Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003
FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 2003
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plótugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Kraftaverkið í Eyjum
Gosiö sem hófst í Vestmannaeyj-
um fyrir réttum þrjátíu árum var
einn stærsti atburöur liðinnar ald-
ar og raunar í samanlagöri sögu is-
lensku þjóöarinnar. Eldgos eru
órjúfanlegur þáttur sögu okkar,
ógnarleg og oft undanfari hallæra
en geta um leið veriö falleg í hrika-
leik sínum, tákn þeirra krafta sem
búa í iðrum fósturjaröarinnar.
í Vestmannaeyjum stóöu menn skyndilega frammi fyrir
skelfilegustu ógninni, eldgosi í byggö. Þótt eignatjónið yröi
gífurlegt og röskun íbúanna mikil gengur það kraftaverki
næst aö ekki varð manntjón af völdum eldgossins. Karl Sig-
urbjörnsson, biskup íslands, sem varö prestur Vestmannaey-
inga nokkrum dögum eftir aö gosiö hófst, orðar þaö svo aö
björgun fólksins frá Vestmannaeyjum sé einn undursamleg-
asti atburöur síöustu aldar.
Biskup nefnir einnig þá staöreynd aö unnt var á skömm-
um tíma aö koma öllum Vestmannaeyingum fyrir, þúsund-
um manna. Fólk opnaði heimili sín og lánaði húsnæöi. ís-
lendingar sýndu þá, eins og þeir hafa raunar sýnt viö önnur
tækifæri þegar verulega bjátar á, aö þjóðarhjartað er eitt.
Eldgosiö í Heimaey, sem hófst 23. janúar 1973, var Vest-
mannaeyingum gríðarlegt áfall og um leið þjóöinni allri.
Vestmannaeyjar hafa frá öndveröu verið ein helsta verstöð
landsins, styrk stoö efnahagslegrar velferöar samfélagsins
alls. Óvissan meöan á eldgosinu stóö gekk því nærri fólkinu
sem þar bjó og átti allt sitt, en snerti um leið þjóðarhag all-
an.
Þeir sem upplifðu þessa atburöi hafa vart séö annað eins,
eldsprunguna og síðar eldfjalliö sem reis, hraungosið og
öskufallið. Húsin hurfu undir hraun, skíöloguöu síðustu,
augnablikin. Askan færöi önnur á kaf. Yngra fólk fylgist dol-
fallið meö upprifjun þessara atburða í sjónvarpi og blöðum,
flótta fólksins um nóttina þegar svo lukkulega vildi til aö
Eyjaflotinn var allur í höfn, móttökunum uppi á landi og síð-
ar starfínu sem viö tók, hreinsuninni en ekki síst baráttunni
við hraunið, vatnskælingunni snjöllu sem vissulega skilaði
árangri. Þótt eignatjónið væri mikið og tilfinnanlegt bjargaö-
ist þaö sem mestu skipti, aö frátöldum mannslífunum, höfn-
in í Vestmannaeyjum, lífæöin sjálf.
Það sem einkenndi Vestmannaeyinga þessa erfiðu gos-
mánuöi var bjartsýni og þrautseigja. Mikill meirihluti þeirra
sneri aftur heim þótt þessi mikla röskun leiddi aö sönnu til
mannfækkunar í kaupstaðnum. Menn voru ákveðnir aö
takast á viö vandann, láta áfallið ekki buga sig. Hjól atvinnu-
lífsins tóku aö snúast aftur.
Hjálmar Guönason, tónlistarkennari og fyrrverandi loft-
skeytamaöur, fæddur og uppalinn Eyjamaöur, lýsir afstööu
þeirra vel í viötali í sérblaði sem fylgir DV í dag. Hjálmar og
kona hans, Kristín Svavarsdóttir, misstu hús sitt og flesta
innanstokksmimi í gosinu. Þau lentu á flakki eftir aö þau
komu upp á land, bjuggu meðan á gosinu stóö í Kópavogi,
Mosfellssveit, á Laugarvatni og í Hveragerði uns þau keyptu
sér hús í Vestmannaeyjum og fluttu heim aftur.
„Það var allt fariö,“ segir Hjálmar, „húsið og æskustööv-
arnar, hreinlega þurrkaö af kortinu og ástandið hrikalegt.
Þegar voraöi og dró úr gosinu fór ég aftur aö sjá til sólar og
aö lokum áttaöi ég mig á því að það þýddi ekkert aö vera aö
þessu voli og eftir þaö fór ég aö heyra fuglasönginn í hraun-
inu.“
Vestmannaeyingar sáu sem betur fer til sólar eftir gos. Því
er þar á ný blómleg byggö. Verstöðin mikilvæga hélt sessi
sínum og er enn sem fyrr styrk samfélagsstoð. Þess minnast
Eyjamenn með veglegri dagskrá í dag og næstu daga en ekki
síður í sumar meö hátíöahöldum 3.-6. júlí þegar goslokanna
verður minnst. Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Ekki tímabært að ganga í ESB
Björgvin
Guömundsson
viðskiptafræöingur
og fyrrverandi
sendifulltrúi í utan-
ríkisráðuneytinu
Á Island að ganga í Evr-
ópusambandið? Dugar
okkur aðild að Evrópska
efnahagssvæðinu? Þetta
eru spurningar sem ísland
þarf að svara.
Þessar spurningar verða ræddar í
alþingiskosningunum í vor og ef til
vill fást þá einhver svör við þeim. Þó
hefur aðeins einn flokkur sett málið
á dagskrá, þ.e. Samfylkingin, sem
hefur tekið afstöðu í málinu í póst-
kosningu. Samfylkingin vill ákveða
samningsmarkmið í aðildarviðræð-
um, sækja um aðild og láta reyna á
hvort viðunandi niðurstaða fæst fyr-
ir ísland, þar á meðal í sjávarútvegs-
málum. Að því loknu vill Samfylk-
ingin leggja niðurstöðuna undir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er skýr
stefna varðandi meðferð málsins.
Samfylkingin er eini stjómmála-
flokkurinn sem hefur tekið skýra af-
stöðu í þessu stærsta máli íslensku
þjóðarinnar nú. Mín skoðun er þessi:
Það er ekki tímabært fyrir ísland að
ganga í Evrópusambandið. Við fengj-
um ekki undanþágu frá sjávarút-
vegsstefnu ESB ef við gerðumst aðil-
ar nú.
Eftir 10-15 ár
Það er alger forsenda fyrir aðild
íslands að ESB að við höldum fullu
forræði í sjávarútvegsmálum. Það
myndi trúlega ekki takast nú. En eft-
ir 5-10 ár, þegar áhrifa nýrra aðildar-
ríkja er farið að gæta, er ef til vill
hugsanlegt að ísland fengi undan-
þágu frá sjávarútvegsstefnu ESB og
þá gæti ísland gengið inn. Þetta er
mitt mat eftir að hafa rætt við fjölda
„Það er alger forsenda fyrir aðild íslands að ESB að við höldum fullu forrœði í sjáv-
arútvegsmálum. Það myndi trúlega ekki takast nú. “
fulltrúa ESB í Brussel á sl. ári þegar
ég var mikið á ferðinni þar á vegum
utanríkisráðuneytisins. Ég sótti þá
fundi um mál er vörðuðu EES og
sveitarfélögin en hugsanlega aðiid ís-
lands að ESB bar alltaf á góma.
Samningurinn um EES, sem ís-
land gerðist aðili að 1. janúar 1994, er
okkur mjög hagstæður. Island fékk
þá toilaniðurfeilingu á ýmsum sjáv-
arafurðum sem höfðu orðið út undan
þegar það gerði fríverslunarsamning
við Efnahagsbandalagið 1972, t.d. á
ferskum flökum sem gleymdust 1972,
skreið, saltfiski (flökum og flöttum
þorski), heilum ferskum og frystum
fiski (flestum tegundum) o.fl. Aðeins
fáar sjávarafurðir eru enn út undan,
svo sem saltsíld, humar og lax. ís-
land er nú með hagstæðari fríversl-
unarsamninga við ESB en Norð-
menn vegna þess að fríverslun sam-
kvæmt samningnum frá 1972 hélst.
Aðild að ESB yrði því lítill ávinn-
ingur fyrir ísland i viðskiptamálum.
Við erum einnig aðilar að innri
markaði Evrópusambandsins og höf-
um samþykkt frelsin fjögur, þ.e.
frjálsa flutninga fjármagns, vinnu-
afls, þjónustu og vara. Við tökum
reglulega við miklum fjölda tilskip-
ana ESB á sviði umhverfismála, fé-
lags- og vinnumála, opinberra
styrkja, orkumála, opinberra inn-
kaupa, samgöngumála, neytenda-
mála o.fl.
Ekki hvaða verði sem er
Er þá ekki allt í lagi? Nei, við
erum ekki með við fyrsta undirbún-
ing nýrra tilskipana og ákvarðana-
töku. Við sitjum ekki í stjóm ESB
eins og t.d. Danir, Finnar og Svíar
gera. Þegar íslendingar sækja fundi í
Brussel finna þeir sárlega fyrir þvi
að fá ekki að vera með á öllum stig-
um. Þeir fá ekki að vera með i Evr-
ópuþinginu, ekki í sérfræðinganefnd-
um ráðherraráðsins, ekki í sveitar-
stjórnaráðinu og þannig mætti áfram
telja. Þeir fá að sækja fundi sérfræð-
inganefnda framkvæmdastjómarinn-
ar en það er ekki nóg.
Við getum þó ekki keypt fulla að-
ild hvaða verði sem er. Við getum
ekki keypt hana því verði að afsala
okkur yfirráðum yflr flskimiðum
okkar. En um leið og við fáum und-
anþágu í sjávarútvegsmálum getum
við gengið inn. Og aö því mun koma.
Mótvœgisaðgerðir óskast
■
' Svanfríöur
Jónasdóttir
atþingismaður
Atvinnuleysi fer nú vax-
andi. Samkvæmt upplýs-
ingum Vinnumálastofnun-
ar má búast við að það
verði að meðaltali 3,5%
til 3,9% nú í janúar. Á
sumum stöðum er
ástandið mun verra.
Efiiahagsstjóm rikisstjómar Dav-
íðs Oddssonar, ekki síst gengis-
rússibaninn sem leiddi af viðskipta-
hallanum, hin tifandi tímasprengja,
hafði þær afleiðingar að nýsköpun í
atvinnulífinu fór fyrir lítið. Efna-
hagsstefnan hefur þannig unnið
gegn þróun nýja hagkerfisins og
aukinni fjölbreytni í atvinnulifinu.
Þess vegna er atvinnuleysið nú að
nokkra með öðrum hætti en áður
og fiöldi menntaðs fólks sem ætlaði
að nýta hina nýju möguleika tækni
og samskipta gengur um atvinnu-
laust.
Má enda spyrja; hvemig eiga fyr-
irtæki sem hafa fjármagnað sig með
innlendum lánum á okurvöxtum, en
byggja á útflutningi eða búa við
samkeppni erlendis frá, að lifa þess-
ar hremmingar af? Þetta er sagan
og þessu ástandi á nú að mæta með
stóriðjuframkvæmdum. Gott og vel,
en meðalið má þá ekki vera svo
sterkt að það drepi sjúklinginn.
Ruðningsáhrifa gætir þegar
Ruðningsáhrifa vegna væntan-
legra framkvæmda eystra er þegar
farið að gæta með hækkandi gengi
krónunnar. I svari við fyrirspurn á
Aiþingi frá sl. vori, um mótvægisað-
gerðir vegna efnahagslegra áhrifa
framkvæmdanna eystra, kom líka
fram að búast mætti við að verkefn-
ið leiddi til hækkunar á gengi krón-
unnar i aðdraganda og á fyrstu stig-
um framkvæmdanna og jafnframt
að þessar gengissveiflur hefðu
„veruleg áhrif á raungengi og sam-
keppnisstöðu útflutnings- og sam-
keppnisgreina."
í nýju grunndæmi fjármálaráðu-
neytis þar sem lagt er mat á þjóð-
hagsleg áhrif framkvæmdanna er
gengi krónunnar mikilvæg for-
senda. Miðað er við að gengisvísi-
tala krónunnar verði 130 stig ailt
framkvæmdatímabilið, sem er ívið
lægra en meðaltal ársins 2002. Við
mat á stofnkostnaði er miðað við að
dollarinn sé á 85 kr. Núna er hann
hins vegar undir 80 krónum. Fyrir
ári fengust yflr 100 krónur fyrir
hvem dollar.
Þróun gengisins hefur, eins og
spáð var, þegar sett alvarlegt strik i
reikninga útflutnings- og samkeppn-
isfyrirtækjanna og ef þessi staða
verður óbreytt mun hún enn auka á
uppsagnir og atvinnuleysi, fjöldi fyr-
irtækja mun enn loka því þau ráða
ekki við þá gengisþróun sem fyrir-
hugaðar álvers- og stóriðjufram-
kvæmdir hafa þegar kallað fram.
Hvar eru stjórntækin?
Forsætisráðherra mærir íslensku
krónuna í áramótagrein sinni í
Morgunblaðinu og spyr hvað hefði
gerst ef við hefðum ekki að undan-
förnu búið við okkar eigin mynt.
Spyrja má á móti; hvar eru kostirn-
ir við það að búa við okkar eigin
mynt? Ég auglýsi eftir þeim stjórn-
tækjum til áhrifa í efnahagslífinu
sem forsætisráðherra og aðrir ESB-
andstæðingar telja svo mikilvæg
þegar þau mál ber á góma.
Nú væri ráð að sýna þau og nota,
ef þau eru þá til.
Það ætti að vera öllum ljóst að at-
vinnulíf á íslandi þolir ekki, fremur
en atvinnulif þeirra landa sem við
berum okkur saman við, þær sveifl-
ur sem í tímans rás hafa ítrekað
hreinsað stóran hluta nýgræðings
úr atvinnuiífsflórunni og skilið okk-
ur eftir með einhæft atvinnulíf sem
hvorki mun fullnægja eftirspurn eft-
ir fjölda né fjölbreytileik í framtíð-
inni.
„Eg auglýsi eftir þeim stjomtækjum til ahrifa i efnahagshfinu sem forsætisraðherra og aðrir ESB-andstæð-
ingar telja svo mikilvæg þegar þau mál ber á góma. Nú vœri ráð að sýna þau og nota, ef þau eru þá
til. “ - Tölvumynd er sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar verksmiðju Alcoa á Reyðarfirði.
Sandkom
Þingmenn í stuði
Umræður á Alþingi fara fjörlega af
stað nú i aðdraganda kosninga og ljóst
að þingmenn hafa beðiö óþreyjufullir
eftir að fá að taka hver á öðrum í þing-
sal. í gær kom Halldór Blöndal þingfor-
seti upp í pontu til að svara ummælum
Össurar Skarphéðinssonar og sló vænt-
anlega tóninn í málflutningi sjálfstæð-
ismanna héðan í frá þegar hann kallaði
Össur aldrei annað en „formann Sam-
Ummæli
Flýta - ekki seinka
„Tii að draga úr atvinnuleysinu
eiga stjómarflokkamir að nýta þann
slaka sem nú er i efnahagslífinu og
flýta opinberum framkvæmdum. Það
er það skynsamlegasta í stöðunni nú,
ekki síst í ljósi þeirrar þenslu sem
skapast getur á árunum 2005-2007 og
jafhvel þegar undir lok næsta árs
vegna framkvæmda við Kárahnjúka-
virkjun. Slíkar sveiflujafhandi flýti-
aðgerðir nú á opinberum fram-
kvæmdum eru við þessar aðstæður
afar skynsamlegar."
Jóhanna Sigurðardóttir á vef sínum.
Það sem sannara
reynist
„Að Svanur Kristjánsson skuli
bera það á borð sem niðurstöðu'
fræðilegra athugana að valdabrölt
þeirra Össurar og Ingibjargar Sól-
rúnar núna jafnist á við samstarf
Ólafs Thors og Bjarna Benediktsson-
ar í Sjálfstæðisflokknum á flmmta
og sjötta áratug síðustu aldar sýnir
best hve prófessornum er það mikið
í mun að hafa ekki það sem sannara
reynist til að afsaka það sem þau
sandkorn@dv.is
fylkingarinnar hér í þingsal" til að-
greiningar frá „hinum mikla leiðtoga
Samfylkingarinnar utan þings“. össur
lét þessu ósvarað en sagði annað í mál-
flutningi Halldórs „ekki sæmandi
manni sem gegnir embætti þingfor-
seta“. Fastast skaut hann þó á Vinstri-
græna og sagðist þeirrar skoðunar að
utanríkisstefna þess flokks væri „full-
komlega ga-ga“. Þingmenn skjóta því í
allar áttir - en ganga vitanlega óbundn-
ir til kosninga...
Össur og Ingibjörg Sólrún kynntu
fréttamönnum á Hótel Borg síðdegis
sunnudaginn 12. janúar. Athyglis-
vert er að hvorki formaður þing-
flokks, formaður framkvæmda-
stjórnar né varaformaður Samfylk-
ingarinnar var á þeim fundi."
Björn Bjamason á vef sínum.
Dagdraumar
„Ég hef komist að þeirri niður-
stöðu að það væri ekki nóg að fá að
njóta ásta með Ritu Hayworth; það
yrði að vera í svarthvítu."
Gjörsamlega forfallinn kvikmynda-
áhugamaöur frá New York í heimilda-
myndinni Bíóæöi. Hún veröur endur-
sýnd í Sjónvarpinu á sunnudaginn,
klukkan 12.55.
Uppljóstrun
„Ég tel ástæðu til að koma hér
upp um störf þingsins ...“
Árni Steinar Jóhannsson á Alþingi.
Hann kvaddi sér hljóös til aö ræöa
um störf þingsins en af oröalaginu
aö dæma mátti vænta þess aö Árni,
sem er einn af varaforsetum Alþingis,
ætlaöi aö leysa frá skjóöunni um eitt-
hvaö misjafnt.
Heimilisbókhald og He-man kallar
Sigríður Víðis
Jónsdóttir
háskólanemi
„Henda eða geyma?“ gal-
aði ég innan úr geymsl-
unni undir stiganum og
hélt á lofti eldgömlu
pottasetti sem fjölskyld-
an hafði tekið með í úti-
legur á árum áður. Það
var farið að láta töluvert
á sjá. „Henda!“ bætti ég
síðan ákveðin við og lét
sem ég hefði ekki sagt
orð þegar faðir minn kom
askvaðandi. Forláta
gúmmíbátur, sem
hægt var að blása upp,
fylgdi á eftir.
Við vorum að tæma húsið þar
sem fjölskyldan hafði búið allar göt-
ur frá fæðingu minni. Bömin voru
öll farin að heiman og húsið ailtof
stórt fyrir mömmu og pabba. Verkið
var risavaxið, enda herbergin stór
og geymslumar margar. Mér fannst
foreldrar mínir síður en svo nógu
duglegir við að henda og grisja.
Seinustu vikuna hafði ég rekist á
ógrynni hluta sem ég hafði ekki
hugmynd um að til væru á heimil-
inu. „Beta-vídeótæki!“ hafði ég æpt
upp yfir mig þegar ég tæmdi út úr
búrinu. Tækið hafði ég aldrei séð
áður og það fór í sama hom og
Kitchen Aid-vélin frá sjötta áratugn-
um og gamla Commodore-tölvan.
„Við ættum kannski að koma á fót
safni," sagði ég og horfði ögrandi á
pabba.
Barbí frá sögulegum tíma
Eftir að hafa tint fjöldann ailan af
snjógöflum og skíðagöllum út úr
geymslunni, fundið bæði heilan
ruslapoka með fuglafóðri og gömlu
dúkkulísumar mínar, var ég komin
niður á röð af hrörlegum kössum
sem allir vora af svipaðri stærð.
„Dísús, þetta er örugglega frá for-
sögulegum tíma,“ sagði ég við bróð-
ur minn og fékk mér sopa af kóki.
Það kom í ljós að umræddum köss-
um hafði faðir minn raðað með fram
veggnum á geymslunni þegar fjöl-
skyldan flutti inn það herrans ár
1979. Með tímanum höfðu hinir og
þessir hlutir safnast ofan á kassana
og þeir aldrei veriö opnaðir. Ég
horfði inn eftir geymslunni, blés
tyggjókúlu og dæsti: „Sko bara, við
erum komin niður á landnámslag-
ið!“ Kassamir mynduðu ljósbrúnt
lag inn með veggnum - rönd frá því
fjölskyldan nam land í húsinu.
Ég kallaði á mömmu og sagði
spekingslega og einna helst líkust
Ragnari sjálfum skjálfta: „Nú, og
fyrir ofan landnámslagið má síðan
sjá lög frá sögulegum tíma, til dæm-
is þetta hér sem greinist um það bil
frá árunum 1986-1989.“ Ég benti á
leikföng sem lágu ofan á kössunum.
Þama voru gömlu barbídúkkumar
og He-man-kallarnir. „Skeleton,
maður!“ sagði bróðir minn með
glampa í auga og greip einn plast-
kallinn.
Pabbi kom aðvifandi. „Hvað er
eiginlega i þessum kössum?" spurði
ég ákveðin og benti á landnámslag-
ið. Hann svaraði að bragði: „Vina
mín, ef ég hefði fengið nóbelsverð-
launin þætti þetta merkilegur fund-
ur. í Havana voru þeir að finna
kassa frá Hemingway og hann er
kominn í heimsfréttir." Ég hristi
höfuðið. - Kræst!
Iðnaðarbanki með á nótunum
í flutningunum hafði komið í ljós
að okkur fóður minn greindi á um
hvað teldist dýrgripur og hvað
drasl, hverju mætti henda og hvað
ætti að gefa. „Maður veit aldrei
hvenær maður gæti þurft að nota
hlutina, bamið gott,“ hafði harrn
sagt með djúpri röddu þess sem allt
veit. Ég ranghvolfdi í mér augunum:
„Nei, nei, maður veit náttúrlega
aldrei hvenær maður gæti þurft að
nota grillofninn sem er búinn að
standa óhreyfður í búrinu í tíu ár.
Eða græjuna til aö reykja ála, frá
því þú varst með æðið fyrir álaveið-
unum. Eða bara þessa bók héma!“
sagði ég með þjósti og þreif bók út
úr einum bókaskápnum. Japanese
for Busy People stóð á kilinum og ég
brosti sigurviss. „Einmitt, hvenær
veit maður hvenær maður gæti
þurft að læra japönsku í hvelli!“
sagði ég lymskulega.
„Mér fannst foreldrar mínir síður en svo nógu duglegir
við að henda og grisja. Seinustu vikuna hafði ég rekist
á ógrynni hluta sem ég hafði ekki hugmynd um að til
vœru á heimilinu. “
Næsta skotmark á eftir geymsl-
unni undir stiganum var þvottahús-
ið. Þar sem ég stóð með málningar-
dós í annarri hendi og háaldraðan
tennisspaða í hinni rakst ég á
möppu með reikningum frá því árið
1984. Ég strauk af henni rykið og
teygði mig síðan í gemsann, sálufé-
laga minn. Tflkynningaskyldan
gagnvart vinunum í Reykjavík kafl-
aði. Þeir fengu að fylgjast náið með
framgangi flutninganna og voru
orðnir spenntir yfir því hvað fyndist
næst í þessu húsi sem virtist geyma
beinlínis hvað sem var. Reglulega
sendi ég þeim sms. Kvöldið áður
hafði ég skrifað: „Búin að starta
keppni um nauðsynlegasta hlut
heimilisins. Æsispennandi alveg.
Sem stendur tróna á toppnum golf-
kúlur sem lýsa í myrkri og „electric
putting partner", sérstök vél til að
æfa sig i að pútta. Jedúdamía." Nú
skrifaði ég á hraða ljóssins: „Heimil-
isbókhaldið frá tímum Duran Duran
kemur sterkt inn. Nauðsyn á hverju
heimili, skuldabréf frá Samvinnu-
bankanum og nótur frá Almennum
trygginum. Já, Iðnaðarbankinn er
sko með á nótunum."
Geisladiskar og klausturganga
Um það leyti sem flutningunum
var að ljúka var ég farin að íhuga al-
varlega að ganga í klaustur og gefa
frá mér allar eigur mínar. í hugan-
um var ég farin að útdeila geisla-
diskum og bókum og á nóttunni
dreymdi mig landnámslagið. Á dag-
inn hélt ég langar tölur um það
hvernig menn virtust einfaldlega
fylla upp í áflt það rými sem þeir
hefðu og þess vegna ættu þeir að
hafa fáar geymslur. Þessi hegðun
væri örugglega arfleifð frá því að
við vorum veiðimenn og safnarar.
Loksins var komið að lokadegi
flutninganna og á leiðinni suður
sagði ég kokhraust við pabba: „Ókei,
kannski klausturgangan sé tú
möts.“ - Ég var líka strax farin að
sjá á eftir geisladiskunum mínum.
„En ég ætla að flytja á tíu ára
fresti eða allavega fara reglulega í
gegnum dótið mitt. Síðan get ég bara
komið og gramsað í þínum geymsl-
um þegar ég þarf að reykja ála eða
læra japönsku í hvelli." - Svo brost-
um við bæði.