Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003_____________________________________________________ U\r______________________________________________________________________________________________________Innkaup DV-MYND HARI Kökugerðarmeistarar hjá Bakaríi Sandholt Ásgeir Þór Tómasson, t.v., og Ásgeir Sandholt hampa hér verðlaunakökum úr keppninni Kaka ársins 2003. Kaka Ásgeirs Sandholts, t.h., var útnefrjd Kaka ársins 2003 en kaka Ásgeirs Þórs lenti í þriöja sæti. Þeir nafnar vinna hliö viö hliö í bakaríinu dag hvern og segja samstarfiö frjótt og skemmtilegt. Útkomuna geta karlar víöa um land sannreynt meö því aö kaupa eina handa elskunni sinni. Nýtt frá Stjörnusnakki: Nachos Tex- Mex maíssnakk Iðnmark hefur sett nýtt Stjömusnakk á markað, Nachos Tex-Mex maíssnakk, sem eingöngu er búið til úr maís og létt- steikt úr fljótandi jurtaolíu. Snakkið er kryddað með Nachos-ostakryddi. Iðn- mark hefur unnið að þessu verkefni í tvö ár. Að sögn talsmanna Iðnmarks er þetta snakk hollara vegna hlutfallslegrar skiptingu kolvetna, olíu og prótína en í hverjum 100 g em 6 g af prótíni, 64 g af kolvetnum og 25 g af fljótandi olíu. Eftirfarandi uppskriftir má nota með Stjömu Nachos snakki: Skyr-salsa með Stjörnu-Nachos: KEA skyr - hreint 1/2 dós salsasósa 1/2 hvítlaukur Stjörnu-Nachos í ofni: 200 g Stjörnu Nachos 1 dós salsasósa jalapeno rifinn ostur Takið snakkið og setið á hitaþolinn disk, setjið salsasósu í litlum skömmt- um í kring, setjið jalapeno-ávöxtinn inn á milli og setið rifinn ost og nóg af hon- um yflr snakkið. Bakið í ofni við 150"C í 15 min. Ásgeir Sandholt bakar köku ársins þriðja árið í röð: Perumousse með léttu lakkrísbragðii Kökur „Galdurinn er einfaldlega að hafa brennandi áhuga á því sem maður er að gera,“ sagði Ásgeir Sandholt bakarameistari og konditor, í samtali við DV en Ás- geir á köku ársins 2003. Landssamband bakarameistara stóð fyrir keppninni Kaka ársins 2003 um liðna helgi meðal félags- manna sinna og starfsmanna þeirra. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin og skemmst er frá því að segja að Ásgeir Sandholt hefur borið sigur úr býtum öll þrjú árin. Úrslitin voru kynnt í Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi á laugardag. Tólf kökur bárust til keppninnar 1 ár. For- manni dómnefndar þótti umtals- verðar framfarir hafa orðið frá fyrstu keppninni og stóð dóm- nefndin því frammi fyrir erflðu vali. En úrslit urðu þau að kaka Ás- geirs Sandholts, Bakaríi Sandholt, bar sigur úr býtum. í 2. sæti varð kaka Hafliða Ragnarssonar í Mos- fellsbakaríi og í 3. sæti kaka Ásgeirs Þórs Tómassonar, Bakaríi Sandholt. Sigurkakan hlýtur nafiibótina Kaka ársins 2003 og verður kynnt og seld í öllum aðildarbakaríum Landssam- bands bakarameistara á konudag- inn, 23. febrúar. Kakan verður væntanlega á boðstólum í bakarímn út þetta ár. Og fyrst talað er um brennandi áhuga er eðlilegt að geta þess að i köku Ásgeirs Sandholts er perumousse og Fisherman’s Friend brjóstsykur. Af henni er létt lakkrís- bragð sem hann telur að muni falla Islendingum vel í geð. En Ásgeir er ekki einn um vel- gengni í keppninni. Nafni hans, Ás- geir Þór Tómasson, átti köku í þriðja sætinu. Þeir nafnar vinna hlið við hlið dag hvem og því eðli- legtað spurt sé um samstarfið. „Við vinnum náið saman og skiptumst á hugmyndum alla dag- inn. Þetta er mjög frjósöm sam- vinna. Við erum ekki að pukrast hvor í sínu homi. Hér eru engin leyndarmál," segir Ásgeir Sandholt og bætir við að kökur beggja verði til sölu í Bakaríi Sandholt. -hlh Ölgerðin Egill Skallagrímsson: Nýr Egils þorrabjór Egils þorrabjór er ný bjórtegund sem sett var í sölu í verslunum ÁTVR frá og með gærdeginum. Egils þorra- bjór er bragðmikill lagerbjór sem minnir á þýskan bjór. Styrkleiki hans er 5,6%. Bruggmeistarar Ölgerðarinnar hafa unnið að þróun bjórsins undanfarin misseri. Framleiðsla á Egils þorrabjór tekur um það bil einn mánuð og fylgj- ast bruggmeistaramir náið með lögun- inni á öllum stigum framleiöslunnar. Egils þorrabjór verður til sölu í versl- unum ÁTVR i um sex vikur. Einnig mun Ölgerðin selja þorrabjórinn til veitingastaða og veislusala. -hlh Þorrabjór Egils þorrabjór er nýr á markaönum og veröur til sölu næstu sex vikurn- ar. Bragömikiit þorrabjór sem margir taka fagnandi meö þorramatnum. ÚTSALA ALDARINNAR AHt aö 7 .990 kr. Kjólar frá 9.000 kr. Sissa tíshuhús Hverfisgötu 52, sími 562 5110.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.