Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2003, Blaðsíða 28
> 44 FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 2003 HANDBOLTI J tJi DV * J Hugurinn stefnir heim - Gústaf Bjarnason hefur leikið fimm ár í Þýskalandi og er á heimleið „Þessi heimsmeistarakeppni í Portúgal er býsna athyglisverð og spennan á eftir að stigmagnast eftir því sem á keppnina líður. Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og I dag fmnst mér við hafa lið til að ná þeim markmiðum sem við settum okkur fyrir keppnina. Þau eru raun- hæf og ef allt gengur upp tekst það,” sagði Gústaf Bjamason, landsliðs- maður og leikmaður þýska úrvals- deildarliðsins Minden, en hann lýk- ur þriðja keppnistímabilinu með liðinu í vor. Slapp fyrir horn Gústaf meiddist eftir tíu mínútna leik gegn Áströlum og i fyrstu var talið að hann hefði nefbrotnað. Sem betur fer reyndist það ekki raunin en ekki leit vel út í byrjun því tölu- vert blæddi úr nefinu. „Þetta var sárt en óhugnanlegast var að það blæddi mikið og blæðing- in stoppaði ekki fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Það var slæmt að getað ekki tekið þátt í leiknum meira en ég sjálfur var nokkuð viss um að ég hefði sloppið við brot. Ég veit ekkert hvemig framhaldið hefði orðið í keppninni ef ég hefði brotnað en það eru til ýmsar reddingar við því i dag. Það var eins gott að ekki fór verr en Evrópumótiö í fyrra rann út í sand- inn hjá mér eftir aö ég meiddist í fyrsta leik gegn Spánverjum. Ég reif þá vöðva aftan í kálfa á síðustu mín- útu leiksins en það augnablik vil ég ekki endurtaka á HM. Ég slapp fyr- ir hom í þetta skiptið." Meira meö fjölskyldunni Hvaö ert þú búinn aö vera lengi atvinnumaöur í handbolta? „Ég er að klára mitt íimmta ár á þeim vígstöðvum. Ég lék fyrstu tvö árin með Willstadt og hélt þaðan til Minden. Mér líkar mjög vel og tím- inn í Þýskalandi hefur verið frábær. Maður hefur getað sinnt fjölskyld- unni mun meira heldur en ef ég hefði verið venjulegur launþegi heima á íslandi. Það er krefjandi og ekki leikur einn að leika í þýsku úr- valsdeildinni og til mikils ætlast af manni. Þetta er búið að vera ævin- týri og gaman að hafa fengið tæki- færi til að stunda þá atvinnu sem mann langar mest til að starfa við.“ Minden er aö rétta úr kútn- um Gengið á liöinu hefur veriö heldur brösótt í vetur og erfióur tími tekur viö aö heimsmeistarakeppninni lok- inni? „Það hefur gengið upp og ofan hjá okkur og má skrifa það á ótrúlega meiðslasögu liðsins. Við misstum Gustaf Bjarnason fyrir framan hotel islenska liosins i Portugal gær. DV-mynd Hilmar Þor zrw CGEfl 0 Egypska stórskyttan Hussain Zaky hefur ákveðið að ganga til liðs við spænska liðið Ciudad Real næsta sumar. Zaky, sem þykir vera ein af öflugustu hægri handar skyttum í heimi, verður þar með félagi íslensku landsliðsmannanna Rúnars Sig- tryggssonar og Ólafs Stefánssonar en Ólafur gengur til liðs við Ciudad Real á sama tima og Zaky. Ciudad Real stefnir hátt og er markmið liðsins að vinna meistaradeild Evrópu á næstu árum. Danir hafa gífurlegan áhuga á heims- meistarakeppninni í handbolta. Þeg- ar danska liðið lék fyrsta leik sinn í keppninni, gegn Slóvenum á mánu- daginn, fylgdust 1,3 miUjónir manna með útsendingu dönsku sjónvarps- stöövarinnar TV2 frá leiknum. Forráðamenn stöðvarinnar sögðu að það væri mun meira heldur en þeir hefðu átt von á þvi leikurinn var spil- aður seint um kvöld aö dönskum tíma. Forseti Alþjóða handknattleikssam- bandsins, Egyptinn Hassan Mustafa, flaug heim til Egyptalands á fyrsta degi heimsmeistaramótsins en móðir hans féll frá sama dag. Mustafa ætlar að snúa aftur til mótsins og er væntanlegur á föstudag þegar jarðar- forin hefur farið fram. Það verða þeir Repenzek og Pozeznik frá Slóveníu sem dæma leik íslands og Portúgals i Viseu t kvöld. Þeir þykja meðal fremstu dómarapara í heiminum 1 dag. Þetta er fyrsta heimsmeistaramót karla sem þeir dæma á en hafa dæmt á tveimur HM- mótum kvenna auk heimsmeistara- móta yngri landsliðs. Þeir dæmdu leik Þýskalands og Katars í fyrstu umferð í B-riðli og komust vel frá leiknum sem var nú reyndar frekar auðdæmdur. -ósk/JKS 5-6 leikmenn og sumir þeirra leika ekkert meir með okkur á þessu tímabili. Við fengum nýverið til liðsins Spánverja vegna þessa og hefur hann hjálpað okkur mikið. Mér finnst liðið vera að rétta úr kútnum og eins og staðan er í dag er markmiðið að halda sætinu í deild- inni. Það er ekkert annað raunhæft í stöðunni og mikil barátta fram und- an 1 neðri hluta deildarinnar. Liðið kom upp úr 2. deildinni 1995 eftir að hafa leikið þar tvö árin þar á undan. Liðið hét þá Dankersen en nafninu var breytt þegar það komst í úrvals- deildina að nýju 1995.“ Kem líklega heim í vor Hvaó um framhaldiö hjá þér sjálfum - ertu farinn aö hugsa til heimferöar? „Já, ég get ekki annað sagt en þessi útivera sé farin að styttast í annan endann. Það eru góðar líkur á því að ég komi heim í vor eins og staðan er. Ég er búinn að vera í fjarnámi við Kennaraháskólann samhliða hand- boltanum og vegna þess hef ég ekki haft tök á því að taka vettvangsnám- ið sem er stór hluti af náminu. Ég ýtti því öllu aftur fyrir og ég þarf að komast heim til að ljúka þvi. Þeir hafa verið mjög skilingsríkir á þetta í Kennaraháskólanum og gefið mér sjens að ýta þessum hluta námsins aftur fyrir fram að þessu. Spuming- in er hvað hægt er að bjóða upp á það lengi. Fyrst er að klára námið og eftir það helli ég mér út í kennsl- una.” Undir niöri langar þig að vera lengur í Þýskalandi? „Ég er ekki alveg búinn að loka á það en eftir heimsmeistarakeppnina verður farið í þessi mál og ákvörð- un tekin fljótlega eftir það,“ sagði Gústaf Bjamason, á hóteli því þar sem landsliðið dvelur í Viseu í Portúgal. -JKS „Ættu ekki að fá að halda - Svíar æfir út í Portúgala fyrir lélega framkvæmd Forystumenn sænska hand- knattleikssambandsins eru ekki sáttir við skipulagningu og fram- kvæmd heimsmeistaramótsins i handknattleik í Portúgal. „Að kalla þetta skandal er van- virðing við það orð,“ sagði P.O. Söderblom, talsmaöur sænska handknattleikssambandsins, í við- tali við Aftonbladet í gær. „Trúðar skemmta áhorfendum sem mæta á leikina í hálíleik. Markataflan virkar nánast aldrei, það rignir inn í hallimar, það er engin þvottaþjónusta fyrir liðin, aðstaðan fyrir fjölmiðla er til há- borinnar skammar og aðsóknin er skelfileg. Þú getur síðan sagt mér hvort þetta er ásættanlegt fyrir heimsmeistarakeppni í handknatt- leik,“ sagði Söderblom við blaða- manninn sænska. íþróttin hrapar í áliti „Portúgalar ættu ekki að fá að halda HM og Alþjóða handknatt- leikssambandið verður einfaldlega að koma í veg fyrir að svona þjóðir haldi keppnir á borð við þessa. í dag getur hvaða þjóð sem er fengið að halda keppnina en það verður að vera hægt að treysta því að þær þjóðir sem valdar eru sem gestgjaf- ar geti haldið mótið á sómasamleg- an hátt. Iþróttin sem slík hrapar í áliti meðal almennings þegar svona vitleysa á sér stað og í fram- haldinu missa samböndin styrktar- aðila og tekjur af sjónvarpssend- ingum." Á vefsvæöinu draumadeildin.is er hægt aö taka þátt í Skyttuleik HM þar sem kúnstin er aö finna út hvaöa leikmaöur íslenska liösins skorar flest mörk í hverjum leik á HM f Portúgal. Draumadeildin.is býður upp á spennandi leik í tengslum við HM: Skyttuleikur HM í Portúgal - veldu þá sex leikmenn sem þú telur að skori flest mörk í hverjum leik Vefsvæðið draumadeildin.is, sem er samstarfsverkefni Netboltans, VÍS og DV, mun standa fyrir skemmtilegum leik á með- an heimsmeistaramótið í handknattleik í Portúgal stendur yfir. Leikurinn, sem heitir Skyttuleikur VÍS, gengur út á að þátttakendur velja sér sex leikmenn úr íslenska landsliðinu fyrir hvern leik liðsins á HM. Þeir raða þessum mönnum í röð, frá 1 til 6, eftir því hvaða leikmenn menn telja að muni skora flest mörk. Stig er veitt fyrir skoruð mörk og marg- faldað með stuðli viðkomandi leik- manns en sá leikmaður sem er efst- ur á lista hjá hverjum þátttakanda er með stuðulinn 6. Sá sem er annar á listan- um er með stuðul- inn 5, sá sem er þriðji er með stuð- ulinn 4, sá sem er fjórði er með stuðulinn 3 og svo framvegis. Það er því nauðsynlegt að fylgjast vel með þvi í DV-Sporti hvaða leikmenn íslenska liðsins skora mörkin á HM en blaðið fjallar ítarlega um HM á hverjum degi. Vátryggingafélag íslands gefur verðlaunin en þau eru ekki af verri endanum. Sá sem fær flest stig í hverjum leik fær landsliðstreyju að launum og sá sem fær flest stig sam- anlagt i öllum leikjum is- lenska liðsins á HM fær ferðavinning i boði VÍS. Hægt er að taka þátt í leiknum á vefsvæðunum www.vis.is og www.draumadeild- in.is og er þátttaka ókeypis. Eftir tvo leiki hjá íslenska liðinu er liðið off í efsta sæti með 232 stig en í öðru sæti er liðið Gummi#10 með 221 stig. -ósk ALLT UM HÚÍ v- handbolta 4 SSSHSíISSSt"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.