ára. „Ég vil að Akureyrarbær láti al- vörufólk teikna miðbæinn upp og koma með tillögur um hvaða starf- semi eigi þar að vera, jafnframt því að setja í þetta verulegar upphæðir, ekki tugi heldur hundruð milljóna króna. Svo eiga bæjarbúar að hafa sitt að segja í skoðanakönnun um framtíðarskipan miðbæjarins. Akureyrarbær hefur borið gæfu til að gera mjög vel við íþróttir og ég fullyrði að hvergi í heiminum er eins mikið gert hlutfailslega og jafn mikil þjónusta í 15.000 manna sveit- arfélagi. Það sama gildir um listalíf- ið. Það er löngu orðið tímabært að bæjarstjórn fái tilfinningu fyrir miðbænum. Það er svolítið talað en ekkert gert,“ segir Ragnar Sverris- son. Ragnar segir að jólaverslunin hafi gengið mjög vel, þó eitthvað misjafnlega eftir greinum. Gott tíð- arfar ráði þar mestu um, fært um allt land sem hafi skilað sér í veru- lega auknum fjölda viðskiptavina til Akureyrar, bæði austan af landi og frá Skagafirði og Húnavatnssýslum. Ragnar segir tíðarfarið hafa verið ótrúlega hliðhollt versluninni, stundum hafi varla verið fært á milli húsa síðustu dagana fyrir jól, hvað þá milli byggðarlaga. Á Þor- láksmessu hafi t.d. fólk frá Eskifirði verið að versla og það sé nýrra að sjá Austfirðinga í eins miklum mæli og nú var enda oft ófært á milli frá því í nóvember fram í apríl. Meiri hefð sé að fólk komi í jólainnkaupin vestan úr Skagafirði og Húnavatns- sýslum. Ragnar telur að fjárráð ein- staklinga séu svipuð milli ára en aukning í hans verslun milli ára megi fyrst og fremst rekja til auk- innar umferðar fólks í bæinn fyrir jólin, sem og að hans verslun hafi staðið sig með vöruval. -GG Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk., skr. 8/99, ek. 38 þús. Verð kr. 1100 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk., skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk., skr. 11/98, ek. 87 þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Grand Vrtara 2,7 XL-7,33?, breyttur.skr. 9/01, ek. 4þús. Verð kr. 3690 þús. Suzuki Sidekick Sport, ssk., skr. 2/96, ek. 115 þús. Verð kr. 860 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk., skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Jimmy JLX, bsk., skr. 6/99, ek. 49 þús. Verð kr. 990 þús. Skoda Octavia Elegance, ssk., skr. 10/02, ek. 1 þús. Verð kr. 1890 þús. Galloper 2,5, dísil, ssk., skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---////............ SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simí 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.