Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2003, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2003 ím Draumabíllinn minn Glæsilegur Dodge Veapon í Þorlókshöfn: nmtugur Þegar Þórarinn Grimsson í Þorláks- höfn fer í ferðalag á ferðabílnum sínum vekur hann athygli hvar sem hann fer eða kemur. Þórarinn ekur um á fimm- tíu ára gömlum Veapon sem hann hef- ur gert upp og þrátt fyrir háan aldur lít- ur bíllinn út sem nýr. „Björgunarsveit- in Brák í Borgamesi keypti hann upp- haflega af Sölunefnd varnarliðseigna," segir Þórarinn. „Þeir byggðu yfir bílinn og áttu í nokkur ár. Af þeim keypti björgunarsveitin á Reykhólum hann og átti um tíma. Ég sá bílinn á Reykhólum eitt sinn þegar ég var á ferð þar og náði sambandi við eigendur hans og gerði þeim tilboð sem þeir tóku. Enda notuðu þeir bílinn mjög lítiö, helst í söluferðir með flugelda fyrir áramót.“ Get staðið uppréttur Eftir að Þórarinn eignaðist bílinn hófst hann handa við að endurbætur. „Reykhólamönnum fannst hann kraft- lítill svo fljótlega setti ég túrbínu í hann. Seinna fékk ég mér túrbínuvél í Bretlandi og setti í staöinn. Við hana hef ég nú bætt intercooler til að ná enn meiru út úr henni.“ Þórarinn hefur líka gert breytingar á yfirbyggingunni og sett í hann innrétt- ingu. „Ég setti líka lúgu í þakið á henni svo að maður geti staðiö uppréttur. Aliavega þegar ég er að klæða mig í á morgnana þegar við sofum í bílnum á ferðalögum. Það er þreytandi til lengd- ar að þurfa alltaf að vera hálfboginn. Þegar við vorum á ferð í Finnlandi gist- um við eina og eina nótt á gistiheimil- um til að geta rétt almennilega úr okk- ur,“ segir Þórarinn. Hann bætir við að stólarnir fyrir ökumann og farþega í framsæti séu snúanlegir og verði hinir bestu stofustólar þegar komið er í áfangastað. Tvö hundruð þúsund „Ég var búinn að vera með bílinn af- skráðan í tvö ár og vann i honum á Veapon Þórarins Vél: Perkins dísil, T4236. Með orginal túrbínu, Þórarinn setti á hana intercooler og 3 tommu op- ið púst. Drif: Millikassi og fjaðrir eru orginal. Gírkassi: 5 gíra yfírgíraður. Dekk: 38 tommu Dick Cepec. Hægt er að koma undir hann 44 tommu dekkjum Rúðuþurrkublöðin: Eru upp- hituð. Þau eru frá Rafseli í Búð- ardal. Endingartími blaðanna er 10-12 sinnum lengri en venju- legra þurrkublaða vegna þess að þau eru úr silíkoni. meðan. Það sem ég hef gert i honum miðast við að gera hann sem þægileg- astan til að ferðast í. Við hjónin ferð- umst mikið á honum, bæði innanlands og utan. Ég gæti trúað að við værum búin að aka um 200 þúsund kílómetra á honum á þeim tíma sem við höfum átt hann,“ segir Þórarinn. „Það fer mikill tími í þetta en það er gefandi. Það má líka segja að þetta væri ekki hægt ef maður ætti ekki svona góða konu sem sýnir mér mikla þolin- mæði í þessum verkum mínum,“ sagði Þórarinn Grímsson Víboneigandi í Þorlákshöfn að síðustu í samtali við DV-Magasín. -NH M agasm m og mælarnir. Mælaborölö er fallegt og kemur úr Dodge Ram. Ollu er liaganlesí fyrlr komlö og nauösynleg tæki öll á sínum staö. ÞÖrðrÍnn felldi íslandskort ofan í boröplötuna, þaö er gott tll aö vita hvar maöur er staddur, sagöl Þórarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.