Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 26
42 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 Rafpostur: dvsport@dv.is Jóhannes Karl lánaður til Villa I gær var loksins gengiö frá láns- samningi Jóhannesar Karls Guö- jónssonar til Aston Villa, frá spænska liðinu Real Betis, en eitt- hvert babb kom í bátinn í fyrradag þegar Real Betis krafðist helmmgi hærri greiöslu frá Aston Villa fyr- ir lániö á Jóhannesi Karli. Máliö leystist hins vegar í gær og sagði Graham Taylor, knatt- spymustjóri Aston Villa, í samtali viö opinbert vefsvæði Aston Villa, að allt væri klappað og klárt varðandi félagaskipti Jóhannesar. Jóhannes mun því verða lögleg- ur með Aston Villa strax en spum- ing hvort hann verður í leik- mannahópnum næstkomandi þriðjudag þegar félagið mætir Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. -ósk KORFUBOLTI J G3 B £\ '"' c-J Úrslit í nótt: Boston-Milwaukee..........97-109 Pierce 30, McCarty 22 (8 frák., 5 stoðs.), Bremer 18 (5 stoðs.) - Allen 34 (9 frák., 7 stoös.), Redd 16 (7 frák.), Mjög óvænt úrslit í kvennakörfunni í Njarðvík í gærkvöld: Sigurgangan stöðvuð Cassell 14 (11 frák., 16 stoðs.). Orlando-Chicago ...........94-91 McGrady 31 (7 stoös.), Miller 17 - Rose 28 (5 stoðs.), Brunson 17, Fizer 17. Indiana-Toronto...........101-98 Strickland 19 (5 stoös.), O’Neal 18 (10 frák.), Miller 16 - Lenard 19, Willi- ams 17 (14 frák., 9 stoðs.). New York-Denver ...........97-88 Houston 37, Sprewell 17 (6 frák.), Weatherspoon 16 (9 frák.) - Howard 28 (8 frák.), Harvey 19, Yarbrough 18. Miami-Phoenix .............92-85 Grant 16 (10 frák.), James 15, Butler 13 (8 frák.) - Marion 27 (9 frák.), Mar- bury 18, Hohnson 15 (7 stoðs.). Atlanta-Portland 110-112 (tvíframl.) Abdur-Rahim 27 (11 frák.), Terry 23 (11 stoös.), Glover 21 - Anderson 21, Randolph 20, Pippen 15 (7 stoðs.). Detroit-Philadelphia ......83-92 Williamson 20, Hamilton 18, Robin- son 5 - Iverson 21 (7 stoðs.), Van Hom 16, Snow 14 (6 stoðs.). Minnesota-Seattle .........96-91 Gamett 20 (9 frák.), Nesterovic 18 (10 frák.) - Payton 20 (13 stoðs.), Mason 14. San Antonio-Memphis .... 93-98 Duncan 30 (21 frák., 5 stoðs.), Jackson 17, Robinson 11 (8 frák.) - Gasol 28 (17 frák.), Williams 18 (10 stoös.), Gooden 12. New Orleans-Washington . 103-94 Mashbum 24 (8 stoös.), Wesley 19 (, Magloire 16 (14 frák.) - Stackhouse 26 (9 stoðs.), Jordan 18, Hughes 14. Utah-LA Clippers...........89-96 Malone 23 (8 frák.), Harpring 22 (8 frák.), Stockton 22 (9 stoðs.) - Brand 24 (10 frák.), Miller 16 (8 frák., 7 stoðs.), Maggette 13 (9 trák.). LA Lakers-Golden State . 110-114 O’Neal 28 (9 frák.), Fisher 24, Bryant 23 (7 stoðs.) - Jamison 30 (6 frák.), Boykins 16, Richardson 15. Staöan í deildinni: Keflavík 13 12 1 1030-669 24 Grindavík 13 7 6 919-951 14 KR 13 6 7 774r-836 12 Njarðvlk 13 6 7 849-909 12 Haukar 13 5 8 755-849 10 ÍS 13 3 10 744-857 6 - Njarðvík vann topplið Keflavíkur sem hafði unnið alla 19 leiki tímabilsins körfuhringnum og frákastið var Keflavíkurstelpna. Eva Stefánsdóttir var hins vegar ekkert á því að fara í framlengingu og hún stal knettinum og skoraði með hálfævintýralegu skoti, spjaldið ofan í, á sama andar- taki og leiktíminn rann út; frábært framtak hjá Evu og magnaður endir á skemmtilegum leik. Krystal Scott fór fyrir Njarðvíkur- stelpum og þá átti Auður Jónsdóttir virkilega fínan leik. Helga Jónasdótt- ir var sterk í fráköstunum og Guð- rún Ó. Karlsdóttir gerði marga góða hluti. Áður hefur verið minnst á Evu Stefánsdóttur, en óhætt er að segja að hún hafi stigið upp á hárréttum tíma og hún skoraði öll sín stig í lokaleik- hlutanum. Hjá Keflavík var Bima Valgarðs- dóttir mjög góð í fyrsta leikhluta en eftir hann sást lítið til hennar. Erla Þorsteinsdóttir átti ágætan leik en þaö munaði mikið um að Sonja Or- tega náði sér ekki á strik. Fengum sjálfstraustið lánað Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkurstelpna, var hæstánægður eftir leikinn og hafði þetta að segja: „Ég viðurkenni það að við fórum í þennan leik til þess að undirbúa okk- ur fyrir tvo stórleiki sem eru á næst- unni, á móti Grindavík og ÍS, sem Njarðvík gerði sér lítið fyrir og sigraði Keflavík, 66-64, í Ljónagryfjunni í gærkvöld, í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Fram að þessum leik var Keflavíkurliðið búið að vinna alla sína 19 leiki í vetur og eru þá allar keppn- ir meðtaldar og þvi fyrir fram ekki taldar miklar lík- ur á að Njarðvíkurstelpur hefðu mikið í þær að gera. Annað kom þó á daginn. Framan af leik benti þó ekkert til annars en gest- imir færa með öraggan sig- ur af hólmi. Liðið lék geysi- vel í fyrsta leikhluta þar sem Bima Valgarðsdóttir fór á kostum og skoraði 14 stig og staðan að honum loknum var 15-24. í öðram leikhluta gengu hlutimir áfram snurðu- laust hjá Keflvíkingum og leikhlutinn var ekkert ósvipaður þeim fyrsta og staðan í hálfleik var 30-47. Ekkert óvænt í spilunum á þessum tímapunkti. Unnu upp 17 stig Njarðvíkurstelpur nýttu hins vegar leikhléið til hins ýtrasta og þær mættu geysilega ákveðnar til leiks í þriðja leikhluta og þá skoraðu þær 17 stig gegn aðeins 6 hjá gestunum. í lokaleikhlutanum héldu heimastelpur áfram sínum góða leik og Keflavíkurstelpur fundu ekki takt- inn sem þær höfðu í fyrri hálfleik. Lokakafli leiksins var síðan æsispennandi og Njarðvíkiirstelpur komust yfir, 60-59, þegar 2 mínútur og 20 sekúndur vora eftir. Þaö var síðan jafnt, 64-64, og 22,5 sekúndur eftir þegar heimastelpur fengu bolt- ann eftir uppkast og héldu í loka- sóknina. Þegar örfáar sekúndur vora eftir braust Krystal Scott í gegnum vörn gestanna en skot hennar dansaði á koma til með að ráða þvi hvort við verðum í fallbar- áttu eða í baráttu um annað eða þriðja sæti deildar- innar. Ég sagði við stelpurnar á æfingu í gær að við ætluð- um að vinna tvo af þessum þremur leikjum og þær vissu allar hvað ég var að tala um. Keflavikurliðið er einfaldlega það langbesta í kvenna- körfunni í dag og fyrir leikinn í kvöld leit það nán- astút fyriraðvera ósigrandi en við fengum hins vegar sjálfstraust þeirra lánað í síðari hálf- leik. Eftir fýrri hálfleikinn, þar sem staða okkar var ekki glæsileg, töluðum við ein- faldlega um að bæta okkur sem mest við gætum í seinni hálfleik og reyna að halda hraðanum niðri. Þetta markmið breyttist síðan þegar líða fór á hálf- leikinn og á lokakaflanum varð sigur raunhæft markmið og stelpurnar áttu nóg inni til þess aö það næðist,” sagði Einar. -SMS Stig Njaróvikur: Krystal Scott 28 (5 fráköst, 5 stoðs.), Auður Jónsdóttir 16, Helga Jónasdóttir 7 (9 fráköst), Eva Stef- ánsdóttir 6, Guðrún Ó. Karlsdóttir 6 (10 fráköst), Bára Lúðvíksdóttir 3. Stig Keflavikur: Birna Valgarðsdóttir 19 (hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum), Erla Þorsteinsdóttir 14, Kristín Blöndal 8, Svava Ó. Stefánsdóttir 6, Sonja Ortega 6 (18 fráköst, 8 í sókn, 5 stoðs.), Marín R. Karlsdóttir 4, Anna María Sveinsdóttir 4, Rannveig Randversdóttir 3. Njar&víkurstúlkur fögnuðu ógurlega í leikslok þegar sigurinn á Keflavík var staðreynd. DV-mynd Víkurfréttir WKMmk — KÓRFUBQLTI J KVENN/J Skaöabótamál Guðjóns Þóröarsonar gegn Stoke: Guðjón gefur eftir Manchester United mætir Liverpool í úrslitum deildabikarsins: Scholes í banastuði - lækkar kröfu á hendur Stoke um 8 milljónir Skaðabótamál Guðjóns Þórðar- sonar á hendur Stoke verður tekið fyrir í vinnurétti í Stoke næstkomandi þriðjudag. Guöjón hefur hingað til krafist 100 þúsund punda, rúmlega 13 milljóna króna, i skaðabætur fyrir ólögmæta uppsögn vorið 2002 auk þess sem hann telur sig eiga inni bónus- Guðjón greiðslur fyrir aö hafa son. komið félaginu upp i 1. deild eftir umspil. Annaö hljóö í strokkinn Nú er hins vegar kom- ið annað hljóð í strokk- inn hjá Guðjóni því að hann krefst „aðeins" 40 þúsund punda í skaða- bætur sem er átta milij- ónum minna en upphaf- lega krafan hljóðaði upp á. Gunnar Gfslason Lögmenn Guðjóns segja að for- ráðamenn Stoke hafi engar ástæð- ur gefið fyrir uppsögninni á sinum tíma og ekki samið um neinar bætur að henni lokinni. Því hafi Guðjóni verið nauðugur einn kostur að fara í mál við félagið til að leita réttar síns. Þórðar- _ ... Engar sættir Gunnar Gíslason, stjómarformaður Stoke, sagði í samtali við DV-Sport i gær að hann færi utan á þriðju- daginn í næstu viku og mætti þar Guðjóni í rétt- inum nema samkomulag næðist milli aðila. „Ég tel hins vegar mjög ólíklegt aö sættir náist á þessum stutta tima sem er til stefnu,” sagði Gunnar Gíslason. -ósk - skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Blackburn á útivelli Paul Scholes hreinlega blómstrar þessa dagana og á því fengu leikmenn Blackbum að kenna í gærkvöld þegar þeir tóku á móti Manchester United á Ewood Park í seinni leik liðanna í und- anúrslitum enska deildabikarsins. Fyrri leik liðanna á Old Trafford lauk með jafntefli, 1-1, og því var búist við hörkuleik. Andy Cole, fyrram leikmaður Manchester United, kom Blackbum yf- ir á 12. mínútu en rétt eins og gegn Chelsea um helgina varð markið tO þess aö leikmenn Manchester United byrjuðu að spila. Paul Scholes skoraði tvívegis áður en hálfleikurinn var úti, á 30. og 42. mínútu, og á 77. mínútu skoraði Hollendingurinn Ruud Van Nistelrooy út vítaspymu og gulltryggði sigur Manchester United. Scholes var maður leiksins en hann hefur skorað sjö mörk í síðustu sex leikjum og ekk- ert virðist geta stöðvað þennan frá- bæra leikmann. Alex Ferguson og Graeme Souness, knattspymustjórar liðanna, rifust all- an leikinn en gátu þó verið sammála um það eftir leikinn að það hefði eng- inn ráðið við Scholes. „Hann er frábær leikmaður sem hef- ur þroskast mikið,” sagði Ferguson eft- ir leikinn. Það er því ljóst að úrslitaleikurinn í deildabikamum verður á milli Liver- pool og Manchester United á Þúsaldar- leikvanginum í Cardiff 2. mars. Newcastle nálgast Newcastle bar sigurorð af Bolton, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld og nálgast Manchester United óðfluga. Liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Manchester-liðinu. Það var hinn ungi Jermaine Jenas sem skoraði sigurmark Newcastle á 18. mínútu en Guðni Bergsson, sem átti frábæran leik í vöm Bolton, kom í veg fyrir að mörk Newcastle yrðu miklu fleiri með stórkostlegum vamarleik hvað eftir annað leikinn út í gegn. Raunir Roeders Það eina góða sem Glenn Reoder, knattspymustjóri West Ham, gat tekið með sér inn í nóttina í fyrrinótt var sú staðreynd að fallbaráttufélagar West Ham, Bolton, töpuðu. Leikmenn West Ham vora keyrðir í kaf af frísku liði Charlton sem vann að lokum, 4-2. Það hjálpaði West Ham lítið að kom- ast yfir á 19. mínútu þegar Richard Rufus varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Charlton svaraði með þremur mörkum, tveimur frá Scott Parker og einu frá Claus Jensen, á tíu mínútna kafla um miðbik leiksins og þar með var bjöminn unninn. Trevor Sinclair minnkaði reyndar muninn en Búlgarinn Radostin Kishishev gull- tryggði sigurinn á síöustu mínútu leiksins. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að West Ham falli í 1. deild enda á það ekki annað skilið miðað við spilamennskuna í vetur. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.